Þjóðviljinn - 12.09.1976, Side 5

Þjóðviljinn - 12.09.1976, Side 5
Sunnudagur 12. september 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 íranskir stúdentar rændu leyniskjölum: Af leyniþjónustu eins hinna nýju stórvelda Hlekkur i nýju kerfi Það hefur komiö fram hvað eftir annað á undanförnum árum, að Bandarikin ráða ekki i sama mæli og áður við það verkefni að tryggja auðhringum si'num óbreytt pólitiskt ástand og þar með hefta vinstriþróun á hinum þýðingarmikla leikvangi þeirra i þriðja heiminum. Þau þurfa á aðstoð að halda. Þá hefur i auknum mæli komið fram sú við- leitni bandariskra ráðamanna að skapa nýtt kerfi pólitisks og hernaðarlegs samstarfs sem byggi mjög á hinum „nýju stór- veldum” þriðja heimsins— Iran, Brasiliu, Saudi-Arabiu og nokkr- um rikjum öðrum. Það mætti mörg dæmi rekja af þvi, hve stórt hlutverk íran er ætlað i þessu kerfi — fáir aðilar hafa notiö jafn umburðarlyndrar kurteisi og jafnvel hrifningar hjá stórnmálamönnum bandariskum að ógleymdum fjölmiðlum og íranskeisari, þegar hann hefur verið að mála i fögrum litum mynd af þvi sem hann kallar „hvita byltingu”. En þar er átt við það, að nokkru af hinum firnalega oliugróða Irans er varið til skólahalds og ýmislegra félagslegra umbóta — i þeirri von að landslýður hafi hægt um sig að öðru leyti. Fremur sjaldgæft er, að þeir sömu fjölmiðlar veki athygli á ógeðslegum stjórnar- háttum þessa keisara sem enn i dag kallar sig konung konunga. En i fáum löndum er lögregu- veldið hatrammara, handtökur á raunverulegum eða hugsanlegum andófsmönnum tiðari, meðferð á þeim grimmdarlegr'i, en einmitt i riki hans. Pyntingamethafar Um þessar mundir fara ekki lakari sögur af neinni leynilög- reglu en af Savak.sem er helsta stoð hins alvalda keisara Irans. Savak hefur á að skipa um tuttugu þúsund manna liði og 180 þúsund launuðum spæjurum að auki — hefur þessi her allur komið á bak við lás og slá a.mlc. 25.000 pólitiskum föngum, kannski 100 þúsund, en einhvers- staðar þarna á milli fara tilgátur alþjóðlegra samtaka. Margir hafa verið teknir af lifi eða verið „skotnir á flótta”. Pyntingareru f klefum Savat iðkaðar af meiri grimmd en i nokkrum öðrum þeirra60 landa þar sem Amnesty International telur pyntingar iðkaðar nú. Savak hefur allar hinar verstu aðferðir á dagskrá : allt frá þvi að neglur eru slitnar af mönnum til þess að þeir eru neyddir til að éta steikt hold, sem skorið er af þeirra eigin kroppi. Margar frá- sagnir af d jöfulskap þessum er að finna i nýútkomnu safni fang- elsisljóða eftir Reza Baraheni, sem er eitt af fremstu skáldum Irans og áður enskuprófessor i Theran. ( God’s Shadow, Indiana University Press). Baraheni var handtekinn af Savak fyrir skrif sin um meðferð á minnihluta- hópum i tran og pyntaður í 102 daga, þar til starfsbræðrum hans erlendum tókst að fá hann úr haldi og úr landi. Innbrotið i Genf Leyniþjónustan Savak hefur sig og mjög í frammi utan landa- mæra trans. Hún reynir að n jósna um alla þá sem teljast andstæð- ingar Iransstjórnar, jafnt Iranska útlaga, breska þingmenn, póli- tlskar hreyfingar i Vestur-Þýska- landi, Austurríki, Danmörku, Sviss. Merkar upplýsingar um þessi umsvif Savak hafa komið fram við innbrot þ-ettán iranskra stúdenta i ræðismannsskrifstofu trans i Genf. Þeir náðu í um 2800 leyndarskjöl og lykil að ýmsum dulnefnum að auki, og komustaö þvi, að þeirhefðu gert strandhögg isjálfum aðalbækistöðvum Savak i Evrópu. trönsk stjórnvöld Ræðismannsskrifstofa trans i Genf höfðu með sér 2800 skjöl — og lykil ætluðu fyrst að stefna stúdent- unum fýrir rétt i Sviss fyrir þjófnað, en það var einmitt það sem stúdentarnir vildu: mála- ferlin gætu gefið þeim prýðilegt tækifæri til að auglýsa hina ljós- fælnu starfsemi leynilögreglu keisarans. Enda skildu þeir i Theran fljótt að þeir höfðu hlaupið á sig og drógu þjófnaðar- ákæruna til baka. Stúdentarnir heimta hinsvegar að málaferlin verði látin fram fara. Ihaidsöfl i Sviss vilja að sinu leyti gera sitt til að þagga þetta mál niður, þvi eins og eitt hægri blað- ið segir, þá gæti það leitt til diplómatiskrar spennu og siðan til þess að svissnesk fyrirtæki fengju ekki þær pantanir frá tran sem þau sækjast eftir. Vinátta lögreglumanna Skjölin sem stúdentarnir tóku herfangi sýna reyndar mörg dæmi um einkar vinsamlegt sam- starf Savak bæði við bisnessmenn og svo lögregluyfirvöld I ýmsum löndum. Meðal þeirra er að finna eftir heimsókn stúdentanna sem að þeim. nokkuð svo spaugilegar skýrslur um viðræður við lögreglu i Genf um það, hvað keisarinn eigi að gefa þeim svissnesku lögreglu- mönnum sem gæta hans meðan hann heimsækir landið. Og aðrar skýrslur,miður spaugilegar, sem segja m.a. frá þvi, að svissnesk yfirvöld hafi verið „einkar hrifin” af lista þeim yfir „grun- samlegar persónur” sem Savak hafði afhent svissnesku lög- reglunni. Það kemur einnig fram, að diplómatar Savak hafa gefið $ Mahdawi (til hægri) var yfir- maður Savak i Genf. Þegar hann var rekinn heim óttuðust sviss- nesk hægriblöð, að pantanir frá tran yrðu skomar niður. þýskum lögregluyfirvöldum skýrslur yfir iranska stúdenta, sem tekið hafa þátt I ýmislegum mótmælaaðgerðum i Evrópu, sem beinst hafa að keisaranum, ekki sist mótmælum sem tengjast við opinberar heimsóknir keisarans. Það er á grundvelli sliks samstarfs, sem þýsk lög- regla meinar t.d. i árslok 1974 fjörutiu „spilltum” Irönskum stúdentum að fara inn i Þýska- land eöa hefur mál gegn irönskum stúdentum og þýskum vinum þeirra, sem höfðu hleypt upp fundi hjá keisarahollum stúdentum i Kiel. Sum skjalanna lýsa þvi, að full- trúar Svak eru taldir sjálfsagðir i irönskum sendiráðum og ræðis- mannsskrifstofum, og koma bein fyrirmæli til sendiráðanna um það, hvernig beri að koma irönum, búsettum eða nemandi erlendis, i samband við þessa fulltrúa. Keisarinn sjálfur hefur, skv. einu skjali, bein afskipti af þvi, hvaða iranskir borgarar fái endurnýjaða reisupassa sina og hverjir ekki, og er þeim sendi- ráðsstarfsmönnum hótað öllu illu sem láti sér verða á yfirsjónir i þeim e&ium. Savak hefur og ýmisleg afskipti af bisness: i einuskjali kemur við sögu enskur maður, mr. Low aö nafni, sem fær greiddar tm» miljónir þýskra marka fyrir — að þvi er virðist — að stofna ekki i hættu skrýtnum kaupum Irans- stjórnar á 2000 skriðdrekum sem framleiddir voru fyrir Nato. Skilið þvi til mr. Wilsons Eitt leyndarskjalið greinir frá þvi, að transstjórn hafi með Keisarinn fylgist vei með afrekum Savak. En fáir trúa honum þegar hann segir „við þurfum ekki pyntíngar lengur, við grfpum til sálrænna aöferða eins og háþróuð riki”.... virkum hætti sýnt áhuga á þvi aö Venstre, flokkur Hartlings i Danmörku, færi sem best út úr kosningunum I fyrra. Þar segirberum orðum, að flokkurinn sé skuldbundinn stjórn hans keisaralegu hátignar fyrir þau lán sem hann hafi samið um viö hana meðan Hartling var við völd. Eitt skjalanna f jallar einnig um fyrirmæli Savaks um að fylgst verði náið með tveim þing- mönnum Verkamannaflokksins breska, Stan Newens og William Wilson, og hugsanlegum tenglsum þeirra við iranska and- ófsmenn. Newens hefði oftar en ekki gagnrýnt á þingi starfsemi erlendra leyniþjónustuerindreka i Bretlandi og Wilson hafði fylgst með málaferlum i Teheran gegn sjö andstæðingum keisarans (sem siðar voru „skotnir á flótta”) 1 fyrirmælunum er lagt á ráð um hvernig njósnað skuli um þingmennina — m.a. skuli spiónarnir gæta sin á þvi að vera langtimum saman sýnilegir fyrir utan ibúðir þingmannanna. Nýlegt atvik varpar skýru ljósi á persónulegan áhuga keisarans á þvilikum umsvifum Savak. t móttöku fyrir breska Verka- mannaflokksþingmenn, sem gistu Teheran, spurði keisarinn gestina, hvort nokkur þeirra þekkti mr. Wilson. Einn þing- manna gaf sig fram og sagði keisarinn þá: „Segið mr. Wilson, að ef hann i framtiðinni aðeins skiptir sér af þvi sem honum kemur við, þá muni ég, að þvi er hann varðar, gera slikt hið sama”. ABtóksaman (heimildir: Spiegel og DN) ljós á perunni ? Ef ekki, þá höfum viö mikið úrval af Ijósaperum dyrabjöllur og raftæki. í flestum stæröum og styrkleika. "Rafvörur” hefur úrval efnis til raflagna, einnig Rafvirkjar á staönum. rafvörur Laugarnesvegur 52 Sími 86411

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.