Þjóðviljinn - 12.09.1976, Síða 7
Sunnudagur 12. september 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 7
Jón Múli
Árnason
skrifar:
ísabella Me-he
hinir trúðarnir
MacTame Isabelle Miehe kom i
sýningarför til Islands fyrir hálfri
öld.Hún hélt apa- og slönguleiki I
Bárunni fyrir fullu húsi trekk i
trekk meö sjónhverfingum og ó-
skiljanlegum töfrabrögöum, sem
enginn botnaöi neitt i, enda voru
þau i ætt viö hiö yfirnáttúrlega.
Madame varö á skömmum tima
ástsælasti listamaöur á meöal
vor, dáö og virt i hvivetna, enda
komin af hátignarlegu fjölleika-
fólki, ljónatemjurum, linudönsur-
um og sirkusdrottningum.
Aö loknum sigrum i höfuöborg-
inni lagöi Madame land undir fót,'
fyllti samkomuhús og skemmti-
staöi hvarvetna á feröum sinum,
og áhorfendur'stóöu á öndinni yfir
list hennar. Barnaskólakrökkum
á Austurlandi eru ógleymanlegar
þær stundir er allt i einu birtist
hvit mús i fléttunum á stúlkunni á
fremsta bekk, hvarf siöan án þess
aö hönd Madame kæmi þar nærri,
en tisti svo andartaki slöar á
snoöklipptum kollinum á strákn-
um i næsta sæti, en eiturslöngur
hlykkjuöu sig um Madame á
meöan og apakettir allt um kring
og toguöu i skottiö hver á öörum
eins og Einbjörn og Tvibjörn og
þeir bræöur. Madame brosti á
dönsku og gaf öllum brjóssykur.
Svo fór hún aftur til Reykjavik-
ur oggtofnaöi alvörusirkus. Fyrst
flutti hún til landsins afrisk
sebradýr sem fældust log prión-
uöu meö æöisgengu hneggi I port-
inu á bak viö Hótel tsland þegar
bifreiöar landsmanna áttu leiö
hjá meö giraskrölti og piptu fyrir
horn. Og Madame hélt áfram aö
temja villidýrin dag eftir dag og
var talin hugrökkust kona hér á
landi.
í frægri bók segir á einum staö:
,, i Reykjavik rignir af himnum
ofan”— og þar kom aö þau orö
sönnuöust. Breyttist þá allt yfir-
bragö og svipur sebradýranna á
samri stund, — fallegu hvitu og
svörtu rendurnar á feldinum, sem
minntu á gömlu KR-búningana,
runnu út I eitt. Og hann hélt
áfram aö rigna af himnum ofan
án uppstyttu, og aö lokum stóöu
eftir allsnaktir islenskir jálkar,
rauöir, brúnir og skjóttir, sem
Madame Isabelle Miehe haföi
fengiö leigöa hjá bónda einum
fyrir innan bæ. Allt svindliö
komst upp, — Madame stóö af-
hjúpuö frammi fyrir landslýö,
sem nefndi hana uppfrá þvi lsa-
bellu Me-he. Hún hrökklaöist úr
landi og hefur ekki til hennar
spurst siöan.
En lengi er hægt aö plata
sveitamanninn, og þrátt fyrir
meinleg örlög ísabellu Me-he
héldu töframenn og sjón-
hverfingameistarar áfram aö
þyrpast til okkar,—og viö héldum
áfram aö gapa af undrun. Þó varö
allt sæmilegt fólk á Islandi jafn-
vel enn meira hissa þegar fréttist
utan úr heimi af töfrabrögöum
æöstu manna i viröulegustu em-
bættum, komnum af jafnvel enn
tignari ættum en Isabella Me-he,
— aö maöur nú ekki tali um
stjórnmálaskúma i austi og vestri
sem hafa þegiö mútur af Mr.
Lockheed og kó. Þaö félag þykir
einna finast i forystulandi lýöræö-
is og frelsis og hefur lagt megin-
áherslu á vopnasmlöi, — aö
vernda megi okkur öll frá hinu
illa.
Og sjónhverfingum er haldiö
áfram, og viö höldum áfram aö
góna ámeistarana. Rikisútvarpiö
segir daglega frá ótrúlegri snilld
Nóbélsverölaunahafans Kiss-
ingers, galdrameistarans viö
samningaboröin sem nú þeytist
milli negrahöföingja Afrlku aö fá
þá góða, — enda þótt upplýst sé
fyrir löngu aö hann sé blóðugur
upp aö öxlum eftir sýningarnar i
Chile, og gæinn sem reddaði hon-
um um Friöarverölaun Nóbels,
Nixon Bandarikjaforseti, alstrip-
aður svindlari úti Kaliforniu.
Slika menn nefna Kanar small-
time crooks og þykja heldur
leiöinlegir þar i sveit.
Sem betur fer eru iika til hinir
allra spaugilegustu skemmti-
kraftar á þessu sviöi. Um þá fjall-
ar fjöldi embættismanna og opin-
berra starfsmanna á Islandi ár og
siö, og gefur út skýrslur og annála
um afrek þeirra á hverju sumri.
Einstaka almúgamenn veröa
æstir og reiöir I nokkra daga, en
flest okkar undrumst æ meir yfir-
náttúrleg töfrabrögö samborgar-
anna, — tekjulausra þurfamanna
sem láta tugmilljóna villur meö
tvöföldum bilskúrum og þreföldu
gleri risa yfir sig og sina allt i
kringum okkur, án þess aö nokk-
ur peningur sé fyrir hendi, og æöa
framhjá okkur — og yfir okkur —
á nýjustu Bensum og Lincolnum,
þegar þeir nauðlenda hér á landi
á eilifum feröalögum slnum um
heiminn. Og viö höldum áfram aö
gapa og enginn botnar neitt i
neinu, þvi aö þetta eru sjálfstæöir
atvinnurekendur meö fyrirtæki
sin á kafi i botnlausu skuldafeni.
En nú finnst opinberum
embættismönnum lika loksins
timi til kominn aö fara aö snúa
viö blaöinu. Frá þvi var sagt á
dögunum aö yfirmenn fátæks
Riksifyrirtækis hér i höfuöborg-
inni heföu látiö stofnunina sem
þeir stjórna gefa sér i heiöurskyni
nverjum sitt sjónvarpstækiö. Og
ekki voru þau i svart - hvitu eins
og sebradýrin i Hótel tslands-
portinu foröum, — heldur I öllum
regnbogans litum, völundarsmiö
gjörö af meistara höndum, aö þau
megi veröa heimilum þessara
embættismanna til sem mestrar
prýöi og sóma. Þetta er auðvitaö
helviti sniöugt, — en mætti maöur
þá heldur biöja um tsabellu Me-
he og hennar slengi.
JMA.
Og
HEIMASTJÓRNAR-
FUNDUR
Svartgljáandi bens
stansar á breiðstræti
framan við steinhöll
lögregluþjónar með kylfur
dinglandi við beltið
halda aftur af fréttamönnum
sem ryðjast fram
tilbúnir að skjóta
auðmjúkur bílstjórinn
opnar buktandi afturdyrnar
svartklæddur
sköllóttur
skegglaus
skjalatöskuþræll
stígur út
skælir fram brosgrettu
fyrir súmlinsuaugun
gengur svo sperrtur
að mósaíkskreyttum þrepum
þar stendur tvífari hans
þeir fallast í faðma
leiðast svo inn
i ráðstefnusalinn
við langborðið bíða
tugir af öðrum
svartklæddum
sköllóttum
skjalatöskuþrælum
fundur er settur
i alheimsráðinu.
HÁSKÓLINN
OKKAR
Eins og verksmiðja
ku hann vera
Háskólinn okkar
eins og verksmiðja
i Árósum
kannski er hann líka
i raun og veru
bara verksmiðja
sem spýr út framleiðslunni
tillitslaust
sjálfvirkt
skrímsli
þó get ég ekki að því gert
að þegar ég á leið þar um stéttir
langar mig einlægt
til að tina
Nordalíurnar
sem vaxa í skjólinu
undir austurveggnum.