Þjóðviljinn - 12.09.1976, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 12.09.1976, Qupperneq 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. september 1976. Umsjón: Mörður Árnason og Þröstur Haraldsson „Trúbrot” heitið gerði heiðarlega tilraun til að innleiða ameriskt sveitarokk inn i islenska öldurhúsamenningu. slæma hljómlist góða. En þetta er ekki kjarni máls- ins, orsökin. Hennar verður að leita ef skýra á afleiðingarnar sem raktar hafa verið. Þvi gæti spurningin hljóðað svo: Hver er orsök doðans i Islensku poppi þessi rúmlega 10 ár? „Ég er ráðinn fyrir skolli drjúgan skilding...” Orsakirnar eru margar og mjög misjafnar þannig að reynt verður að veiða úr það helsta sem máli skiptir. Fyrst og fremst eru það poppararnir sjálfir, sem gefið hafa skýring- ar á þrengningum slnum og svo þeir sem fjalla um popp i dag- blöðunum. Þar sem rök beggja hniga mjög i eina átt, er rétt að tæpa á helstu rökum sem fram hafa komið i viðtölum og grein- um um popptónlist og varpað geta ljósi á vandamálið. Það virðist aðallega vera tvennt sem bjátar á, i fyrsta lagi aðstaðan tíl hljómleikahalds og flutnings á popptónlist, i öðru lagi launa- mál og afkoma. Allt frá upphafi hafa popp- hljómsveitir þurft að gera sér að góðu að spila fyrir dansi. Sú tónlist sem hjálpar þeim, sem skaka þurfa úr sér vinandann, til að geta hvolft i sig meiru svo veitingahúsin græði, er ekki endilega sú tónlist sem hljóm- sveitarmenn kjósa helst að flytja. En þar sem popptón- listarmenn verða að lifa eru þeir nauðbeygðir til að fylgja eftir þeirri linu sem kveður svo á um, að þeir spili nýjustu dans- lögin undanbragðalaust án útúrdúra, ellegar verði þeir af kökunni. Þessu voru gerð ræki- sjálfsgagnrýnin blæs þeim i brjóst, eru aðrir atvinnuvegir mun heillavænlegri. „Fagurt galaöi fuglinn sá...” Engin er list án gagnrýnenda. Minnst ein siða eða opna i hverju dagblaðanna á viku er tileinkuð poppi, auk þess sem þættir i útvarpi og á skjánum sjá um útbreiðslu popptónlistar. Þannig kemur poppið næst iþróttum að siðuf jölda og er það miklu ofar öllum öðrum listum. Þrátt fyrir þetta eru litlar sem engar framfarir I popprýni hér á landi. Skjall og innantómt þvaður hefur verið uppistaðan i þessum siðum, og eru flestar enn við sama heygarðshornið. Tjaldað er heilsiðumyndum af hljómsveitarmönnum á leið til Englands eða Ameriku til að gera garðinn frægan og leggja undir sig heiminn. Kjaftavaðall um nýja „súpergrúppu” sem soðin er upp úr tveimur göml- um, ásamt skitkastsviðtölum við þá sem teknir eru inn eða reknir. Æsifregnir frá Bildusal eða Siglufirði (i byggðastefnu- stil) með uppstillingu hljóm- sveitarmeðlima úti i náttúrunni, i áhrifamiklum stellingum. Lestina reka svo eitt eða tvö bréf frá ófermdum grúpppium, með spurningum um eina eða fleiri stjörnur á popphimninum: Hve gamall er hann, giftur eða ógiftur, i hvaða stjörnumerki er hann fæddur? Það mætti ætla að veitinga- húsin og umboðsmenn hljóm- sveita stæðu að baki poppslðum þessum. Þær miðast einmitt við að trekkja fólk að böllunum. Allir vilja koma og sjá nýju súpergrúppuna, hoppa pinulitið Vesturlönd magna suöið tslenskar hljómsveitir, sem báru engilsaxnesk nöfn fóru að láta á sér kræla á miðju bitiatimabilinu. Þá urðu „Flowers” til m.a. í byrjun siðasta áratugs tók dægurtónlistóvæntstökk fram á við báðum megin Atlantshafs- ins, hvað form og tónrænt inni- hald snertir. Segja má að með tilkomu tónlistarmanna á borð við Bitlana og Bob Dylan, fái þessi tónlist byr undir báða vængi, sem geri henni kleift að þróast frá venjulegum dans- og dægurlögum til einhvers dýpra og vandaðra. Jafnframt varð hún stirðnandi taugum rokksins nýr aílgjafi. Ollum er það nú ljóst að þessi nýja bylgja i rokki varð fyrir at- beina þjóðlegrar tónlistar þeirra landa og héraða, sem ólu þessa listamenn. Alþýðusöngv- ar I rimnastíl, dansar (ballöður) og drykkjukvæði, stundum hrátt og jafnvel langdregiö, sem kyrjað var I nánasta umhverfi, urðu þeim efniviður fremur en hin fágaðri þjóðlög. Með sambræðslu við þá teg- und rokks, sem bandarisku negrarnir Chuck Berry og Bo Diddeley spiluðu auk blues- áhrifa frá mönnum eins og John Lee Hooker og fleirum, varð til ný tegund dægurtónlistar sem hlaut nafnið popp og var þess umkomin að breyta áliti alls þorra manna á gildi dægurlaga, jafnt hámenntaðra tónspekinga sem óbreytts fólks. Þessi nýja tegund dægurtón- listar hafði þar með opnað dyr, sem áður höfðu verið lokaðar dægurlagaflytjendum. Dyr sem opnuðu nú veginn til ótal þróunarleiða. Mörlandinn rokkar A Islandi tóku menn skjótt við sér,þegar þessi nýja tónlist barst hingað, og um miðjan siðasta áratug höfðu allmargar nýjar hljómsveitir skotið upp kollinum. Það er þvi undarlegt, þegar litið er yfir þessa tiu ára sögu poppsins hér með öllum fyrir- heitum sinum, hve gjörsneydd hún er öllum frumlegum tilþrif- um. Það má heita vonlaust aö finna neista af sjálfstæðum sköpunarmætti i þeim aragrúa hljómsveita, sem fæðst hafa á þessu timabili. Ef athugaðar eru siteringar i Halldór Laxness, sem Klásúlna- menn notuðu I greininni „heimsfrægð á Islandi”, segir þar að islenskir hljómlistar- menn hafi aldrei fundið sig. En hafa þeir nokkru sinni reynt að leita að sjálfum sér? Meðan stöðugt fjarlægari straumar þjóðlegrar tónlistar sigldu hraðbyri I popptónlist annarra landa (suður- ameriskir, indverskir, afriskir), auk stöðugrar nýbreytni vegna beinna áhrifa frá annars konar tónlist (sigildri, jazz, tónlist fyrri alda), varð sú islenska óþjóðlegri og útþynntari með hverju ári. Sú stefna sem menn höfðu vonað að islenskar hljóm- sveitir tækju, svo sem vönduð textagerð, úrvinnsla úr gömlum þjóðlögum með sinum ryþmum og takti og jafnvel endur- vakning þjóðlegra hljóðfæra i bland við rokkið, beið skipbrot. i staðinn tók við skef jalaus til- breiðsla á enskum hljóðfæra- leikurum og tæknibrellum þeirra, auk þess sem islenskir söngvarar tóku aö syngja nær einvörðungu á ensku. Má segja, að sú rækt, sem islenskir söngv- arar hafi lagt við framburð sér- hljóða I ensku, séu einu fram- farirnar sem orðið hafi i Is- lenskri popptónlist. Hljóðfæra- slátturinn takmarkast æ meir við þau lögmál frumskógarins sem rikja á dansstöðum lands- ins. íslenskir popparar afneita persónulegri tjáningu með þeim krafti sem henni fylgir, glim- unni við vandamál túlkunarinn- ar, sem listamenn einsetja sér að þreyja meö trúna á eflingu hæfileika sinna að vopni. Upp og niður skalann, sem einskorðast við „tiu á toppnum” er kjör- orðið, öllu er kastað fyrir róða, sem varpað gæti ljósi á stil- brögð hvers og eins. Menn með ágæta heyrn láta oft blekkjast af innantómu pillerii, vegna þess að það likist á yfirborðinu þvi sem gert er af erlendum meisturum. Flestir sem hlusta vel, kenna þó hismið frá kjarnanum. Eftiröpunin er flöt og vantar alla sjálfssprottna tjáningu, sem aðeins ómeðvituð tilfinning listamannsins gerir honum kleift að framkalla, eftir mikla þjálfun og sjálfsafneitun. Þessari sjálfstjáningu nær eng- inn sem niðursokkinn er i að herma eftir. Þetta er ófrá- vikjanlegt lögmál, einnig i heimi poppsins. Allir sem leggja stund á listir eru undir meiri eöa minni áhrif- um einhverra erlendra eða inn- lendra listamanna og er það hollt að vissu marki. Reyndin hefur hins veg- ar orðið sú, að popphljómlistar- menn hafa drukknað i þessum áhrifum, I stað þess að hafa af þeim nokkur not. 1 örvæntingar- fullri tilraun til að halda sér á floti, fjárfesta þeir i rándýrum tækjum og alls konar hlutum sem töfra eiga fram það sem á skortir i listrænni andagift. Þetta er auðvitað ekki annað en viðbót við þá sjálfsblekkingu, sem allt of margir popparar eru haldnir, nefnilega taumlausri trú á tækninni. Góðir magnarar geta að visu breytt tónum og magnað, en beir eeta aldrei gert leg skil i Klásúlum, fyrr á árinu og hljómlistarmenn hvattir til að berjast fyrir betri skilyrðum og skilmálum. 1 kjölfarið fylgir svo nýlega grein i Samúel, þar sem bilakostur popphljómlist- armanna er látinn tala sinu máli um afkomu þeirra. Hér er þá komin aöalforsend- an fyrir slælegum gæftum, að dómi hljómlistarmannanna sjálfra og má til sanns vegar færa að efnaleg forsenda sé bein orsök þeirrar andlegu. En hvað má segja um aðra listamenn islenska. Gaman væri að sjá bílaflota þeirra. Hvað skyldu rithöfundar segja um forleggjara, myndlistar- menn um gallerieigendur og leikarar um leikhúsráð? Senni- lega standa allir listamenn jafnt að vigi gagnvart milliliðum. Brauðstritið og aðstaðan er varla minna vandamál hjá ein- um fremur en öðrum. En það er ekki afsökum fyrir að svikjast undan merkjum og vera sjálf- um sér og köllun sinni ótrúr. Hin efnalega fprsenda er hvatning til baráttu og samstöðu, en ekki afsökim fyrir listamenn til að selja sig eins og portkonur hæst- bjóðanda. Ef menn treysta sér ekki til að spila, leika, teikna eða skrifa af sannfæringu sem og hija og drekka veigar hússins svo hægt sé að þola hávaðann i diskótekinu. Stina vill sjá Kalla og Bimbó, já strax i dag. Fólkið vill það Hver er svo afleiðing alls þessa? Fyrir utan leynisimann til að halda burtu grúpppiunum, hefur allt þetta froðusnakk slævandi áhrif á dómgreind hljómlistarmanna, sem reyna að righalda i þjóðsöguna um sjálfa sig. Ruglaðir i riminu af frægðarljómanum sem umlykur þá, hætta þeir að sækja á önnur mið en feta lengra og lengra það einstigi, sem lagt hefur verið fyrir þá alla götur til stöðnunar. „Rokk og roll, ég gefið hef þér öll min bestu ár,” og það er komin beiskja I röddina. Popp- tónlistarmenn ættu þó ekki að örvænta, þar sem framhaldið lofar virðulegu plássi i minningarþætti Svavars Gests, eftir svo sem tuttugu ár. Fyrir hina, sem enn hafa upp- burði og skarpskyggni til að bera, er timi til að leggjast á eitt um úrbætur, hvort sem um fag- eða leikmenn er að ræða. Yfir- klór til verndar iðnaðar- mennskunni I poppinu, undir þvi yfirskini að um vinsæla alþýðu- list sé að ræða, er hafin sé yfir alla gagnrýni (sönnunargögn: Gifurleg útbreiðsla meðal al- þýðu manna), er villa sem gleggstu menn gera sig seka um og halda fram. Eftir sömu kokkabókum ætti Guðrún frá Lundi að vera mesta alþýðu- skáld Islands og Onedin-skipa- félagið að sitja á bekk með Pótemkin Eisensteins sem stór- brotin alþýðukvikmynd. Popptónlist er list eins og hver önnur og lýtur sömu lögmálum. Að setja hana til hliðar sem eitt- hvert sérfyrirbrigði, sem ekki eigi samleið með öðrum listum er feill. Að hún sé hafin yfir alla gagnrýni er enn verra glappa- skot. Þetta ber að leiðrétta ef menn vilja bæta islenskt popp og forða þvi úr klóm þess afætu- lýðs sem makar krókinn á kostnað gæða þess.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.