Þjóðviljinn - 12.09.1976, Síða 17

Þjóðviljinn - 12.09.1976, Síða 17
Sunnudagur 12. september 1976. ÞJÓÐVILJINN —SIÐA 17 r* Sköpun jurtanna — Það er enginn efi á þvi aö hann þjáist af mikilmennskubrjálæði... — Af hverju skýrirðu jurtirnar þessum nöfn- um? — Til að striða grasafræöingum úr stærð- fræðideild. — Hvað hefur komið fyrir ykkur? — Við vorum bara aö skapa laukinn. — Vaknaðu Arthúr, við borgum 20 þúsund krónur á dag fyrir að vera hérna. — Hér segir að frá og með deg- inum i dag komi dráttarvextir á skattana mina. — Heyrðu, hundurinn þinn villtist i skóginum. — Vegna hættunnar á skógar- eidum verö ég aö sekta þig fyrir óvarkárni i meðferð elds. Myndasagna- hetja Lögreglumenn á lögreglustöð- inni i York i Englandi uröu heldur hissa eina nóttina, þegar sjálfur „Batman” kom gangandi inn á stöðina. Eins og kunnugt er, þá er Batman ein af myndasagnahetj- um Bandarikjanna, i ætt við Súp- ermann: hann er með grimu fyrir andliti og i svörtum búningi, sem likir eftir sköpulagi leöurblöku. Hans helsta starf er að bjarga réttlætinu, koma upp um glæpa- menn og forða sakleysingjum. Oft leiöréttir hann mistök lögregl- unnar með miklu brambolti, og hefur frægð hans borist viða. Það var þvi mikill léttir fyrir lög- reglumennina i York, þegar það kom i ljós, að „Batman” þessi var ungur lögfræöingur, Michael Ashley-Brown aö nafni. Hann hafði veriö staddur á grimuballi, þegar hann var skyndilega kvaddur á vettvang til að aðstoða mann, sem haföi verið tekinn fastur fyrir ölvun við akstur. Var hann svo upptekinn af skjólstæð- ingi sinum, aö hann geröi sér varla grein fyrir þvi hvernig hann var klæddur fyrr en lögregluþjón- arnir skelltu upp úr. ADOLF J. PETERSEN: VfSNAMÁL „Böl er ei þótt barn sé fætt” Eggert ólafsson lét vel yfir þvi, að rimur væru kveðnar á kvöldvökunum, og sagði: Þegar hjá þeim húmar að og hjarnar ljós i ranni, margt þar raula rimu-blað og reka hryggð frá manni. Séra Þorlákur Þórarinsson, f.1711. á Látrum á Látraströnd, kvaö: Hvað ég reyndi, hvað ég sá, heyrði, þekkti bæði, innt er, greindi auðargná, ýkjulaust I kvæði. Bjarni Þórðarson skáldikvað: Myrkra eykur málaþing menn þegar orðum snúa, fjandinn leikur forkæring fyrir þá sem ljúga. Auðna vor og gróska grær af góðum ásetningi. En óviid sprettur oftast nær upp af misskilningi. A siglingu fyrir Norðurlandi kvað Þorsteinn Erlingsson: Sléttu bæði og Horni hjá heldur Græðir anda, meðan hæðir allar á aftanklæðum standa. Sem lesendum Þjóðviljans er kunnugt, hefur Jóhann Kúld skrifaö í hann i mörg ár um fiskimál. A sfldarárunum var regntið á Norðurlandi. Þá varö þessi visa til: A Norðurlandi er nepja og súld, en nóg af síld i álum. Fyrir sunnan segir Kúld sögur af fiskimálum. Skattamálin eru sigild sem umræðuefni fyrr og siðar. Arið 1928 skrifaði Emil Petersen á Akureyri skattskýrslu sina og þessar visur með: Ef að þaö er fyrsta fremd, flestir að þvi keppi, það að skipa skattanefnd i skuggabæjarhreppi. Þeim mun verða þyngsta hefnd þegar þeir deyja á Kleppi, hvernig skrattinn skattanefnd skipar i sinum hreppi. I nútimanum hefur Jón Hansson þetta að segja um skattamálin: Leyndar tekjur liggja fiatt, lækka skyldugjöldin. Likt og Glistrup greiða skatt og glepja stjórnarvöldin. Löngum brjóta lögin bert, lágt svo bera hattinn, en betur hefði Glistrup gert að greiða tekjuskattinn. Magnús Sigurðsson (f. um 1840) frá Heiði i Gönguskörðum var sonur Siguröar Guðmunds- sonar sem orti Varabálk. Magnús fórst meö hákarlaskipi á Húnaflóa i febrúar 1862. Eftir hann eru til nokkrar visur, meðal annarra þær sem hér fara á eftir, sem talið er aö hann hafi ort skömmu fyrir dauöa sinn: Forlaganna fjörðurinn frekt sig gerir ygla, fyrir óláns annesin ekki er hægt að sigla. Mér ég fyrir sjónir set —samt vill margt á skyggja— nokkur mfn ófarin fet, fyrir mér sem liggja. Þótt ég sökkvi i saltan mar, sú er rauna vörnin, ekki grætur ekkjan par eða kveina börnin. Hér eru tvær gamlar visur, höfunda ekki getiö: Meistarinn Heine orti fer- skeyttar visur ekki siður en mörlandinn. Magnús Asgeirs- son þýddi eftirfarandi: Freistinganna fári i heim fékk ég oft og tiðum hnekkt. En þegar fétl »'g fyrir þeim, | fannst mér þah lika skemmtilegt. Þegar K.N., Kristján N. Július, var næstum orðinn undir , bfl, þá orti hann: Oss það helgar herma skrár, heim með burði lasna fátækur og fótasár frelsarinn reið á asna. Eftir nitján alda stjá okkar breytt er högum. Bilum riða allir á asnar nú á dögum. Um svipaö leyti og Borgfirsk- ar Æviskrár byrjuðu að koma út, kom lika bókin Niðjamála- ráöuneytið eftir Njörð P. Njarö- vik. Þá varð þessi visa til: Böl er ei þó barn sé fætt, en breytt það getur högum þegar kemur inn I ætt ekki samkvæmt lögum. AJP Simon Bjarnason Dalaskáld kvað: Við I kvæða, ljóða-Ieik létum fæðast gaman. Eg og klæða indæl eyk ortum bæði saman. Oft er misskilningurinn meinavaldur. Guðmundur Frið- jónsson á Sandi kvað: Stundu þá ég blundi brá, bundið sá hvar sprundið lá grundu á og hundur hjá, hrund var biá, en und ósmá. Astandið á bænum var þannig: Allt bar til i einu þar: Uxu bæjar sikiu, konan fæddi, kýrin bar, kisa gaut og tikin. Svo til gengur i veröldinni. Magnús Bogason kvaö: Váleg reynast villustig, valda ýmsu i lifi manns. Hiklaust margur hengir sig um háls á konu náungans. Þaö mun hafa veriö um slö- ustu aldamót sem Sig. Júl. Jó- hannesson fór eitt kvöld á hótel og sagði svo frá á eftir: Mig fætur bera furðu létt og fjör og gieði er hreint. A hótelið ég hoppa rétt, og hleyp upp stigann beint. En ætli ég svo um aftaninn einn að fara heim, ég kútveltist, minn kæri vin, svo kátt á endum tveim. Miðaldra kona giftist loksins og fékk mann sem haföi verið kvæntur áður. Þá kvað Jóhann Sveinsson frá Flögu: Aður henni ilia gekk, en er nú föst við stjóra. Litla Strúna loksins fékk leifarnar af Dóra.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.