Þjóðviljinn - 16.09.1976, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. september 1976.
Skrifið
eða
hringið.
Sími: 17500
Leiga eða
ekki leiga?
Skipverji af Brúarfossi
hafði samband við blaðið
og fann að því, að ekki
fengjust myndir frá
Fræðslumyndasafni rík-
isins nema fyrir gjald.
Hinsvegar stæði mönnum
til boða að fá ókeypis
myndir lánaðar hjá er-
lendum sendiráðum og
nefndi í því sambandi
bæði hið danska og rússn-.
eska. Taldi skipverjinn ó-
eðlilegt að Fræðslu-
myndasafnið veitti
mönnum ekki sömu fyrir-
greiðslu að þessu leyti og
erlend sendiráð.
Vegna þessara umkvartana
skipverjans haföi blaöiö tal af
forstööumanni Fræöslumynda-
safnsins, Benedikt Gröndal, og
fékk hjá honum eftirfarandi
upplýsingar um starfsemi
safnsins.
Benedikt Gröndal kvaö þaö
rétt, aö ekki fengju aörir aöilar
ókeypis afnot af myndum frá
Fræöslumyndasafninu en skól-
ar og sjúkrahús. Leigugjald eft-
ir myndirnar væri annars nokk-
uö misjafnt og færi þaö eftir þvi,
hversu langar þær væru og
hvort þær væru I lit eöa svart-
hvitar. Leigutiminn væri og
misjafn. Hér á Reykjavikur-
svæöinu væri reiknaö meö
þriggja daga leigutima, en hins-
vegar talsvert lengri úti á
landsbyggðinni þvi þaö tæki
sinn tima aö koma þeim þangaö
og til baka. Mjög mikiö væri um
þaö, sagöi Benedikt Gröndal, aö
myndir væru fengnar hjá safn-
inu en sjómenn heföu þó ekki
notfært sér þaö mikiö. Öhætt
væri að fullyröa, aö útlán væru
hátt á fimmta þúsund á ári og
áhorfendafjöldi um 600 þús., ef
allt væri saman taliö.
Eftispurn eftir einstökum
myndum er eölilega mjög mis-
jöfn, en langmest er beöiö um
islenskar myndir. Benedikt
taldi, aö um 1600 myndir væru
til i safninu og stöðugt bættust
nýjar við. Hinsvegar gengju
aörar úr sér. 1 fyrra heföi t.d.
veriö fleygt 400 gömlum mynd-
um. Voru þær ýmist slitnar
orönar, úreltar eöa hvort-
tveggja. 1 reynd væri þaö svo,
aö allir gætu fengiö myndir hjá
safninu. Aö vísu væri svo ákveö-
ið, að ekki mætti lána þær
pólitiskum félögum, en auövelt
væri náttúrlega aö fara I kring-
um það.
Benedikt kvaö safniö einnig
eiga nokkrar sýningarvélar,
sem það lánaði hér í nágrenniö
en ógerlegt væri hinsvegar aö
lána þær lengra tilþví þær væru
viökvæmar I flutningi, enda
væru sýningarvélar til i skólum
og félagsheimilum viösvegar
um land.
Um þaö má sjálfsagt deila,
sagði Benedikt, hvort safnið á
aö láta öllum i té myndir leigu-
laust. Margar myndanna væru
dýrar, rekstur safnsins kostaöi
nokkuö og þvi heföi að þessu
ekki verið talið annaö fært en að
taka nokkurt gjald fyrir útlán á
myndunum. —mhg
Hvað er því
til fyrirstöðu?
— Hver annast mjólkursölu
þar sem minnst er arðvonin?
Bóndi skrifar:
Ég sá i blöðunum, að
Húsmæðrafélag Rvik-
ur er að láta frá sér
heyra. Það er nú búið
að skipa framkvæmda-
nefnd og skorar hún á
neytendur, að mót-
mæla óeðlilegum
hækkunum á nauð-
synjavörum. Segir
nefndin að slik mót-
mæli séu „best fram-
kvæmd á þann hátt, að
draga úr neyslu ýmissa
þeirra vörutegunda,
sem þegar eru orðnar
óeðlilega dýrar”, segir
þar.
Sjálfsagt má lengi um þaö
deila hvaöa vörur eru óeölilega
dýrar og hverjar ekki og heföi
nefndin, sem eflaust hefur
kynnt sér þaö, gjarnan mátt
gefa um þaö einhverjar ábend-
ingar.
Þá lýsirnefndin „þeirri skoö-
un sinni, aö ekkert sé þvi til fyr-
irstöðu að Mjólkursamsalan
geti áfram starfrækt mjólkur-
verslanir, þar sem þess gerist
enn þörf”.
Nú hafa kaupmenn óskaö eftir
þvi, aö fá aö versla meö mjólk
og fengiö þá ósk uppfyllta.
Spurningin er hvort sú ósk er
fram komin af umhyggju fyrir
neytendum eöa þeim sjálfum.
Ef neytendur eru bornir fyrir
brjósti hvaö er þá því til fyrir-
stööu að kaupmenn sjái um
mjólkursölu einnig i þeim
borgarhverfum þar sem arös-
vonin er minni?
fjörtíu nœtur
Grös og blóm skrælnað, tré bar-
ist við dauðann. óaflátanlega
hefur jörðin skorpnað. Og tröll-
efldir borar nista hold jarðar-
innar djúpt, djúpt inn til innstu
æöa i berglögum.
Djöfulefldar dælur þvinga
vatni upp úr jarðgrunninum.
Fyrst tugi metra, svo hundruð
metra. Og jörðin verður eins og
sá likami, sem blætt hefur út.
Það tekur ár á ár ofan þó að aft-
ur yrði eðlileg úrkoma, aö fylla
tómin, sem orðin eru i grunn-
vatnsgeymum þurrkalandanna.
En afleiöingar veðráttunnar
eru endanlega þær sömu: upp-
skerubrestur, búpeningsfellir.
Endanlegar afleiðingar af
sökkvandi óþurrkum og brenn-
andi þurrkum verða á þann hátt
þær sömu: Hallæri, fóðurskort-
ur, afurðatjón, niðurskurður á
búpeningi, siðan mjólkurskort-
ur, kornskortur og loks fram af
þvi kjötskortur.
Það litið, sem til veröur,
hækkar i verði.
Þessi hundadagamessa er allt
annað en falleg. Verst af öllu er
að hún er þvi miður sönn. Hér
skal ekkert ætlað á um það
hvort sagan um syndafallið er
bókstaflega að endurtakast.
Hinu ætti enginn að reyna vilj-
andi að gleyma, aö forsjónin
hefur aldrei látiö að sér hæöa.
Nú hefur slegið I baksegl hjá
þeim, sem hafa skrifað og talað
um framleiðslu, kaup og sölu
landbúnaðarvara, vors daglega
brauös, eins og þeir bæöi ættu
heiminn og réðu honum lika.
Þeir fóru flatt á þvi.
27/8-1976,
Játvaröur.
Umsjón: Magnús H. Gíslason
Tilfellið er aö sögnin i ritning-
unni um þaö þegar flóðgáttir
himinsins opnuðust og þar
rigndi I fjörutiu daga og fjörutiu
nætur er aö öllum likindum
sönn.
Nú er sko ekki þvi að heilsa aö
hann gangi úr gúlpnum yfir i
þveran og geri þurrk.
Veðráttan er likust þvi sem
hún sé blýföst i niðurgröfnu
hjólfari, sem hún nær sér með
engu móti upp úr. Varla bifast
nema milli suð-suð-vesturs og
vest-suövesturs. Og þaö rignir,
það rignir. Það rignir i eykta- og
dægralotum, það rignir með
skúrum, löngum skúrum og súld
á milli. Heyið rignir niöur I jörð-
ina, saman við jörðina.
Sumsstaðar vellur vatniö upp
úr jörðinni og annarsstaðar
taka lækirnir jöröina meö sér og
árnar taka heyið með sér og
fara meö allt saman út á sjó. Og
ef þetta heldur áfram þá þvær
rigningin skepnurnar saman við
jöröina og svo þvær kannski
rigningin fólkið saman viö
moldina og sfðan saman viö sjó-
inn.
Og ef þetta heldur áfram? Ef
ekki fær aö siga úr jöröinni og
vatniö aö skiljast frá landinu, ef
ekki kemur þurrviöriskafli, þá
verður einhverstaðar litiö hey
til fyrir einhverja kúna á kom-
andi vetri. Þvi er nú verr. En
svona er þaö.
Kannski tekst aö bindast
samtökum um aö halda opinni
einhverri mjólkurbúö I Reykja-
vik og grennd, sem kauphákall-
ar vildu gjarnan gleypa. En
hvað verður til af mjólk? Þaö
getur oröiö þrautin þyngri aö
framleiöa hana. Ekki er seinna
vænna að opna augun fyrir þvi.
A Islandi, vestanveröu, hefur
vatnið streymt úr loftinu i fjöru-
tiu daga og fjörutiu nætur og
túnin eru tjarnir og túnin eru
svað.
Þungu vélarnar komast óviða
um. Þær verða ekki aö notum
nema á stöku stað. Og nú sést
hvað þær hafa gert. Þær hafa
þjappað jarðveginum saman.
Þær hafa eyðilagt vatnsleiðni
jarövegsins. Vatnið stendur i
hjólförunum. Það sigur ekki
burt nema á óratima. Þess-
vegna eru mörg túnin ekki það
þurrlendi, sem fólk hélt að þau
væru og þau þurfa aö vera. Og
ekki sér fyrir endann á afleið-
ingunum. Þaö eitt er vist:
Óþurrkar eru orðnir ennþá
aðgangsharðari en áður þekkt-
ist og orsaka stórum viðtækara
hallæri.
Veðráttan er eins og föst i
niðurgröfnum hjólförum, sem
hún nær sér ekki upp úr með
nokkru lifandi móti. Þessir
hundadagar, sem nú eru að
enda, hafa verið skelfilegur
timi.
Suöur um Bretland og austur
og suöur um Evrópu er hermt
aö hafi rikt andhverfa veðrátt-
unnar á vestanverðu Islandi.
Reyndar veröur hver og einn aö
ráða hvort hann trúir þeim eng-
lendingum, sem segja, að i 250
ár hafi ekki komið annar eins
þurrkur. Hugsanlegt er, aö ekki
hafi verið votari hundadagar
hér i 250 ár.
En hvaö sem þvi líður: I
Evrópu hefur vatniö lagt leiöina
upp i loftiö, hefur gufaö upp dag
eftir dag, viku eftir viku, mán-
uð eftir mánuð, meira en fjöru-
tiu daga, meira en fjörutíu næt-
ur. Lækirnir hafa þornaö, árnar
hafa þornað, tjarnirnar hafa
þornaö, vötnin hafa þornað.