Þjóðviljinn - 16.09.1976, Síða 9

Þjóðviljinn - 16.09.1976, Síða 9
Fiinmtudagur 16. september 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 SVR HRAK- AR SÍFELLT Augljóst er aö breitt bil er á milli þeirra sem ráða strætis- vagnaþjónustunni i Reykjavik og þeirra sem þola hana. Borgar- stjóri, sem örugglega stigur aldrei fæti i strætisvagn, hefur lýst þvi yfir að stefnt sé að þvi að láta enda ná saman i reiknings- haldi SVR og horfir með því gjör- samlega fram hjá málinu i viðara samhengi. Nú er greinilega markvisst stefnt að þvi áð fram- fylgja þessu, þvi að sú sumar- áætlun sem verið hefur i gildi að undanförnu býður upp á svo lé- lega þjónustu að undrum sætir að fólk skuli ekki hafa risið upp til öflugra mótmæla. Og meðan svo vindur fram er fólk ýmist neytt til að kaupa sér einkabil eða þaö hrekst úr íbúðum sinum i úthverfum Reykjavikur vegna lélegra samgangna. Þeir sem ekki mega eða geta ekiö bil sjálfir, unglingar og gamal- menni, láta að vanda troða á sér mótmælalaust. Til þess að strætisvagnaþjón- usta geti kallast góð eða sæmileg má ekki liða svo langur timi milli feröa að fólk geti ekki komiö á viðkomustað hvenær sem er án þess að þurfa að eiga það á hættu að biða von úr viti. I raun og veru eru 15 minútur milli ferða það hámark sem ætti að setja, 20 minútur er fulllangur timi, og hálftima er ekki hægt að bjóða nokkrum manni upp á. Ef litið er á einstakar leiðir i Reykjavik þá er vagn á 12 minútna fresti það besta sem boðið er upp á á leið 2. Upp á 15 minútna hámarkið sem ég nefndi áðan er boðið á flestum öðrum leiðum. A leið 7, 8 og 9 og 11 eru aðeins 20 minútna ferðir. En nota bene! Þetta gildir aðeins 5 daga vikunnar og aðeins frá 7-19. A öllum leiðum Strætisvagna Reykjavikur i sumar hefur gilt hálftimaaætlun á kvöldin, laugar- dögum og sunnudögum til ærinna óþæginda fyrir vegfarendur. Undirritaður sem vill frekar eyða tekjum sinum i annað en einkabil og sparar með þvi bæði gjaldeyri, bensin, gatnaslit og margt annað sem samfélagiö er gjarnan látið blæða fyrir, átti heima i Breiðholti i nokkra mánuði fyrrihluta þessa árs. Vinnutima hanser þannig háttað að gjarnan er unniö til 7 á kvöldin og stundum lengur. Oftast var þó stefnt að þvi að ná leið 11 kl. 19.05. Æriö oft kom fyrir aö sá i skottið á þeim vagni og þá var ekki um annað að gera en að biöa i heilan hálftima á Hlemmi eða fá sér leigubil. Eitt úrræði var þó þar sem leið 12 er. Hana hefði verið hægt að nota I neyð,þó aö lengra væri að ganga heim. En þá reyndist strætisvagnaþjónustan vera svo frábærlega vel skipu- lögð að leið 12 ‘ fór á sama tima frá Hlemmi. Nú i nokkra Dæmið um strætisvagnaþjónustuna er skakkt reiknað. daga hefur svo undirritaöur átt leið vestur á Tómarsarhaga að loknum vinnudegi. Til að komast þangað er annaðhvort hægt að nota leið 4 eða leið 5. En viti menn! Þessir tveir vagnar fara lika af stað á sama tima úr Lækjargötu og verður þá einnig að biða i hálftima ef maður sér i skottið á þeim þegar maður kem- ur hlaupandi lafmóöur niður Bankastrætið. Nú er fjöldi manns sem vinnur til 7 eða á kvöldin og um helgar. Er hægt að bjóða þessu fólki slika þjónustu þegar það kemur þreytt úr vinnu? Andlega og likamlega séð er ekki hægt að biða eftir strætisvagni i heilan hálftima eft- ir langan vinnudag. Viða vantar lika skýli og veðráttan á Islandi býður ekki upp á langtima him. Fyrir utan það hversu forráða- mennirnir á finu miljónabilunum virðast eiga óhægt með að setja sig i þær stellingar að eiga öll sin ferðalög i hinni dreifðu Reykjavik undir strætisvögnum, reikna þeir dæmið hreinlega skakkt. Það er ömurlegt þegar maður er að biða eftir strætó á Arnar- bakkanum i Breiðholti að sjá 'hvern einkabilinn eftir annan þjóta fram hjá með aðeins bil- stjórann innan borðs. Þarna fara kannski tugir tómra bila úr sömu blokkinni til vinnu i miðbæinn. Hvað ætli það kosti i gatnasliti, umferðarstjórn eða gjaldeyri? Ég held að það væri ráðlegra fyrir hina háu herra að gera nú strætisvagnaþjónustuna ögn skárri og hef ja siðan áróður fyrir þvi að fólk notfæri sér hana Það yrði örugglega sparnaður fyrir samfélagið. Og þá væri hægt aö segja um þessa sömu menn að þeir kynnu að stjórna fyrirtæki. —GFr Dalton Baldwin og Elly Ameling. Schubert tónleikar í Háskólabíói Tónlistarfélagið i Reykjavik efnir til fyrstu tónleika starfsvetrarins fyrir styrktar- félaga á laugardaginn, 18. sept. i Háskólabiói. Það eru Schubert- tónleikar og eru flytjendur Elly Ameling, sópransöngkona og Dalton Baldwin pianóleikari. A efnisskránni eru lög Schuberts við ljóð eftir m.a. Schulze, Goethe, Shakespeare, Sir Walter Scott, Reil, Platen og Hölty. Lockheed á íslandi: Hvers vegna öll þessi leynd? 1 allri þeirri umræðu, sem fram hefur farið um hemámiö á tslandi, aðdraganda þess og ár- in sem liðu á milli siðari heims- styrjaldar og Kóreustriðsins, virðist hvergi vera að finna þá staðreynd, að hið fræga banda- riska mútugreiðslufyrirtæki, Lockheed, rak Keflavikurflug- völl i umboði Bandarikjastjórn- ar frá þvi á árinu 1949 til ársins 1951 er bandariskar herdeildir komu hingað til að „verja” landið vegna Kóreustriösins. Forverarnir Að sögn Agnars Kofoed-Han- sen, flugmálastjóra, var is- lenskum stjórnvöldum afhentur Keflavikurflugvöllur árið 1946, þannig að rikið tók viö litlum hluta af rekstri hans. Var hlutur islenskra stjórnvalda þó ekki annar en sá, að flugmálastjórn, var falið að innheimta og taka við lendingargjöldum. A þessum tima var stofnaö fyrirtæki, sem heitið var Ice- landic Airport Corporation. Var þetta fyrirtæki bandarfkja- manna. Sá þetta fyrirtæki ásamt AOA, American Over- seas Airlines um rekstur flug- vallarins frá 1946 fram á árið 1949. Að sögn Agnars stóö bandariska rikið á bak við rekstur fyrirtækja þessara á Keflavikurflugvelli. Yfirmaður á flugvellinum á þessum tima var Bert Hasel, kallaöur Fish-Hasel, sænskætt- aður bandariskur ofursti, sem þá haföi lokiö herþjónustu og var orðinn almennur borgari. TJtboð Bandarikjastjórn bauð út rekstur Keflavikurflugvallar áriö i949.Einnig átti aögera til- boð i framkvæmdir á flugvall- arsvæðinu og var framkvæntda- útboðið unniö i samráði við verkfræðingadeild bandariska hersins! Lockheed kemnr Og hið heimsfræga mútu- greiöslufyrirtæki, Lockheed, fékk það verkefni að sjá um rekstur flugvallarins, sem það gerði til þess tima að bandarfski herinn kom hingaö ódulbúinn árið 1951. Var um að ræöa systurfyrir- tæki, dótturfyrirtæki eöa viö- haldsfy rirtæki flugvélasmiðj- anna hvertnafn sem menn vilja gefa fyrirbærinu og var aðsetur þess á austurströnd Bandarfkj- anna, ai fyrirtæki þetta fór i einu og öllu eftir fyrirmælum frá höfuöstöövum Lockheed i Kaliforniu. Uppbót fyrir svindlara Annað bandariskt fyrirtæki kom hingað i sama mund og Lockheedtók að reka Keflavik- urflugvöll. Var það verktaka- fyrirtækið Iiamilton. Þetta fyr- irtæki var stofnað upp úr fyrir- tækinu Hamilton Bridge, sem leyst var upp vestur I Banda- rikjunum sköminu áöur en leyf- arnar voru sendar hingað. Fyr- irtækiö haföi verið einn allra sterkasti verktaki i sinu heima- fylki og hafði mikið umleikis. Komst þá upp um strákinn Tuma: svindl, mútur og önnur ólögleg starfsemi. Og svona i sárabætur fengu svo þessir af- leystu svindlarar úr guðseigin- landiað reka hér verktakastarf- semi um nokkurn tima, ráðnir af verkfræðingadeild banda- riska hersins! Afrekin Þessir tviburar i bisnessnum Hamilton & Lockheed unnu hér nokkur veraldleg afrek. Meöal annars reistu þau svokölluð SP hús i herstöðinni svo og flug- s töð va rb ygginguna. Eftirlitið Frá þviá árinu 1950hefur ver- ið starfandi varnarmálanefnd, eða ári áður en bandariski her- inn kom hingað öðru sinni. Þessi nefnd hafði yfirumsjón með samskiptum Lockheed og is- lendinga, en til þess tima hafði eftirlit ogumsjón með Lodtheed og forverum þeirra hér helst verið i höndum Agnars Kofoed-Hansens, sem um hriö var rikislögreglustjóri. Nefnd- ina skipuðu á þessum árum Hans G. Andersen.sem var for- maður hennar, Agnar Kofoed-Hansen oog Guðmundur i. Guömundsson.sem siðar varð utanrikisráðherra og nú er sendiherra i Stokkhólmi. Nefnd þessi var skipuð af þáverandi utanrikisráðherra, Bjarna heitnum Benediktssyni, en sið- an sagði hún af sér undir utan- Framhald á bls. 14.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.