Þjóðviljinn - 16.09.1976, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 16.09.1976, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 16. september 1976. ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 11 Teitur Þóröarson reynir hjólhestaspyrnu aö marki Trabzonspor undir lok fyrri hálfleiks, en þá náöu skagamenn töluveröri pressu. Myn< Evrópukeppni meistaraliða á Laugardalsvelli í gær: Áhugalausir akur- nesingar fengu skell gegn liði tyrkjanna Tvisvar sinnum komu markstangirnar tyrkjum til bjargar, en þeir tryggðu sér sigur er úthaldið hjá skagamönnum þvarr gjörsamlega Akurnesingar sýndu ekki glæsileg tilþrif þegar þeir mættu tyrknesku meisturunum Trabzonspor i gærkvöldi á Laugardalsvelli. Leikurinn var nær allan timann hundleiðinlegur á að horfa, stemning- in hjá hinum sárafáu áhorfendum i lágmarki og áhugaleysið hjá leikmönnum 1A var algjört að þvi er virtist. Það litla sem framan af sást af þokkaleg- um tilburðum kom frá tyrkjunum, sem léku siðan af skynsemi i siðari hálfleik og tryggðu sér 3-1 sigur á siðustu minútum leiksins. Þá var úthaldið með öllu búið hjá skagamönnum og þegar áhugaleysið bætt- ist þar á ofan var vart við miklu að búast,og þvi fór sem fór. Vonir akurnesinga um að komast áfram i 2. umferð eru þar með úr sögunni, i meira lagi er óliklegt að liðinu takist betur upp i siðari leik lið- anna sem fer fram i borginni Trabzon 29. septem- ber. Trúlega hefur leikur hjá ís- lensku félagsliöi I Evrópukeppni aldrei komist á eins lágt plan og i gærkvöldi. Fyrir þaö fyrsta hafa áhorfendur varla veriö fleiri en eitt þúsund talsins e.t.v. þó 1500 ef vandlega er talið, og stemning á pöllunum var fyrir bragöiö ná- kvæmlega ekki nein. Leikurinn i heild sinni var eftir þvi. Aö visu komu ljósir kaflar innan um, einkum um miðbik siðari hálf- leiks, en aö ööru leyti sáu tyrkirn- ir um aö gera allt þaö sem skemmtilegt sást af knattspyrnu- tilþrifum I þessum leik. Þeir skoruöu fyrsta markiö sitt á 35. minútu. Langbesti maöur liösins, Ali Kemal Denizci braust upp hægra megin og sendi gull- fallegan bolta til Necmi Perikli sem skallaöi i markiö af stuttu færi án þess aö Einar Guöleifsson kæmi neinum vörnum viö. A 10. min. eftir hlé jafnaði svo 1A. N-irski dómarinn P. Mulhall. dæmdi réttilega skref á tyrk- neska markvörðinn inni viö markteig tyrkjanna, sem rööuöu sér upp á marklinuna til varnar. Eftir mikiö þras og þref tók Jón Alfreösson óbeina auka- spyrnuna, sendi örstuttan bolta til Arna Sveinssonar sem skoraöi af mikilli nákvæmni meö föstum jaröarbolta i bláhorniö nær. Drengurinn sá vissi greinilega hvaö hann ætlaöi sér aö gera og ráðageröin heppnaöist fullkom- lega. Viö markiö færöist lif i leikinn. Akurnesingar hertu á sér I sókn- inni, en aö sama skapi sofnuöu þeir gjörsamlega i vörninni og misstu eldfljóta framherja tyrkj- anna oft inn fyrir. A 16. og 17. min eftir hlé komst markaskorarinn Perikli t.d. tvivegis einn innfyrir en I annað skiptiö fór boltinn framhjá og I hitti beint á Einar markvörö. Þá var komiö aö markstöngun- um i þessum leik! Fyrst var þaö Arni Sveinsson sem átti þrumu- skot i markstöngina nær á 20. min. er hann fékk boltann út I vinstra vitateigshorniö. Boltinn hrökk af stönginni til Péturs Péturssonar sem var i dauöafæri en skaut yfir. Pétur átti svo fimmtán minút- um síöar sjálfur stangarskot. Arni Sveinsson sendi langan bolta fram vinstri kantinn, Pétur hent- ist á eftir og skaut föstu skoti af löngu færi sem small i mark- stönginni utanveröri rétt fyrir neöan þverslá. Þaöan hrökk bolt- inn aftur fyrir endamörk og tyrkirnir gátu andað léttar. En markstangir aökomumanna voru ekki þær einu sem komu til bjargar i gærkvöldi. Aöeins tveimur minútum eftir stangar- skot Péturs slapp Ali Kemal einn inn fyrir og skaut úr sannkölluöu dauöafæri i markstöngina fjær. Tyrkirnir voru þá farnir aö sækja af kappi og þeir uppskáru siöan mark á 40. min. siðari hálfleiks. Enn var þaö Ali Kemal Denizci sem þar var á ferö. Tyrkirnir léku varnarmenn IA sundur og saman og skemmtileg sóknarlota þeirra endaöi meö hörkuskoti miöherj- ans sem rataöi beina leiö I markiö. Og sigurinn var svo innsiglaöur tveimur minútum siðar...... og auövitað var þaö Ali Kemal sem það geröi. Hann fékk stungubolta inn fyrir varnarmenn ÍA, hljóp þá léttilega af sér og skoraði af miklu öryggi framhjá Einari Guöleifssyni. 3-1 og þrjár minútur til leiksloka. Skagamenn voru þar með dæmdir úr leik I Evrópu- keppninni aö sinni.og þaö verður aö segjast eins og er,aö þeir áttu annaö ekki skiliö. Nær allir leikmenn liösins léku undir getu og sumir þannig aö maöur skildi vart hvaö þeir voru eiginlega aö gera inni á vellinum. Greinilega er eitthvaö alvarlega mikiö aö i herbúöum IA um þess- ar mundir. Þjáifarinn fær tveggja vikna fri fyrir erfiöa leiki i bikar- og evrópukeppni, leikmenn eru vita úthaldslausir og áhugalausir þar i ofanálag. Tyrknesku atvinnumennirnir léku af svipaöri getu og búist var viö, og hún dugöi þeim auöveld- lega til vinnings gegn akur- nesingum aö þessu sinni. —gsp Sagt eftir leikinn Þjálfari IA: Strákarnir voru alveg frábærir — Strákarnir okkar voru al veg frábærir mestan hluta siöari hálfleiks og léku þá skmandi vel, sagöi Ferguson þjálfari 1A aö leik loknum.— Þeir keyröu þá alveg á fullu og þaö kostaöi þaö lika aö leik- menn „sprungu” undir lokin og þá fengum viö á okkur tvö mörk. Fyrri hálfleikurinn var hins vegar óneitanlega ekki mjög góöur. Tyrkirnir fengu aö leika sér alltof mikiö óá- reittir. Auövitaö er ég ekki ánægöur meö úrslitin. Tyrkneska liöiö hefur skoraö samtals 13 mörk I siöustu 30 leikjum sinum og svo koma þeir til lslands og skora þrjú mörk i einum leik. Þaö er engin afsökun fyrir okkur aö þeir séu atvinnu- menn; tapiö var alltof stórt. — Undirbýrö þú liöiö fyrir seinni leikinn? — Það hef ég ekki hugmynd um ennþá. Hins vegar verður seinni ieikurinn vafalaust mjög erfiöur,en fyrstþeir geta komið hingaö og skoraö þris- var sinnum vil ég alls ekki úti- loka þann möguleika aö akur- nesingarnir geti leikið sama leikinn. Þaö býr margt gott I þessum strákum,og þaö hefur veriö ákaflega ánægjulegt aö vinna með þeim i sumar. Jón Gunnlaugs: Það vant- aði allt púst og áhuga — Ég veit eiginlega ekki hvað á aö segja um þessa hörmung, sagöi Jón Gunn- Iaugs.,on fyrirliði ÍA. — Þaö vantaði bara allt i liðiö, bæöi úthald og áhuga og þess vegna var ekki nema von aö illa færi. Hjá tyrkjunum voru þrir eða fjórir menn sem virkilega voru góöir, en liðiö hefúr ekki yfir aö búa nærri nægilega miklum styrk til þess aö hægt sé aö tapa fyrir þvi meö tveggja marka mun. Mér finnst liðiö sem viö lék- um gegn i fyrra, Omonia frá Kýpur, margfalt betra heldur en þetta. Þaö segir kannski sina sögu um ástandið hjá liö- inu aö viö sigruöum Omonia 4-0 á Laugardalsvellinum sl. haust, mætum núna lakara liði ogtöpum 1-3. Þetta var alveg hrikalegt. — Nei, mér líst ekkert á seinni leikinn. Þaö þarf eitt- hvaö meira en litiö aö gerast ef viö eigum aö ná stigi eöa stigum úr þeirri viöureign. Þaö olli mér llka von- brigðum i kvöld hve áhorf- endur voru fáir. Gegn Omonia fengum við held ég um sjö þúsund manns, en núna hins vegar ekki nema þessar sára- fáu hræöur sem eölilega gátu ekki skapaö neina stemningu. Þetta var allt ósköp dapurt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.