Þjóðviljinn - 18.09.1976, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.09.1976, Blaðsíða 1
UOÐVIUINN Laugardagur 18. september 1976. — 41. árg. — 208. tbl. Sjómenn snúast til varnar Nýr myndlistar gagnrýnandi Ölafur Kvaran skrifaði sinn fyrsta mynd- listarþátt i Þjóðviljann sl. sunnudag um sýn- ingu FIM. Nú er Ölafur kominn til leiks i laugardagsblaðinu i dag, þó að eftirleiðis verði þátturinn á sunnudögum. Ólafur Kvar- an mun skrifa um myndlist fyrir Þjóðviljann á næstu mánuðum. Hann starfar annars við Listasafn tslands og kennir listasögu við MH. Fundi Hafréttan ráðstefnu lokið Þriðja fundi hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna lauk i New York i gær. End- anlegar niðurstöður náðust ekki, en næsti fundur verður haldinn eftir 6-8 mánuði. Þau atriði, sem mestu máli skipta fyrir okkur islendinga standa áfram óbreytt að loknurn þessum fundi i þeim drögum aö hafréttarsátt- mála, sem fy'irliggja Hagsmunir okkar islend- inga eru þeir, að ákvæðunum um auðlindalögsögu og fisk- veiðimál i fyrirliggjandi drögum verði sem minnst raskað, en segja má, að staöa þeirra mála á hafrétt- srráðstefnunni sé slik, að reglan um óskoruö yfirráð strandrikja innan 200 milna auðlindalögsögu verði alls- ráðandi I reynd, a.m.k. við Norður-Atlantshaf, á næstu mánuðum. Sjá leiöara Nýju kartöflurnar: 100 kr. hvert kíló Akveðið hefur verið verö á islensku kartöflunum I haust. Tekur þaö gildi frá og með mánudeginum. Veröur verðið til neytenda sem hér segir: , 1. flokkur 499,00 kr. 5 kg. pokinn 2. flokkur 409,00 kr. 5 kiióin. - Sjá síðu 3 ALÞINGI Verðhœkkun á kjöti á mánudag. Hœkkun til bóndans er aðeins 8en neytandinn verður að borga 15-20% hœkkun _________ OGILDI ÞRÆLA- LÖGIN Hafin er undirskriftasöfnun meðal sjómanna og annarra til að fylgja fram þeirri kröfu Hópur sjómanna víðs vegar að af landinu hefur nú tekið frumkvæðið/ og hafist handa um söfnun undirskrifta undir áskorun á Alþingi um að ógilda bráðabirgðalögin# sem rik- isstjórnin setti i síðustu viku um launakjör sjó- manna. Undirskriftum verður i fyrsta lagi safnað meðal sjómanna sjálfra, undir kröfuna til Alþingis um afnám þessara þrælalaga. Þá verður jafnframt safnað meöal vinnandi man .a i landi undirskriftum undir stuðningsyf- irlýsingu við málstað sjómanna. I frétt frá þeim hópi sjómanna, sem fyrir aðgerðunum stendur segir: Frjáls samningsréttur „Vegna setningar bráöabirgða- laganna 6. sept. síöastliðinn, varðandi vinnudeilu sjómanna og útgerðarmanna, hefur hópur manna víðs vegar af landinu hrundið af stað undirskriftasöfn- un, þar sem sjómenn skora á Al- þingi að ógilda lögin. Samhliða undirskriftalistum sjómanna eru listar fyrir þá sem vilja styðja baráttu sjómanna og mótmæla þeirri óvirðingu sem samningsrétti alls vinnandi fólks er sýnd með bráðabirgöalögun- um. Það sem gerir lög þessi for- kastanleg, er að engin gild ástæða ér fyrir setningu þeirra, og að þau gilda aftur fyrir sig frá 16. febr. siðastliðinn allt til 15. mai næsta ár, eða i rúma 15 mánuði, þar af 7 mánuöi sem þegar eru liðnir. Einnig felst i lögunum greinileg hlutdrægni öörum aðilanum i vil. Það ber að vekja sérstaka at- hygli á þvi að sjómenn hafa unnið með lausa samninga frá 16. febr. i vetur. Er vafasamt að nokkur önnur stétt hafi sýnt sinum vinnu- veitendum slíka biðlund sem sjó- menn hafa gert, enda eru þeir sér meðvitandi um nauðsyn starfs sins fyrir þjóðina. Væri þeim betur komin virðing og þakklæti fyrir þá þjóðarholl- ustu sem fellst i að vinna án kjarasamninga mánuðum sam- Framhald á bls. 14. HUN ÞRJOSKAÐIST LENGI VIÐ ÞESSI! Þessi slðasta rolla sem dregin var I dilk I Skeiðarétt I gær þrjóskaðist lengi við og i orðsins fyllstu merkingu var hún DREGIN i dilkinn sinn. Fleiri myndir úr réttunum eru á bls. 11. Ávisanasvindlararnir segja: Bankamir leyfðu ávísanahringinn Enn hafa ekki allir verið yfir- heyrðir vegna ávisanasvikamáls- ins, sem þar koma við sögu, en þeir sem yfirheyrðir hafa verið segja aUir, að þeir hafi haft leyfi frá bönkunum fyrir yfirdrætti á ávisanareikningi sinum, flestir skrifiegt leyfi, aðrir munniegt. Þeir viðurkenna einnig, að hafa oft farið fram úr þessari yfir- dráttarheimild tfma og tíma og að bankarnir hafi ekkertgert I þvi máli, annað en innheimta hjá þeim refsivexti og hafi þar með leyft f verki að ávisanahringurinn starfaði. Þetta ásamt ýmsu fleiru kom fram á blaöamannafundi með Hrafni Bragasyni umboðsdómara i ávísanamálinu i gær. Hrafn sagði aðbúið væri aðyfirheyra 14 Allir þeir sem yfirheyrðir hafa verið segjast hafa haft yfir- dráttarheimild menn og ljóst væri að þarna er um kunningja og vinahóp að ræða, sem hefur mjög náið sam- band. Þó eru ein eða tvær undan- tekningar, þar sem utan að kom- andi mennfengu lán hjá einhverj- um úr hópnum og flækjast þar með inni málið. Hrafn sagði ennfremur að þaö hafi komið fram við yfir- heyrslurnar yfir þessum mönn- um, að þeir eru búnir að sam- ræma framburð sinn og þeir stór- tækustuerubúnir aöhafa samráð við lögfræöing, sem hefur sagt þeim hverju þeir ættu að svara og hverju ekki. Allir þessir menn, sem búið er að yfirheyra reka eða ráku ein- hverskonar viðskipti, en Hrafn vildi ekki tilgreina nánar hvers- konar viðskipti mennir nir ráku.en sagði aö með þeim aðferðum, sem þeir notuöu i ávisana- keðjunni hafi þeir komist yfir fé til að bjarga sér á um stundar- sakir. Sem dæmi nefndi Hrafn, aö Framhald á bls. 14.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.