Þjóðviljinn - 18.09.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.09.1976, Blaðsíða 3
Laugardagur 18. september 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 VERÐHÆKKUN Á KJÖTI FRÁ MÁNUDEGINUM: Bónditin fær þriðjunginn, iniDiHðirnir og ríiað hitt Þriðjungur þeirrar hækkunar sem nú verður á landbúnaðaraf- urðum rennur til bændanna — hitt, eða 66,15% hirða milliliðir og rikissjóður i hækkuðum sölu- skatti. Þetta kemur fram i fréttatil- kynningu um búvöruverðs- hækkunina, sem blaðinu barst i gærkvöld. Hið nýja verð tekur gildi frá og með mánudeginum. Grundvallarverð á kindakjöti til bænda hækkar um 7,82% að meðaltali. Kjötkilóið hækkar af þeirriástæðuum 33,85 kr. Sláturkostnaður hækkar hins vegar um 30 krónur á kilóið að meðaltali og tilfærsla vegna þess að gæruverð breytist ekki veldur enn hækkun kjötsins um 9.35 kr. kilóið. Heildsöluverð á dilkakjöti i 1. gæðaflokki hækk- ar þvi um 74,00 eða um 17,5% Hundraðshluti smásölu- álagningar hækkar um 1 stig á sumum vöruflokkum en lækkar á öðrum tilsvarandi segir i fréttatilkynningu framleiðslu- ráðs. T.d. gerir sú hækkun kr. 10.00 á hvert kiló súpukjöts og þar með hækkar hvert kiló af súpukjötinu- um 100 krónur. Sundurliðun þessarar hækkunar litur þannig Ut: Bændur fá ........... 33,85 kr. Milliliðir............. 40.00 kr. Vegna gæruverðsins.. 9,35 kr. Ríkissjóður.......... 16,80 kr. Sripuð hlutföll eru i verði annarra kjötflokka. útsöluverð breytist á einstökum tegundum kindakjöts sem hér segir: heildsöluverðið hækkar tilsvar- andi frá þvi sem var sl. vetur Tegund Aður Heilir og hálfir skrokkar......................549 Súpukj., framp., siður........................548 Siipukj., læri, hryggir framp..................629 Læri.........................................647 Hryggir..................................... 662 Grundvallarverð nautgripa- ------------------- kjöts hækkar nú um 8,1% og heildsöluverft svipað. Krónutala álagningar i smásölu á nauta- kjöti hækkar um 12,6% Grundvallarverð á kartöflum hækkar um 10% að meðaltali og Frá 20.09 656 67« 729 766 783 Hækkun % 19,5% 16.3 % 15,9 % 18.4 % 18,3 % þegar islenskar kartöflur voru á markaði. Smásöluverðið er 12% lægra en verið hefur á erlendum kartöflum i sumar. Hækkun kostnaðarliða Skv. fréttatilkynningunni hækka einstakir liðir verðlags- grundvaliar landbúnaðarafurða sem hér segir: l.aun bóndans lim 8,83% Kjarnfóður um 2,3% Viðhald og fyrning útihúsa um 8,8% Vtðhald girðinga um 20,8% Kostnaður við vélar um 8,5% Flutningskostnaður um 11,1% Vaxtakostnaður um 19,5% Annar kostnaður um 20,9% ótilgreindur Sviþjóð: Gíf urleg spenna í kosningabaráttu STOKKHÓLMI 17/9- Mikil spenna rfkir nú I Svlþjóð vegna þess hve niðurstöður siðustu skoðanakönnunar sýndu litinn fylgismun á vinstri flokkunum annarsvegar og mið- og hægri- flokkunum hinsvegar. Þær niður- stöður sýndu að vinstriflokkarnir höfðu bætt verulega við sig frá næstu skoðanakönnun á undan. Mið- og hægriflokkunum urðu þessi tiðindi mikil vonbrigði og hefur það valdið innbyrðis illind- um í herbúðum þeirra. Veitast talsmenn hægriflokksins og Þjóft- arflokksins nii mjög að Falldin, leiðtóga Miðflokksins, sem þeir segja að hafi yfirkeyrt sig á áróðrinum gegn kjarnorkuverun- um. Eftir að niðurstöður skoðana- könnunarinnar urðu kunnar, hafa mið- og hægriflokkarnir beint griðarlegum áróðri að fylgis- mönnum kristilega flokksins, smáflokks semstofnaður var 1964, hefur venjulega fengið 1.5% til 1.8% atkvæða en aldrei komið manni á þing. Ef líðsmenn þess flokks snerust nú til fylgis við borgarflokkana, gæti það riðið baggamuninn þeim i dag. For- maður kristilegra sagðist i dag engan frið hafa haft fyrir upp- hringingum manna, sem ákærðu flokk hans fyrir að hindra stjórn- arskipti. Forustumenn kristilega flokksins eru margir úr söfnuðum filadelfiumanna. Búist við miljón manns á minningarfundinn um Maó Þögn 800 miljóna í m Albert tatis mm xiv »0 MCMJLWm þrj ár mínútur PEKING 17/9 NTB-Reuter — Gert er ráð fyrir að svo að segja öll kinverska þjóðin, 800 miljónir manna, muni taka þátt i þriggja minútna þögn með morgninum I minningu hins látna formanns Kommúnistaflokks Kina, Maó Tse-túngs.Um miljón manns mun að lfkindum safnast saman í mið- borginni i Peking og umhverfis Torg hins himneska friðar, til þess að taka þátt I fjöldafundi, þar sem hinn látni leiðtogi verður hylltur. Haft er eftir klhverskri Norskir deila um veiðirétt útlendinga ÞRANDHEIMI17/9 NTB — I hönd farandi útfærsla nprskrar fiskveiðilögsögu I 200 milur virðist ætla að valda innbyrðis deilum milli norskra fiskimanna, miðað við það sem fram kom á landsfundi Norska fiski- mannasambandsins i Þránd- heimi i dag. Eru það hugsanl. veiðiréttindi annarra ríkja innan hinnar nýju lögsögu, * er ósamkomulagi valdá. Fiskimennirnir frá Norð- ur-Noregi vilja sem minnst sjá af útlendingum innan nýju lögsögunnar og telja nauðsynlegt að takmarka veiðar þeirra þar sem mest til verndar fiskistofnunum. Hinsvegar veiða vesturnorsk- ir fiskimenn yfir helming at'l:i sins innan 200-mflna fiskveiðilögsögu annarra rfkja, og óttast þeir að veiði- réttindi þeirra þar verði skert i hlutfalli við skerðing- ar á veiðiréttindum útlend- inga ut af Norður-Noregi. heimild að þetta verði einhver mesti fjöldafundur sögunnar. Lik Maós hefur legið á við- hafnarbörum þangað til i dag i AlþýðuhöllinniIPeking, oghafa á þeim tima um 350.000 manns komið að börunum. Átta sorgar- dögum eftir formanninn lýkur með minningarfundinum mikla á morgun,en hann verður haldinn i Forboðnu borginni svokölluðu, sem fræg er frá fornu fari. Eng- um útlendingum hefur verið boðið til minningarfundarins og út- lendingum verður ekki heldur hleypt nær Torgi hins himneska Framhald á bls. 14. Svona Htur Albert Guðmundsson stórkaupmaður, knattspyrnu- maður og alþingismaður, út I augum Halldórs Péturssonar list- málara. Yfirlitssýning á verkum Halldórs Péturssonar I fyrradag var opnuð að Kjarvalsstöðum, yfirlitssýning á verkum Halldórs Péturssonar listmálara. Sýndar eru 83 myndir af öllum tegundum og gerðum, en Halldór er sem alþjóð veit afar fjölhæfur málari. Halldór Pétursson er fæddur i Reykjavik 26. sept. 1916 og stundaði listnám bæði hér heima og i Kaupmannahöfn og New York. Halldór hélt sina fyrstu sýningu hér á landi 1952 og hefur oft haldiö sýningar hér heima siðan, en auk þess hefur hann sýnt i Bandarikjunum, Austurriki, Tékkóslóvakiu og á Itallu. Finnska stjórnin fallin Osamkomulag út af fjárlögum ástœðan HELSINKI 17/9 NTB-Reuter — Martti Miettunen, forsætisráö- herra Finnlands, lýsti þvl yfir I dag að hann myndi biðjast lausn- ar fyrir sig og ríkisstjórn slna. Kveðst Miettunen taka þetta til bragðs vegna þess, að stjórnar- flokkunum hafi mistekist að ná samkomulagi um ýmsa þætti fjárlaga. Stjórn Miettunens hefur setið siðan i desember slðastliðn- um og eiga ráðherra i henni þrir stórir stjórnmálaflokkar, sósiai- demókratar, Lýöræðisbandalag- ið, þar sem kommúnistar eru sterkasti aðilinn, og Miðflokkur- inn. Auk þess eiga hlut að stjórn- innitveirsmáflokkar, Frjálslyndi þjóðarflokkurinn og Sænski þjóðarflokkurinn. Það var Urho Kekkonen forseti, sem mestan þátt átti i að koma stjórninni saman. Helstu ágrein- ingsefni stjórnarflokkanna nú eru ráðstafanir til aö ráða bót & at- vinnuleysi i byggingariðnaðinum og fjárveitingar til landbúnaðar- mála. Samdráttur hefur verið i byggingariðnaðinum, og krefst Lýðræðisbandalagið meiri fjár- veitinga til hans en hinir flokk- arnir vilja samþykkja. Á hinn bóginn vilja sósialdemókratar að takmörk séu sett fyrir efnahags- legum stuðningi rikisins við land- búnaðinn, en á þaö má Miðflokk- urinn, flokkur þeirra Kekkonens og Miettunens beggja, ekki heyra minnst, enda er aöalfylgi hans meðal bænda.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.