Þjóðviljinn - 18.09.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.09.1976, Blaðsíða 4
4 SÍÐA —ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18. september 1976. DJÚÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson úmsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann Útbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjör- leifsson Ritstjórn, afgreiösla, augiýsingar: Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 linur) Prentun: Blaöaprent h.f. FULLUR SIGUR í SJÓNMÁLI í gær lauk i New York þeim fundi haf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur. Þótt ekki tækist að ljúka ráðstefnunni á þessum fundi og ganga frá alþjóðlegum sáttmála um hafréttarmál, þá er það engu að siður mjög mikilvægur sigur fyrir okk- ur islendinga, að óhögguð standa, að þess- um þriðja fundi loknum, þau ákvæði i drögum að hafréttarsáttmála, sem okkur eru hagstæðust. Rétt er að rifja upp enn einu sinni nú, hver þessi ákvæði eru i þeim drögum að hafréttarsáttmála, sem fyrir liggja: í fyrsta lagi er kveðið á um það, að inn- an 200 milna auðlindalögsögu strandrikja skuli visindamenn og stjórnvöld viðkom- andi strandrikis ein fara með allan rétt til að ákveða, hversu mikið óhætt er talið að veiða árlega af þessari eða hinni fiskteg- und, en enginn gerðardómur koma þar nærri. í öðru lagi skal sérhvert strandriki hafa óskoraðan rétt til að sitja eitt að veiðum innan sinnar 200 milna auðlindalögsögu, svo fremi strandrikið hafi á að skipa veiði- flota til að fullnýta þá fiskistofna sem fyrir hendi eru, en veiðar annarra rikja þvi að- eins að koma til, ef strandrikið hefur ekki möguleika til að fullnýta stofnana vegna skorts á veiðiskipum. Ekki getur farið milli mála, að þessi á - kvæði eru okkur svo hagstæð sem frekast var hægt að vænta. óliklegt verður að telja, að við þessum hagstæðu ákvæðum fyrir okkur islendinga verði hróflað á ráðstefnunni héðan af, þráttfyrir tilraunir hóps landluktra rikja i þá átt. Og hér er einnig á það að lita, að jafnvel þó svo færi að réttur strandrikja yrði al- mennt eitthvað skertur áður en ráðstefn- unni lýkur endanlega, þá má heita vist að sú skerðing nái ekki til okkar íslendinga, þar sem við erum svo háðir sjávarafla, sem kunnugt er. Til marks um þetta má m.a. vitna i tvenn ummæli Hans G. Andersen, aðal- fulltrúa Islands á Hafréttarráðstefnunni, ummæli, sem birst hafa i Morgunblaðinu nú i þessum mánuði. Þann 4. september segir Hans G. Andersen: „Hingað til hafa allar samkomulagstilraunir strandað fyrst og fremst á þvi, að strandrikin hafa haldið fast við það, að það lengsta sem unnt væri að ganga væri, að landluktu rik- in fengju forgang að umframmagni,en þau telja það ekki nægilegt og vilja fá veiði- réttindi, þótt ekkert umframmagn sé. En hver sem niðurstaðan af þessum deilum kann að verða þá er enn um það sam- komulag, að ákvæðin i 58. og 59. grein, sem um þessi efni fjalla, munu ekki ná til okkar, þótt eitthvað yrði látið undan kröf- um landluktu rikjanna. Við munum fá sér- ákvæði, sem okkur nægði.” Og Hans G. Andersen segir i Morgun- blaðinu þann 9. sept.: ,,... Aðalatriðið er að við höfum ekki yfir neinu að kvarta. Það hefur ekki verið breytt neinu af þvi, sem við höfum verið að berjast fyrir og sem náðist fram á siðasta fundi.” Það sem veldur fyrst og fremst töfum á Hafréttarráðstefnunni nú er engan veginn deilur um auðlindalögsögu og fiskveiði- mál. í þeim efnum liggja meginniðurstöð- ur nú þegar fyrir. Óútkljáðar eru hins veg- ar alvarlegar deilur um nýtingu auðæfa hafsins og hafsbotnsins utan 200 milna auðlindalögsögu strandrikja. Vegna þeirra deilna kann enn að verða á þvi nokkur bið, að Hafréttarráðstefnan ljúki störfum, en næsti fundur hennar verður haldinn eftir 6-8 mánuði. Engu að siður liggur nú fyrir, að nær all- ar helstu fiskveiðiþjóðir I okkar heims- hluta munu á grundvelli þeirra draga að hafréttarsáttmála, sem fyrir iiggja, fylgja fordæmi okkar islendinga á næstu mánuð- um, og færa auðlindalögsögu sina út i 200 milur. 1 þessum hópi má nefna Bandarik- in, Efnahiagsbandalag Evrópu, Kanada og Noreg. Hér fer þvi ekkert milli mála, að 200 milna auðlindalögsaga með óskoruðum yfirráðum strandrikis verður innan fárra mánaða orðin ótviræð alþjóðleg regla á Norður-Atlantshafi, hvort sem störf Haf- réttarráðstefnunnar dragast lengur eða skemur. Þetta vissu bretar, þegar þeir sömdu við islendinga i vor um veiðar hér við land, og þeir vissu jafnframt að undir slikum kringumstæðum yrði með öllu gjörsam- lega útilokað fyrir þá að beita hér her- skipavaldi, — þó ekki væri nema vegna al- menningsálits heima fyrir i Bretlandi, enda hálmstrá úrskurðar Haagdómstóls- ins að engu orðið. Erlendar þjóðir taka nú samkvæmt samningum 150.000 tonn á ári, eða 33-40% af öllum þorskfiskafla, sem fiskifræðingar telja nokkurt vit i að veiða hér við land. Af þessum ástæðum er nú búið að veiða eða ráðstafa til útlendinga frá áramótum yfir 500.000 tonnum af þorski og öðrum þorsk- fiskum, þótt fiskifræðingar telji að há- marksaflinn yfir allt árið i heild mætti ekki fara nema litið eitt fram úr 400 þús. tonnum. Þann 1. des. n.k. renna samningarnir við breta út. Framlengingu þeirra i einni eða annarri mynd verður að hindra með öllum tiltækum ráðum. Réttur okkar er ótviræður, og verður ekki lengur vefengdur. — k. þingmaður ,,Ég slft mér ekki lengur lit f þingmennsku fyrir aust- firöinga”, á Sverrir Hermanns- son aö hafa sagt samkvæmt Timanum á kjördæmisráös- fundi Sjálfstæöismanna I Austurlandskjördæmi á Egils- stööum á laugardaginn. Sér- staklega viröast austfirskir Sjálfstæðismenn vanþakka það hvernig Sverrir hefur slitiö sér út I orkumálum fjórðungsins. Þá telja margir aö þingmaöur- inn hafi slitiö sér meira út i út- gerö og störfum fyrir Fram- kvæmdastofiiun heldur en i þingmennskunni, nema þá i zetu-málum, sem eru ekki sér- stakt áhugasviö Sjálfstæöis- manna á Austurlandi. Mao, Pravda og Mogginn Morgunblaðiö hefur haft af þvi miklar áhyggjur aö undan- förnu, að Þjóðviljinn hafi ekki sýnt Maó formanni nægan sóma þegar hann lést, og þá helst aö ekki hafi birst um hann leiðari samdægurs. Telur Morgunblaö- ið eins og vonlegt er, að hér sé Þjóðviljinn aö likja eftir meö- ferö Prövdu og annarra so- úeHTpa/ibHOMy KoMMTeiy KOMMyHMCTHMeCKOM napTMM KMTan B CBH3H c kohhhhoB Ilpefl- ceaaTeflfl IIK KoMMyuHCTHie- ckoB napTHH' KHTafl Mao 1133- flyHa npHMHTe nauiH r.iyðoKHe C060fle3H0BaHHfl. BupaflcaeM TaKflce Hame co- uyBCTBHe ceMbe noKoiíHoro h ero 6flH3KHM. IIEHTPAJIbHblH KOMHTET ICOMMyHHCTHHECKOH nAPTHH COBETCKOTO COI03A K O H H M H a Mao U33-flyHa nEKHH, 9. (TACC). 3flecb o6T>BBfleHO, HTO 9 ceHTn6p» B 0 nacoB 10 MHHyT Ha 83-m rofly HOI3HH b neKHHe cKOHHaflcfl npefl- CeflaTeflb UK KOMMyHHCTHHeCKOÍÍ napTHH KiiTaa Mao U33-ayH. Eindálkurinn á annarri siöu meö samúöarkveöjunni og fréttinni um andlát Maós. véskra málgagna á andláts- fregn þessari. í framhaldi af þessum hefö- bundnu vangaveltum Morgun- blaðs er rétt aö fræöa lesendur á þvi, hvernig málgagn sovéska kommúnistaflokksins, Pravda, fjallaöi um þau tiöindi sem urðu i Peking fyrir viku. Ekki mátti sjá þaö á forsiöu blaösins föstu- daginn 10. september aö öldung- ur sem Maó væri allur. Enda var það ekki nema von: fjórir dálkar af átta á forsiöu fóru i aö gera grein fyrir miöstjórnar- fundi hjá sovéskum um ráöstaf- anir til aö efla landbúnaöarvis- indi. Mestannað pláss fór i myndir og frásagnir af bað- mullaruppskerunni I Uzbekistan og i þakkarskeyti langt frá Ceaucescu rúmeniuforseta fyrir kveðjur sem sovéskir höfðu sent honum á þjóðhátiðardegi rúm- ena. Hinsvegar mátti sjá efst á annarri siöu blaösins tvær ör- litlar klausur i einum dálki af átta dálkum siöunnar. Fylgir hér mynd af klausum þessum. Þær hljóða svo: Til miðstjórnar Komm- únistaflokks Kína. Takiö viö djúpum samúöar- kveðjum okkar i tilefni andláts formanns miöstjórnar KFK, Mao Tse-tungs. Viö látum einn- ig i ljós samúö okkar meö fjöl- skyldu hins látna og hans nán- ustu. Miðstjórn Kommúnista- flokks Sovétrikjanna. Fréttin sjálf er þar fyrir neö- an og er á þessa leiö: Andlát Maó Tse-tungs. Peking 9. TASS. Hér hefur veriö tilkynnt að 9. september kl. 0.10 hafi látist i Peking á 83ja aldursári forseti miöstjórnar Kommúnistaflokks Kina, Maó Tse-tung. Lengra nær sá fróðleikur ekki i Prövdu. Þess skal getið mönnum til skemmtunar, aö á þessariiann- arri) siöu Prövdu er greint frá þvi, að nýr forsætisráðherra Frakklands hafi sent Kosigin þakkarskeyti fyrir árnaðaróskir sem Kosigin hafði sent til Paris- ar. Tekur sú frétt 21 linu i Prövdu. Aftur á móti tekur fréttin um Maó með samúöar- kveöju 14 linur — og fer þaö pláss mestallt i aö prenta nafn hans og stööu. «BEJIAH CTFAHA» HA TAJIA Cb CnaCTH )H M 3 M b nQTDMOTOo! B H npflBAfl OpraH UeHTpanbHoro KoMMTeTa KflCC Þetta er forsföan af Prövdu: Til vinstri er aðalfyrirsögn ,,t miö- stjórn KFS og rikisstjórn SSSR”, til hægri eru uppskerutiöindi, þar fyrir neöan skeyti frá Ceaucescu til Brezjnefs, Kosigins og Pod- gornis, og svo frásögn af nokkrum samþykktum um Chile; neöst eru fjórar smáfréttir utan úr heimi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.