Þjóðviljinn - 18.09.1976, Síða 2

Þjóðviljinn - 18.09.1976, Síða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18. september 1976. SKAMMTUR AF RÁÐHERRALÁNI Ég get ekki annað sagt en að mér haf i kross- brugðið um daginn, þegar ég gekk framhjá blaðsölugatinu hjá Eymundsson og sá þar á forsíðu Mánudagsblaðsins feitletraða og flennistóra fyrirsögn, þess efnis að „Gylfi" hefði stolið úr eigin hendi hvorki meira né minna en níutíu og einni miljón. Mér var ger- samlega ómögulegt að geta mér um hver um- ræddur Gylfi væri, því að þeir Gylfar, sem ég þekki persónulega og af afspurn mundu aldrei láta sér detta í hug að stela f rá öðrum, hvað þá úr eigin hendi. En fyrirsögnin í hinu virta vikublaði hljóðaði svo í herrans nafni:,,Gylfi fór bara i kassann" og undirf'yrirsögnin „Fékk 91 miljón úr ríkissjóði til að byggja íbúðarhús". Ég stóðst ekki f reistinguna og keypti Mánu- dagsblaðið fyrir hundraðogf immtíu krónur til þess að reyna að komast til botns í því hvaða Gylfi, og hvenær, hefði farið í hvaða „kassa" til að fá sér hvaða níutíu og eina milión, til að byggja hvers konar eiginlega íbúðarhús. Það kom fljótlega í Ijós að hér var um að ræða fyrirsögn, sem augsýnilega var öðru fremur til þess ætluð að selja Mánudags blaðið — enda hafði ég bitið á agnið — og kom nú i Ijós að hér var um að ræða lán sem tólf há- skólakennarar höfðu fengið úr hálfopinberum sjóðum, ég held úr byggingarsamvinnufélags- sjóði opinberra starfsmanna 1,2 miljónir, en eina miljón tuttuguogfimm þúsund úr svo- nefndum Sáttmálasjóði, til að byggja yfir sig dulítið notalegt lærðramannahverfi eða há- skólagettó, þar sem þeir gætu ótruflaðir af analfabetum samtíðarinnar iðkað fræði sín í hámenningarlegu nábýli við hvern annan. Það er ekkert leyndarmál hverjir fengu umrædd lán, en það voru allt valinkunnir heiðursmenn eða nánar tiltekið: Símon Jóhannes Ágústsson, Guðmundur Thoroddsen, Gunnar Thoroddsen, Einar Olafur Sveinsson, Steingrímur J. Þor- steinsson, Þorkell Jóhannesson, Gylfi Þ. Gíslason, Isleifur Árnason, Pétur Sigurðsson, Jón Steffensen, Ólafur Björnsson og Björn Sigfússon. Tilefnið að skrifum Mánudagsblaðsins er grein í Vísi eftir Vilmund Gylfason þar sem Vilmundur vekur athygli á því, að Einar Ágústsson hafi fengið lán útá húsið sitt í Landsbankanum en umrædda grein í Mánu- dagsblaðið skrifar einhver málsvari réttlætis- ins i landinu, sem einhverra hluta vegna kýs ekki að láta nafns síns getið, en skrifar undir nafninu „Forvitinn réttlátur." Mér f innst persónulega að öll þessi skrif séu byggð á röngum forsendum. Verið er að reyna að gera því skóna að stjórnmálamenn og aðrír framámenn í þjóðfélagínu eigi það til ao vera óvandir að meðölum þegar um eigin hag er að ræða og þeim jaf nvel borinn á brýn óheiðarleiki og alls kyns prettir. Þessir ágætu skriffinnar gleyma aðeins þeim grundvallarvísdómi stjórnmála, nagspeki og mannlegs eðlis, að blankur eða skuldum vafínn ráðherra getur ekki með nokkru móti verið óheiðarlegur, óprúttinn né þjófóttur, því væri hann það, væri hann ósköp einfaldlega ekki blankur né skuldum vaf inn. Og er hér fengin skýring á hinum ægilega armóði og skínandi fátækt, sem kjörnir full- trúar á Alþingi íslendinga búa við, með þó ör- fáum undantekningum eins og til að sanna regluna. Ýmsír hafa orðið til þess að spyrja, hvers vegna Sáttmálasjóður eigi að byggja lærðra- mannahverfi fyrir ofan Vatnsmýrina. en því er til að svara að Sáttmálasjóður mun hafa verið stofnaður með verulegu fjárframlagi frá Dönum, sem koma átti sem sárabætur fyrir margra alda arðrán dana hér á landi og flutning á fjármunum frá íslandi til Dana- veldis. Upphæðirnar mun Jón forseti hafa reiknað út, dönum til hinnar mestu hrelling- ar.) Eitt aðalmarkmið sjóðsins mun ver að efla samskipti og vináttu daga og íslendinga, og með hverjum hætti verður það betur gert en með því að lána bláf átækum próf essorum Há- skóla fslands peninga úr Sáttmálasjóði til að koma þaki yfir höfuðið? Með þessu eru líka slegnar tvær f lugur í einu höggi. Vinátta dana og íslendinga stóreykst,og Sáttmálsjóður stóreykst að vöxtum, eða rétt- ara sagt af vöxtum, því haft er fyrir satt að prófessorarnir greiði af lánum sínum úr sjóðnum bankavexti eins og þeir voru 1949. Nei. Skriff innar,sem leggja sig niður við að væna ráðamenn þjóðarinnar um svik og pretti ættu að minnast visu Isaks Judenblut í laus- legri þýðingu Jónasar: Ráðherra verður ríkur sá sem réttar tekjur kanna að fela. En ráðherra sem ekkert á, kann einfaldlega varla að stela. Flosi. Ölver Guönason, aldursforseti I nemendahópnum. Þannig hljóðaöi boðskapur nemenda Fiskvinnsluskólans sem nú hefur hafið sitt 6. starfsár: sex árogengin lög hafa verið gefin út um réttindi þeirra, sem þar hafa stundað nám i 3 til 5 ár. Nemendur sögðu okkur að þeir hefðu fengið loforð um það i menntamálaráðuneytinu, að þeirra málum skyldi komið á hreint nú i næstu viku. En eins og nemendurnir sögðu: — A lof- orðum lifir enginn! Og ekki var annað að heyra en að ef þessum málum yrði þannig komið i næstu viku, að nemendur gætu sætt sig við þau þá, væri um það samstaða í öllum bekkjum skólans að hætta námi. Þegar okkur bar að var Tómas tsleifsson kennari að fræða nemendur. — Nemendur annars bekkjar Fiskvinnsluskólans ræða við blaðamann Þjóðviljans. (Myndir: —eik) Nemendur Fiskvinnsluskólans réttindalausir eftir 3ja til 5 ára nám! Hætta þeir námi? Mikil óánœgja meðal nemenda vegna fjölmargra atriða viðkomandi skólanum, starfsréttindum o.fl, — Við getum ekki lengur látiö okkur nægja aðfá loforðin ein. Ef við fáum ekki eitthvað ákveðið að vita um réttindi okkar í framtið- inni nú i næstu viku, er jafngott fyrir okkur að hætta námi strax og fara heldur á stutt námsskeiö. Um þetta hefur náðst samstaða allra nemenda skólans. Þetta sögðu okkur nemendur úr 2. bekk Fiskvinnsluskólans, er blaðamaður og ljósmyndari litu inn í kennslustund hjá bekknum, en þessa stundina er 2. bekkur i bóklegu námi og fer það fram að Trönuhrauni 10 í Hafnarfirði. Aldursforseti nemenda, ölver Guðnason frá Eskifirði, hafði helst orð fyrir nemendunum. Hafði hann i tilefni af baráttu nemenda fyrir viðurkenningu á námi sinu, tekið saman erindi nokkurt um þeirra mál, og borið undir félaga slna, sem luku upp einum munni um að þeir væru þvi samþykkir. Erindið er á þessa leið: „Réttindi nemenda Fisk- vinnsluskólans að þriggja ára námi loknu þe. fiskiðnaðar- manna, virðast ekki vera alveg ljós. Verklegir kennarar við skólann og starfandi yfirfiskmatsmenn, svo og verkstjórar, sem hiotiö hafa matsmanna- og verk- stjórnarréttindi á stuttum náms- skeiðum álita að verkleg kennsla, sem þessir nemendur hafa fengið á námstimanum, sé ekki nægileg til þess að þeir, þe. fiskiðnaðar- mennirnir, geti tekið að sér þau störf, sem lög um Fiskvinnslu- skólann segja til um að eigi þó aðkenna nemendum við skólann. Við slikt er ekki hægt að sætta sig. Við verðum að fá þá fræðslu og þau réttindi sem lög um skól- ann kveða á um. Fiskvinnsluskólinn á að vera fagskóli fyrir fiskiðnaðinn; skóli, sem á aðskila vel menntuðu fólki út i fiskiðnaðinn, fólki, sem getur tekið að sér hvaða störf sem vera skal viðkomandi fiskiðnaði án þess að skólinn þurfi að skamm- ast sin fyrir það. Lika viljum við leggja mikla áherslu á að við erum eindregið og alveg andvigir þeim nám- skeiðum, sem nú hafa verið aug- lýst og gefa þvi fólki, sem þau sækja. viss réttindi eftir tveggja til þriggja vikna námskeiðs sókn réttindi, sem nemendur eftir þriggja ára nám fyrr en þeir hafa unnið undir tilsögn þessa fólks í sex mánuði, enda munu þessi námskeið ekki vera I sam- ræmi við lög um Fiskvinnslu- skólann. Við teljum einnig rétt aðbenda á, að skólinn hefur aðeins til um- ráða leiguhúsnæði til allrar kennslu og annarra nota, hús- næði, sem er algjörlega ófull- nægjandi til þeirrar kennslu. Hér eigum við einkum við verklega kennslu,sem krafister ogskólinn á að láta nemendum i té. A meðan svona er ástatt með verklega kennslu i skólanum stendur mikið og gott húsnæði sem ríkið á mikinn hluta i, þeas. húsnæði Norðurstjörnunnar i Hafnarfirði. Sennilega mætti þar koma fyrirallristarfsemiskólans undir einu og sama þakinu. Þetta gæti líka verið dæmi um það hversu verkmenntun er afskipt og sýnd litil ræktarsemi af hinu opinbera.”

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.