Þjóðviljinn - 18.09.1976, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18. september 1976.
FERILL MAOS
26. desember 1893: Mao Tse-Tung
fæöist i þorpinu Shashan I
Hunan héraöi.
1907— Fjölskylda Maos giftir
hann stúlku, sem er fjórum
árum eldri en hann sjálfur,
en hann viöurkennir aldrei
aö þetta hjónaband sé gilt.
1909— Skólaganga Maos hefst.
1911 Hann fær inngöngu i gagn-
fræöaskóla i Sjangsja, og er
þar i tvö ár, en sækir siöan
tima I kennaraskóla.
1915 —Mao veröur ritari skóla-
félagsins.
1917— Ritgerö hans um leikfimi
birtist I timaritinu ,,Ný
æska”.
1918— Mao lýkur prófi úr kenn-
araskólanum I Sjangsjæ og
fer til Peking. Þar veröur
hann aöstoðarmaöur i
háskólabókasafninu, sem
marxistinn Li Ta-sjá veitir
forstööu. Hann hittir þar
einnig Sjen Tu-hsiu og Sjang
Kuo-tá, sem siöar uröu
forystumenn kommúnista-
flokksins. Leshópur um
marxisma er stofnaöur i
háskólanum.
1919— Mao snýr aftur til Sjang-
sja og stofnar þar yfir
sumarmánuöina „Timarit
Hsiang-fljótsins”, sem á aö
breiða út hugmyndir
„4. mai-hreyfingarinnar”.
1920— Hann stofnar komm-
únistahóp I Hunan-héraöi.
Smáhópar sósialista eru
stofnaðir viöa I stórborgum
Kina.
1921 Mao tekur þátt I stofnun kin-
verska kommúnistaflokks-
ins i Sjanghai. 1 október er
hann siöan tilnefndur yfir-
maður flokksdeildarinnar I
Hunan.
1922— Asamt Liu Sjá-sji veitir
hann forystu verkfalli
námumanna I Anjuan, og
veröur yfirmaöur verklýös-
sambands héraösins. Ariö
eftir er hann kosinn I
miðstjórn kommúnista-
flokksins.
1924— Fjölmargir félagar úr
kommúnistaflokknum
ganga I kinverska „þjóöar-
flokkinn” Kuomintang, og
Mao veröur varamaöur I
miöstjórn hans.
1925 -1 mai byrjar Mao aö skipu-
leggja bændahreyfingu I
Hunan. Hann á á hættu aö
vera tekinn fastur og fer þá
til Kanton og starfar á þeirri
skrifstofu Kuomintang, sem
fjallar um málefni bænda.
1927— Þaö slitnar upp úr milli
Kuomintang og komm- ’
únistaflokksins. 1 mars
tekur Mao þátt i fundi fram-
kvæmdanefndar Kuomin-
Sjú Enlæ, Mao og Sjú Te i Yenan eftir gönguna miklu, þar sem kin-
verskir kommúnistar stofnuöu fyrsta visinn aö alþýöulýöveldi. Allir
þessir þrir leiötogar Kina hafa andast á þessu ári.
tang, en I april snýr Sjang
Kai-sjek viö blaöinu og
byrjar stórfelldar ofsóknir
á hendur kommúnistum.
Mikill fjöldi þeirra er drep-
inn. I ágúst er gerö uppreisn
i Nansjang og rauöi herinn
veröur til. Mao er hand-
tekinn I september, en
honum tekst aö komast
undan. I október setur hann
niöur bækistöð sina I Sjing-
kanshan-héraöi. 1 nóvember
er hann rekinn úr stjórn-
málanefnd kommúnista-
flokksins fyrir „hernaöar-
lega tækifærisstefnu”. En
skömmu siðar siást Sjú-Te,
Lin Piao og Peng Te-huai i
liö meö honum ásamt fylgis-
mönnum sinum. Mao veröur
stjórnmálaforingi alls
hópsins en Sju-Te verður
herforinginn.
1930-1931— Sjang Kai-sjek gerir
þrjár tilraunir til aö
umkringja kommún-
istana og eyöa þeim. t
nóvember 1931 er lýst yfir
stofnun sovétlýöveldis I
Juichin I fjallahéruðum I
Kiangsi I suöurhluta Kina,
og veröur Mao forseti þess.
1932— Kinverska lýöveldiö segir
japönum striö á hendur, en
Kuomintang-flokkurinn
semur skömmu siöar um
vopnahlé viö þá. Sjang Kai-
sjek gerir fjóröu tilraunina
til aö umkringja kommún-
ista, og siöan I október 1933,
fimmtu tilraunina, sem
reynist þeim langhættu-
legust.
1934— „Langa gangan frá
Kiangsi gegnum allt Kina
Höfundur núttma Kína
1 dag lýkur i Kina þeirri niu
daga þjóðarsorg, sem ákveðin
var samkvæmt þarlendum
venjum eftir andlát „stýri-
mannsins mikla”, og eftir
sorgargöngu við Hliö hins himn-
eska friöar er hann nú sennilega
til moldar borinn i kyrrþey ein-
hvers staöar i viöáttu Miörikis-
ins að viöstöddum nánustu
ættingjum og samstarfsmönn-
um einum — þótt ekkert hafi
enn veriö tilkynnt um jaröarför-
ina.
Sá sem þessar linur ritar átti
þess kost fyrir mörgum árum að
kynnast aldraðri kinverskri
konu af mrndarinaættum, sem
flust haföi frá Kina löngu fyrir
valdatöku kommúnista og liföi á
þvi að kenna kinversku i há-
skóla. Þótt hún talaði litið um
það, vissu menn að hún hafði
farið nokkrum sinnum til
heimalands sins á undanförnum
árum og hafði gott samband við
ættingja sina þar. Yfir leitt var
starf hennar fólgið i þvi að út-
skýra grundvallaratriði i kin-
verskum framburði og mál-
fræði, en einu sinni féllst hún þó
á það, samkvæmt beiðni nem-
enda sinna, að segja álit sitt á
þróuninni i Kina nútimans.
Hún lýsti þvi þegar yfir að hún
væri ekki kommunisti, enda
hefði hún ekki stéttarlegar for-
sendur þess, — en hins vegar
sagðist hún ekki hika við að
telja sig maoista. Án Maos,
sagði hún, væri ekkert Kina
lengur til: um langan aldur
haföi Kina verið að grotna niður
í stéttakúgun, fátækt og stirðn-
uðum menningarformum, og
landsmenn höfðu ekkert minn-
sta bolmagn til að veita and-
spyrnu gegn erlendri ásælni, en
undirstjórn hans var Kina aftur
orðið sameinað og sterkt riki,
sem öll heimsveldi urðu að taka
fullt tillit til — og lif manna
hafði breyst svo mjög að þvi
myndu fæstir trúa.
Reyndar er það lika svo að
löng ævi Mao Tse-tungs spannar
allar þær miklu breytingar sem
orðið hafa i Kina: hann fæddist i
hinu forna keisaraveldi, þar
sem umheimurinn hafði enn
haft lítil sem engin áhrif, og
upplifði þaö i barnæsku hvernig
sá risi á leirfótum, sem hið forn-
lega Kinaveldi var, tók aö riöa
til falls: þegar hann var tveggja
ára hófst styrjöld milli kinverja
og japana, þar sem kraftleysi
kinverja kom fyrst i ljós fyrir
alvöru( 1895), fimm árum siðar
varð „boxara-uppreisnin” og i
kjölfar hennar skiptu Evrópu-
veldin landinu á milli sin I „á-
hrifasvæöi”. Þegar Mao var
nitján ára fagnaöi hann stofnun
lýðveldis i landinu undir forystu
Sun Jat-sens, sem gaf mönnum
fyrstu vonirnar um endurreisn
Miðrikisins — þótt þaö lýöveldi
yrði aö þola taumlausa fyrir-
litningu og Iitilsvirðingu vestur-
veldanna. Þrjátiu og fjögurra
ára gamall hóf hann baráttu
sina gegn einræöisstjórn Sjang
Kai-séks, sem brotist hafði til
valda i kuomintang-flokknum
eftir lát Sun Jat-sens. Fimmtiu
og sex ára að aldri er hann loks
forseti alþýöulýðveldisins Kina,
afturhaldsstjórn Sjang Kai-séks
er flúin til Taivan, og arörán er-
lendra heimsvaldasinna loks á
enda. Reyndar voru flestir
menn á vesturlöndum þó sam-
mála á þessum tima um aö telja
Mao kommúnískan einræðis-
herra og blóðhund og handbendi
Moskvu. En svo hverful er rás
sögunnar að þegar „stýrimað-
urinn mikli” er allur, tuttugu og
sjö árum siöar, eru allir sam-
mála um það i austri og vestri —
að undanteknum valdhöfunum i
Moskvu — að hann hafi verið
einn af mikilhæfustu stjórn-
málamönnum aldarinnar, „sið-
asti risinn” eöa viti sem lýsti
hugsun heimsins” og hann hafi
sveigt söguna inn á nýjar braut-
ir.
Allur þessi samhljómur er
býsna grunsamlegur, en meðan
við hlýðum á alla helstu
borgaralega stjórnmálamenn
heims kyrja i kór, hvern með
sinu nefi, lokaorðin úr söngnum
um „stýrimanninn mikla”:
Mao Ze-dong si-xiang
shi bu luo de tai-yang
(„Hugsun Mao Tse-tungs er sú
sól sem aldrei hnigur til viöar”)
er ekki úr vegi aö hugleiða þaö
hvernig viöhorfin kynnu aö hafa
veriö ef Mao forseta heföi mis-
heppnast þaö ætlunarverk,sem
honum tókst aö leiöa svo glæsi-
lega til lykta. Þvi eins og gamla
kinverska konan, sem vitnað
var til áöan , gerði sér fulla
grein fyrir, er rás sögunnar full
af földum gildrum, og ótal þætt-
ir hefðu getað leitt til þess aö
saga ættlands hennar hefði
sveigst inn á aðrar brautir en
varð.
Ef Mao Tse-tung heföi oröið
undir i þeim mikla hildarleik,
sem háður var um völdin i Mið-
rikinu, og Sjang Kai-sék eða
einhver af hans nótum hefði
Mao formaöur
sest i valdastól i Peking heföi
landiö vitanlega oröiö sjálfstætt
lýöveldi aö nafninu til.Þvi aö sá
timi var löngu liðinn þegar
Evrópuveldin geröu lönd I öör-
um heimsálfum aö „verndar-
svæöum” og limuöu þau kann-
ske sundur i „áhrifasvæði”.
Hins vegar hefði veriö talin
brýn nauösyn fyrir „efna-
hagslega viðreisn” i landinu —
þar sem þaö lá i rústum eftir
borgarastyrjöld og styrjöldina
við Japani —• og geröir hefðu
verið samningar viö vestræn
riki um „efnahagshjálp”,
„tækniaöstoð” hjálp við iðnvæö-
ingu og „hagkvæm við-
skipti” . Siöan heföu vestrænir
auöhringar flykkst inn i landið
til að uppfylla þessa samninga,
en stjórnin heföi haldiö uppi lög-
um og reglu meö her sinum til
að auðvelda þeim þaö, og jafn-
framt hefði hún reynt að hlúa aö
„innlendri menningu”, þ.e.a.s.
stirðnuöustu formum kon-
fúsianismans.
Samkvæmt þeirri reynslu
sem alls staöar hefur fengist af
slikri þróun, heföu auöhringirn-
ir siöan flutt út ómældan gróöa
sem sjálfsagt heföi gert yfirstétt
vesturlanda fært aö lifa I enn
meiri vellystingum, og kannske
hefðu þeir lika skapað nýja yfir-
stétt meö vestrænu hugarfari i
Kina — landinu sjálfu til einskis
ágóða. Hins vegar hefði kin-
verskur almenningur haidið
áfram að lifa við sult og seyru,
hann hefði verið ofurseldur ár-
vissum hungursneyðum og
drepsóttum, kúgaður bæði af
nýrri yfirstétt og gamalgrónum
lénsherrum og hnepptur I klafa
stirðnaðs ný-konfúsíanisma.
Um Kina heföi þá verið fremur
hljótt i vestrænum fjölmiölum:
morgunblöðin hefðu þó kannske
drepið á hinar miklu „efnahags-
framfarir” landsins og birt með
þvi myndir af nýrikri yfirstétt,
en þó heföi veriö fjölyrt meir um
hina fornu og dýrmætu menn-
ingu, sem stuölaöi aö svo
miklum aga.
Eitt hefði þó vafalaust rofið
þessa þögn: tilraunir kinverkr-
ar alþýðu til að brjóta af sér
þennan klafa með uppreisnum
og skæruhernaði. En vestrænir
fjölmiðlar heföu veriö algerlega
einróma um að fordæma þær i
einu og öllu: uppreisnar-
mennirnir væru handbendi
Moskvu, sem miöuðu aö þvi aö
eyðileggja „efnahagsframfar-
irnar”, afnema „lýðræöið” og
hneppa landið i heljarklær
Moskvuvaldsins. Viö hverja
breytingu er oröiö hefði á æðstu
stjórn landsins, hefðu fjöl-
miölarnir skeggrætt um hæfni
ráðamannanna til að berja nið-
ur óspektir kommunista.
En sagan fór á annan veg, og
á þessum timamótum ber að
fagna þvi heils hugar, hver svo
sem dómur seinni tima manna,
sem hafa allar heimildir i hönd-
umum og geta vegið þær og
metiö, kann að veröa um hiö gif-
urlega ævistarf Mao Tse-tungs.
Á ævikvöldi sinu sagði Mao
einu sinni við aldavin sinn Edg-
ar Snow: „Þegar öllu er á botn-
inn hvolft, hvað hef ég eiginlega
verið? Flækingur sem fer hjá i
skjóli götóttrar sólhlifar ” Þeir
sem þekkja til hefðbundinnar
kinverskrar málaralistar kann-
ast við myndina: þannig er mál-
aður spekingurinn, sem gengur
i fátæklegum klæðum upp á
mó'ti i fjalllendi. Enþráttfyrir
skáldskap og heimspeki Maos
er það kannske meira freistandi
að bera hann saman við aöra
persónu úr flókinni sögu Kina-
veldis: keisarann Qin she
Huang-di á þriðju öld fyrir
Krist, sem skóp það Kina sem
leiö undir lok I byltingunni áriö
1911 — hið hefðbundna kin-
verska keisaraveldi. I þeim
samanburði má þó ekki gleyma
þvi, að það sem var fúiö og
feyskið i byrjun þessarar aldar
var byltingarkennt 2100 árum
áður. Qin she Huang-di samein-
aöi Kinaveldi úr ótal smárikjum
og batt enda á þrotlausar styrj-
aldir þeirra — á sama hátt og
Mao sigraðist á herforingjum,
sem börðust um völdin og frið-
aði Kina. Keisarinn forni end-
urskipulagði ailt landið og kom
ástjórn menntaðra manná, sém
þurftu að sanna hæfni sina með
góðum árangri i þungum próf-
um. Sú skipun hélst, þangaö til
Mao endurskipulagöi stjórn
landsins á allt öðrum grund-
velli. Keisarinn forni geröi sina
menningarbyltingu og endur-
bætti letur landsins með þvi aö
einfalda hið forna letur,,zhuan-
shu”. Siðan var engin breyting
gerð á letrinu fyrr en Mao tók
upp alveg á sama hátt „ein-
faldari táknin”. Hinn forni
keisari lét byggja fyrsta hlutann
af Kinamúrnum mikla, og þótt
hann brygðist stundum var eng-
in vörn betri þangaö til Mao
iagði grundvöllinn að hernaöar-
mætti Kina nú.
Verk Qin she Huang-di hefur
fengið misjafna dóma i sögunni,
þótt enginn dragi i efa að hann
hafi veriö eitt af mestu mikil-
mennum kinverskrar sögu — en
starf hans varð grundvöllur eins
mesta blómaskeiðs landsins,
Han-timabilsins. Það er ævi-
starf Maos að hafa leyst aftur úr
læðingi þann sköpunarmátt,
sem var að grotna niður i
feysknu lénskipulagi hins ör-
vasa keisaradæmis.
E.M.J.