Þjóðviljinn - 18.09.1976, Síða 7
Laugardagur 18. september 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Mao les veggblöð i Peking; þessi veggblöð höfðu mikil áhrif i
menningarbyltingunni, sem Mao hratt sjálfur af stað.
til norðvesturhluta landsins
hefst i október.
1935 — A þinginu i Tsunji verður
Mao forseti stjórnmála-
nefndar flokksins og heldur
þeirri stöðu til dauðadags.
Fyrsti herinn, sem hann
stjórnar, kemur til Jenan i
Sjensi i norðvesturhluta
Kina um haustið og lýkur þá
göngunni miklu, sem tók eitt
ár.
1937— Kuomintang og kom-
múnistaflokkurinn koma sér
saman um sameiginlega
baráttu gegn japönum. Kin-
versk-japanska striðið hefst
I júli.
1941— Kúomintang-flokk-
urinn hefur að nýju árásir
gegn her kommúnista. Mao
skipuleggur áróðursherferð
til að „leiðrétta stefnu
flokksins”.
1945— Eftir miklar viðræður
milli kommúnistaflokksins,
Kuomintang og bandariskra
yfirvalda i Kina, fer Mao til
Sjongking til að ræða þar við
Sjang Kai-sjek um vanda-
mál friðar og sameiningar
landsins. Samningur er
gerður 10. október, en ill-
deilur hefjast fljótlega aö
nýju. Eftir skammlift
vopnahlé i janúar 1946 hefst
borgarastriðið i júli.
1949— Kinverski þjóðfrelsis-
herinn tekur Peking á sitt
vald i janúar, og fer siðan
yfir Jangtse-fljót i mai. Her
þjóðernissinna er alls staðar
á undanhaldi, og Mao lýsir
yfir stofnun kinverska
alþýðulýðveldisins 1.
október á Torgi hins himn-
eska friðar i Peking. Hann
verður forseti alþýðu-
stjórnarinnar, og fer siðan
til Moskvu i desember, þar
sem hann skrifar undir
vináttusamning 14. febrúar
1950.
1951— Mao stjórnar ýmsum
áróðursherferðum: baráttu
gegn spillingaröflum i stjórn-
kerfinu, siðbót mennta-
manna, og hann varar við
gagnbyltingaröflum.
1954— Hann er kosinn forseti
lýðveldisins.
1955 Hann mælir með þvi að
stofnun samyrkjubúa til
sveita verði hraðað.
1956 —Valdhafar Kina gefa það i
skyn i blöðunum að þeir séu
ekki fyllilega sammála
gagnrýni sovéskra kom-
múnista á Stalin. 1 lögum
flokksins er ekki lengur
vitnað til hugsunar Maos.
1957— t greininni ,,Um rétta
lausn andstæðna meðal
alþýðunnar” leggur Mao
áherslu á það að stéttabar-
áttan haldi áfram, en jafn-
framt að nauðsynlegt sé að
meirihlutanum sé tryggt
grundvallarfrelsi.
1958— A þingi kinverska komm-
únistaflokksins boðar Liu
Sjao-sji „framfaraskrefiö
mikla”. Um sumarið mælir
Mao meö þvi að samvinnu-
búin veröi felld saman og
Myndir af Mao formanni prýða
allar borgir i Kina.
stofnaðar kommúnur. Kin-
verjar efla sjálfstæði sitt
gagnvart Sovétrikjunum. t
desember tilkynnir Mao að
hann muni ekki gefa kost á
sér sem forseti lýðveldisins.
1960— Vinslit sovétmanna og
kinverja, sem þó eru ekki
gerð opinber. Fulltrúar
kommúnistaflokka Kina og
Sovétrikjanna deila harð-
lega á ráðstefnu kom-
múnistaflokka heims i
Moskvu I nóvember.
1962— A tiunda fundi miðstjórnar
flokksins i september hvetur
Mao til þess að stéttabar-
áttunni verði haldið áfram
og gagnrýni haldið uppi
gegn endurskoðunarstefnu.
1963— t júni ræðst stjórn kin-
verska kommúnista-
flokksins beint á sovéska
kommmúnistaflokkinn i
plaggi þvi, sem kailað hefur
verið „Bréf i 25 atriðum”.
Þar segir að miðstöðvar
heimsbyltingarinnar séu i
löndum þriðja heimsins,
sem ofurseld eru kúgun
heimsvaldastefnunnar. A
sama tima hefst fyrir at-
beina Maos áróðurshreyfing
um sósialiskt uppeldi i sveit-
um landsins.
1964— Nýrri hreyfingu er hleypt
af stokkunum og nefnist hún
„að læra hjá þjóðfrelsis-
hernum”. Þar er lögð
áhersla á nauðsyn þess að
læra kenninguna og einkum
hugsun Maos. t mai gefur
herinn út fyrsta safnið af
orðskviðum Maos oddvita.
Mao hvetur til þess aö alin sé
upp kynslóö manna til að
taka við af byltingar-
mönnunum gömlu.
1965— t janúar samþykkir
miðstjórn flokksins „fyrir-
mæli i 23 greinum”, sem for-
setinn hefur samið að
nokkru leyti sjálfur. Þar er
gagnrýndur sá stuðningur
sem gagnbyltingaröfi fá
innan kinverska kom-
múnistaflokksins.
1966— t mai lætur Mao fordæma
borgarstjórann i Peking og
ýmsa aðra ráðamenn
flokksins fyrir skyssur á
sviði menningarmála, og
gagnrýnir „einstaklinga af
sama sauðahúsi og Krúséff”
innan kommúnistaflokksins.
A fundi miðstjórnar flokks-
ins I ágúst eru viðhorf hans
ríkjandi, og samþykkir
miðstjórnin ályktun i sextán
atriðum um menningarbylt-
inguna.
1968— Miöstjórnin ákveður I
október að reka Liu Sjá-sji
forseta lýðveldisins úr
flokknum.
1969— A niunda þingi kinverska
kommúnistaflokksins er
Mao Tse-tung endurkosinn
forseti. I nýju flokks-
lögunum stendur að bæði
hugsun Maos og Marx —
Leninisminn eigi að vera
flokksmönnum leiðsögn i
starfi þeirra. 14. april sam-
þykkir þingið stjórnmála-
ályktun, sem Lin Piao ber
fram. I þeirri ályktun er Lin
kallaður „nánasti baráttu-
félagi forsetans” og er hann
útnefndursem arftaki Maos.
1970— A fjöldafundi á Torgi hins
himneska friðar 20. mai,
sem haldinn er i viðurvist
Sihanuks prins, hvetur Mao
þjóðir heims til að
sameinast I baráttunni gegn
„amerisku árásarmönn-
unum og leiguþýjum
þeirra”. 13. nóvember fara
Mao og Lin Piao i franska
sendiráðið i Peking til að
heiðra minningu de Gaulle,
sem þá er nýlátinn.
1971— Hinum árlega fjöldafundi
1. október á Torgi hins himn-
eska friðar er aflýst. Mao
kemur hvergi opinberlega
fram, en orðrómur um að
heilsa hans sé biluð er
borinn til baka opinberlega.
— Október: Orðrómur kemst
á kreik um alvarlega stjórn-
málakreppu i Peking. Að
sögn bandarisku leyniþjón-
ustunnar er Lin Piao alvar-
lega sjúkur og mannaskipti i
æðstu embættum hersins i
vændum. Blöð i Hong-kong
segja frá þvi að 13. septemb-
er hafi flugvél með Lin Piao
og fleiri farist i Mongóliu.
— Nóvember: 1 „Rauða
fánanum”, fræðiriti
flokksins, birtist árás á
„glæpsamleg samsæri”
innan flokksins. Erlendir
sendimenn telja engan vafa
á þvi lengur, að Lin Piao sé
horfinn af sjónarsviðinu.
1972— 11. janúar: Við jarðarför
Sjen I. utanrikisráðherra,
veita menn þvi eftirtekt, að
niu félagar úr stjórnmála-
nefnd flokksins, sem ekki
hafa komið fram opin-
berlega siðan um haustið,
eru fjarverandi.
— 21. febrúar: Mao tekur á
móti Nixon forseta Banda-
rikjanna.
— Júlf: Það er opinberlega
staðfest að Lin Piao hafi
látið lifið.
— 27. september: Mao tekur
á móti Tanaka, forsætis-
ráðherra Japans. Um leið er
opinberlega tilkynnt að
hernaaðarástandi milli Kina
og Japans sé lokið.
1973— 24.-28. ágúst: A tiunda
þingi kinverska kom-
múnistaflokksins er „and-
flokks hópur” „svikarans”
Lin Piaos gagnrýndur mjög
harðlega. Ýmsir flokks-
leiötogar, sem ekki hafa sést
siðan menningarbyltingin
hófst, koma nú aftur fram
opinberlega.
— 12. september: Mao tekur
á móti Pompidou Frakk-
landsforseta.
Um haustiö hefst siöan her-
ferðin mikla „pi Lin pi
Kong”, sem beinist að þvi að
gagnrýna I sameiningu Lin
Piao og Konfúsius. Svo
virðistsem Maostandi á bak
við umræður um sósialiskt
uppeldi fólks.
1974 —Þann fyrsta nóvember til-
kynnir blað kommúnista i
Hong Kong að Liu Sjá-sji sé
dáinn.
1975— 17. janúar: þingið kemur
saman til fundar og er Teng
Sja-ping nefndur varaforseti
flokksins.
— 2. desember: Mao tekur á
móti Ford Bandarikjafor-
seta.
1976— 8. janúar: andlát Sjú
Enlæs, forsætisráðherra.
Mao stýrirútfararnefndinni.
— 8. febrúar: Hua Kuo-feng
er útnefndur varaforsætis-
ráðherra til bráðabirgða.
Nokkrum dögum siðar segja
blöðin frá þvi að Mao stýri
sjálfur baráttunni gegn
endurskoðunarsinnum.
— 23. febrúar: Maó tekur á
móti Nixon fyrrverandi for-
seta, sem er i einkaheim-
sókn i Kina I boði kinverja.
— April: þann fimmta
kemur til óeiröa á Torgi hins
himneska friðar, og tveimur
dögum siðar er Teng Sjá-
ping er vikið úr emb., en Hua
Kuo-feng er nefndur for-
sætisráöherra. Skýrt er frá
þvi að þessi mannaskipti
hafi verið gerð samkvæmt
uppástungu Maos.
— 12. mai: Mao tekur á móti
Lee Kuan-ye, forsætis-
ráðherra Singapour.
— 27. mai: Mao ræðir við Ali
Bhutto, forsætisráðherra
Pakistans.
— 15. júni: Tilkynnt er i
Peking að samkvæmt á-
kvöröun miöstjórnar flokks-
ins muni Mao ekki framar
taka á móti ..erlendum
gestum”,
— 29. júli: Miðstjórn kom-
múnistaflokksins sendir
þeim sem hafa orðið fyrir
tjóni vegna jarðskjálftans
mikla i Tang-sjan samúðar-
kveðjur Maos, sem er
sagöur hafa orðið mjög
sleginn af fréttunum um
tjónið.
— 3. september: Orðrómur
um að Maó sé fluttur frá
Peking er borinn til baka, og
segir fréttastofan Nýja Kina
að hann dveljist stöðugt i
höfuðborginni.
(Cr ,,le Monde”)
Söguleg staða
Mao Tse-tungs
I tilkynningu kinverskra stjorn-
valda um andlát Mao Tse-tung
segir (I lauslegri þýðingu):
Mao Tse-tung formaður var
stofnandi og vitur leiðtogi
Kommúnistaflokks Kina, kin-
verska þjóðlausnarhersins og Al-
þýðulýöveldis Kina. Mao for-
maður hafði forystu fyrir flokki
okkar, sem átt hefur i langvinnri,
brýnni og margþættri baráttu
vegna leiðarmörkunar henti-
stefnumanna til hægri og „vin-
stri” og sem yfirunnið hefur
hentistefnu, sem á eftir fylgdu
Che Tu-hsiu, Chu Chiu-pai, Li Li-
san, Lo Chang-lung, Wang Ming,
Chang Kuo-tao, Kao Kang-jao,
Shu-shih og Peng Teh-mai, og
aftur i miklu alþýðlegu menn-
ingarbyltingunni hafði flokkur
okkar sigur yfir gagnbyltingar-
og endurskoðunar-sjónarmiðum
Liu Shao-chi, Lin Piao og Teng
Hsiao-ping, svo að hann gat statt
og stöðugt eflst og styrkst i
stéttabaráttu og baráttu milli
hinna tveggja leiðarmarkana.
Undir forystu Mao formanns
hefur Kommúnistaflokkur Kina
á örðugri leið þróast upp i mik-
inn, glæstan og markvissan
marxiskan-leniniskan flokk, sem
nú hefur forystu fyrir Alþýðulýð-
veldi Kina. 1 samræmi við alhæf
sannindi marxismans-lenin-
ismans og fyrir beitingu þeirra á
hlutkennda athafnahætti kin-
versku byltingarinnar markaði
Mao formaður að skapandi hætti
meginleið og meginstefnu nýju
lýðræðislegu byltingarinnar,
stofnaði kinverska þjóðlausnar-
herinn og benti á, að valdataka
fyrir vopnastyrk i Kina gæti ein-
ungis orðið að þeim hætti aö koma
upp bækistöðvum i sveitum og að
láta sveitirnar umlykja borgirnar
og að taka að lokum borgirnar, en
ekki að annarri leið.
Hann hafði forystu fyrir flokki
okkar, her okkar og alþýðu lands
okkar um að steypa afturhalds-
stjórnarháttum heimsvalda-
stefnu, lénsskipuiags og skrif-
finnsku-kapitalisma og um að
vinna sigur i nýju lýðræðislegu
byltingunni og um að stofnsetja
Alþýðulýðveldi Kina.
Sigur byltingar kinversku al-
þýðunnar undir forystu Maó for-
manns breytti stöðunni i austur-
löndum og i heiminum og ruddi
nýja braut frelsun kúgaðra þjóða
og kúgaðrar alþýðu.
A timabili sósialisku byltingar-
innar dró Mao formaður saman
jákvæða sem neikvæða reynslu
hinnar alþjóðlegu kommúnisku
hreyfingar, skilgreindi skarplega
afstæður stétta i sósialisku þjóð-
félagi, og i fyrsta sinn i þróunar-
sögu marxismans benti hann
ótvirætt á, að enn eru til staöar
stéttir og stéttarbarátta, eftir að
miklu leyti hefur fram farið
sósialisk umbreyting eignahalds
á framleiðslutækjunum og dró þá
visindalegu ályktun, að borgarar
séu mitt i kommúnistaflokknum.
og setti fram hina miklu kenningu
um viðvarandi byltingu og
markaði meginleiöina fyrir ger-
vallt hið sögulega skeið
sósialimsans. J.J.