Þjóðviljinn - 18.09.1976, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 18.09.1976, Qupperneq 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18. september 1976. Laugardagur 18. september 1976. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 9 Sveinn Adolfsson og Magnús Björgvinsson (Ljósm. —eik) Snorri Jóhannsson, Trausti Þórðarson og Trausti Óskarsson steina niöur um borö i Hagbaröi KE. (Ljósm —eik) Bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar gegn sjómönnum í þeirra augum Sjómennirnir þrir, þeir Trausti Óskarsson, Trausti Þórðarson og Snorri Jóhannsson.voru aö steina niöur netum borö í Hagbaröi þeg- ar okkur Þjóöviljamenn bar aö garði. Það var Trausti Þóröarson, sem haföi orð fyrir þeim félög- um: — Þaðer yfirgegnilegt að setja slik lög san þessi, sagði hann er við spurðum þá félaga um álit á bráðabirgðalögum rikisstjórnar- innar gegn sjómönnum þar sem kaup þeirra og kjör eru bundin með lögum fram til næsta vors. — Lögin eru samin nákvæm- legaeftir þeim samningum, sem sjómenn höfðu fellt tvisvar sinn- um i atkvæðagreiðslu, sagði Trausti ennfremur, og meðan ekkert lá fyrir um verkfall hjá sjómönnum var engin ástæða til að setja slik lög. — Hvert er ykkar álit á sam- tökum sjómanna? — Þetta eru sundurlaus og gjörsamlega ónýt samtök, svar- aði Trausti. — Ónýti þessara samtaka stafar að minu viti hve mest af þvi að samstöðu vantar meö félögum undirmanna og yfir- manna, félögum vélstjóra og ann- arra félagasamtaka, sem sjó- menn hafa komiö sér upp. — Það er yfirgengilegt að setja slik lög sem þessi, sögðu þrir sjómenn um borð i Hagbarði KE, sem iá i höfninni i Njarðvik, en sjómennirnir voru að steina niður net, þvi ætlunin var að fara á netaveiðar i vikulokin. Hagbarður hefur legið við festar i allt sumar eða siðan vetrarvertíð lauk. Hörmung — Það er heil hörmung að hugsa til þessarar lagasetningar, sagði Magnús Ingólfsson, vél- stjdri á Hagbarði, er við spurðum hann eftir hans áliti á bráða- birgða lögunum. — Hverju er um að kenna? — Eindæma samstöðuleysi sjö- manna, svaraði hann. — Þetta samstöðuleysi má reka beint til föðurhúsanna, það er að segja til forystumanna i félagasamtökum sjömanna. Þeir eru alls ekki hlut- verki sinu vaxnir og þvi ekki nándar nærri nógu góðir forystu- menn. Otímabær lög Kristján Ingibergsson, sjómað- ur, skipstjóri og útgerðarmaður Skagarastar KE, sagði aðsetning bráðabirgðalaganna væri meö öllu ótimabær. Hitt hefði veriö spurning hvort þurft hefði að setja slik lög ef útlit hefði verið fyrir stöðvun meðan vetrarver- tiðin stæöi yfir. — Það er helvitis svinari að þurfa að stoppa á meðan vertiöin stendur sem hæst. Miljónum er kastað I súginn, og eftir stoppið i fyrravetur virðist slikt stopp ekki vera sjómönnum til góðs. Þaö er alvarlegur skripaleikur sem leik- inn er I kring um kjaramál sjó- manna, skripaleikur, sem ekki getur haldið áfram. Hvað ótti að gera? — Hvaðátti aö gera? Þaðvarð að gera eitthvað, sagöi Magnús Bjarnason, stýrimaður á Ársæli KE er við spurðum hann sömu spurninga og aðra þá, sem frá er ságt hér aö framan. — Vinnufriður verður aö hald- ast á vetrarvertíðinni. Hvorki ég né aðrir sjómenn hafa efni á þvi að tapa stórfé vegna tilgangs- lausra verkfalla eins og gerðist á siöustu vertið. Astandið i sjómannafélögunum á að minu viti orsakir aö rekja til þess ma. að sjómenn á togurun- um eru innan sömu samtaka og bátasjómenn, en eiga þar alls ekki heima, þvi þeirra hags- munamál fara ekki saman við hagsmunamál bátasjómanna. Svo er einnig hitt, að stjórnendur Magnús Ingólfsson. (Ljósm. —eik) sómannafélaganna hafa sýntsig i þvi að vera ófærir um aö stjórna þeim. Ánægður með V élstjórafélagið Sveinn Adolfsson rær á sama báti og Magnús Bjarnason. Þeir voru að koma af sumarloðnunni og voru að þrifa stiuborðin á dekkinu. Næsta verkefni þeirra félaga er að fara á sildveiðarnar sem hefjast fyrir suðurströndinni seinnipartinn i þessum mánuði. Sveinn sagðist ekki vera á- nægður með bráðabirgðalögin,þó taldi hann fulla ástæðu til að gera eitthvað til þess að koma i veg fyrir að vertiðin eyðilegöist fyrir sjómönnum eins og i fyrra. Taldi hann að tilkoma bráða- birgöalaganna væri sprottin af ónógri samstöðu með sjómönn- um, en tók þó fram, að hann væri ánægður með innlegg Vélstjóra- félags Suðurnesja Hversu mikið? Ekki kemst afsjóaður blaða- maður hjá þvi að spyrja sig, eftir slfk samtöl við starfandi sjó- menn, hversu oft og hversu mikið megi ganga á hlut sjómanna til þess að þeim sé nóg boðið? Ja, hversu oft og hversu mikið? Hve oft hefur ekki verið með lagaboöi tekinn samningsbundinn hlutur af sjómönnum? Hversu oft hefur ekki verið gengið á þeirra hlut af rikisvaldi útgerðar? Hver er meinsemdin? Er hún i sjómannasam tökunum einum? Er hún kannski viðar? Það tjóir ekki fyrir sjómenn að kenna slælegri forystu um allt. Hún er i mörgum tilvikum herfi- leg, rétter það,en hverjum er um að kenna nema sjómönnum sjálf- um? En þar kemur fleira til. Ein- hvernveginn i fjáranum hefur tekist að flækja svo samninga- gerð að samningar eru litt skilj- anlegir nema sérlærðum fræði- mönnum. Einhvern veginn hefur samtökum fiskverkenda tekist að koma fleyg á milli sjómanna og útgerðarmanna, sem vissulega hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta I flestum tilvikum, hags- muna sem lúta að kjörum þeirra sem a sjó vinna. Abendingar. Til hvers i ósköp- unum eru þær, þegar ekki er vilji til þess að fara eftir þeim hjá þeim þó, sem bæði hafa aðstööu og efni til þess að gera það? Staðreyndin virðist þvi miður vera sú, að ekkertannaðen algjör uppstokkun á skipulagi sjó- mannasamtakanna verði aö eiga sérstað,uppstokkuná forystuliði, gjörbylting í allri upplýsingagjöf til sjömanna og næstum i þaö ó- endanlega fleir a og fleira upp tal- ið sem að mætti finna. En hvenær á að gera þetta og hverjir eiga aö gera það? Þetta þarf að gera nú, þvi ef ekki, þá ef til vill aldrei. En þaö þarf að gerast af mönnum sem sjá lengra nefi si'nu, sem vita hvert lokamarkið er, en ekki af tækifærissinnuöum lukkuriddur- um, sem dæmi eru af að reynt hafi en vegna vanvisku mistókst, sem betur fer. Og ekki skal þetta gerast né gert verða af neinum öðrum en sjómönnum sjálfum. —úþ Trausti Þórðarson. (Ljósm. —eik) Kristján Ingibergsson (Ljósm. —eik) Norrœna félagið Gróska í starfi félagsins á þessu sumri Tvœr nýjar félagsdeildir hafa verið stofnaðar Gróska hefur verið i starfsemi Norræna félagsins á þessu sumri. Tvær nýjar félagsdeildir hafa verið stofnaðar önnur á Fá- skrúðsfirði með Birgi Stefánsson skólastjóra sem formann,en hin á Patreksfirði með Sigurð G. Jóns- sonlyfsala sem formann. Þá var blásið nýju lifi i félagsdeildina á Seyðisfirði og tók Bjarni Þor- steinssonútsölustjóri þar við for- mennsku. Þaö einsdæmi gerðistá Patreksfirði að næstum 10% ibúa staðarins sátu stofnfundinn og gerðust félagar i deildinni, en það mun algert norðurlandamet. Þá undirbjó skrifstofa félagsins dvöl 14 islendinga sem dvöldust sem gestir Norræna félagsins i Norrbotten I Sviþjóö við sænsku- nám i Framnaslýðháskóla og við kynnisferðir um norður-Sviþjóð og viðar. Einnig sá skrifstofan um undirbúning fýrir ferð 17 is- lenskra kennara er boðnir voru til náms- og kynnisdvalar i Dan- mörku i þrjár vikur. Auk þessa hafa 5 Islendingar sótt námskeið og ráðstefnur i Sviþjóð á vegum félagsins með styrk frá framiagi sænska rikisins til is- lensk-sænskrar menningarstarf- semi, en sænska og islenska nor- ræna félagið sjá um úthlutun þessa framlags. A næstunni sækja svo 3 Is- lendingar ráöstefnur i Finnlandi og flytja þar erindi um islensk málefni. Framkvæmdastjórafundur norrænu félaganna var hér í Reykjavik i mai og formanna- og framkvæmdastjórafundur i' Fær- Hjálmar ólafsson eyjum i júli. Færeyjaferðir Jýor- ræna félagsins hafa þó ekki verið eins vel sóttar og vonir stóðu til, en þeir sem fóru eru mjög ánægðir með dvölina á eyjunum og alla fyrirgreiösiu þar, og þeir sem tóku á móti islensku gestun- um eru einnig mjög ánægðir með þá sem komu. Samskipti islendinga og fær- eyinga aukast stöðugt. t sumar komst á vinabæjasamband milli Siglufjarðar og Eyðis á Austurey. i þvi tilefni heimsóttu 24 Ibúar á Eiði Siglufjörð og voru gestir Norræna félagsins á Siglufirði ásamt fulltrúa frá skrifstofu Nov- ræna félagsins og fulltrúum frá stjórn Norræna félagsins á Ólafs- firði. Félag járniðnaðarmanna: Stuðningur við starfs- fólk í mjólkurbúðum A fundi I trúnaðarmannaráði Félags járniðnaðarmanna, sem haldinn var i fyrradag, var gerð samþykkt á þessa leið: „Fundur i trúnaðarmannaráði Félags járniðnaðarmanna, hald- inn 16. sept. 1976, lýsir fyllstu samstöðu með A.S.B. í baráttu þess fyrir hagsmunum og rétti félagskvenna, vegna breytinga á lögum um smásölu mjólkur. Trúnaðarmannaráðiö telur að breytingar þær á mjólkursölu- málum, sem fyrirhugaðar eru. eigi ekki að framkvæma með snöggum hætti á fyrirfram tiltek- inni dagsetningu. Eðlilegra og réttara er aðbreytingar varöandi smásölu 1.1 jólkur komi til fram- kvæmda á nokkrum aðlögunar- tima, t.d. 2-3 árum. Jafnframt, að starfstútkur I mjólkurbúðum, sem ekki fá störf viö sitt hæfi, sökum aldurs, fái greiðslur úr viökomandi lifeyrissjóði fyrr en eila, vegna röskunar á atvinnu- háttum þeirra.” NÝ AÐALDEILD HJÁ SAMBANDINU Geir Magnússon nýr framkvœmdastjóri Fyrsta október verður Fjár- máladeild gerð aö einni af aðal- deildum Sambandsins og ráðinn að henni framkvæmdastjóri. Við þvi starfi tekur Geir Magnússon. Hann lauk Samvinnuskólaprófi árið 1961 og hefur siðan unnið hjá Fjármáladeild Sambandsins og þar af sem aðstoðarmaður og fulltrúi aðalféhirðis frá ’67. Frá sama tima lætur Þórhallur Björnsson af starfi sem aðalfé- hiröir Sambandsins. Þórhallur hefur gegnt þvi starfi sl. 9 ár, en áður var hann kaupfélagsstjóri hjá Kf. Noröur-Þingeyinga á Kópaskeri árið 1947 til 66. Þór- hallur tekur við nýju starfi sem fulltrúi forstjóra Sambandsins, og mun hann aðallega hafa með málefni Sambandskaupfélaganna að gera.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.