Þjóðviljinn - 18.09.1976, Síða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18. september 1976.
Skrifiö
eöa
hringið.
Sími: 17500
Eftir þetta þorir eng-
Allir, sem sjá þennan svo-
kallaöa veg, sagöi feröa-
langurinn, ljúka upp einum
munni um að hann sé óaksturs-
hæfurogþaðverður blátt áfram
að vinda bráðan bug áð þvi að
koma i veg fyrir að hann valdi
stórslysum.
inn að skamma
Vegagerðina
Ferðalangur að vestan leit
hér inn á blaðið á mið-
vikudaginn og var ærið argur
yfir þeim vegarkafla, sem
Sverrir Runólfsson stóö fyrir
gerö á, sællar minningar, sam-
kvæmt einhverjum „visinda-
legum” aðferðum að vestan.
Ferðalangur sagðist ein-
dregið leggja það til, að þeir
sem ákveðnast mæltu með þvi,
að Sverri væru fengnir i hendur
ærnir fjármunir til þessarar
sérkennilegu starfsemi, gerðu
sérnúferð þarna uppeftir, litu á
árangur iðju sinnar og prófuðu
að aka eftir „veginum”. Blöð,
útvarp og sjónvarp hefðu verið
notuð til áróðurs fyrir þessu
tiltæki og væri það talandi
vottur þess, hvernig misnota
mætti fjölmiðla. Þá ætti ekki að
nota til þess að telja menn á að
gera vitleysur ogþaðauk heldur
dýra vitleysu.
Segja mætti lika, að með þvi
að egna Sverri til þess að fara i
þessa vegalagningu, svo ger-
samlega misheppnuð sem hún
hefði reynst, væri búið að gera
Vegagerð rikisins að einskonar
heilagri kú, sem náttúrulega
væri nú hæpið. En enginn mundi
nú þora að skamma hana eftir
þetta og kæmi þó fyrir að þess
væri þörf.
Dyrfjöll
— Þetta hefur skrattakorniö
enginn fiskur verið hér i sumar,
sagði Hiimar Einarsson á Sól-
bakka i Bakkafirði eystra i við-
tali við biaðið á miðvikudaginn
var.
— Héðan hafa róið einar 13
trillur i sumar og er það i sjálfu
sér ekki svo litill floti i ekki fjöl-
mennara byggðarlagi, bætti
Hilmar við. Og þetta eru yfir-
leitt heimabátar, þeir munu
allir vera skráðir hér nema
einn. Bátum fjölgar hér með
hverju ári. I vor komu hingað
t.d. þrjár nýjar trillur. Eina
þeirra á raunar maður, sem bú-
settur er i Reykjavik. Eigandi
annarar, og er sá vestfiröingur,
flutti hingað austur.
Tvö ibúöarhús eru nú hér i
smiðum og eru það einstakling-
ar, sem að þeim byggingum
standa, annar ungur maður
héðan úr plássinu. önnur tvö
voru byggð i fyrra.
bó að aflinn hafi verið þetta
tregur i sumar þá hefur atvinna
verið alveg sæmilega góð. Staf-
ar það af þvi hversu það fólk er
tiitölulega fátt, sem vinnu
stundar I landi. Karlmenn eru
flestir á sjónum. Þó mundi
maður nú þiggja, að atvinna
væri ennþá meiri.
Hér er ekki aðstaða fyrir
hendi til frystingar á aflanum.
Hann er mestmegnis saltaður
og svo er dálitið verkað af
skreið.
Héðan voru gerðir út þrir
trillubátar i april og mai i vor.
Þeir öfluðu ágætlega og var hin
besta útkoma á þeirri útgerð.
Fólki fjölgar hér alltaf heldur
en hitt. En það vantar húsnæði.
Eg hygg aö ýmsir vildu dvelja
hér yfir sumarið og gera héðan
út ef hér væri i nokkurt hús að
venda. Það er sjálfsagt sama
hvar menn eru búsettir, alls-
staðar vantar þá eitthvað. Hér á
Bakkafiröi vantar okkur eink-
um þrennt: fleira fólk, fleiri
Skagaströnd (Höfðakaupstaður).
Þurfum umfram
allt betri höfn
Umsjón: Magnús H. Gíslason
báta og betri höfn. Og þótt ég
nefni höfnina siðast þá er hún
undirstaðan. Ef hafnaraðstaða
batnaði svo að unnt yrði að gera
héðan út, með sæmilegu öryggi,
stærri báta þá kæmi hitt á eftir.
Þá múndi bátunum fjölga og
fólkinu einnig. Þvi er bætt hafn-
araöstaða okkar stærsta mál
hér á Bakkafirði. Og við teljum
það enga ósanngirni eða
heimtufrekju þótt við ætlumst
til þess að við þörfum okkar sé
orðið i þessum efnum.
Aðstaða fyrir trillurnar
batnaði mikið við það að komið
var fyrir krana hér á bryggj-
unni. Hann á að geta lyft 5 smá-
lestum og á þvi auðveldan leik
við trillurnar þvi þær eru yfir-
leitt þrjú til f jögur tonn. Aöstaða
stærri báta er hinsvegar erfið
hér við bryggjuna, ef illa viðrar.
Þá verða þeir að láta frá landi.
En ég endurtek það: Bætt
hafnaraðstaða er það sem við
þurfum umfram allt hér á
Bakkafirði.
Allir vita um heyskapartiðina
hér á Austurlandi i sumar.
Menn voru búnir að hiröa fyrir
miðjan ágúst.
Blaðið náði einnig sem
snöggvast tali af sr. Sigmari
Torfasyni á Skeggjastöðum i
Bakkafirði.
— Þó að ég sé orðinn þetta
gamall, sagði sr. Sigmar, 58
ára, þá man ég ekki eftir jafn
góðu sumri og nú. Raunar má
segja það um árið allt. Strax
upp úr áramótum i fyrra var
veðráttan mjög góð og hélst svo
allan veturinn, vorið og sumarið
og nú má einnig fara að segja
haustið, alltaf hefur rikt veður-
bliða. Ég er að visu ekki svo
minnugur að ég muni glöggt ár-
ferði frá minum bernskuárum
enhitt vil ég fullyrða, að ég man
ekki eftir neinu ári jafn góð-
viðrasömu og þessu og nú siöast
i dag hefur verið glaða sólskin
og blæjalogn. — mhg
— Já, ég get gjarnan byrjað
þetta spjall okkar á þvi að segja
þér það, að hér er mikil og
aimenn reiði út i gerðardóms-
lögin, meðai sjómanna. Og svo
þá i framhaidi af þvi, að
togarinn okkar erbúinn að fiska
um 2060 smál. frá áramótum.
Agæt atvinna hefur verið hér i
sumar.
Hugmyndin var, að aöalgatan
hér i' bænum yrði malbikuö i
sumar. baö hefur nú dregist og
er ekki byrjað á þvi ennþá,en ég
held, að i það veröi fariö i næstu
viku. Efnið er fengið frá
Sauðárkróki.
Nokkrar hafnarframkvæmdir
hafa verið hér i sumar.
Dýpkunarskipið Grettir kom og
gróf hér upp úr höfninni, en til
stóð raunar að gera annað og
meira. Meiningin var að ramma
niður 60 metra stálþil. Við það
varð þó aö hætta vegna þess að
það verk var ekki nógu vel
undirbúiö eða það verður maður
að ætla,þvi ástæðan til þess aö
frá þvi var horfið nú var sú, að
klöpp reyndist þar fyrir, sem
setja átti niður stáljxiið.
Vitamálaskrifstofan átti nú að
vera búin að athuga aðstæður
þarna, en henni virðist eitthvað
hafa „feilaö” við þær rann-
sóknir, og þvi varð að fresta
þessu verki til næsta sumars.
Grettir kom þvi ekki að öllú
leyti að þeim notum, sem ætlað
vai;þvi auk þess sem honum var
ætlað að dýpka höfnina hér
framundan, átti hann lika að
dýpka upp með stálþilinu svo að
þar fengist viðlegukantur. Hann
verður nú ekki fyrir hendi i ár,
úr þvi svona fór.
Á vegum rafveitunnar er
verið að vinna að breytingum á
raflögnum i bænum. Aþvi verki
var raunar byrjað á árinu 1970
með þvi að leggja rafmagn i
jörð, en svo hefur ekkert frekar
verið að þvi unnið siðan 1972, að
nú er aftur tekið til þar sem þá
var frá horfið. Talsvert er að
þessu gert nú og þó einkum lögð
áhersla á að koma i jörð linum
við þá götu, sem á að olíu-
malbera. Það er orðin brýn þörf
á að leggja niður þessar loft-
linur hjá okkur og koma raf-
linunum fyrir til frambúðar, þvi
allar likur eru á þvi, að ekki
verði um heitt vatn hjá okkur að
ræða i framtiöinni.
Bátarnir eru nú að fara út á
rækjuna.
Það var gefið leyfi til þess að
veiða á Ingólfsfjarðarmiðum og
það verður ekki byrjað á hinum
hefðbundnu veiðum hér inni I
Flóanum fyrr en i okt. Við
fórum fram á þaö við sjávar-
útvegsráðuneytiö að þessar
veiðar yrðu leyfðar og féllst
ráðuneytið á það.
Fiskifræöingar telja, að Þarna
megi taka 200 þ tonn á ári, en i
fyrra urðu það aöeins 100 tonn,
þannig að þessi mið virðast ekki
vera fullnýtt. Nú er heppilegasti
árstiminn til þess að sækja á
þessi mið, þvi aö það er erfitt.
Veriö er nú að ganga frá smiði
siðasta trébátsins, sem
smiðaður verður i skipa-
smiðastöð Guðmundar
Lárussonar, og er báturinn
seldur til borlákshafnar. Þar
með er verkefni stöðvarinnar
lokið, þvi ákveðið er, aö ekki
verði fleiri trébátar smiðaðir
þar, en óvist er hvað úr plast-
bátasmiðinni verður.
Guðmundur er búinn að basla I
þessum lánamálum a.m.k. i
hálft annað ár. Hann fær loforð
á loforð ofan en annað hefur nú
ekki verið að þessu. Ég skal
ekki um það segja hvort Guð-
mundur gefst upp á þessari bið,
en búast má við að að þvi komi
ef ekki raknar fljótlega úr.
mhg
Bátarnir búast á
Ingó Ifsfjarða rmið