Þjóðviljinn - 18.09.1976, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 18.09.1976, Qupperneq 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18. scptember 1976. OLAFUR KVARAN SKRIFAR UM MYNDLIST SEPTEM Jóhannes Jóhannesson: Eyrarbakkastemma Abstrakt fyrr og nú Á blaðamannafundi vegna sýn- ingarinnar Septem ’76, þá sagöi forsvarsmaður hópsins eitthvað á þá leið, að þegar við vorum ungir þá vorum viö skammaðir og nú skammar unga fólkið okkur. Hann gat þess ennfremur að með sýningunni vildu þeir mótmæla ýmsu þvi sem nú væri að gerast i islenskri myndlist., og varpaði fram spurningunn. hvenær væri þeirra timi. bó hér sé um að ræða nokkuð grófar alhæfingar þá felst engu að siður i þeim viss sann- leikur. En áður en þetta er betur athugað ervert að hafa i huga að allir Septem-listamennirnir hafa fengið i sinn hlut flestar þær viö- urkenningar, sem þjóðfélagið hefur tök á að bjóða og hafa ma. myndað þann kjarna, sem hefur kynnt islenska rnyndlist á opin- berum vettvangi bæði hér og er- lendis og standa þannig öðrum fremur fyrir hugtakið opinber list á lslandi. Þeir eru sannarlega innankerfismenn, svo gripið sé til vinsæls orðalags. Það er út frá þessari ólíku féiagslegri stöðu, sem ma. er áhugavert að bera saman þá gagnrýni sem þessi ab- strakta myndgerð fékk þegar hún kom fyrst fram á Septembersýn- ingunum 1947 og '48 og er beint að henni i dag. Þau tvö meginrök, sem settu svip sinn á umræöuna í lok fimmta áratugarins voru þau að abstraktlistin hefði ekki sam- band við lifið og veruleikann (veruleikinn i myndlist var þá fyrst og fremst landslagsmótiv) og að verk þeirra væru ópersónu- legar eftirlikingar af erlendum listamönnum og þá sér i' lagi Picasso. Þáverandi gagnrýnandi Morg- unblaðsins birti meira að segja myndir af verkum Picasso máli sinu til sönnunar. Hann benti einnig lesendum sinum á að kynna sér bók eftir franskan list- fræðing, sem hefði fullsannað þaö að abstraktlistin væri ekkert ann- aö en svikamylla listaverkasala. En það kom einnig fleira til. Hiö pólitiska andrúmsloft kalda striðsins setti stór spor á viðtök- urnar. 1 augum krossfaranna gegn kommúnismanum var litiö á hvers konar róttækni sem árás á hið borgaralega þjóðfélag og slagorð sem flugu alls staðar i Vestur-Evrópu og Bandarikjun- um voru hér notuð til að rangfæra hina nýju myndgerð. Og frá vinstri örlaði nokkuð á þeirri gagnrýni að abstraktlistin væri hnignunarfyrirbrigði kapitalisks þjóðfélags og svik við alþýðuna. Abstraktlistin lenti þannig i þjóð- félagslegu tómarúmi, þegar hún kom hér fram á árunum kringum 1950. En listamennirnir létu ekki bilbug á sér finna þrátt fyrir þess- ar móttökur og allan sjötta ára- tuginn var abstraktlistin gjör- samlega ráðandi meðal ungra listamanna og það var ekki fyrr en um miðjan sjöunda áratuginn sem fram komu hugmyndir, sem höfnuðu abstraktlistinni sem tjáningarformi og völdu geróllkar aðferðir til að tjá hugmyndalega og tilfinningalega reynslu sina. Hér gefst ekki rúm til að tiunda þær margvislegu tjáningarleiðir sem farnar hafa verið, en nefna I Norrœna húsinu hefur staðið undanfarið sýning Septem- hópsins, en þar sýna 7 listamenn alls 57 verk, hœði málverk og höggmyndir má nokkrar af þeim skoöunum sem þverast hafa gengið á for- sendur abstraktlistarinnar. Hér má tilgreina andstöðu gegn að- greiningu á list með stóru L og annarra afurða, andstöðu gegn aðgreiningu forms og ytra mynd- efnis, andstöðu gegn aðgreiningu skapanda og neytanda, andstööu gegn almennu giidi listaverka óháðu tima og andstöðu gegn að- greiningu ólikra listgreina. Ot frá þessum forsendum ma. hafa komið fram ný tjáningarform svo og sem eldri aðferðir hafa verið teknar fram og virkjaðar á nyjan máta. Spurningin um hlutverk listarinnar i þjóðfélaginu hefur einnig verið brennandi og er um margt nátengd þeirri pólitisku róttækni, sem hefur vaxið fram um alla Vestur-Evrópu frá þvi um miðjan sjöúnda áratuginn. Listamenn spurðu sig gjarna, hvers vegna erum við að búa til myndir og hvernig af hverjum eru þær notaðar? 1 andófi gegn rikjandi þjóðfélagsgerð, skil- greindu margir hópar listamanna viða um heim verk sin sem póli- tiskt vopn i baráttunni fyrir betra og mannúðlegra samfélagi, og er það ef til vill sú myndgerð sem þverast gengur á forsendur ab- straktlistarinnar. Þessi mynd- gerð hefur gjama verið kölluð „pólitisk list”, sem er þó að mati sumra marxista óréttmæt að- greining þar sem öll list er að þeirra mati pólistisk, þó svo að hún hafi ekki skilgreint pólitiskt Sigurjón Ólafsson: Dýrlingur markmið. Samkvæmt þessari skoðun er sálistamaðursem álitur sig ópolitiskan og er fyrst og fremst að skapa listaverk og ekk- ert annað aö blekkja sjálfan sig og þar eð hann gagnrýnir ekki rikjandi ástand er það sama sem hollustuyfirlýsing frá hans hendi. Samkvæmt þessu verður listin i borgaralegu þjóðfélagi einskonar ópium fyrir fóikið og listaverka- salarnir haia gjarna verið lagðir að jöfnu við seljendur eiturlyfja og sist hættuminni. Þetta viðhorf verður ekki frekar tiundað hér en minna má á að sjálfur Karl Marx sökkti sér niður i hinn rómantiska heim Walter Scotts eftir erfiðan vinnudag á British Museum, þar sem hann samdi sitt stóra verk, og haföi af þvi mikla ánægju og gaman. Þessi „pólitiska skoðun”, og önnur viðhorf sem hafa það sameiginlegt að hafna abstrakt- listinni og hugmyndakerfi hennar sýna einungis að nýtt tjáningar- form er samtvinnuð niðurstaða af tilfinningalegri og hugmynda- legrireynslu i senn af þjóðféiags- veruleikanum og þeirri mynd- hefð sem fyrir er. Að gera ráð fyrir þvi að einhver einn tjáning- armáti geti orðið algildur eöa ein- hver „heilög kýr”, gerir i raun ráð fyrir fullkomlegri félagslegri og hugmyndalegri stöðnun. Ab- straktlistin hafði hér á sjötta og langt inn á sjöunda áratuginn hugmyndalega forystu og for- ræði, en i dag er hún ein tjáning- arleið af mörgum. Sameiginleg grundvallaratriði Enda þótt þeir listamenn sem hér sýna séu um flest ólikir inn- byrðis, þá má finna ákveðinn samnefnara i vinnubrögðunum. Þau Guðmunda Andrésdóttir, Þorvaldur Skúlason, Jóhannes Jóhannesson og Karl Kvaran hafa þaö sameiginlegt að form- gerð þeirra er hreinsuð af öllu til- viljunarkenndu. hvert handtak er yfirvegaö og meðvitað, hvert íörrn hefur sina skýru stöðu og eru vel aðgreind sin á milli. Hvers konar efnisverkun litanna og gróf pensilskrift er hér bannlýst, en liturinn lagður á heill og sléttur. Þessi grundvallaratriði i vinnu- máta þeirra eiga sér öðru fremur rætur i þvi geómetriska mál- verki, sem allir þessir listamenn lögðu að meira eða minna leyti fyrir sig á sjötta áratugnum, sem einkenndist af samhljómi geó- metriskra flata strangt afmörk- uðum sin á milli. Þótt þessi vinnuaðferð sé sameiginleg þá virkjar hver listamður hana á sinn hátt og leggur áherslu á ólika þætti. 1 verkum Þorvalds Skúla- sonar hefur á siðustu misserum einkum gætt margvislegra bog- forma, sem hann hefur dregið þvert yfir myndflötinn með mis- jafnlega miklum hraða, ýmist látið þau fylgja fletinum eöa stefnt þeim inn i myndrýmið. I þeim verkum hefur gjarna verið snöggur harður hrynjandi, en I þeim verkum sem hér má skoða sem framhald af þessari form- gerð hefur hún öll mýkstog form- in s vifa nú í senn mjúklega og án innbyrðis árekstra. Sem tilbrigði viðþettamá skoða eitt verkhans „Brún blæbrigði”, þar sem svifa þardar viðkvæmar linur á fin- gerðum og blæbrigðarikum grunni. I annan stað eru hér verk eftir Þorvald, sem i rikara mæli ein- kennast af heilum mjúkum flöt- um, með lóðréttri aðalhreyfingu ráðandi og á hnitmiðun i rýmis- gildi litannabyggja þau tvöverk, sem eru sterkasta framlag hans hér á sýningunni, „Grænt form” og „Hækkandi sól”. Hringform hafa um langt skeið veriö stór þáttur i verkum Guð- mundu Andrésdóttur, sem hún áður tefldi saman laustengdum yfirmyndflötinn. 1 verkum sinum nú hefur hún dregiö upp einn hringá miðjum fletinum og innan Kristján Daviðsson: Táningar

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.