Þjóðviljinn - 18.09.1976, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 18.09.1976, Qupperneq 13
Laugardagur 18. september 1976. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 hringformsins verður hiö eigin- lega athafnasvið eða kraftsvið myndanna. t þessu kraftsviði bregður hún á margvislegt form- rænt samspil, gjarnan á rýmis- skapandi bláum grunni. Hér skiptast á samfellur mjúkra bylgjuforma, tóðrétt form, eða formin vaxa mjúklega inn aö sameiginlegri miðju. Myndir hennar eru annars mjög svo tvi- skiptar formrænt, annars vegar hin kraftmikla miðja og hins veg- ar umlykjandi heill flötur og þvi er ekki aö neita að oft skortir á að liturinn fái hljóm og heild. Verk Karls Kvaran á siðustu einkasýningu hans i Norræna- húsinu 1974 einkenndust öðru fremur af kraftmikilli samtvinn- un brotinna bogforma, sem ófust sundur og saman yfir allan myndflötinn. 1 verkinu „Tónar”, sem hér er má sjá framhald af þessari formgerð, þar sem engin ákveðin miðja eða öxull er til staðarheldur einkennist verkið af mjúkum hrynjanda brotinna bog- forma yfir allan flötinn án upp- hafs eða endis. í nýjustu verkum hans hér hefur þessi formgerð vikið til hliðar en þess f stað hefur hvert einstakt form breitt úr sér, innbyrðis árekstrum er haldið i skefjum og liturinn hefur fengið aukna stærð. Þessi aukna áhersla á litinn felur i sér að linan ber uppi ákveðið og mikilvægt lita- gildi og hann er siður áhersluauki kraftmikillar teikningar. Þetta má glöggt sjá i verki hans „Svört h'na”, sem er eitt athyglisverð- asta verk hans hér, þar sem heilir fletir vaxa út yfir allan mynd- flötinn. Þessi mynd hefur einnig til að bera mikla áherslu á mynd- flötinn þar eð viðleitni höfundar er að stilla þeim saman i hnitmið- aða heild, en forðast er að skapa flókið eða rúmt myndrými. I sumum verkum Jóhannesar Jóhannessonar má sjá andstæð- una við þessa afstöðu milli rúms og flatar. I verkinu „Dans skugg- anna” t.d. vefur hann þétt saman vel aðgreind form, og með mark- vissum yfirskurði og rýmisgildi litanna, skaparhann flókið form- rænt völundarhús. Annars skipt- ast verk hans nokkuð i tvö horn, eru annars vegar verk sem eru hneppt i agaða gómetriska grind og hins vegar verk þar sem hann hefur losað nokkuð um og lifræn form taka yfirhöndina er gjarna liggja á mörkum þess að um- breytast i þekkjanleg form úr náttúrunni. 1 verkum eins og „Eyrarbakkastemma”, fram- kallar hann formræna spennu milli geómetriskar ögunar og klasa af lifrænum formum, sem hann hneppir i samræmda litaheild, og liturinn er stilltur af i ólikum blæbrigðum. Hér bregður fyrir fuglum ogöðrum formum úr náttúrunni, sem þó verður aldrei ákveðið myndefni, sem hægt er að staðfæra heldur samþjöppuð minning um náttúruupplifun, þar sem lífræn form, fuglsform, og brot af birtu eru ofin saman i hnitmiðaða heild. Tilfinriingarik vinnubrögð Kristján Daviðsson hefúr ávallt verið hinn kraftmikli expression- isti i islenskri abstraktlist og eru vinnubrögð hans um flest ólik þeim sem einkenna verk þeirra listamanna sem getiðhefur verið um hér að framan. I stað sléttra og velaðgreindra forma félaga hansþá einkennistformgerð hans af hrárri pensilskrift, Er hún i senn kraftmikil og ofsafengin, eins og i verkinu „Vot lending”, þar sem tjáningarmáti hans nýt- ur sin á áhrifamikinn hátt. t ann- an stað eru hér verk þar sem greina má grannar figúrur eða uppröðun andlitssvipa i hvatlegri pensilskriftinni og samlifi dökkra og glóandi lita, þar sem næmt litaskyn og vandaö handbragð höfundar nýtur sin vel. Verk Kristjáns eru tvimælalaust þau sterkustu sem komið hafa frá hans hendi um langt árabil. Kapituli Valtýs Verk Valtýs Péturssonar hér á sýningunni hafa mikla sérstöðu bæði hvaö snertir hugmyndaleg- an grundvöll og listræn gæði. Val- týr gengur ávaUt út frá ákveðnu myndefni sem er þá gjarnan upp- stillingar, blóm i vasa eða lands- lag, en Valtýr viðraði fyrst verk i þessa veru i sýningarsalnum Loftinu á sl. vetri. Hér á sýningunni reynir hann aö færa myndefni sin i þá form- gerð, sem hann hefur ástundað i abstraktverkum sinum á undan- förnum árum. Einkennist hún af heilum, snögglega dregnum lita- flekkjum. En útkoman verður aldrei sú að honum takist að sam- eina það besta úr fyrri verkum sinum og hin nýju myndefni. Lit- urinn erður aldrei lifandi eða virkur heldur einungis skrautlegt punt, án merkingar eða hlut- verks. Stilsögulega eru verk hans hvimleið útþynning á ýmsum þekktum expressionistum á fyrri hluta þessarar aldar. Unnið i tré Sigurjón Ólafsson sýnir verk unnin i tré einungis. Hér eru verk, þar sem hann lætur hið uppruna- lega efniog form njóta sin I rikum mæii eins og I myndinni ,,Dýr- lingur”, þar sem hann gæðir verkið frumstæðum kynngikrafti með smá ígripi. Myndir sem höfða til listar frumstæðra þjóða eru siður en svo nokkur nýlunda i list Sigurjóns, þar eö það var hon- um m.a. mjög hugleikið efni á fimmta áratugnum. í annan stað eru hér verk sem eru meira unnin.þar fellir hann saman rétthyrndar furuplötur og umbreytir massa þeirra með margvislegum útskurði. t þessa veru má nefna verkið „Hring- ekja”, sem fær sinýjan svip, eftir þvi sem áhorfandinn velur sér nýtt sjónarhorn, og er i heild sinni magnað og kraftmikið verk. Gildi sýningarinnar Gildi slikrar samsýningar sem Septem er margvislegt. Með þessu sýningarformi gefst al- menningi kostur á aö skoöa verk listamanna mun tiöar en ella þar eð of t liða fjögur til fimm ár milli einkasýninga einstakra lista- manna. Við þetta bætist, ef sam- sýningaraf þessu tagi hafa nokk- uð fastan hugmyndagrundvöll eins og Septem, þá er fróðlegt og ánægjulegt að geta dregið saman verk á einn stað til yfirlits og samanburðar. Slikt yfirlit er tvi- mælalaust hægt að fá nú i Nor- ræna húsinu, þar eð meðal sýn- enda eru tvimælalaust nokkrir af sterkustu fulltrúum abstraktlist- arinnar hér á landi. Pólski utanríkis- ráðherrann í heimsókn Utanríkisráðherra Pól- landS/ Stefan Olszowski, kemur í opinbera heim- sókn til (slands á mánu- daginn og dvelst hér til miðvikudags. Olszowski er 45 ára gamall og hefur gegnt embætti utanrikis- ráðherra siðan 1971, og kom inn i Sejm, pólska þingið, árið 1969. Hann hefur átt sæti i fram- kvæmdastjórn pólska kommún- istaflokksins frá 1970, og átti, áöur sæti i miöstjórn frá 64 og var ritari hennar á árunum 68-70. Að- ur gegndi hann trúnaðarstörfum fyrir stúdentasamtök Póllands og var yfirmaöur upplýsingaskrif- stofu flokksins. Olszowski lagði stund á pólsku i háskóla og lauk prófi i þeirri grein i háskólanum i Lodz. Hann heldur blaðamannafund á Hótel Sögu á miðvikudaginn. b PÖSTSENDUM TROLOFUNARHRINGA ^3Iol)<inncs TLnfsson lí.<uin,iurQi 30 J&nm 10 209 ______________________ 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barn- anna kl. 8.45: Sigurður Gunnarsson heldur áfram sögu sinni „Frændi segir frá” (16). óskalög sjúklinga kl. 10.25: Kristin Svein- björnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 (Jt og suður. Ásta R. Jóhannesdóttir og Hjalti Jón Sveinsson sjá um sið- degisþátt með blönduöu efni. (16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir). 17.30 Söngvar i léttum dúr. 17.30 Ferðaþættir eftir Bjarna Sæmundsson fiskifræðing. Óskar Ingimarsson les úr bókinni „Um láð og lög” (6). 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Noregsspjall. Ingólfur Margeirsson fjallar um visnasöngvarann Lillebjörn Nilsen. 20.10 óperutónlist: Þættir úr „La Traviata” eftir VerdL Victoria de los Angeles, Santa Chissare, Carlo de Monte o.fl. syngja með kór og hljómsveit Rómaróper- unnar; Tullio Serafin stj. 20.45 Vetur I vændum. Bessi Jóhannsdóttirstjórnar þætti með viðtölum við menn um félagsstörf i tómstundum. 21.25 Létt tónlist frá Nýja-Sjá- landLFrank Gibson-sextett- inn leikur djasslög. 21.45 „Gestir”, smásaga eftir Valdisi óskarsdóttur. Gisli Halldórsson leikari les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög, 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. 18.00 tþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. Hlé 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Maöur til taks Breskur gamanmyndaflokkur. Geymt, en ekki gleymtÞýð- andi Stefán Jökulsson. 21.00 Skemmtiþáttur Paul Si- mons Söngvarinn og laga- smiðurinn Paul Simon syngur mörg vinsælustu lög sin, bæði gömul og ný, og enn fremur tekur hann lagið með félaga sinum, Art Gar- funkel. Þýðandi Jón Skapta- son. 21.50 Eins konar ást(A Kind of Loving) Bresk biómynd frá árinu 1962. Leikstjóri John Schlesinger. Aöalhlutverk Alan Bates og June Ritchie. Vic Brown er teiknari hjá stóru fyrirtæki. Hann verð- ur ástfanginn af Ingrid, sem starfar á sama staö. Vic langar að feröast og breyta til, en þegar Ingrid verður þunguð, giftast þau og hefja búskap heima hjá móður hennar. Þýðandi Jón O. Ed- wald. 23.40 Dagskrárlok / Ht' /,io ‘j ORMARNIR r Iðnnemasamband Islands: Sporna ber við einrœðishneigðinni Formannafundur aðildarfélaga Iönnemasambands tslands, sem haldinn var 11/9 1976 á Selfossi ályktaöi eftirfarandi: Fundurinn mótmælir harðlega þeirri sviviröu, sem rikisstjórnin sýndi sjómönnum með laga- setningu um kjör þeirra, þar sem sjómenn eru sviptir þeim grund- vallarrétti að semja um kjör sin. Formannafundurinn fordæmir það mikla gerræöi sem felst i nýja vinnulagafrumvarpinu, sem hin tveggja ára rikisstjórn Islands hefur áætlað aö leggja fram þeg- ar þing kemur næst saman. Nái þetta frumvarp fram aö ganga, felur það i sér stórlegan niður- skurö á samnings- og verkfalls- rétti vinnandi verkalýðs i kjara- deilum. Enn fremur lýsir fundurinn furðu sinni á forystu ASl og verkalýðsfélögunum aö mótmæla ekki þessari stórvægilegu kjara- skerðingu, sem rikisstjórnin ætlar að koma á með þessu móti. Fundurinn skorar á ASI að gera nú gangskör i þvi að spyrna gegn frumvarpinu, sem minnir óneit- anlega á vinnubrögð i einræöis- rikjum. Fundurinn telur, að i frumvarpi þessu og bráðabirgðalögunum á sjómenn, komi best i ljós hugur stjórnvalda til hins vinnandi manns.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.