Þjóðviljinn - 19.10.1976, Side 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 19. október 1976
Valtingojer sýnir í
Stúdentakjallara
Sýning Rikharðar Jóhannsson-
ar Valtingojer á teikningum og
grafik i Stúdentakjallaranum við
Hringbraut, sem var lokuð i
nokkra daga vegna umsvifa um-
bótasinna i húsnæðinu, hefur nú
verið opnuð aftur.
Fyrir utan hina andlegu hress-
ingu sem af myndunum hlýst er
önnur hressing jafnframt á boð-
stólunum,-kaffi, brauð o.s.f.v.
Sýning Rikharðar hefur fengið
góða dóma og er örfandi sprauta i
lifæð allra hugsandi manna eins
og segir i fréttatilkynningu.
Sýningin er opin:
Mánud.-Finntud. 10.30—22.30
Föstudaga 10.30—20.00
Laugard.-Sunnud. 14.00—23.30
Sinfóniuhljómsveit íslands
Tónleikar
i Háskólabiói fimmtudaginn 21. október
kl. 20.30.
Stjórnandi PAUL DOUGLAS FREEMAN
Einleikari BARBARA NISSMAN
Efnisskrá: Ulysses Kay — Ouverture to Theatre Set.
Ilachmaninoff — Pianókonsert nr. 3.
Tsjaikovsky — Finfónia nr. 4.
Aðgöngumiðar i Bókabúð Lárusar Blöndal, Skólavörðu-
stig 2 og Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Austur-
stræti 18.
Kornvörur í urvali
Hýðishrísgrjón: .............................140kr./kg.
Bankabygg: ..................................100-------
Hveitikorn:..................................100— —
Sagógrjón: ..................................150— —
Sigtimjöl: .................................. 90— —
Heilhveiti:...................................105— —
Lffræntræktaðar sojabaunir og aðrar baunir íUrvali. Afar
lágt verð.
Fjölbreyttasta hunangsúrval I bænum. Yfir 20 teg. Verö
frá 395 kr.
Ennfremur molasses:..........................205 kr.
og hunang og malt:...........................325 —
Griskar kúrenur..........................380 kr./kg.
Hnetusmjör framleitt úr jarðhnetum möluðum f stein
kvörnum. Verð: 915 kr.
Okkar fræga morgunverðarblanda (blönduð úr lfrænt
ræktuðum kornflögum, hnetum.rúsinum o.fl.) fæst nú aft-
ur
KORNMARKAÐURINN
Skólavörðustfg 21 A.
30. þing BSRB
Launakjörum verði lyjt
af láglaunastíginu
Á 30. þingi Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja,
sem haldið var í Reykjavík
í siðustu viku, voru gerðar
allmargar ályktanir um
nokkra málaflokka. Veiga-
mesti hluti samþykktanna
lýtur að kjara- og efna-
hagsmálum. Þjóðviljinn
birtir hér á síðunni helstu
kjaramálaályktanir þings-
ins.
Tillögur starfskjaranefnd-
ar um kjaramál.
1. Brýnustu verkefni
30. þing BSRB samþykkir að
aðalkjarasamningi bandalagsins
og bæjarstarfsmannafélaga inn-
an þess veröi sagt upp fyrir 1.
april 1977. Stefnt verði að nýjum
samningi 1. júli 1977 eins og lög og
reglugerð heimila.
Forgangsverkefni við gerð nýs
samnings telur þingið vera þessi:
'1. Bætt verði að fullu kjaraskerð-
ing undanfarinna ára og tryggöur
kaupmáttur, sem sé hvergi lakari
en skv. kjarasamningi BSRB i
desember 1973 i endanlegri mynd
hans.
2. Samið verði um verulegar
kjara- og launabætur, sem lyfti
launakjörum upp af núverandi
láglaunastigi.
3. Full verðtrygging verði tekin
upp á laun samkvæmt óskertri
framfærsluvisitölu.
4. Leiðrétt verði launamisræmi,
sem orsakast af þvi að opinberir
aðilar neita starfshópum innan
BSRB um sambærileg kjör og
rikið semur um við hliðstæða
starfshópa utan samtaka opin-
berra starfsmanna.
II. Þróun kjaramála
Launakjör islenskrar alþýðu
eru nú orðin ein hin allra lægstu i
Vestur-Evrópu. Jafnframt hefur
launamismunur og margháttað
misræmi i launamálum stórlega
aukist.
Hér á landi hefur geisað óða-
verðbólga og frá þvi að umsamin
visitöluhækkun á laun var siðast
greidd (1. mars ’74) og til 1. ágúst
1976 hefur framfærsluvisitalan
hækkað um 150% og kaupgjalds-
visitalan, sem um var samið,
hefði liklega hækkað um 130%.
Launastigi opinberra starfs-
manna hefur á sama tima ein-
ungis hækkað um 40-70%.
Þróun kjaramála hefur þannig
verið opinberum starfsmönnum
sérstaklega óhagstæð undanfarin
ár. Réttindaleysi samtakanna og
félaganna veldurþar mestu, enda
hefur verulegur hluti baráttunnar
beinst að þvi að knýja fram
breytingar á samningsrétti. t þvi
efni vegur þyngst afnám gerðar-
dóms aðalkjarasamnings og tak-
markaður verkfallsréttur.
Þingið telur það brýnasta verk-
efni samtakanna á næstunni að
hefja markvissa baráttu gegn
þessari óheillaþróun. t þvl sam-
bandi felur þingið forystu sam-
takanna aö leita samstarfs við Al-
þýðusamband tslands og önnur
heildarsamtök launafólks um
samræmdar aðgerðir i kjaramál-
um.
Til áréttingar framansögðu
skulu rifjuð upp nokkur meginat-
riði i þróun kjaramála BSRB sfð-
ustu árin.
1. t kjarasamningum i des. 1970
tókst i veigamiklum atriöum að
samræma laun opinberra starfs-
manna launum annarra starfs-
stétta.
2. Á árunum 1972-73 synjaði rikið
opinberum starfsmönnum um
14% launahækkun til samræmis
við launahækkanir á aimennum
vinnumarkaði. Kjaradómur
dæmdi siðar opinberum starfs-
mönnum tilboð sitt, þ.e. 7% á-
fangahækkunin frá 1. mars 1973.
3. t aðalkjarasamningi BSRB i
des. 1973 var fylgt þeirri megin-
stefnu siöasta bandalagsþings að
semja um mesta hækkun launa-
stigans fyrir lægstu launaflokk-
ana. Þetta leiddi til þess, að litil
launahækkun kom á hæstu launin
og var það i fullu samræmi við yf-
irlýsta láglaunastefnu verkalýðs-
félaganna svo og válegar horfur i
efnahagsmálum.
4. Þegar lokið var sérsamningum
verkalýðsfélaga á almennum
vinnumarkaði i ársbyrjun 1974,
kom i ljós að heildarlaunahækkun
þeirra var yfirleitt 7-20% meiri en
I fyrrgreindum kjarasamningum
BSRB og einstaka starfshópa
mun hærri. Til aö reyna að mæta
þessu sömdu félög opinberra
starfsmanna i sérsamningum
sinum, i mai og júni 1974, um
hækkun flestra starfsheita um 2-3
launaflokka (7-10%). Brýn þörf
leiðréttinga f röðum ýmissa
starfsheita varð þannig að sitja á
hakanum og þvi óx misræmi
launakjara fjölmargra opinberra
starfsmanna á við sambærilega
starfshópa.
5. Eftir afnám visitölubóta, frá 1.
júni 1974, fengu launþegar fyrst
lögbundnar launajöfnunarbætur
og siðan tvær áfangalagfæringar
á árinu 1975. Hlutur opinberra
starfsmanna mun á þessum tima
hafa versnað heldur meir en
flestra annarra.
6. í aðalkjarasamningi BSRB og
fjármálaráðherra frá 1. april s.l.
fékkst ekki nein sú grundvallar-
breyting á launastiganum, sem
rétt gæti skertan hlut opinberra
starfsmanna, heldur einungis
sama prósentuhækkun og flest
verkalýðsfélög sömdu um i lok
febrúarverkfallanna. Hins vegar
var samið um, að gildistimi nýja
aðikjarasamningsins yrði aðeins
eitt ár, og við gerð næsta samn-
ings gilti verkfallsréttur.
7. Sérsamningar allra rikis-
starfsmannafélaga að einu und-
anskildu komu til kasta gerða-
dóms, sem kvað upp úrskurð i júli
s.l. Meðallaunahækkanir banda-
lagsfélaganna i sérkjarasamn-
ingunum, sem gilda til 1. júli ’77,
munu hafa orðið um 1,8-4%.
Meðferð og afgreiðsla samn-
inganefndar rikisins og Kjara-
nefndar á málinu var mjög ábóta-
vant og sáralitið tillit tekið til fyr-
irliggjandi upplýsinga um launa-
kjör sambærilegra starfshópa á
almennum vinnumarkaði.
III Um kjarasamninga
BSRB á næsta ári
Við kröfugerð verði tekið mið af
meginkröfum BSRB i ágúst 1975.
Þingið minnir sérstaklega á eftir-
talin atriði:
1. Sett verði tryggileg ákvæði i
heildarkjarasamninginn um rétt
BSRB til uppsagnar og verkfalls-
heimildar á samningstimabilinu,
ef veigamiklum forsendum hans
yrði breytt og kaupmætti umsam-
inna launa raskað.
2. Byrjunarlaun verði hækkuð.
Aldurshækkanir ásamt bili milli
launaflokka alls staðar sett jafnt
að krónutölu.
3. Staðfest verði 5 daga vinnu-
vika og dagvinna á timabilinu kl.
08-17 frá mánudegi til föstudags.
4. Vikulegur vinnutimi vakta-
vinnufólks verði skemmri en dag-
vinnumanna og núverandi reglur
samræmdar. Vinnuskylda geti
styttst i áföngum eftir 55 ára ald-
ur, sé þess óskað af hálfu starfs-
manns.
5. Starfsmanni skal heimilt að
halda störfum að hluta eftir til-
skilin aldursmörk.
6. Greiða skal álag á áhættu-
sama, óþriflega og óholla vinnu.
7. Bætt verði kjara- og félagsleg
aðstaða þeirra, er verða að vinna
fjarri heimilum sinum.
8. Laugardagar teljist ekki til or-
lofsdaga og orlofslenging fáist
fyrr en nú er. Lágmarkstrygging
orlofsframlags hækki verulega og
fylgi almennum launahækkunum.
Orlof lengist oftar miðaö við
starfsaldur.
9. Yfirvinnutimakaup hækki i
100% miöað viö dagvinnu og
vaktaálag hækki frá þvi sem nú
er.
10. Mötuneyti verði tekin upp á
vinnustöðum, en þar sem því
verður ekki við komið greiðist
fæðispeningar.
11. Opinberum starfsmönnum
verði tryggð endurhæfing og
starfsmenntun og skal námstimi
teljast til vinnutima.
12. 1 heildarkjarasamning verði
tekin upp kjaraatriði úr sérsamn-
Framhald á bls. 14.