Þjóðviljinn - 29.10.1976, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.10.1976, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÖDVILJINN Föstudagur 29. október 1976 Skrifiö eöa hringið. Sími: 17500 Þurfum að hafa togarann — Við erum nú búnir aö taka I notkun sundlaugina, sem hér hefur veriö í byggingu að undanförnu, sagöi Siguröur Lárusson í Grundarfiröi viö blaðiö á dögunum. Búið er aö reka niður 50 m stálþii viö nýja hafnargaröinn og nú er bara beðiö eftir dælu- skipi til þess að dæla upp úr höfninni og dýpka hana. Sjósókn Héöan róa nú 10 bátar. Af þeim eru þrir gerðir út út á linu og hefur það ekki gerstlengi, i mesta lagi hefur einn bátur róið með linu. Hinir bátarnir eru með troll. Hækjuveiðin liggur alveg niðri nú. Hún er ekki stunduð hér á þessum árstima. Verður sennilega ekki leyfð fyrr en i nóv.-des., jafnvel ekki fyrr en eftir áramót. Sennilega fer það eftir þvi, hvað mikið er hér af smá-ýsu. Bátarnir hafa aflað alveg sæmilega og fiskvinnslu- stöðvarnar hafa yfirdrifið hrá- efni. Togarinn hefur einnig aflað allvel. Hann er búinn að landa hérna þrisvar siðan hann kom úr rannsóknunum og er i fjórða túrnum núna. Hann var annars i þjónustu Hafrannsóknar- stofnunarinnar i 2 mánuði i sumar og kom ekki úr þeirri vist fyrr en i ágústlok. Það mátti nú ekki tæpara standa meö hrá- efnið á meðan togarinn var að heiman. Það var að visu ekki atvinnuleysi en hinsvegar svona alveg á mörkunum og yfirleitt ekki nema 8 tima vinna. Annars ætti sá veiðifloti, sem hér er, alveg að geta annað hráefnis- öflun fyrir fiskvinnslustöðvarn- ar ef sæmilegt fiskiri er á annað borð. En það er náttúrlega slæmt ef togarans nýtur ekki við og við verðum einvörðungu aö treysta á bátana. En við það er ekki gott að ráða. Þetta eru ein- staklingar, sem eiga togarann og eru ekkert bundnir fisk- vinnslufyrirtækjunum og geta þvi farið sina leið, ef þeim býður svo við að horfa. Það kom lika i ljós i sumar, þá höfðu þeir meira upp úr leigunni og tóku þann kostinn. Byggingar Hér gætir nokkurs húsnæðis- skorts þótt alltaf sé eitthvað byggt og byggingafram- kvæmdum miöar vel áfram i svona góðu tiðarfari. Hrepps- nefndin samþykkti að hefja smiði á átta leiguibúðum, ef lánafyrirgreiðsla fengist, en það hefur nú ekki orðið ennþá. Við höfum engar leiguibúðir byggt hér nema ef af þvi verður þá núna. Þau ibúðarhús, sem hér hafa risið, eru byggð af einstak- lingum. Hér er i byggingu saltfisk- verkunarstöð og er það fjórða fiskvinnslufyrirtækið, sem hér ris. Atvinnuástand Atvinna er hér næg, siðan togarinn fór aftur að landa. Vantar frekar fólk en hitt, einkum þó kvenfólk i fisk- iðnaðinn. Aðkomufólk er hér ekki margt en þó eru hér sex stúlkur, sem varla verða taldar úr næsta nágrenni, þvi þær eru frá Astraliu. Eru þær búnar að dvelja hér i ár. Fóru að visu i sumarfri til Evrópulanda en eru nú komnar á ný svo að ekki verður annað séð, en að þeim liki hér lifið bærilega. Eru þessar stúlkur alveg afbragðs vinnukraftur Fólki fjölgar hér alltaf heldur. 1 þorpinu eru 720-730 manns og i sveitinni rúmlega 100. Þar hefur ibúatalan haldist nokkuö i horfi undanfarið. Sveitamenn sækja dálitið vinnu hingað i þorpið. Það eru til dæmis átta bændur, sem hafa alveg séð um löndun úr togaranum. Aðrir hafa ekki snert á þvi siðan togarinn kom. Vilmundur með fund Vilmundur Gylfason hélt hér fund nýlega. Það var bara hressilegur fundur þótt ekki væri hann fjölsóttur. Hann var að þvi spurður, hvort hann væri væntanlegur frambjóðandi fyrir Alþýðuflokkinn hér i kjör- dæminu. Jú, hann sagði að svo gæti farið, en ekkert væri þó ákveðið um það ennþá. Hann mundi fara i framboð ef hann væri endanlega beðinn þess. —mhg Vlk i Mýrdal Hvað eiga bœndur að fá fyrir kjötið? Þegar verð til bænda er ákveðið, þá er reynt að taka fullt tillit til vinnslu- og dreif ingarkostnaðar. Því miður hefur það all- oft komið fyrir á síðustu verðbólguárum, að þeir kostnaðarliðir hafa farið ‘nokkuð fram úr áætlun. - Þá bitnar það á framleið- endum, í lægra útborgunarverði. AAiðað við síðasta verðlags- grundvöll eiga fram- leiðendur að fá kr. 8.188,35 fyrir dilk með 15 kg fallþunga og skiptist upphæðin þannig: 15kg.d.kj. ákr. 473,98 = 7.109,70 3 kg gæra á kr. 192,55 = 577,65 1 stk. slát-á kr. 501,00 = 501,00 Samtals kr. 8.188,35 Aður en bóndanum er greitt fyrir lambið þá dragast frá þessari upphæð lögboðin gjöld til Búnaðarmálasjóðs og Stofn- lánadeildar, samtals kr. 143,29. Samkvæmt þessu ætti 15 kg. skrokkur að kosta út úr verslun kr. 11.490,00 en þar sem rikis- sjóður leggur til með kjötinu kr. 1.830,00 þá kemur i hlut neytandans að greiða kr. 9.660,00. Úr fréttabréfi frá Upplýsinga- þjónustu landbúnaðarins. Nýtt skólahús í Vík Hinn 9. okt. s.l. fór fram vígsla nýs húss yfir barna- og gagnfræöaskólann i Vlk i Mýrdal. Séra Ingimar Ingimarsson setti vigslu- hátíðina, formaöur skóla- nefndar, Magnús Þóröarson, rakti byggingarsögu skóia- hússins, ávörp fluttu Vilhjálmur Hjáimarsson, menntamála- ráðherra, séra Ingimar Ingi- marsson oddviti og fleiri. Kirkjukór Vikurkirkju söng undir stjórn Sigriöar Ólafs- dóttur. Skólastjórinn, Jón Ingi Einarsson, setti skólann og veitingar fóru fram I félags- heimilinu Leikskálum, I boöi hreppsnefndarinnar. Skólanum bárust góðar og verðmætar gjafir. Benedikt Gunnarsson, listmálari, afhenti Hvammshreppi að gjöf vegg- skreytingu i setustofu skólans og er það minningargjöf um Öskar Jónsson, fyrrverandi alþingismann i Vik. Frú Sigriður Karlsdóttir, formaður Kvenfélags Hvammshrepps færði skólanum að gjöf, fyrir hönd kvenfélagsins, fjögur hnattlikön, til notkunar við kennslu. Aðdragandi Bygging skólahússins i Vik á sér orðið ærinn aðdraganda. 1 máli skólanefndarformannsins, Magnúsar Þórðarsonar, kom fram, að fyrir 10 árum, eða 29. des, 1966, hefði fyrrverandi formaður skólanefndar, sr. Ingimar Ingimarsson, bent á nauðsyn þess að koma upp nýju skólahúsi, en þáverandi hús- næði var að stofni til frá árinu 1910 og eðlilega óhagkvæmt, auk þess sem öll félagsstarf- semi varð að fara þar fram jafnframt kennslunni. Á fundinum var samþykkt að skrifa hreppsnefnd Hvamms- hrepps bréf og hún hvött til þess að leita eftir fjárveitingum og nauðsynlegum leyfum til byggingarinnar. Byggingaframkvæmdir hef jast En ekki er sopið kálið þótt i ausuna sé komið. Þótt heimamenn heföu þannig ýtt byggingamálinu úr vör og fylgdu þvi eftir af sinni hálfu, þá hófust ekki framkvæmdir við bygginguna fyrr en um mánaöamótin mai'júni 1974. Tók Magnús Ingólfsson, byggingameistari i Vik að sér að sjá um þær. Við verkinu tók siðar Þorlákur Ásgeirsson, byggingameistari og siðar byggingafélagið Klakkur h.f. i Vik. I marsbyrjun 1976 var húsið orðið fokhelt og var þá samþykkt að leita tilboöa í,þau verkefni, sem vinna þurfti inpan húss. Tréverk og innréttingd^, skrifborð og stóla smiðuðu Tré- smiðaverkstæði Kaupfélagsins i Vik og Klakkur h.f. Páll Jónsson, pipulagningameistari, sá um pipulagnir, fyrir hönd K.S. Múrverk önnuðust Björn Sæmundsson og Þórir Niels Kjartansson, f.h. Klakks. Guðmundur Guðlaugsson sá um raflagnir en rafhönnuður var Daði Agústsson. Verkfræðistörf sá Rúnar Sigmarsson um. Eyjólfur Pálsson, starfsmaður hjá Geirharði Þorsteinssyni teiknaði innréttingar en þeir Geirharður Þorsteinsson og Hróbjartur Hróbjartsson voru arkitektar hússins. Blikksmiðja Breiðfjörðs sá um loftræsti- kerfi. Yfirsmiðurhjá Klakki h.f. var Magnús Ingólfsson en hjá Kaupfélaginu þeir Jón E. Gunnarsson og Karl Ragnars- son. 60 milljónir Húsrými það, sem nú er tekið i notkun, er um 440 ferm. og eru það fjórar kennslustofur auk stjórnunar, snyrtingar og anddyris. Allt er húsið um 829,6 ferm. og 3330 rúm. Enn er sitthvað smálegtógertsvo segja megi að byggingunni sé að fullu lokið. Heildarkostnaður er orðinn rúmlega 60 millj. króna. Máli sinu lauk Magnús Þórðarson með þessum orðum: ,,Að siðustu vil ég, fyrir hönd skólanefndar, færa öllum, sem hér hafa lagt hönd að verki, besta þakklæti fyrir vel unnin störf. Þá vil ég færa sérstakar þakkir þeim sr. Ingimar Ingi- marssyni og Jóni Inga Einars- syni skólastjóra fyrir sérstakan dugnað og árvekni við allar út- réttingar og snúninga, sem þeir hafa lagt á sig fyrir þessa framkvæmd. Þá vil ég að lokum óska skólastjóra og nemendum gæfu og gengis og góðs árangurs af starfi i þessu húsi.” Umsjón: Magnús H. Gíslason Wm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.