Þjóðviljinn - 29.10.1976, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 29.10.1976, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Köstudagur 29. október 1976 Kópavoiskiupstaiur G! iWj F élagsráðgjafi Staða félagsráðgjafa við félagsmála- stofnun Kópavogskaupstaðar er laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamn- ingi Starfsmannafélags Kópavogskaup- staðar. Umsóknum er greini frá menntun, aldri og fyrri störfum, sé skilað til undir- ritaðs fyrir 15. nóvember næstkomandi, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar á Félagsmálastofnunin Álfhólsvegi 32 simi 41570. Félagsmálastjórinn i Kópavogi. i Heilsuræktinni HEBU opnaði fimmtudaginn 28. október Hárgreiðslustofan HRUND Pantanir teknar í slma 44088. Veriö velkomnar. Opið verður i Hebu I sauna og nuddi alla föstudaga frá kl. 2 fram til jóla. eba SIMI 42360 Heilsurœktin HEBA Auðbrekku 53 sími 42360 Breytt símanúmer Skrifstofa ríkisspítalanna Frá og með mánudeginum 1. nóvember verður simanúmer Skrifstofu Rikisspit- alanna 24160. Gjaldkeri, launadeild og innkaupastjóri verða þó áfram með sima 11765. Styrkur til háskólanáms í Svíþjóð Sænsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram i löndum sem aðeild eiga að Evrópuráðinu tiu styrki til háskólanáms i Sviþjóð háskólaárið 1977-78. — Ekki er vitað fyrirfram hvort einhver þessara styrkja muni koma i hlut islendinga. — Styrkir þessir eru eingöngu ætlaðir til framhaldsnáms við háskóla. Styrkfjár- hæðin er 1.555.- sænskar krónur á mánuði i niu mánuði en til greina kemur i einstaka tilvikum að styrkur verði veittur til allt að þriggja ára. Umsækjendur skulu hafa lokið háskóla- prófi áður en styrktimabilið hefst. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar til: Svenska Institutet, P.O. Box 7072, S-103 82 Stockholm 7, Sverige, fyrir 28. febrúar 1977, og lætur sú stofnun i té frekari upplýsingar. Menntamálaráðuneytið, 26. október 1976. Vélskóli Framhald af bls. 10. ur verið í fjárhagslegu svelti undanfarin ár og verkefni þau sem biöa hafa þurft úrlausnar hafa hrannast upp, bæði vegna hinnar öru þróunar i tæknimálum svo og vegna mikillar fjölgunar nemenda i skólanum. Hver er skýringin? En hver skyldi skýringin vera á þessu áhugaleysi stjórnvalda fyr- ir Vélskólanum og fyrir verk- og tæknimenntun i landinu almennt? Eða hver er skýringin á þvi hvers vegna „helsti stuðnings- maður verkmenntunar í landinu” sjálfur menntamálaráðherrann, gaf út þá fyrirskipun i vor sem leið að skera niður kennslu- stundafjöldann i Vélskólanum vegna of mikils vinnuálags nem- enda á sama tima og vinnuálagið er miklu meira i sumum öðrum skólum? Hvað seinni spurnfng- una varðar væri fróðlegt að vita hvað rikissjóður sparar mikið fé með minnkandi kennslu i skólan- um. Þess verði krafist I ljósi þess, sem áður hefur ver- ið sagt, finnst mörgum sem harkalegri aðgerðir þurfi að koma til en áður, til þess að bætt verði úr þvi ófremdarástandi sem rikir i skólanum og þá ekki sist eftir að hóflegar fjárveitingar- beiðnir hafa verið hunsaðar jafn freklega og raun ber vitni. Má þvi segja að nú sé kominn timi til þess að leggja allar beiðnir og snikjur á hiiluna, en þess i stað verði þess KRAFIST að eftirfar- andi verði framkvæmt þegar i stað: 1. Tækjabúnaður skólans veröi bættur tii samræmis við þá fjáriagabeiðni sem liggur fyrir fjárveitinganefnd og að sér- stakt tillit skuli i þvi efni tekið til hinnar öru tækniþróunar sem nú á sér stað i heiminum. 2. Byggingarframkvæmdir verði hafnar á ný af fullum krafti og þá ekki að beöið verði með þær fram á næsta ár eða þarnæsta heldur skuli þær hafnar tafar- laust, strax á þessu hausti svo að einhver von verði til þess að unnt verði að mæta fjölgun nemenda á næsta ári. 3. Séðverðitil þess að fjárveiting til viöhalds húsnæðis og tækja verði aukin til samræmis við þörfina. 4. Hafnar verði byggingafram- kvæmdir við nýtt heimavistar- húsnæði á skóialóðinni fyrir nemendur utan af landi.t þessu sambandi má geta þess að með nýrri heimavist mætti nýta nú- verandi heimavistarhúsnæði undir þakskeggi skólahússins sem vinnustofur fyrir kenn- arana svo og aðra þá sem á sér- stakri vinnuaðstöðu þurfa að halda. Verkmenntun í skítnum Viðbúið er að verði ekki farið eftir hinum sjálfsögðu kröfum, muni ekki liða á löngu uns sjó- mannamenntun i landinu verði einskis virt og þá er hætta á aö hrikta fari í máttarstólpum þessa þjóðfélags sem þó eru ekki of beysnir fyrir, en grun hefi ég samt um að þolinmæði þeirra er hér hafa mestra hagsmuna að gæta, verði þrotin löngu áður og þá veröa vart orðin ein látin nægja til þess að koma i veg fyrir það að ráðamönnum þessarar þjóðar takist að koma verk- menntun i landinu alveg niður i skitinn. Að lokum vil ég segja eftirfar- andi sögu sem sýnir kannski bet- ur en nokkuð annað hvað hinir háu herrar i ráðuneytunum vita litið um það hvað verkmenntun er og hvernig hún er uppbyggð... Á siðastliðnu sumri kom einn af embættismönnum menntamála- ráðuneytisins upp i Vélskóla til þess að kynna sér af eigin raun hversu tækjaskorturinn i skólan- um er bagalegur. Er hann var staddur i vélasal skólans hóf hann allt i einu að telja vélagarmana sem þar eru: „Ein, tvær, þrjár, fjórar, fimm sex, sjö, átta. Átta vélar, og hvað hafið þið með fleiri tæki að gera?” ÞJÓDLEIKHÚSID SÓLARFERÐ i kvöld kl. 20. Uppselt 20. sýn. laugardag. kl. 20. Uppsei^ sunnudag kl. 20. Uppselt LITLI PRINSINN sunnudag kl. 15 Litla sviðið: NÓTT ASTMEYJANNA eftir Per Olov Enquist. Leikstjóri: Helgi Skúlason. Leikmynd: Birgir Engilberts. Frumsýning þriðjudag kl. 20.30. 2. sýning miðvikudag kl. 20.30. Miðsala 13,15-20. Auglýsingasíminn er 1 7500’Þjóðviljinn LEIKFÉLAG ^2 REYKIAVÍKUR ÆSKUVINIR eftir: Svövu Jakobsdóttur. Leikstjórn: Briet Héðinsdótt- ir. Leikmynd: Steinþór Sigurðs- son. Leikhljóð: Gunnar Reynir Sveinsson Lýsing: Daniel Williamson. Frumsýning i kvöld. — Upp- selt. 2. sýn. sunnudag kl. 20,30. 3. sýn. miðvikudag kl. 20,30. Rauö áskriftarkort gilda. SKJALDHAMRAR 100. sýn. laugardag. — Upp- selt. SAUMASTOFAN þriðjudag kl. 20,30. STÓRLAXAR fimmtudag kl. 20,30. Miðasalan i Iðnó er opin kl. 14- 20,30. Simi 1-66-20. LEIKHÚSGESTIR í vetur getið þið byrjað leikhúsferðina hjá okkur. því um helgar, á föstudögum, laugardögum og sunnudögum munum við opna kl. 18.00. Sérstaklega fyrir leikhúsgesti. Njótið þess að fá góðan mat og góða þjónustu í rólegu umhverfi áður en þið farið í leikhúsið. HÓTELHOLT Sími 21011. Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahús Húsavikur óskar að ráða nú þegar hjúkrunarfræðinga. Húsnæði i boði. Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og forstöðukona i simum 96-4-13-33 og 96-4-14-33. Sjúkrahúsið á Húsavik s.f. BASAR l Kvenfélagið Hringurinn heldur handa- vinnu- og kökubasar að Hallveigarstöðum laugardaginn 30. október klukkan 2. Allur ágóðinn rennur til Barnaspitalans. Tilboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar, Pick-Up og sendiferðabifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 2. nóvember kl. 12-3. — Tilboðin verða opnuð i skrif- stofu vorri kl. 5. Sala varnarliðseigna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.