Þjóðviljinn - 29.10.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.10.1976, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN DJODVUJINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgelandi: Útgáfnfélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Kitstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson úmsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann Útbreiðslustjóri: Finnur Torfi Hjör- leifsson Auglýsingastjóri: Úlfar Þormóösson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 linur) Prentun: Bláöaprent h.f. GAGNKVÆM VEIÐIRÉTTINDI ERU FJARSTÆÐA Eftir rétt rúman mánuð, þann 1. des. n.k„renna út þeir samningar, sem gerðir voru við breta i vor til sex mánaða um fiskveiðiréttindi þeirra hér við land. Nú reynir á, hvort rányrkju breta á Is ' is- miðum lýkur, eða hvort rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar heimilar bretum enn áframhaldandi veiðar. Það er rik ástæða til að Islensk alþýða verðí vel á verði þær fáu vikur sem eftir eru af samningstimanum, þvi að hættan á nýjum hneykslissamningum er greinilega mjög nálæg. Nú tala ráðherrarnir um að athuga þurfi möguleika á samningum við breta, eða Efnahagsbandalagið fyrir þeirra hönd, um gagnkvæm veiðiréttindi. Allt tal i þessa átt er að sjálfsögðu ekkert annað en helbert rugl. Eins og málum er nú háttað, getur það undir engum kringumstæðum verið i þágu okkar islendinga að gera slika samninga um gagnkvæm veiðiréttindi. Við höfum hvorki neitt að bjóða Efnahags- bandalaginu né neitt til rikja þess að sækja hvað fiskveiðar varðar. Auk annars er hér þess að gæta, að nú hefur nefnd fiskifræðinga á vegum Alþjóðahafrannsóknaráðsins lagt til að sildveiðar i Norðursjó, verði með öllu bannaðar á næsta ári. Verði af þessu banni er ljóst að bókstaf- lega ekkert, sem máli skiptir getur verið á dagskrá um veiðar okkar innan 200 milna efnahagslögsögu rikja Efnahagsbanda- lagsins. Þá skoðun Þjóðviljans staðfestir m.a. Már Elisson, fiskimálastjóri i sam- tali við Morgunblaðið fyrir réttri viku þar sem hann segir, að verði sildveiðarnar bannaðar ,,hefðu þessar þjóðir ekkert að bjóða islendingum”. Geir Hallgrimsson, forsætisráðherra kemur hins vegar nú með þá kenningu, að hér þurfi að taka tillit til langtimasjónar- miða (!), og mun þá eiga við að til greina komi að veita bretum rétt til þorskveiða hér á næstx ári út á sildveiðar sem við fengjum máske að stunda i Norðursjó eftir t.d. fimm ár! Allir islendingar verða að gera sér ljóst, að sá timi er liðinn, að bretar geti beitt okkur herskipaofbeldi við Islands- strendur. Sá timi er liðinn vegna þess, að um næstu áramót verða islendingar ekki lengur einir með 200 milna efnahagslög- sögu i okkar heimshluta, eins og við - vorum á sinum tima með 50 milurnar, heldur verða 200 mílurnar orðnar almenn regla. Sjálfir hafa bretar lagt á það ofurkapp innan Efnahagsbandalagsins, að efna- hagslögsaga rikja bandalagsins verði færð út i 200 milur nú um áramótin, — þar á meðal þeirra eigin lögsaga, og reyndar hafa bretar hótað, að færa sjálfir út i 200 milur einhliða, ef einhver dráttur verður á hjá Efnahagsbandalaginu. Hér er einnig vert að minna á 200 milna efnahags- lögsögu hjá Noregi, sem ýmist hefur tekið gildi eða verið boðuð á næstu vikum og mánuðum. 200 milna efnahagslögsaga er nú þegar i raun viðurkenndur þjóðarréttur. Þess vegna geta bretar undir engum kringum- stæðum réttlætt nýja herskipainnrás með pappírum frá Haag, svo sem þeir hafa áður gert. Það er ekki vegna samning- anna, sem Geir Hallgrimsson, Einar Ágústsson og Matthias Bjarnason gerðu við breta i vor, sem við stöndum nú með pálmann i höndunum, heldur vegna þess að alþjóðleg þróun hafréttarmála hefur orðið okkur svo hagstæð sem raun ber vitni, m.a. vegna frumkvæðis okkar islendinga sjálfra á liðnum árum. Það er af þessum ástæðum, sem rikisstjórn Islands þarf ekki annað en rétta upp litla fingurinn nú til þess að bretar hverfi með öllu hér af miðunum þann 1. des. Þó ekki væri nema vegna almennings- álitsins i Bretlandi getur engin bresk rikisstjórn sent herskip til ofbeldis- aðgerða inn i islenksa 200 milna efnahags- lögsögu á sama tima og bretar hafa sjálfir tekið sér slika lögsögu ásamt flestum öðrum rikjum, hér i grennd. Við þessar aðstæður eru þvi engir nauðungarsamningar á dagskrá. Semji rikisstjórnin enn við breta þá er um hreinar gjafir að ræða en ekki gjald fyrir frið á miðunum. Höfum við efni á slikum gjöfum? Nú er ljóst, að heildarþorskafli á íslandsmiðum verður i ár ekki 230.000 tonn, eins og flestir visindamenn okkar töldu algert hámark, ef komast ætti hjá alvarlegri hættu á hruni stofnsins, — heldur um 340.000 tonn. Hér er um að ræða nálægt 50% meiri afla en fiskifræðingar töldu vit i að taka af þorskinum á þessu ári. Hæsta tala, sem nokkur fiski- fræðingur hefur fengist til að nefna, að óhætt væri að taka af þorski i ár er 280.000 tonn. Hver einasti þorskur, sem bretar landa frá íslandsmiðum i Grimsby og Hull er veiddur i blóra við ströngustu aðvar- anir visindamanna. Þessar veiðar verður að stöðva fyrir fullt og allt nú þann 1. desember. Blygðunarlaust Pétur Sigurðsson alþingis- maöur, útsendari atvinnurek- endavaldsins i Sjómannasam- bandi Islands, var settur út úr stjdrn sambandsins á nýaf- stöðnu þingi þess. Þetta sviöur ihaldinu sárlega, en þarna tóku sjómenn afstöðu til mannsins eftir þeim málefnum sem hann hafði stutt. Pétur Sigurðsson er nefnilega stuðningsmaður — kannski hvatamaöur — þræla- laganna, sem rikistjórnin setti á sjómenn. 1 Morgunblaðinu í gær reynir Pétur að bera hönd fyrir höfuö sér.þarsem hann i fyrstu segist hafa farið i kokkteilboðið til ráð- herrans vegna þess að það væru mannasiðir og þar kemur fram að hann studdi bráðabirgðalög Matthlasar og afsakar þau blygðunarlaust! „Pétur Sigurösson sagði að- spuröur að hann hefði sótt boö sjávarútvegsráðherra 1 Ráð- herrabústaðnum. — Annaö hefði ég talið vera skort á sæmilegri hegðun og almennri kurteisi. Ég tel sjávarútvegsráðherra hafi ekki áttannarra kosta völenaö setja bráðabirgðalög um sjómannasamningana.” Pétur — ekki fermingarmynd Dónaskapur — kurteisi Þj’öðviljinn getur tekiö undir að það hafi kannski verið kurt- eisi viö ráðherrann aö fara I hanastélsveisluna — en þaö var um leið dónaskapur gagnvart sjómönnum og samtökum þeirra. Þá segir Morgunblaðið. „Pétur Sigurðsson sagði að Þjóöviljinn hefði helgað sér hálfa siöu að loknu Sjómanna- sambandsþinginu. Fátteitt væri rétt þar nema fermingarmynd- inaf honum. — Og sjálfsagt vita þeirsem sátu þetta þing, og eins hafa setið með mér áöur á þing- um, að það er einhver misskiln- ingur að ég missi stjórn á skapi mínu i ræðustól. Hins vegar er ég ófeiminn við að lýsa van- þóknun minni á Maó-strákum, sem spigspora á samkundum með hliðarverskikvenna um öxl sér og segulbandstæki i hend- inni, hafandi hinar furðulegustu fullyrðingar 1 frammi.” Oskari boðið i Sjálfs tœðisflokk Loks býður Pétur Óskari Vig- fússyni, nýkjörnum formanni Sjómannasambands Islands, að ganga i Sjálfstæðisflokkinn: „Að lokum sagði Pétur, að sjálfsögðu óskaði hann hinni nýju stjórn allra heilla með sin framtiðarstörf, — Við sem unnið höfum með Óskari Vigfússyni hinum nýja formanni, vitum að hann er drengur góður og vill sjómannastéttinni vel, en það er hins vegar ekki sama i hvaða félagsskap hann er hverju sinni.” Fylgja ekki stefnu Björns Annars, skrifandi um þing Sjómannasambandsins, hljóta menn aö velta þvi fyrir sér hvernig stendur á afstööu al- þýöuflokksmanna úr Sjómanna- Óskar — boðiö i Sjálfstæðis- flokkinn félagi Reykjavikur. Þeir viröast ekki fylgja þeirri stefnu sem Björn Jónsson hefur markað i verkalýðshreyfingunni sem al- þýðuflokksmaður. Þeir sem til þekkja muna aö visu vel eftir þvi þegar alþýöuflokksmenn úr Sjómannafélaginu vildu fara allt aðra leiö við hátiöahöldin 1. mai I vor en Björn Jónsson. Þar sigraöi Björn. Nú á Sjómanna- sambandsþinginu hins vegar verður ekki betur séð en að al- þýðuflokksmennirnir hafi stillt sér alfari upp að hliðinni á ihaldinu. Kvað svo rammt að þessu að þeir kusu heldur aö styðja Pétur Sigurðsson, þing- mann Sjálfstæðisflakksins, en aö taka boði meirihluta þingsins um annan fulltrúa sjó.manna. Skipta ber um forystu Skýringanna á þessari íhalds- þjónkun nokkurra alþýðuflokks- leiðtoga er vafalaust að leita allt aftur til viðreisnaráranna, þegar Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn stóðu saman að rikisstjórn. Er það skaði mikill að ýmsir forustu- menn alþýðuflokksins skuli hafa fengið svo stóran skammt af ihaldssamvinnunni þá að þeir eins og fikniefnasjúklingar sæki jafnan i ihaldsfaðminn þegar hann býöst. Eftir þing sjómanna og lær- dómana af þvi er nauösynlegt að velta þvi fyrir sér hvort ekki verði að gera reka aö þvi aö skipta um forystu i Sjó- mannafélagi Reykjavikur, stærsta sjómannafélagi lands- ins. Nauðsynin á þvi varð ljósari en nokkru sinni fyrr þegar full- trúar SR á þingi sjómanna stilltu sér umhverfis Pétur Sig- urösson eins og lifvöröur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.