Þjóðviljinn - 29.10.1976, Blaðsíða 3
Köstudagur 29. október 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Stefán Jónsson
Gunnar Thoroddsen
Stofnar nýja
bókaútgáfu
að frumkvæði
Sigfúsar
Daðasonar skálds
A morgun verður stofnað til
nýrrar bókaútgáfu i Reykjavik.
Það er Sigfús Daðason, skáld,
sem mun vera helsti forvigis-
maður þessarar nýju útgáfu.
Sigfús lét af störfum sem for-
stjóri Máls og menningar i fyrra
og hefur siðan verið ritstjóri
timarits MM og bókmennta-
legur ráðunautur félagsins.
Þjóðviljinn hafði i gær sam-
band við Sigfús en hann sagðist
ekki nenna að skýra frá
áformum hins nýja félags fyrr
en að loknum stofnfundi og ekki
heldur hverjir væru meö honum
i félaginu. Slikt væri engin kurt-
eisi. —GFr.
Sigfús Iíaöason
Nú flýja þeir
austuryfir
AUSTUR-BERLIN 28/10 Retur —
Vesturþjóðverji nokkur frá Ham-
borg fór yfir landamælin til
Austurþýskalands i dag og bað
um landvistunarleyfi þar i landi,
samkvæmt tilkynningu opinberu
austurþýsku fréttastofunnar.
Fréttastofan hefur siðustu mán-
uði skýrt frá flótta nokkurra
vesturþjóðverja austuryfir, en
ekki upplýst hvort landvistar-
leyfin hafi verið veitt.
Álver við Eyjafjörð
utan dagskrár á alþingi
Teikningar tilbúnar
— en samráð við heimamenn „fórst fyrir” og bréf
frá oddvita misfórst
A fundi Sameinaðs alþingis i
gær kvaddi Stefán Jónsson sér
hljóös utan dagskrár, og beindi til
iðnaðarráðlierra nokkrum fyrir-
spurnum, vegna upplýsinga sem
fram komu kvöldið áöur i út-
varpsviötali við Gunnar
Kristjánsson bónda á Dagveröar-
eyri við Eyjafjörð en hann er odd-
viti Glæsibæjarhrepps.
Stefán vakti athygli á þvi, að i
þessu viðtali við oddvita Glæsi-
bæjarhrepps hefði m.a. komið
fram, að Valur Arnþórsson for-
seti bæjarstjórnar á Akureyri
hafi fyrir nokkru sýnt Gunnari
oddvita teikningar af álveri þvi,
sem áform eru uppi um að reist
verði i hreppnum.
Stefán Jónsson rakti útvarps-
viðtalið við Gunnar Kristjánsson
nánar, en þar skýrði oddvitinn
svo frá að af hálfu stjórnvalda
hafi enn alls ekkert samband ver-
ið haft við ibúa Glæsibæjar-
hrepps, þótt búið sé að gera teikn-
ingar að heilli álverksmiðju i
miðri sveitinni. Gunnar Krist-
jánsson ték fram, að á teikning-
unum, sem honum hlotnaðist að
lita augum hjá Val Arnbors-
Arnþórssyni, þá hefði verið gert
ráð fyrir staðsetningu verksmiðj-
unnar, þar sem stendur bærinn
Helluland, milli Dagverðareyrar
og Gása. Gert hafði verið ráð
fyrir tveimur möguleikum, að ál-
verksmiðjan sneri þarna i norður
og suður ellegar þá i austur og
vestur. 1 útvarpsviðtalinu við
oddvita Glæsibæjarhrepps, sem
Stefán Jónsson rakti á Alþingi,
kom fram aðoddvitanum lýst illa
á fyrirætlanir um álverksmiðju
við Eyjaf jörð og telur að landbún-
aður muni leggjast niður i grennd
við verksmiðjuna, ef af byggingu
hennar verður. 1 útvarpsviðtalinu
hafði Gunnar Kristjánsson einnig
skýrt frá þvi, að hann hafi
snemma i október skrifað
iðnaðarráðuneytinu, sem oddviti
sins hrepps, og farið fram á, að fá
að fylgjast með málinu og að sér
yrðu sendar skýrslur og teikning-
ar af verksmiðjunni. Ekkert svar
hefði enn borist.
Þegar Stefán Jónsson hafði
greint frá efni útvarpsviðtalsins
við oddvita Glæsibæjarhrepps svo
sem hér að ofan greinir, beindi
hann til Gunnars Thoroddsen,
iðnaðarráðherra spurningum
efnislega á þessa leið:
1. Vissi ráðherrann af þessum
teikningum, þegar málið var rætt
á Alþingi nú fyrr i þessari viku, en
þá fullyrti ráðherrann, að aðeins
hefði verið kannað, hvernig
standa bæri að undirbúnings-
rannsóknum?
2. Telur ráðherrann að málið
geti kallast á algeru frumstigi,
þegar búið er að teikna verk-
smiðju og staðsetja hana þannig
að ákveðið sveitabýli skuli hverfa
undir harðan grunn hennar, en
aðeins virðist eftir að ákveða,
hvort verksmiðjan á að snúa i
suður og norður, eða i austur og
vestur?
3. Hvernig er varið þvi samráði
við heimamenn, sem ráðherrann
talar um, þegar enn hefur alls
ekkert verið rætt við landeigend-
ur eða sveitastjórnarmenn, þótt
málið sé komið þetta langt á veg?
4. Hvert er iiíutverk Vals
Arnþórssonar i þessu máli?
Hefur Viðræðunefnd um orku-
frekan iðnað notið sérstakrar að-
stoðar hans og þá með hvaða
hætti, eða ber að lita á það sem
þegnskylduvinnu af hans hálfu að
takast á hendur að sýna oddvita
Glæsibæjarhrepps teikningar af
verksmiðjunni?
Gunnar Thoroddsen, iðnaöar-
ráðherra svaraði Stefá'ni. Hann
kvaðst aldrei hafa séð bréfið frá
oddvitaGlæsibæjarhreppsfyrr en
nú i dag, þótt það hafi verið skrif-
að fyrir þremur vikum. Astæðan
muni vera sú, að það hafi verið
sent ráðuneytisstjóranum, sem
verið hafi veikur. Bréfinu
hafi hins vegar verið svar-
að nú i morgun með skeytí og
þvi þá lofað, að oddvita Glæsi-
bæjarhrepps verið send skýrsla
og teikningar. Þær teikningar,
sem talað sé um megi að visu
nefna lauslegt riss, en þær sé að
finna i skýrslu frá Norsk Hydro,
dagsett 5.2. 1975. Þessi skýrsla
hafi nú i sumar verið afhent Val
Arnþórssyni, forseta bæjar-
stjórnar Akureyrar. Segja mætti
að rétt hefði verið að oddviti
Glæsibæjarhrepps fengi skýrsl-
una lika þá strax, en ,,það hafi
farist fyrir”. Nú verðiúr þvi bætt.
Að lokum tók ráðherrann fram,
að Valur Anrþórsson, hafi aðeins
veitt þessum skýrslum viðtöku,
eins og honum bar sem forseta
bæjarstjórnar Akureyrar.
undir myndir:
Vantar menn til þess
að sinna eftirlitinu
— segir Olafur K. Pálsson, fiskifræðingur
Ólafur K. Pálsson
„Þaö er rétt, að ég hef sér-
staklega fylgst með störfum
eftirlistmanna sjávarútvegs
með fiskveiðum. Það hefur að
visu verið vandkvæöum bundið
aö halda nægilegu sambandi við
þá, m.a. vegna þess að ég þarf
að sinna öðrum verkefnum, t.d.
leiðöngrum út á sjó. Þá er hætt
við að tengsiin rofni. Raunveru-
lega þyrfti einn sérstakan
starfsmann á stofnuninni til
þess að sinna þvi verkefni, að
skipuleggja eftirlitiö og vinnu úr
niðurstööum.
Þetta sagði ólafur Karvel
Pálsson, fiskifræöingur i gær
vegna fréttar sem birtist i Þjóð-
viljanum i fyrradag, þar sem
greint er frá þvi að illa hafi
gengið að fá staðfest hverjir
fylgdust með störfum eftirlits-
manna og mætu niðurstöður
skýrslna þeirra. Jón Jónsson,
forstjóri Hafrannsóknarstofn-
unarinnar, hefur sent Þjóðvilj-
anum eftirfarandi bréf:
„Vegna fréttar i Þjóðvilj-
anum 28. okt. s.l. varðandi eftir-
listmenn Sjávarútvegsráðu-
neytisins með fiskveiðum, vill
Hafrannsóknastofnunin taka
fram eftirfarandi:
Eftirlitsmenn þessir voru
ráðnir af Sjavarútvegsráðu-
neytinu, en hafa vegna eðli
starfsins starfað undir umsjá
HÆGARI FOLKSFJÖLGUN
WASHINGTON 28/10 Reuter —
Hungurdauði og fækkun fæðinga
með vilja hafa mjög dregið úr
fólksfjölgun i heiminum undan-
farið, samkvæmt niðurstöðum
rannsóknahóps nokkurs. Telur
stofnunin að um tvær miljónir
manna að minnsta komti hafi
látið lifið af völdum hungurs fyrri
helming þessa áratugs, en
fækkun fæðinga með getnaöar-
vörnum og öðrum ráðstöfunum
hefði einnig dregið mikið úr
fjölgun i ýmsum löndum Asiu og
Rómösku-Ameriku. Stofnunin
gerir ráð fyrir að fólksfjölgunin
haldi áfram að hægja á sér það er
eftir er aldarinnar.
Hafrannsóknastofnunarinnar
og skilað þangað skýrslum
sinum.
Eftirlistmennirnir tóku til
starfa i ágúst s.l. og hafa siðan
farið i allmargar veiðiferðir,
m.a. á Vestfjarðarmið. Skýrslur
frá þessum veiðferðum hafa
verið athugaðar af ýmsum sér-
fræðingum stofnunarinnar, sem
hér hafa átt hlut aö máli en er
fullyrðing Þjóðviljans aö engin
viðmælenda hans hafi lesiö
skýrslurnar þvi byggð á mis-
skilningi. Sá sérfræðingur stofn-
unarinnar sem rannsakar magn
og útbreiðslu smafisks, ólafur
K. Pálsson, hefur sérstaklega
fylgst með starfi eftirlits-
manna og árangri af þvi.
Skýrslur frá þessum veiði-
ferðum sýna að hlutdeild smá
afisks i afla togara hefur ekki
verið ofan þeirra marka, sem
Hafrannsóknastofnunin hefur
sett sem viðmiðun, hvað þá að
uppistaða aflans hafi verið
tómur smáfiskur, eins og fuilyrt
er i Þjóðviljanurh.
Eftirlit með fiskveiðum er
ekki nýtt af nálinni, en hins
vegar er stöðugt eftirliststarf
margra manna umfangsmikiö
verkefm, sem krefst samfellds
skipulags, bæði varðandi eftir-
litið sjálft svo og tengsl eftirlits-
manna við Hafrannsóknastofn-
unina. Þessir þættir eftirlistins
og eins starf eftirlitsmanna
sjálfra hefur verið i mótun til
þessa, en er nú komið i ákveðn-
ara form.
28. okt. 1976”
Ihaldsmenn
æptu að
Ponómarjof
LUNDONUM 28/10 Reuter —
Ihaldsþingmenn gerðu uppþot
i breska þinginu i dag er Boris
Ponómarjof, ritari mið-
nefndar Kommúnistaflokks
Sovétrikjanna, lét sjá sig á
áheyrendapöllum þingsins.
Æptieinn ihaldsþingmaðurinn
að Ponómarjof væri „stór-
meistari kollvörpunarinnar”
og annar sagði að atvinna so-
vétmanns þessa væri að
„skipuleggja eyðileggingu
frelsis okkar”. Tillaga frá
ihaldsþingmanna um að
áhorfendapallar yrðu ruddir
var felld með 192 atkv. gegn 80
en Ponómarjof var farinn
áður en úrslit urðu kunn. Hann
erstaddur i Bretlandi sem for-
maður sovéskrar nefndar,
sem þar er i boði fram-
kvæmdanefndar Verka-
mannaflokksins breska.
Slæmar
horfur
PARtS 28/10 Reuter — Japan
neitaði i dag lilmælum Efna-
hagsbandalags Evrópu um að
láta þvi eftir stærri hlut i
skipasmiðum heimsins næstu
árin Siðasta árið smiöuðu
japanir nærri helming allra
þeirra skipa, sem hclypt var
af stokkunum i neiminum, og
vesturevrópumenn mestan
hluta afgangsins. Siðan oliu-
kreppan hófst hefur eftirspurn
eftir nýjum skipum mjög
dregist saman, og hefur þá æ
stærri hluti þeirra verkefna,
sem enn fást, safnast á hendur
japana, sökum þess að þeir
undirbjóða vesturevrópu-
menn. Búist er við að forskot
japana á þessu sviði aukist
siðari hluta áratugsins og
mundi þaö koma hart niður á
skipasmiðaiðnaði EBE-rikja.
Innlánsviðskipti leið
til lánsviðskipfa
BlJNAÐiVRBANKI
=' ÍSLANDS
REGNBOGA
PLAST H/F
Kársnesbraut18
Sími 44190
P72|i
I6j
Framleiðum
auglýsingaskilti meö
og án Ijósa. Sjáum um
viðgerðir og viðhald.
önnumst einnig
nýsmiði og viðhald á
ýmiss konar plasthlut-
um.