Þjóðviljinn - 29.10.1976, Blaðsíða 1
DIOÐVIUINN
Föstudagur 29. október 1976 — 41. árg. — 243. tbl.
Ríkið á götunni
Hætta á að ríkisstofnanir verði bornar út úr leiguhús-
næði á þremur stöðum á landinu — Ríkið greiðir á
milli 200 og 220 milj. kr. í húsaleigu á þessu ári
A þremur stöðum á landinu
standa mál nú þannig, að hætta
er á að rikisstofnanir verði
bornar útúr þvi leiguhúsnæði,
sem þær eru i. A Selfossi var
þess krafist að vegagerðin væri
borin útur þvi húsnæði, sem hún
leigir þar og var fallist á þessa
kröfu i héraði, en rikið hefur
áfrýjaö málinu til Hæstaréttar.
1 Kópavogi er sömu sögu að
segja. Þar hefur leigusali
krafist þess að bæjarfógeta-
embættið verði borið úr og er
það mál nú fyrir héraðsdómi. I
Borgarnesi er einnig von á út-
burðarkröfu á sýslumanns-
embættiið, en þar er talið að
beðið verði eftir niðurstöðu
kröfunnar i Kópavogi.
Astæðan fyrir þessu, kröfum
er sú, að leigusalar telja sig ekki
fá þær visitölubætur á leiguna
sem þeir telja sig eiga rétt á, en
sem kunnugt er var hækkun á
húsaleigu bönnuð með verð-
stöðvunar1ögum rikis-
stjórnarinnar, en þeir einu sem
fóru eftir þessum lögum voru
rikisstofnanirnar, öll önnur
húsaleiga hækkaði. En sl.
sumar var ákveðið að leyfa visi-
tölubætur á húsaleigu, en þeir
sem leigja rikinu húsnæði og
hafa nú krafisl útburðar vilja
ekki una þeirri hækkun, sem
þeim er skömmtuð.
Þess má að lokum geta, að
rikið mun greiða i húsaleigu
milli 200 og 220 milljónir kr. á
þessu ári.
—S.dór
RAFHA 40 ára
Alfreð Matthiasson, starfs-
maður hjá Kafha, var að
skrúfa siðustu skrúfuna i
eldavél, þegar ljósm.
Þjóðviljans, EIK, leit inn i
verksmiðjunai Hafnarfirði.
Gengið
um verk-
smiðju
H.F. Raftækjaverksmiðjan i
Hafnarfirði, sem i daglegu tali
gengur undir nafninu RAFHA
á 40 ára afmæli i dag. Fyrir-
tækið var stofnað árið 1936 og
var einn af ávöxtum fyrstu
stórvirk jananna sem
miðuðust meðal annars við að
útvega rafmagn til heimilis-
nota. Til þess að hægt væri að
nýta rafmagn til þessara
þarfa þurfti heimilistæki og
rikisvaldið reyndi m.a. vegna
þess og vegna viðvarandi
atvinnuleysis að stuðla að isl.
iðnaði á þessu sviði. Upp úr
þvi var Raftækjaverksmiðjan
stofnuð. A 25 ára afmæli verk-
smiðjunnar var yfirgnæfandi
meirihluti heimilistækja I
landinu framleiddur hjá
RAFHA. Nú er meirihluti
framleiðslunnar hinar kunnu
Rafha eldavélar, en fyrirtækið
á i harðnandi samkeppni við
innfiutning. Þjóðviljinn
heimsótti RAFHA á 40 ára
afmælinu og birtir i opnu svip-
myndir af starfsfólki hennar
að störfum, en þar vinna nú 65-
70 manns.
SJÁ OPNU
Drekkum sunnudagskaffið
hjá Þjóðviljanum
Hittumst á
hátíðisdegi
Þjóðviljinn hefur boð
inni í nýja húsinu á
sunnudaginn fyrir vini,
velunnara og stuðnings-
menn. Þetta verður ,,eins
og hvert annað afmælis-
boð" sagði ólafur Jónsson
i Þjóðviljanum í fyrradag
— kaffiveitingar og bakk-
elsi. Listamenn líta við og
flutt verða stutt ávörp.
1936197t
Þarna verður opið hús í
f jóra tíma frá kl. hálfþrjú
til klukkan hálfsjö um
kvöldið.Komið og skoðið ný
heimkynni Þjóðviljans —
sem þið hafið byggt með
sameiginlegu átaki. Hittið
gamla og nýja kunningja.
Alþýðubankinn
snýr vörn 1 sókn
Fyrsti liðurinn í þeirri sókn er
30 milj. kr. hlu 1 afjárauknitig
sem verið er að bjóða út
Forráðamenn Alþýðubankans
h.f. boðuðu til blaðamannafundar
i gær þar sem þeir skýrðu ma. frá
þeirri ákvörðun bankaráðs, að
bjóða út 30 milljón króna hluta-
fjáraukningu, sem fyrsta lið i
nýrri sókn bankans fram á við,
eftir þá lægð sem hann lenti i eftir
að „Alþýðubankamálið” svo
nefnda kom upp. Hinn nýi banka-
stjóri Alþýðubankans, Stefán
Gunnarsson og formaður nýs
bankaráðs, Benedikt Daviðsson,
sögðu að það hefði verið niður-
staða hluthafafundar Alþýðu-
bankans að snúa nú vörn i sókn
efjjr þann álitshnekk, sem
„AJþýðubankamálið” varð
bankanum eftir að það kom upp á
sl. vetri.
Stefán Gunnarsson sagöi, að
lausafjárstaða bankans væri ekki
nógu góð, sem stæði og það væri
aðal ástæðan fyrir þvi að þessi
hlutafjáraúkning væri boðin út
nú. Hann sagði það ekkert
launungarmál að fjárstreymi
hefði verið úr bankanum fyrst
eftir að málið kom upp, en það
hefði staðið tiltölulega stutt yfir,
en samt sem áður hefur ekki
verið hægt að snúa þróuninni við,
bankanum i hag, enn sem komið
er.
Nefndi Stefán i þvi sambandi
að innleggsaukning hinna
bankanna hefði verið um 30% það
sem af er þessu ári, en hjá
Alþýðubankanum hefði ekki verið
um aukningu að ræða, hann hefði
staðið i stað.
Benedikt Daviðsson formaður
Alþýðubankans sagði aö viðbrögð
margra verkalýðsfélaga um að
kaupa fleiri hlutabréf og að auka
viðskipti þeirra við bankann
hefðu verið jákvæð, en hann benti
jafnframt á, að Alþýðusamband
Islands stæði i fjárfrekum fram-
kvæmdum, þar sem væri bygging
nýs húsnæðis fyrir ASl og
listasafn þess, þannig að lausa-
fjárstaða þess væri ekki sem best
um þessar mundir.
Þeir Stefán Gunnarsson,
Benedikt Daviðsson og Ingi R.
Helgason, lögfræðingur bankans
sögðu á fundinum að timi væri
kominn til að bankinn, sem
stofnun hætti að liða fyrir
hugsanlegar misgjörðir
satrfsmanna og að það væri járn-
fastur vilji forráðamanna hans að
hefja hann til þess vegs i banka-
kerfinu, sem honum bæri sem
banka verkalýðshreyfingarinnar
og þvi um leið alls almennings i
landinu. —S.dór.
«1
Hækkun söluskatts og
vörugjaldið 700 þús.á
5 manna fjölskyldu
Frá 1. umrœðu fjárlaga á Alþingi í gær
Fyrsta umræða fjárlaga fór
fram á Alþingi i gær. Matthias A.
Mathiesen, fjármálaráðherra,
mælti fyrir fjárlagafrumvarpinu,
cn siðan tóku til máls fulltrúar
þingflokka stjórnarandstöðunnar
þeir Geir Gunnarsson, Jón Ar-
mann Héðinsson og Karvel
Pálmason.
I ræöu fjármaálráðherra kom
m.a. fram, aðá næstu vikum mun
rikisstjórnin leggja fram á
Alþingi nýtt frumvarp til laga um
tekjuskatt og eignaskatt. 1 hinu
nýja frumvarpi verður m.a. lagt
til, að skattlagningu hjóna verði
breytt á þann veg, að tekin verði
upp tekjuhelmingaskipti milli
hjóna og skattur lagður á hjónin
hvort i sinu lagi. Sérstakur skatt-
afsláttur yrði þá veittur fyrir
kostnað vegna útivinnu eigin-
kvenna, sem miöaður verður við
unnar vinnuvikur utan heimilis.
Afsláttur þessi kæmi annars
vegar fram i barnabótaauka og
hins vegar i auknum persónuaf-
slætti óháð barnafjölda. Þá boð-
aði ráðherrann að samkvæmt
hinu nýja frumvarpi yrði at-
vinnurekendum áætluð laun fyrir
starf að eigin atvinnurekstri, og
reglum um söluhagnað og fyrn-
ingar verði breytt.
t ræðu sinni gerði fjármálaráð-
herra einnig grein fyrir rikis-
reikningi siðasta árs og skýrði
m.a. frá þvi, að i innheimtar
tekjur rikisins hafi á árinu 1975
farið 3,6% fram úr f járlagaáætlun
þess árs, en ríkisútgjöldin hafi
hins vegar farið 24% fram úr tölu
fjárlaganna og orðið 58.577 inilj-
ónir í stað 47.226 miljóna, sem
gert var ráð fyrir á fjárlögum.
Rikisútgjöldin fóru sem sagt yfir
ellefu miljarða fram út áætlun á
siðasta ári!!
Geir Gunnarssonflutti ýtarlega
ræðu. Hann benti m.a. á, aö frá
fjárlögum ársins 1974 til fjárlaga
ársins 1976 þá hafi hækkun inn-
flutnlingsgjalda, söluskatts og
tckjuskatts einstaklinga numiö
samtals 22.400 miljónum króna en
á sama tima hafi tekjuskattur
fyrirtækja hækkað um 148 milj-
ónir. Og enn mun skattheimtan
aukast verulega á næsta ári sant-
kvæmt fruntvarpinu. Frá fjár-
lögum árs 1974 til fjárlagafrum-
varpsins nú nemur bara hækkun
söluskatts og hið nýja vörugjald
yfir 30 miljörðum króna en það
svarar til um 700 þúsund króna á
Fjármálaráöherrann
hverja fimm manna fjölskvldu i
landinu.
A sama tima hafa framlög til
verklegra framkvæmda verð
skorin stórlega niður að raungildi
en hvers kyns rekstrargjöld og
vaxtagreislur þanist út.
Nánar er greint frá ræöu Geir
Gunnarssonar.
—Sjá síðu 6