Þjóðviljinn - 29.10.1976, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.10.1976, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 29. október 1976 Föstudagur 29. október 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Kjartan Ellasson sprautar tilvonandi eldavélar hluta íslensk framleiösla stendur höllum fæti — vegna samkeppni við innflutning og óréttlætis í tollamálum H.F. Raftækjaverk- smiöjan i Hafnarfirði, öðru nafni RAFHA, er fjörutíu ára i dag. Hjá RAFHA starfa nú 65-70 manns, flest iðnverkafólk, en þar starfa auk þess sér- menntaðir verkstjórar raf- virkjar og járniðnaðar- menn. Framleiðsluvörur RAFHA eru eins og í upp- hafi aðallega eldavélar. Allir þekkja RAFHA elda- vélarnar og sú fyrsta sem framleidd var frá verk- smiðjunni og fékk fram- leiðslumerkið nr. 1 var tengd í Reykjavfk 7. októ- ber 1937. Kaupandi hennar hét Aðalbjörg Albertsdóttir og var vélin tengd i húsið nr. 4 við Amtmannsstíg. Hún varð ekki langlíf og hefur ekki varðveist, þvi eldur kom upp i húsinu ári siðar. Auk eldavéla annast RAFHA allskonar sérsmfði, svo sem á stórum eldavélum steikar- pönnum, hitaskápum, afgreiöslu- borðum fyrir mötuneyti, lömpum og ýmsum tækjum fyrir skip og einnig framleiðir verksmiöjan málmglugga og hurðir eftir óskum kaupenda. Það er misskilningur að flestar af framleiðsluvörum RAFHA séu innfluttar og samsetning fari aðeins fram hér á landi. Einungis hellur, rofar og ýmsir smáhlutir eru aðkeyptir i eldavélafram- leiðsluna og er það algengt að slikir hlutir séu keyptir að. Hjá RAFHA starfa eins og áður sagði 65-70 manns. Yfirstjórn verksmiðjunnar er i höndum framkvæmdastjóra en stjórn framleiðslu annast tæknifræð- ingur og verkstjórar. Undir þeirra stjorn eru reknar eftir- taldar deildir: vélasalur, emal- ering, málningardeild, lampa- deild, sérsmiðadeild, málm- gluggadeild og samsetningar- deild. 20 umboðsmenn fyrirtækisins starfa viðsvegar um landið, en RAFHA rekur eina söludeild við Óöinstorg i Reykjavik. Salarkynni verksmiðjunnar i Hafnarfirði eru nú 6000 fermetrar að gólffleti en 24000 rúmmetrar að stærð. Flest af verksmiðju- fólkinu er iðnverkfólk, en þar starfa auk þess sérmenntaðir verkstjórar og iðnlærðirrafvirkjar og járniðnaðarmenn. I frétt frá RAFHA á 40 ára afmælinu segir: ,,NU blasa margvisleg vanda- mál við I rekstri fyrirtækisins. Aðild Islands að EFTA hefur gert það að verkum, að innflutt eru tæki i stil við þau er RAFHA framleiðir og nú i ár greiddur þar af 30% innflutningstollur en verður 20% á næsta ári og fellur alveg niður 1. jan. 1979. Þess eru hins vegar dæmi, að tollur af inn- fluttu efni til framleiðslu RAFHA sé 35%. Auk þess eru flutnings- gjöld af iðnvöru til Islands hærri en sambærilegar erlendar verk- smiöjur þurfa að greiða fyrir sinn flutning, svo ekki sé talað um raf- magnsverð til iðnaðar hér, sem er margfallt hærra en i þeim löndum sem RAFHA á i samkeppni við. Innkaup rikisstofnana og opin- berra aðila á vélum og tækjum sem RAFHA er framleiðandi aö eru einnig athugaverð ef skoða á þau i ljósi þess að byggja eigi upp islenskan iðnað og styðja að framgangi hans. Þaðer lágmarkskrafa að leitað sé til innlendra framleiöenda, þegar um slik innkaup er að ræða en á þvi er mikill misbrestur og þyrfti að ráða bót á sem fyrst. RAFHA hefur frá upphafi getað boðið sinar framleiðsluvörur á verði, sem i öllum tilfellum er lægra en verð sambærilegrar framleiðslu erlendis, sé miðaö við stærð og gæði. Þó hefur borið á þvi að erlendar eldavélar hafa verið boðnar hérlendis á lægra verði upp á slðkastið en þar er um að ræða söluaðferðir sem fyrirtækiö að eigin sögn segist ekki geta keppt við.” Jakob Þorsteinsson við glerhúðum á eldavélum if 1 ..j % i | , ’í 1 J K j j . • .A I , ,1 t 1 ■ f- ■>W 1 1 -d 'I 11 Kjartan, verkstjóri hjá RAFHA eránægðurá afmælinu þráttfyrir að horfurnar hjá fyrirtækinu séu ekki sem bestar. Jóhann Björnsson punktsýður eldavélarhluta ,,Ég var með EFTA á sinum tlma, en nú er ég á móti. Sam- keppni er ekki góð nema i hófi”, segir Axel, forstjóri i Rafha. Arni Brynjólfsson við rafsuðu I Raftækjaverksmiðjunni. Halldór Jónsson við „stönsun’* á járnhlutum. Þorbjörg Georgsdúttir var eina konan sem ljósmyndari Þjóðviljans sá við framleiðslustörf, Gestur Sveinsson baðar eldavélarhluta upp úr saltsýru áður en þeir eru glerhúðaðir. Unnið að samsetningu á spennum. A myndinni má meðal annars sjá Valtýr Sæmundsson og Guðstein Þorbjörnsson. Aðalsteinn Sigurðsson fiskifræðingur Magnús Guðjónsson við „stönsun”. Skarkolastofninn viö ísland er að- eins hálfnýttur á meöan flestir aðrir fiskistofnar eru ofnýttir, segir Aðalsteinn Sigurðsson fiskifræðingur í samtali við Þjóðviljann. — Ástæðan er fordómar manna í garð dragnótar, sem nálgast að vera eins og trúarbrögð „Það er staðreynd, aö á meðan flestir fiskstofnar viö tsland eru ofnýttir, er skarkolastofninn hér við land tæplega hálfnýttur. A siðasta ári veiddum við aðeins 4.400 lestir af skarkola, en ég tel aö óhætt sé að veiða 10 þUsund lestir árlega. Astæðan fyrir þvi hve lítið er veitt af skarkola er fyrst og fremst sU, aö fordómar manna á dragnót, sem veiðarfæri ganga Uti öfgar, nálgast aö vera trUarbrögð”, sagði Aðalsteinn Sigurðsson, fiskifræðingur, er Þjóðviljinn ræddi við hann um dragnótaveiði og fleira henni við- komandi, en Aöalsteinn hefur rannsakað þetta veiðarfæri og veiðar með þvi i sumar. Ekki sá skaðvaldur sem af er látið „Ég fullyrði að dragnótin er ekki sá skaðvaldur, sem af er lát- ið og allra sist nU, eftir að möskvastærð á poka verður að vera 170 millimetrar, i stað 120 mm áður. Þess ber einnig að gæta, að hér áður var veitt með dragnót allt uppað 3 milum og þá allt árið og meö ennþá minni möskva. Þegar svo var má segja að flest sem á vegi dragnótarinn- ar varð hafi i hana komiö. En i sumar þegar viðgerðum tilraunir með dragnótaveiði i Faxaflóan- um og viöar, með 170 mm möskvastærð kom i ljós, aö ein- ungis 9% af kolaaflanum i Faxa- flóa var undir þeirri stærö' sem leyfilegt er aðveiöa, eða undir 34 sm. Og ég veit að nokkuö af kola yfir 34 sm sleppur Ut meö þessari möskvastærð, eða um þaö bil 50% af kola af stæröinni 34 til 36 sm. Hvaö við kemur bolfiski sleppur allt Ut nema stór fiskur. Sáralitið fékkst af þorski og ýsu i dragnót i Faxaflóa um mánaðamótin ágUst og september og i fyrri hluta október. — Skemmir dragnótin ekki botninn og spillir fyrir klaki fiska? „Dragnót er ekki hægt að nota nema á rennisléttum botni og vissulega hreyfir hUn við botnin- um, en ekki til skaða að minum dómi. Hvaö viö kemur klaki, þá eru það ekki nema sild, loðna og hrognkelsi, sem klekja Ut á botni og klak þeirra og dragnótaveiðar munu ekki rekast á i tima og svæðum. Þess vegna tel ég enga hættu þvi samfara að leyfa drag- nótaveiðar yfir sumarið til kola veiða. Erlendar rannsóknir hafa sýnt, að það er sist minni fiska- fæöa, þar sem dragnótaveiðar eru Ieyfðar en þar sem þær eru bannaðar. Sum dýr verða fyrir einhverjum áföllum en ég tel ekki að dragnótin raski þar svo miklu að það sé til nokkurs skaða þegar um er að ræða framleiðslu fiska- fæðu á botninum. Við dragnóta- veiðar eru heldur ekki notaðir hlerar sem plægja botninn né heldur bobbingar, sem slétta hann, þannig að dragnótin er að þvi leyti mun saklausara veiðar- færi en botnvarpa. Dragnótinni kennt um alla ofveiði „Eins og ég sagði áöan hefur andstaða margra gegn dragnót likst ofstæki i trUarbrögðum. Menn hafa kennt henni og botn- vörpunni um alla ofveiði. Ég held að þeir sem þannig tala ættu aö skoða samsetningu afia línu og jafnvel handfæra- báta sumstaðar viö landið. Það er ekki ósjaldan sem maður hefur t.d. séðkóð, sem uppistööu i af!a handfærabáta. Þá hafa menn einnig borið þvi við, eftir að möskvastærðin var stækkuð uppi 170 mm i pokanum, en varpan sjálf með 135 mm. möskvastærð, sem er enn, vegna þess að menn fengu aðlögunartima til að breyta möskvastærðinni, að menn hnýti bara fyrir ofan pokann og nái þannig smáfiski i vörpuna. Vel má vera að þetta sé hægt, en þvi þá aöeins að eftirlit með veiðun- um sé slakt. Við sáum hvaö gerð- ist sl. sumar þar sem eftirlit var gott. Þeir bátar sem komu meö of smáan fisk að landi voru settir i bann. Þetta gerðist bæði á Snæ- fellsnesi og eins fyrir norðan. Við vitum að það er hægt að fara i kringum allar reglur, sé eftirlit ekki gott og því miður hefur verið alltof mikiö meinleysi rikjandi i eftirlitinu á undanförnum árum. Menn hafa jafnvel gengið svo langt að lýsa þvi yfir i Utvarpi aö þeir hafi og veröi að stunda veið- ar i landhelgi til að geta komist af, eins og vestmannaeyingar gerðu á sinum tima. Svona var móralsieysið þá, en sem betur fer er þetta ástand að breytast, eins og vel kom i ljós sl. sumar þegar veiðileyfin voru tekin af drag- nólabátum, sem ekki fóru eftir settum reglum.” Skarkolastofninn vannýttur: „Þar sem hægt er að veiöa skarkola með dragnót, án þess aö skaða aðra fiskistofna er þaö til skammar fyrir okkur að vannýta hann, á sama tima og um ofveiði er að ræða á flestum öðrum nytjafiskum innan islenskrar fiskveiðilögsögu og við verðum að banna öörum þjóðum að veiöa á miðunum kringum landið. Við urfum heldur ekki að bUast við vi að slikt verði látið óátalið og jafnvel gæti það orðiö notað gegn málstað okkar á alþjóðavett- vangi. Ar árinu 1969 veiddum við um 11 þUsund lestir af skarkola, en aflinn hefur farið stórlega minnk- andi siðan og i fyrra veiddum við aðeins 4.400 lestir, sem er tæpur helmingur þess afla, sem ég tel að óhætt sé að veiða af skarkola hér við land. Þeir fordómarsem ráðið hafa ferðinni hvað dragnótaveið- um viðkemur verða aö vikja að minu áliti svo unnt sé að nýta stofninn til fulls.” — Eru einhver mið öörum betri til skarkolaveiði hér við land? — „Skarkoli veiðist allt i kring- um landið. Kannski eru miðin i Faxaflóa einna best, en það eru’' lika ágæt skarkolamiö við Vest- firði og i svo til hverjum firöi fyrir norðan og n-austan. Það eru til að mynda afar góö kolamiö i Skjálf- andaflóa og viða meö Suöur- ströndinni eru góö kolamiö”. — Attu von á þvi Aðalsteinn að sjónarmiö manna hvað viðkemur dragnótaveiði fari að breytast, hefurðu oröið var við þaö? „Þvi miður verður maður litið var við það enn, en það hlýtur að koma að þvi. Menn veröa aö fara aö lita raunsætt á málin og hætta fordómum. Þaö er ekki það sama og veiða með 120 mm möskva- stærð og þaöan af smærri og 170 mm möskvastærö. Og þegar maður getur sannað muninn jafn áþreifanlega og ég tel aö við höf- um gert með tilraunum okkar i sumar vona ég aö málin fari aö breytast.” —S.dór Skarkolaafli a svœdinu Va Allor Fjódir 1967 68 70 72 74 76 Hér sést hvernig skarkolaveiöi is- lendinga hefur minnkaö sl. 6 ár. Ariö 1970 var hún um 11.000 lestir, i fyrra hinsvegar aöeins 4.400 lestir. Brotna línan sýnir veiöar islendinga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.