Þjóðviljinn - 09.11.1976, Síða 5

Þjóðviljinn - 09.11.1976, Síða 5
Þriöjudagur 9. nóvember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Umræöur um þjóðmál ein- kennast oftast af aðstæðum á hverri stund. Atburðarásin leiðir til einnar orðræðunnar af annarri. Hiti hversdagsins mótar röksemdir og niður- stöður. Hin hraðfleyga stund heldur mönnum hugföngnum við ný og ný atriði. Það sem er að gerast hverju sinni á athyglina óskerta. Þótt þessi einkenni þjóðmála- umræðunnar séu að nokkru leyti óumflýjanleg, mega þau ekki hylja hina sögulegu yfirsýn. Þau eiga ekki að koma i veg fyrir að við og við sé stað n æmst um stund og athyglinni beint að svörum við spurningum um hver hafi orðið sannspár f deilu- málum fyrri tima. Hvaða dóma hefur sagan fellt um málflutn- ing andstæðra afla? Hver hefur reynst hafa rétt að mæla? Slikar spurningar eru ekki aðeins sagnfræðilega athyglisverðar, þærgeta einnig orðið leiðarljós i deilumálum liðandi stundar. Sú stefna sem best hefur staðist prófraun sögunnar hefur öðrum fremur meira gildi. I átökum hversdagsins er nauðsynlegt að vita hverjir hafa reynst raun- sæastir og hverjir eru afhjúp- aðir sem pólitiskir angurgapar. DÓMUR SÖGUNNAR Það er mikilvægt að láta slikar prófraunir ekki farast fyrir. Og þegar dómur sögunnar er ótvi- ræður ber að halda honum á lofti svo að falsspámenn fyrri tima geti ekki gengið gleið- brosandi á meðal vor. Afmæli EFTA deiln- anna Þessa dagana eru rétt átta ár liðin siðan harðsviraðar deilur fóru fram um aðild að Friversl- unarbandalaginu , EFTA. Viðreisnarstjórnin var þá í fullu fjöri og stefndi markvisst að varanlegri innlimun Islands i markaðsstofnanir, fjármála- veldi og stórfyrirtækjanet kapitalisku iðnrikjanna á' Vesturlöndum. Aformin um inngöngu i Efna- hagsbandalagið höfðu að visu farið út um þúfur þrátt fyrir mikinn lofsöng dr. Gylfa um þær fórnir sem færa þyrfti við slika inngöngu og hástemmdar lýsingar sjálfstæðisforystunnar á þeirri dýrð sem biði innan veggja Efnahagsbandalagsins. Þegar mótmæli þjóðarinnar kæfðu EBE-draumana i fæðingu reyndist Viðreisnarherrunum nokkurhugguni samningum við svissneska álhringinn um verk- smiðjuna góðu sem til aldamóta mun ganga fyrir auraraf- magninu. Alverksmiðjan varð i augum stjórnarliðsins slikur happafengur að þeir urðu nægi- lega hressir til að stiga næsta skrefið á innlimunarbrautinni. A nóvemberdögum 1968 var , þjóðinni birt fagnaðarerindið 'um Friverslunarbandalag Evrópu. Viðreisnarherrarnir töldu að EFTA-aðildin myndi færa þjóðinni almenna hagsæld, bæta markaðsaðstæður og stórefla innlenda atvinnuvegi, einkum og sérílagi iðnaðinn. Að vfsu yrðu einhverjir smáerfiðleikar i fyrstunni en þeir myndu fljót- lega hverfa. Markaðsbandalög væru gósenlönd framtiðarinnar, tollalækkanir og viðskiptafrelsi væru i senn hagur hinna stóru og hinna litlu. Þótt iðnaðarsam- steypur EFTA-landanna virtust ógnvekjandi við fyrstu sýn væri slfkt helber misskilningur. Islenskur iðnaður myndi stand- ast þeim snúning og halda ótrauöur inná erlenda markaði. 1 EFTA-málinu færu saman hagsmunir heildsalanna og iðn- rekendanna. Hinn frjálsi markaður biði með faðminn út- breiddan betri tið og blóm 1 haga. Röksemdir Alþý öubandal ags ins Þegar i upphafi EFTA- umræðnanna fyrir átta árum bentu talsmenn Alþýðubanda- lagsins, bæði á alþingi og vett- vangi fjölmiðla, á þær hættur sem fælust i fljótræðislegum ákvörðunum um inngöngu''I Friverslunarbandalagið. Það væru ekki efnislegar röksemdir eða umhyggja fyrir þróun is- lensks iðnaöar og annarra útflutningsgreina sem lægju að baki hinu mikla irafári sem ein- kenndi meðhöndlun Viðreisnar- stjórnarinnar á EFTA-aðild- inni. Það voru fyrst og fremst braskhagsmunir heildsala- klikunnar i Sjálfstæðisflokknum sem voru aðaldrifkrafturinn. Þegar bera fór á samdrætti I islensku efnahagslifi og veltu- gróði verslunarauövaldsins byrjaði að minnka, taldi heild- saiaklikan nauðsyníegt að gripa til annarra ráða sem haldið gætu gróðalindunum opnum. Inngangur i EFTA hefði i för með sér tollalækkanir á inn- flutningi sem myndu stuðla að áframhaldandi kaupmennsku og þannig bæta verslunar- auðvaldinu það tekjutap sem ella hefði komið i kjölfar efna- hagssam dráttarins á þvi herrans ári 1968. Enn á ný voru það heildsalahagsmunirnir sem réðu ferðinni i stjórnarráðinu. Þótt i veðri væri látið vaka að islenskur iðnaður myndi eflast einhver ósköp i kjölfar innlim- unar Islands i markaðsveldi Fríverslunarbandalagsins, þá voru slikar fullyröingar einber- ar blekkingar. Talsmenn Al- þýðubandalagsins bentu á að is- lenskur iðnaöur væri enn á þroskaskeiði. Margar greinar hans væru svo veikburða að hol- skeflur innflutnings frá stórfyr- irtækjum EFTA-landanna myndu hindra frekari vöxt þeirra og jafnvel riða þeim aö fullu. I stað þess að ganga markaðsöflum hinna þróuðu iðnrikja á hönd bæri að vernda islenska framleiðslu, auka at- vinnu i landinu sjálfu og styrkja gjaldeyrissparandi og gjaldeyr- isaukandi útflutningsgreinar. Það væri skynsamlegra að setja verndartolla islenskri iðnþróun til skjóls i stað þess að hleypa á nýgræðinginn margvislegum gerningaveðrum frá erlendum stórfyrirtækjum sem hefðu eflst i áratugi og gætu með innlimun Islands i EFTA hafið slika sam- keppni við islenskan iðnað að jafnast gæti við gereyðingu. Gagnrýni Alþýðubandalags- ins beindist einnig að þeirri á- herslu sem markaður EFTA- landanna hlyti óhjákvæmilega að fá við inngöngu Islands i bandalagið. Þeirri hættu væri boðið heim að mikilvægir mark- aðir í Bandarikjunum og Aust- ur-Evrópu yrðu vanræktir. Möguleikar til aukins útfhitn- ings islenskra iðnaðarvara i krafti traustra vöruskipta- samninga við hin sósiölsku hagkerfi yrðu ekki nýttir sem skyldi. Reynslan Að átta árum liðnum hefur fengist dýrkeypt reynsla sem ótvirætt sýnir að málflutningur Alþýðubandalagsins var I senn réttur og raunhæfur. Það er ein- göngu heildsalastéttin sem hef- ur hagnast á EFTA-aðildinni. Islenskur iðnaður hefur ætiö frá inngöngunni háð samfellda varnarbaráttu. Forsvarsmenn hans vita nú aö gylliboð Við- reisnarherranna fyrir átta ár- um væruhjómeittog hismi. Þau voru eingöngu orðaleikir sem hafðir voru i frammi til að blekkja iðnrekendur og iðn- verkafólk til fylgis við innlim- unarstefnuna. Dómur sögunnar felur ótvirætt i sér að afstaða Alþýðubandalagsins var raun- sannari stefna. Það hefur kost- að islenskan iðnað ómældar fórnir að fyrir átta árum var ekki fariö að ráðum Alþýðu- bandalagsins. A siðustu misserum hafa for- svarsmenn iðnaðarins reynt á siðustu stundu að bjarga ein- hverju undan eyðileggingunni sem komið hefur i kjölfar EFTA-innlimunarinnar. I raun og veru hefur það verið aðalbar- áttumál islenskra iðnrekenda á undanförnum mánuðum að fá EFTA-samningnum breytt. Þeir hafa hvað eftir annað biðl- að til rikisstjórnarinnar og krafist frestunar á gildistöku mikilvægra samningsákvæða. Nýlegar yfirlýsingar samtaka iðnaðarins og ummæli margra forsvarsmanna hans sýna glöggthver hafði rétt að mæla i deilunum um EFTA-aðildina fyrir átta árum. Auk þessara yfirlýsinga og ummæla felur dómur sögunnar i sér margvislegan annan vitnis- burð. Fyrir skömmu var minnst merkisafmælis einhvers elsta iðnfyrirtækis i landinu, Rafha i Hafnarfirði. Forst. fyrirtækis- ins, Axel Kristjánsson sem um langan aldur hefur veriö áhrifa- maður i Alþýðuflokknum og á sinum tima taldi EFTA innlim- uninni allt til ágætis, kom af þessu tilefni að máli við fjöl- miðla og flutti fyrst og fremst þann boðskap að reynslan heföi nú gert hann andvigan EFTA- aðildinni. Hann sæi nú að hún hefði eingöngu orðið iðnaðinum til óþurftar og tjóns. Það sýnir manndóm Axels Kristjánssonar að viðurkenna þannig heiðarleg mistök sin i stuðningi við EFTA- aðildina. Það sýnir hve alvarleg þau mistök hafa reynst að hann skuli nota merkisafmæli fyrir- tækisins til að koma yfirlýsingu um þau á framfæri. Það er vissulega mikilvægt að skilja, þótt um siðir sé, að fyrri afstaða var byggð á falsrökum, en betra hefði verið að fylgja þegar i upphafi þeirri afstööu sem Al- þýðubandalagiö mótaði 1968. Þegargestir ganga um þessar mundir um sýningar á islensk- um iðnaðarvörum, hvort heldur er I Reykjavik, á Akureyri eða Egilsstöðum, þegar almenning- ur er i blöðum, útvarpi og sjón- varpi hvattur til að kaupa frek- ar islenskar iðnaðarvörur, þeg- ar stigið er á stokk og strengd heit um ný vaxtarskeið iðnaðar- ins — þá er öllum hollt að hug- leiða þann ótviræða lærdóm sögunnar að innlimunarstefna Viðreisnarherranna hefur reynst vera mesti bölvaldur is- lenskrar iðnþróunar á undan- förnum árum. Hefði stefna Al- þýðubandalagsins verið ráðandi 1%8 væri islenskur iðnaður öflug atvinnugrein. Varnarstrið hans væri úr sögunni. Hann væri meðal traustustu stoða efna- hagslegs sjálfstæðis islensku þjóðarinnar. —A. Vilja ylrœktur- ver í Hvera- Þann 4. nóvember hélt hrepps- nefnd Hveragerðishrepps fund með garöyrkjubændum i Hvera- gerði og var þar rætt um hugsan- lega byggingu stórs ylræktar- vers. A fundinum voru mættir flest allir félagsmenn i Garðyrkju bændafélagi Hveragerðis, og kom fram á fundinum mjög almennur vilji fyrir þvi. að ylræktarverið verði reist i Hveragerði, ef af byggingu þess verður. Töldu menn aðstæður i ölfusdal við Hveragerði sérstaklega hentugar, en jafnframt kom fram að flestir telja málið þurfa nánari athugun við áður en endanleg ákvörðun verði tekin. Að sögn Sigurðar Pálssonar, sveitarstjóra i Hveragerði var á fundinum kosin nefnd þriggja garðyrkjumanna til að undirbúá stofnpn hlutafélags og vinna að þvi að væntanlegt ylræktarver verði reist i Hveragerði. 1 nefndina voru kosnir Hans Gústafsson, Hallgrimur Egilsson og Páll Michelsen. Athugasemd frá tollstjóra I frásögn i Þjóðviljanum, sl. laugardag af örstuttu samtali okkar i sima daginn áður gætir nokkurs misskilnings. I greininni er haft eftir mér. „Hítt er annaö mál að ég sé ekkert athugavert viö það að tollverðir þiggi gjafir eins og aðrir menn ef ekkert annað liggur á bakvið”. Þetta voru ekki min orð, né heldur er þetta rétt túlkun þeirra. Sem svar við spurningu þinni um þetta efni sagðist ég telja að það væri ekki bannað með lögum að þiggja gjafir og þvi ekki refsi- vert, nema þvi aðeins að viðtak- andi gerði eitthvað eða léti eitt- hvað ógert af starfsskyldum sinum, gjafarinnar vegna. Ég hefi þvert á móti talsvert við það að athuga ef opinberir starfs- menn þiggja gjafir i starfi sinu eða i tengslum við það, sem best má sjá af þvi, að ég hefi fyrir nokkru lagt til við fjármálaráðu- neytið til þess að taka af allan vafa, að bætt verði i starfsreglur fyrir tollverði beinu banni við móttöku slikra gjafa. Með þökk fyrir birtingu leiðréttingarinnar: Björn Hermannsson tollstjóri Enga samnmga um landhelgina Eftirfarandi samþykkt var gerð á aðalfundi Alþýðubanda- lagsfélags Vestur-Skaftafells- sýslu þann 31. okt. 1976: „Alþýðufundur Alþýðubanda- lagsfélags Vestur-Skaftafells- sýslu, haldinn i Vik 31. október 1976, mótmælir harölega öllum hugmyndum um nýja landhelgis- samninga viö Efnahagsbandalag Evrópu eftir að núgildandi samn- ingar við einstakar þjóðir renna út.”

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.