Þjóðviljinn - 09.11.1976, Síða 8

Þjóðviljinn - 09.11.1976, Síða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 9. nóvember 1976 Þegar blaöamaður og ljós- myndari Þjóöviljans komu i Hvassaleitisskóla á 9. timanum I gærmorgun sat ailt kennaraliöiö I einni kennsiustofunni og hlýddi á segulbandsupptöku af Kastljósi sjónvarpsins á föstudag þar sem málefni kennara voru rædd. Vandlæting á oröum mennta- málaráöherra var auösæ á andlit- um þessa unga og friska hóps sem þarna var saman kominn tii aö brjóta til mergjar stööu barna- kennarans i isjensku samfélagi, nú þegar rikisvaldiö hefur neytt aflsmunar til aö rýra hlut hans sem var þó iitill fyrir. Þetta er eins og vakning, sagöi einn þeirra þegar blaðamann bar aö garöi, en það voru einmitt kennarar Hvassaleitisskóla sem riðu á vað- iö meö áskorun um aögeröir. Hugmyndin barst eins og eldur i skraufþurri sinu og i gær lagöist niður kennsla i nær öllum barna- skólum landsins. Stéttarfélag barnakennara i Reykjavik lagði til ákveðna starfstilhögun, sem unnið væri eftir i gær, og mun henni hafa verið fylgt i flestum skólum. 1 þeim tveim skólum sem Þjóö- viljamenn heimsóttu i gærmorg- un voru kennarar harðákveðnir i að sitja allan daginn og ræða stöðu sina og skólans bæði i starfshópum og á almennum Kennarar Hvassaieitisskóla búast til aö skipta sér I starfshópa. fyrir miöju stendur JúIIus Sigurbjörnsson. (Ljósm. —eik —) Formaöur kennarafélagsins, Guörún Björnsdóttir er lengst til hægri en Þetta er eins og vakning segja kennarar Hvassa- leitis- skóla fundum. Þeir ætluðu að leggja á sig langan vinnudag i þessu skyni. Þeir sem áttu ekki aö kenna þennan morgun voru komnir til starfa eldsnemma og ætluöu lika að vera eftir hádegi. Þaö er 100% þátttaka hjá okk- ur, sögðu kennarar Hvassaleitis- skóla, þegar við spjölluðum við hópinn stutta stund áður en haldið var til starfshópafunda Það eru þau Guörún Björnsdóttir formað- ur kennarafélagsins, Július Sig- Margra ára óánægja segir skólastjóri Hvassaleitisskóla Kristján Sigtryggsson er skóla- stjóri Hvassaleitisskóla. Hann stendur algerlega meö kennurum sinum. Þaö er eöiilegt aö tekinn sé dagur i aö ræöa um kjaramál, segir hann. Það er margra ára óánægja sem brýst núna fram. Laun kennara hafa verið afgreidd meö kjaradómi i mörg ár og aöeins var spurning um hvenær syði upp úr. Ég tek það fram aö laun barnakennara eru nú um 900 þúsund krónur á ári en ekki 2 milljónir eins og sumir halda eftir samanburði á brúttóskatttekjum starfsstétta. Seinni taian sem gefin er upp fyrir kennara og skólastjóra hlýtur aö byggja á útivinnu maka og yfirvinnu og öðrum tekjum. GFr Þegar Þjóöviljamenn bar að garði voru kennarar að hlýða á boðskap menntamálaráöherra f sjónvarpi á föstudag eftir segulbandsupptöku. Það er Haukur tsfeld sem situr við tækið. urbjörnsson og Haukur Isfeld sem einkum hafa orð fyrir hópn- um en flestir leggja þó til mál- anna. Menntamálaráðherra Kristján Sigtryggsson skólastjóri. mæltist til þess i sjónvarpinu að við færum ekki út i þessar aögerö- ir, segja þau, og visaöi til hefðar i þvi sambandi. Viö vitum ekki bet- uren rikisvaldið hafi óspart brot- ið niður hefðir td. með þvi aö af- nema mánaðarfrisl. vor og fjölga þan nig starfsdögum. Rikisvaldið túlkar samninga á einhliða hátt og hingað til hafa kennarar látið sér nægja að mótmæla þvi að rikisvaldið hefur haft vald til að knýja sina túlkun fram. Kannski verður breyting hér á með auk- inni samstöðu kennara sem von- andi fylgir I kjölfar þessara að- gerða. Við ætlum að nota daginn i dag til að upplýsa okkur um ýmis at- riði. Vel upplýst stöndum við bet- ur að vigi en óupplýst. Við höfum undirbúið okkur heilmikið fyrir þennan dag og viðað að okkur efni. Kennararnir segjast ekki hafa orðið varir við neina andúð vegna þessa verkfalls. Við skýrum mál okkar með fullkomnum rökum sem fólk skilur segja þeir. Þetta erekkieingöngueig'ingirniokkar. Börnin hljóta að nóta þess að kennarar fái mannsæmandi kjör og verði þannig ánægðari f starfi. Við ætlum lika að verja talsverö- um tima til að ræða bættan aö- búnað I skólanum sjálfum sem hlýtur að koma börnunum til góða. Þaö er meira að segja spurning hvort þetta getur talist ólöglegt. Það er heimild fyrir þvi Starfshópur III Hvassaleitisskóla. Frá vinstri á myndinni eru Hrafn- hiidur Skúladóttir, Guðrún Björnsdóttir, Pétur Orri Þórðarson og Ingi- björg Einarsdóttir. i reglugerð að rjúfa hefðbundna kennslu i 9 skóladaga á ári og verja þeim á einhvern annan hátt i þágu skólans. Það hefur heldur enginn óskað eftir ólöglegum að- gerðum. Það sýður bara upp úr. Vegna hinna lélegu launakjara fjölgar sifellt kennurum sem ekki hafa réttindi til starfa og er nú far-ið að bera á þvi i Reykjavik en áður var það óþekkt fyrirbæri i höfuðborginni. Mjög mörgum af þeim sem útskrifast með kenn- arapróf bjóðast betur launuð störf og fara þeir sumir aldrei til kennslu. Við tökum það skýrt fram að við erum ekki að ráöast gegn rétt- indalausu fólki. Margt af þvi hef- ur langa starfsreynslu og er á- gætir kennarar. Við viljum að þvi verði gefinn kostur á að fá rétt- indi. Það tiðkast ekki meö öðrum stéttum hvort sem um er að ræða háskólafólk, lækna, lögfræðinga eða presta, eða iðnaðarmenn að hleypa ófaglærðu fólki inn i stétt- ina. Við viljum loka okkar stétt. Það er ævintýralegt hve þetta hefur viðgengist lengi. Einn og einn maöur hefur verið að ræöa um þetta hingað til en nú skyndi- lega er kominn almennur hljóm- grunnur. Kennarastéttin er alltof sundr- uð. A grunnskólastigi eru t.d. starfandi 3 kennarafélög, SIB, LSFK og FHK. Við teljum að það eigi aö vera heildarsamtök yfir aiian grunnskólann, SIG, Sam- band íslenskra grunnskólakenn- ara. Á samtölum við þetta unga kennaralið má greinilega heyra að þvi er mikið niðri fyrir. Þetta er eins og sprenging, segir einn úr hópnum. Nú ganga allir til starfa. A skólatöflunni er listi yfir starfs- hópana og hvað hver á að ræða um. Starfshópur I á að ræða um réttindalausa kennara og skoðun almennings á stöðu skólans. Starfshópur II á að ræða um mismunandi gildi prófa frá Kt og KHl og ennfremur um kaffitima og störf innt af hendi i honum. Starfshópur III á að ræða um lengingu starfstima sbr. reglu- gerð sl. vor og um hámarksfjölda nemenda i bekkjardeild. Starfshópur IV á að ræða um kennsluskyldu og viðverutima i grunnskóla og greiðslur fyrir yf- irvinnu. Þvert yfir listann stendur svo: Takið með ykkur Asgarð, frétta- blöð SIB og LSFK og kökur! Áður en við yfirgefum Hvassa- leitisskóla litum viö inn þar sem starfshópur II er að störfum. Hrúga af skjölum og reglugerð- um liggur fyrir framan þau fjög- ur sem ræða hér málsfn. Þeim er flettog málin rædd fram og aftur. Það er enginn leikur aö botna i þeim frumskógi. En það er ein- mitt tilgangur dagsins. —GFr.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.