Þjóðviljinn - 09.11.1976, Page 16

Þjóðviljinn - 09.11.1976, Page 16
DWÐVIUINN Þriöjudagur 9. nóvember 1976 Aöalslmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstudaga, kl.9-12 á iaugar- dögum og sunnudögum. Utan þessa tíma er hægt aö ná i blaöa- menn og aöra starfsmenn blaösins I þess- um simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. Einnig skal bent á heimasima starfs- manna undir nafni Þjóöviljans i sima- skrá. Hitaveita Suðurnesja: Vígð um helgina Bráöabirgöavarmaskiptastööin viö Svartsengi. Til vinstri á myndinni er „biandarinn”, þar sem gufunni er spýtt í kalt ferskvatn, en til hægri sést „afloftarinn” þar sem óæskileg efni eru hreinsuö burt úr vatninu, áður en þaö fer inn á aðveituæðina til neytenda. m.M M m mm m m á Dagur frimerkisins ASÍ-frí- merki að koma út 1 dag er Dagur frimerkisins I 16. sinn. Félag frimerkjasafnara I Reykjavik, sem beitir sér fyrir frimerkjadeginum aö venju, hef- ur látið útbúa sérstök umslög og efnt verður til frimerkjasýninga I verslunargluggum og pósthúsum. Þá veröur eins og alltaf frá ár- inu 1961 sérstakur dagstimpill i notkun á póststofunni i Reykja- vik. í kvöld efnir Félag frimerkjasafnara til rabbfundar i Gyllta salnum á Hótel Borg, þar sem spjallaö veröur um frimerki yfir kaffibollum. A vegum Póst- og simamála- stjórnarinnar er að koma út frimerki i tilefni 60 ára afmælis ASI. Utgáfudagurinn er 2. desem- ber og verðgildiö 100 kr. Merkið er marglitt og teiknað af Eddu Siguröardóttur á Auglýsingastofu Gisla B. Björnssonar. A laugardaginn var Hitaveita Suöurnesja formlega tekin i notk- un, með þvl aö Gunnar Thorodd- sen iönaðar- og orkumálaráð- herra sneri hjóli á bráðabirgða- varmaskiptastöðinni við Svarts engi, þannig aö heitt vatn tók aö renna eftir aöveitulögninni til Grindavikur. Ráðgert er aö heita vatniö frá Svartsengi tengist hitakerfum rúmlega hundrað húsa vestan Vikurbrautar i Grindavik nú á næstunni, en áætlaö er að lokið veröi viö dreifikerfi i Grindavik i kringum næstu áramót, aö und- anskildu Þórkötlustaöahverfi og húsum sem Viölagasjóður reisti i Grindavik, en þau eru öll raf- hituö. Þá er reiknaö með að lokið verði viö 1. áfanga dreifikerfa i Njarðvik og Keflavik á þessu ári og hafnar framkvæmdir við 1. áfanga stofnæöar þar. Alls mun variö um 890 miljónum króna þetta ár til framkvæmda, en eins og fram kom i viðtali við Ingólf Aöaisteinsson, framkvæmda- stjóra Hitaveitunnar hér i blaðinu fyrir skömmu, þá mun verkiö i heild kosta rúma fimm miljarða, miðaö viö fullbyggt 90 mw orku- ver og dreifikerfi i flestar byggðir á Suöurnesjum auk Keflavikur- flugvallar. 1 áðurgreindu viðtali var rakinn langur aödragandi að stofnun Hitaveitu Suðurnesja og verður það þvi ekki endurtekið hér, en eitt af ráðgjafafyrirtækjum hita- veitunnar, Fjarhitun hf lauk frumáætlun um Hitaveitu Suður- nesja i mars 1975 og miðast sú áætlun viö hitaveitu fyrir öll sveitarfélög á Suðurnesjum að Hafnárhreppi undanskildum, en liklegt er að þar verði ofan á að rafhita hús á sama taxta og aðrir greiða fyrir heitt vatn til húsahit- unar. Aætlun Fjarhitunar var endurskoðuð i júli si. og náði þá einnig til Keflavikurflugvallar, en islenska rikið gerðist eignaraðili að hitaveitunni að 40 hundraðs- hlutum á móti sveitarfélögunum sjö, til að tryggja rétt vallarins til hitaveitunnar. Heildarstofn- kostnaður er miðaður við verðlag i júli 1976 og skiptist þannig: milj. Dreifikerfi................. 1896 Aðveituæðar................. 1396 Dreifist. & miðlun........... 310 Virkjun ..................... 1535 Samtals................. 5.137 Eftir opnunarathöfnina við Svartsengi var boðiö upp á hita- veitukaffi og meðlæti i Festi, félagsheimili grindvikinga og fluttu þar ræður þeir Jóhann Ein- varðsson bæjarstjóri í Keflavik og formaður hitaveitustjórnar, ráðherrarnir Gunnar Thoroddsen og Matthias Mathiesen og bæjar- stjórinn i Grindavik, Eirikur Alexanderson sem einnigá sæti i hitaveitustjórninni. Þá tók einnig til máls Ingólfur Aðalsteinsson, sem bauð gesti velkomna og brá fyrir sig enskri tungu að auki, með þvi aðhann bauð sérstaklega velkominn Jack nokkurn Weir kaptein af Keflavikurflugvelli, sem mun vera formaður „varnarmálaráðs” þar. Meöal þeirra stórmenna sem saman- komin voru i Festi voru landeig- endur að Svartsengi, þingmenn kjördæmisins og fulltrúar sveitarfélaganna og ráöherra kjördæmisins, svo sem áður seg- ir. Ekki varð séö að neinir þeirra verkamanna sem að fram- kvæmdumunnu heföu verið boðn- ir til hófs þessa. ráa Mótmæli gegn námslánastefnu ríkisstjórnarinnar Útífundur námsfólks á Austurvelli kl. 14 I dag kl. 14 gangast ellefu samtök langskóíanema fyrir útifundi á Austurvelii, þar sem námsmenn hyggjast koma á framfæri kröfum sinum um breytta stefnu rikisstjórnarinn- ar í lánamálnm langskólafólks og mótmæla nýjum úthlutunar. reglum Lánasjóðs islenskra námsmanna, þar sem þeir teija að hlutur barnafólks og fólks af alþýðuforeidri sé einkum fyrir borð borinn. Ræðumenn á fundinum verða þeir Einar G. Harðarson, sem fjalla mun um svonefnd K-lán, sem eru mun óhagstæðari en lán háskólanema, Ossur Skarphéð- insson, formaður Stúdentaráðs, ogGuðmundur Sæmundsson frá Samtökum islenskra náms- manna erlendis. Kjarabaráttunefnd náms- manna gengst fyrir fundinum, en að henni standa þrjú nemendasamtök háskóla- stúdenta hér heima og erlendis, skólafélög Tækniskólans, Vélskólans, Stýrimannaskól- ans, Fósturskólans, Fisk- vmnsluskólans, Myndlista- og handiðaskólans, Iönskólans, Tónlistarskólans og Leiklistar- skóia rikisins. I samtali við össur Skarp- héðinsson, formann S.H.I., igær kom það fram, að liklegt væri, að nemendur menntaskólanna á Reykjavikursvæöinu myndu einnig fjöimenna á fund náms- manna á Austurvelli og að kjarabaráttunefndinni hefðu þegar borist stuðningsyfirlýs- ingar frá samtökum þeirra. Þá vildi Ossur aö þaö kæmi fram i þessu sambandi, að samtök háskólanema hefðu lengi haft það á stefnuskrá sinni að nemendur við verkmenntunar- og listaskóla nytu sömu lánakjara og háskólanemar og að hin svonefndu k-lán yrðu afnumin. 1 siðustu viku fóru nemendur nokkurra þeirra skóla sem að framan er getiö i setuverkföll til að leggja áherslu á kröfur sinar, en auk þess var boriö út i hús i Reykjavik dreifirit i 20.000 ein- tökum, til að skýra þessi mál fyrir almenningi. Þá var hald- inn fundur i Félagsstofnun stúdenta á föstudag, þar sem samþykkt var verkfallsheimild til stúdentaráðs og áskorun til menntamálaráðherra um að fella úr gildi hinar nýju úthlut- unarreglur, þá var einnig samþykkt áskorun til Alþingis Ellefu samtök nemenda í langskólanámi boða til fundarins um að hækka fjárveitingu til Lánasjóðsins, þannig að fjár- þörf hans sé fullnægt. Allt var þetta samhljðða samþykkt. Ráö er fyrir þvi gert aö nemendur skólanna gangi fylktu liði frá skólum sinum á Austurvöll I dag og veröur lagt af stað ki. hálftvö. Fundarstjóri á útifundinum verður Þórður Yngvi Guðmundsson stúdent. ráa. Bjarki Elíasson, yfirlögregluþjónn: Aðeins hægt að beina tilmælum til byssusala Þeim veittist það næsta auð- velt, byssubófunum sem brutust inn i Sportval sl. laugardags- morgun, að ná sér i skotvopn og skotfæri, sem siðan voru óspart notuð á árrisula vegfarendur. Byssurnar voru á sinum stað uppi á veggjum og skotfæri undir gler- borðum hér og þar um verslun- ina. Greint hefur verið i fréttum frá atburðarásinni, sem varð I senn hröð og æsandi. Byssumenn- irnir, sem greinilega hafa fariö einum of oft i kvikmyndahús und- anfariö, hörfuðu undan lögreglu- mönnum skjótandi á hvað sem fyrir varð, einn braust inn í „rik- ið” á meðan hinn stóð við hurðina og hélt óviðkomandi f hæfilegri fjarlægð með skotvopnum sinum, og siðan var reynt að kúga bófana til hlýðni með táragassprengjum og fleiru. En ekkertgekk, og það var ekki fyrr en lögreglumenn brugðu á þaö ráð að keyra annan mann- anna niður, að skotbardaga lög- reglunnar og byssumannanna lauk. Mikiö vantaði þó upp á að skotbirgðir bófanna væru á þrot- um og Þjv. spurði Bjarka Elias- son yfirlögregluþjón að þvi i gær, hvernig það mætti gerast, að slik- ar skotfærabirgðir lægju á glám- bekk. — Ennþá eru ekki til nein sér- stök ákvæði i lögum um meðferð og geymslu skotvopna i verslun- um, sagði Bjarki. — Hins vegar hefur lögreglan beint ákveðnum tilmælum til verslunareigenda um geymslu skotvopnanna. Við gerðum t.d. ákveðnar kröfur um innréttingar i Sportval og farið var eftir þéim i hvivetna. Allar stærri byssur eru t.d. geymdar þannig, að „pinninn” er tekinn úr og þvi ekki möguíeiki á að nota þær. Það er hins vegar erfiðleikum bundið að gera sllka aðgerðá haglabyssunum og hefur þvi verið látið nægja að hafa þær, eins og allar aðrar byssur, undir rammgerðri slá og læsingum. I þessu tilfelli voru innbrotsmenn- irnir hins vegar vel búnir tækjum og þeim tókst að rifa allan útbún- Bjarki Eliasson. aöinn af veggjunum og ná þannig þeim byssum sem þeir höföu augastað á. Bjarki sagði, að nú lægi fyrir alþingi frumvarp um meðferð skotvopna og afhendingu byssu- leyfa. I þvi yrðu væntanlega skýr ákvæði um geymslu skotvopna i verslunum. — gsp Varað við skordýra- eitri Um nokkurt skeiö hefur veriö á markaði hér á landi skordýraeit- ur I sérstökum umbúðum er ber vöruheitið „Vapona Casette”. Er hér um að ræða hylki úr ljósu plasti meö fjórum strimlum er hafa að geyma hið virka efni. Vara þessi hefur verið á boöstól- um I mörgum bensinafgreiðslu- stöðvum og nokkrum verslunum viösvegar á landinu. Hylki þessi hafa verið seld án samþykkis heilbrigðisyfirvalda. Heilbrigðiseftirlit rikisins hefur nú ákveðið aö krefjast innköllun- ar vöru þessarar úr verslunum. Þar eð efni það sem um er aö ræða gæti verið hættulegt fólki, er öllum þeim er hafa slik hylki und- ir höndum ráðlagt aö hætta þegar notkun þeirra og fjarlægja úr hi- býlum sinum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.