Þjóðviljinn - 09.12.1976, Page 5

Þjóðviljinn - 09.12.1976, Page 5
Fimmtudagur 9. desember 1976 ÞJÓDVILJINN — SIÐA ÍSIGUKWS MOLDINNE QLITRAR GÚULIÐ Hroíntkílnar og opimkáar togui úr lor- um wvintýrumunntíni og irát«gnartniii- íngtim t«m tkriiaOi Ldttaróna, lmigr«ni« og Nú ur trélólur Oaudur. bækur Saga frá Skag- firðingum Á vegum IBunnar er komiö út fyrsta bindi ritverksins Saga frá Skagfiröingum.sem er viöamikiö heimildarrit i árbókarformi um tiöindi, menn og aldarhátt i Skagafiröi 1685-1847, en jafnframt nær frásögnin i og meö til ann- arra héraða, einkum á Noröur- landi. Jón Espólin sýslumaður er höfundur verksins allt fram til ársins 1835, en siðan Einar Bjarnason fræðimaöur á Mæli- felli og gerist frásögnin þvi fyllri og fjölbreyttari þvi nær sem dregur i tima. Saga frá Skagfirðingum ber öll sömu höfundareinkenni og Ár- bækur Espólins, jafnt um efnistök sem mál og stil. Þaö bindi verks- ins, sem nii birtist, nær til ársins 1786. Þar segir margt frá fyrir- mönnum i héraðinu, bæði andleg- ar og veraldlegrar stéttar t.d. Hólabiskupum öllum á timabilinu og sýslumönnum, ekki sizt Skúla Magnússyni siðar landfógeta. Jafnhliða er greint frá helztu bú- endum og ættkvislum. Af sögu- legum atburðum má nefna bruna Reynistaðar, likamáið og hvarf sr. Odds á Miklabæ. Kristmundur Bjarnason fræði- maður á Sjávarborg hefur samið ýtarlegar skýringar og viðauka við verkið, sem færa söguna nær nútímanum. Auk Kristmundar annast útgáfuna Hannes Péturs- son skáld og ögmundur Helgason BA. Vogun vinnur Vogun vinnur heitir bók sem Skuggsjá gefur út. Hún hefur að geyma sjálfsævisögu nýsjálenska ævintýra- og fjallgöngumannsins Edmund Hillarys sem ma. vann það afrek árið 1953 að verða fyrst- urmanna til að stiga fæti sinum á hæsta fjall jarðar, Everestind i Himalajafjöllum. HersteinnPálsson þýddi bókina sem 256 bls. prýdd myndum og kortum af söguslóðum. Bókin er sett og prentuð hjá Skuggsjá en bundin i Bókfelli hf. Um sjósókn á Breiðafirði Crterkominá vegum Skuggsjár bókin „Breiðfirskir sjómenn” og er höfundur hennar Jens Her- mannsson kennari. Hefur hann safnað saman og samið frásögur af sjósókn á Breiðafiröi og mynda sögurnar að nokkru leyti heildar- sögu af sjósókn á svæðinu. Sagt er frá sókn á opnum bátum við erfiðar aðstæður og má segja að nær hvert ár 18. og 19. aldar ,,sé vigt skipstöpum og hrakning- um þar sem hinar horfnu hetjur buðu óbliðum örlögum byrginn, æðru- og óttalaust” eins og segir á bókarkápu. / svölum skugga t svölum skugga heitir skáld- saga eftir Steinunni Þ. Guðmundsdóttur sem höfundur gefur út á eigin kostnað. Er þetta önnur bók Steinunnar, sú fyrri kom út árið 1972 og bar heitið Dögg i spori. A bókarkápu segir m.a. eftir- farandi: Sögusviðið er frjálst og óþvingað, Mildur tónn náttúrunn- ar fellur yfir menn og málefni. — Frá Hœstarétti að Hrafnistu Skuggsjá hefur gefiö út endur- minningabrot úr fórum Sigurðar Haralz, sem Kormákur Sigurðs- son hefur skrifað. Nefnist bókin „1 moldinni glitrar gullið” og er hún 223 siður að stærð. Sam- kvæmt upplýsingum á bókarkápu er þarna að finna hreinskilnar og opinskáar sögur úr fórum ævin- týramanns og frásagnarsnillings, sem skrifaði Lassaróna, Emigranta og Nú er tréfótur dauður. Sigurður Haralz fæddist árið 1901 i húsinu „Hæstiréttur”, sem stóð við Gr jótagötu og hafði i eina tið þá virðulegu stofnun innan sinna veggja. Er Sigurði siðan fylgt i gegnum lifið allt til dagsins i dag, en hann dvelst nú á Hrafn- istu. Helgi skoðar heiminn A yfirlitssýningu Halldórs Péturssonar listmálara 3 sl. hausti varð hinum fjölmörgu sýn- ingargestum starsýnt á. röð lit- mynda, sem sýndu ungan dreng, hestinn hans og hundinn við ýms- ar aðstæður og harla ævintýra- legar, enda voru myndir þessar bæöi skemmtilegar og listavel gerðar. Nokkrum mánuöum áður en sýningin var haldin hafði það orð- ið að ráði milli Halldórs og bóka- útgáfunnar Iðunnar að leita eftir þvi við Njörð P. Njarðvik lektor að hann semdi sögu, er félli að þessum myndum. Féllst hann á að takast það verk á hendur, en Halldór jók við litmyndum á spjöld bókarinnar og saurblöð, svo og mörgum svarthvitum teikningum i samræmi við texta Njarðar. Myndirnar voru lit- greindar i Prisma s.f. i Hafnar- firði, en bókin siðan prentuð og bundin i Englandi. Nú er þessi fallega bók komin á markað og mun eiga eftir að gleðja augu margra bæði barna og fullorðinna, enda stendur hún fyllilega jafnfætis þvi, sem best ' er gert erlendis I útgáfu hlið- stæðra bóka handa börnum. Úr fórum Stefáns Vagnssonar frá Hjaltastöðum Bókaútgáfan Iðunn hefur sent á markað bókina tir fórum Stefáns Vagnssonar frá Hjaltastöðum. Þetta er mikið rit, tæpar 400 bls. að stærð, prentað i prentsmiðj- unni Odda hf. og bundið i Sveina- bókbandinu. Stefán Vagnsson (1889-1963), sem kenndi sig við Hjaltastaöi i Blönduhlið, er mörgum kunnur fyrir visnagerð sina og þjóðlegar frásögur, þótt hann sendi ekki frá sér bók i lifanda lifi. Sumar stök- ur hans urðu landfleygar, og sýnishorn af sögum, sem hann skrásetti, birtust m.a. i Grá- skinnu, safni þeirra Sigurðar Nordals og Þórbergs Þórðarson- ar. úrfórum Stefáns Vagnssonar er stórt safn af lausu máli og bundnu, og hefur drýgstur hluti þess hvergi verið prentaður áður. Stefán Vagnsson var ágætlega ritfær og manna gamansamast- ur, þar sem það átti við. Varpar bókin skýru ljósi á einkenni hans sem höfundar. 1 inngangi eru birtar greinar um Stefán eftir Jón Sigurðsson á Reynistað og Sigurð Nordal, eh Hannes Pétursson valdi bókarefnið og bjó til prentunar. Sveinbjörn gef- ur út lausavísur Sveinbjörn Beinteinsson, Drag- hálsi, hefur gefiö út safn lausa- visna, sem ætlað er að vera sýnis- horn af lausavisnagerð fyrr og nú. 1 formála segir Sveinbjörn m.a.: Visan hefur löngum veriö tryggur förunautur i bliðu og striðu og svo má enn vera. I þess- ari sýnisbók ætti hver og einn að geta fundið nokkuð við sitt hæfi og þá rifjað upp margar visur sem hér vantar. Það hefur tekið mig langan tima aö safna i þessa bók úr prentuðum ritum, timaritum, blöðum og fjöldamörgum hand- ritum. Samt er hér um enga Sveinbjörn Beinteinsson. heildarmynd að ræða þvi viða eru visurnar á ferðinni.” Bókin er 190 siður i litlu broti. Letur h.f. fjölritaði. Til gamans látum við fljóta með eina visu eftir Pál ólafsson. Áður heldur en ég dey ættir þú að lofa einhverntima Margrét mey mér hjá þér að sofa. Afmœlisrit Ungmenna- félags Selfoss Úter komið veglegt afmælisrit Ungmennafélags Selfoss, sem stofnað var árið 1936 og er þvi fjörutiu ára á þessu ári. Páll Lýðsson skrifaði bókina og er hún 320 blaðsiður að stærð. Útgefandi er ungmennafélagiö sjálft. Sagt er frá ferðum afreksfólks ungmennafélagsins til annarra landa en margir skemmtilegir hrakfallabálkar koma lika við sögu og ógleymanlegum myndum er brugðið upp af stærstu stund- um afreksmanna félagsins. —HÖFUM OPNAÐ^ sportmagasm á tveimur hæðum í húsi Litavers við Grensásveg 22 Allar tegundir af sportvörum, m.a. iþróttaskór, Adidas og Göla. Dunlop iþróttavörur. íþróttatöskur allar gerðir og margt, margt fleira. Allar stærðir af bolum. Allt fyrir vetrarsport. Skiði, skautar og snjóþotur. Skiptum á notuðum og nýj- um skautum. Allt fyrir hestamenn, reiðtygi, allar ólar og gjarðir. Allar tegundir af skeifum, m.a. skaflajárn. Allar stærðir af byssum og skotfærum. Allt fyrir sport- og veiðimenn. ódýru barnaskiðasettin eru komin. 3.775 kr. settið. jólagjafa Allt til Nýtt glæsilegt sportmagasin hefur verið opnað i húsi Litavers við Grensásveg 22. Næg bilastæði. Sportmagasínið Goðaborg hf. Sími 81617 — 82125

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.