Þjóðviljinn - 09.12.1976, Síða 7

Þjóðviljinn - 09.12.1976, Síða 7
Fimmtudagur 9. desember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Hagsmunir og hugsjónir Ég lit svo á, að Björgvin á Stokkseyri hafi gefið mér sið- ferðisvottorð til að skrifa i þetta málgagn verkalýðs. þjóðfrelsis og sósialisma. Það kom svosem ekki á óvart, að það þyrfti ein- hvern úr kreppukynslóðinni til. Hún stendur fyrir sinu. Á nýloknu Alþýðusambands- þingi gerðist sá atburður, að samþykkt var með 3/5 greiddra ' atkvæða að mótmæla veru Is- lands i Nató og dvöl bandarikja- hers á tslandi. Mönnum er sjálfsagt ekki öll- um ljóst, hvert nýmæli hér er á ferð. En staðreyndin er sú, að Alþýðusambandið hefur aldrei áðurmótmælt aðildinni að Nató, þótt stundum hafi verið skorað á stjórnvöld að segja upp Kefla- vikursamningnum og siðar her- stöðvasamningnum. Skal sú saga rakin stuttlega. Arið 1946 hafði ASI forystu fyrir mótaðgerðum gegn Kefla- vikursamningnum, sem náðu hámarki með allsherjarverk- falli i Reykjavik daginn sem hann var samþykktur á Alþingi með atkvæðum 32ja þing- manna. A aukaþingi 1947 er þessi andstaða itrekuð og mas. 1950 er enn skorað á Alþingi að segja samningnum upp strax og ákvæði leyfðu, sem þá átti að vera tveim árum siðar. Árið 1948 komust kaldastriðs- menn yfir stjórn Alþýðusam- bandsins, og á þvi þingi er ekk- ert ályktað um sjálfstæðismál- in. Þvi beitir ASt sér ekki gegn inngöngunni i Nató 1949, og á þinginu 1952, ári eftir endur- komu hersins, eru einungis þær frómu óskir samþykktar, að hermennirnir haldi sér innan samningssvæðisins og valdi ekki átroðningi á opinberum veitingastöðum eða samneyti islensku æskufólki svo að til skaða sé . Þá mun verkalýðs- forystan hafa verið einna dýpst sokkin i sjálfstæðismálunum. Arið 1954 fellur meirihluti krataihaldsins i Alþýðusam- bandinu og þá er skorað á stjórnvöld að segja herstöðva- samningnum upp. Hið sama gerist á þingunum 1956, 1958 og 1960, en siðan ekki söguna meir þar til nú. Allt var þetta þó i i'ormi áskorana til Alþingis og rikisstjórnar, en hersetunni er ekki afdráttarlaust mótmælt og aldrei minnst orði á Nató. Enda hefur Alþýðusambandið aldrei beitt sér beinlinis i þessari sjálf- stæðisbaráttu sl. 30 ár. Hvað skyldi hafa valdið þeirri breytingu, sem varð kringum 1950 á hinni áður skeleggu af- stöðu verkalýðshreyfingarinnar og þeim doða, sem æ siðan hefur einkennt flesta forystumenn hennar i hernámsmálinu? Það er ekki nóg að kenna kaldastriðsáróðrinum og rússa- grýlunni um. Ræturnar liggja auðsæilega i þvi ..hæfilega at- vinnuleysi", sem skipulagt var með aðstoð Marshalls 1948 — 51. Siðan kemur herinn 1951, og ótrúlegustu menn keppast um að fá vinnu hjá Kananum. Mót- staða verkalýðsins gegn er- lendri ásælni bilar, þegar hún verður forsenda þess að hafa til hnifs og skeiðar. Og þáverandi eftir Árna Björnsson, cand. mag. forystumenn virðast ekki hafa náð sér eftir þetta áfall. 1 nýútkomnum Dagfara, mál- gagni herstöðvaandstæðinga, skrifaði ég um skiptar skoðanir ihaldsmanna á þvi, hvort taka bæri beint gjald af bandarikja- mönnum fyrir afnot lands okkar undir herstöð. Þar standa m.a. þessi orð: — Auðmönnum skal ekki neitað um það að þeir geti átt sér hug- sjónir, — jafnlengi og þær rek- ast ekki á hagsmunina. Eg þykist nú sjá. að það sé ósanngjarnt i garð auðmanna að taka þá eina útúr. Ohætt virð ist að taka stofninn auð- fram- anaf. Þvi þótt óliku sé saman að jalna. ofsagróða og nauðþurft- um, sýnist flestum mönnum hagsmunirnir mikilvægari en hugsjónin um frjálst tsland, likt og Jóhannes úr Kötlum lætur Þjóðunni segja i Sóleyjarkvæði: — nú veit ég að strið er gróði og freslsið arður af auöi en ekki ljóði. Þrátt fyrir þá smánarlegu staðreynd, að 2/5 fulltrúa á þingi Alþýðusambandsins greiddu atkvæði með hernum og Nató (sama hlutfall og VL náði meðal almennra kjósenda), virðist svo sem eftir aldarfjórð- ungsniðurlægingu sé ný kyn- slóð laus úr viðjum hins mikla ósigurs. Vonandi lætur nýkjörin miðsjórn hina skeleggu sam- þykkt þingsins ekki geymast og gleymast sem orðin tóm. Enn eflist franska vinstrifylkinginn Mitterand á þingi: fer varlega að millistéttum. Hægrisveifla? Að undanförnu hefur veriö haft hátt um svonefnda hægrisveiflu i evrópskum stjórnmálum. Er þá vísað til þess, að sósialdemókrat- ar hafi hrökklast frá völdum i Sviþjóö og tapað fylgi i Vestur-- Þýskalandi, og að verkamanna- flokkurinn hafi tapað i Bretlandi. Ekki sýnast töp þessara þriggja sósialdemókratisku flokka raun- veruleg forsenda fyrir viðtækum alhæfingum. 1 Þýskalandi gerist það nú á dögunum, að samstaða kristilegu hægriflokkanna tveggja, sem komið hafa fram sem ein blökk, er rofin. Og gegn talium hægrisveiflu mætti gjarna tefla áminningu um kosningasig- ur kommúnista á Italiu fyrr nú i sumar. Og vinstrifylkingin I Frakklandi heldur áfram að safna rósum i sin hnappagöt, eins og hér skal gert að umræðuefni. Tviskipting De Gaulle bjó á sinum tima til kosningalög i Frakklandi sem bersýnilega var stefnt gegn kommúnistum. Þeir gátu fyrst eftir að lögin gengu i gildi ekki fengið nema liðlega tug þing- manna út á fimmtung allra at- kvæða, vegna þess að þeir þurftu hreinan meirihluta i kjördæmi til að komast að. En lög þessi uröu fleiri öflum erfið. Og að lokum eru þau veigamikill þáttur i að berja saman það pólitiska banda- lag sósialista, kommúnista og vinstri radikaia, sem árið 1974 hafði næstum þvi tryggt Francois Mitterand sigur i forsetakosning- um. Það munaði rúmlega hálfu prósenti atkvæða á honum og Giscard d,Estaing, frambjóöanda hægrisamsteypunnar. Siðan þá hefur Frakkland skipst i tvær nokkurnvegin jafn- sterkar fylkingar. Menn eru með eða móti stjórninni, smærri öfl, „þriðju” aðilar, verða ekki til að trufla myndina að ráði. Þessi til- tölulega skýra skipting á sér að sjálfsögðu einnig forsendur i þvi, að eigna- og tekjuskipting er miklu ójafnari i Frakklandi en i nálægum löndum flestum, þjóð- félagslegt óréttlæti miklu áþreif- anlegra en gengur og gerist i „velferðarþjóöfélagi”. Giscard d’Estaing hefur skilið þá hættu sem honum stafar af þessari tvi- skiptingu, og hefur með ýmsum ráðum reynt að biðla til Mitter- ands og sósialistaflokks hans, reynt að kynda undir kommún- istaskrekk meðal fylgismanna sósialista. Til þessa hefur hann ekki haft erindi sem erfiði. Aukakosningar Þetta kemur greinilega fram m.a. i aukakosningum um sjö þingsæti sem fram fóru i Frakk- alndi i siðasta mánuði — en reyndar er pólitisku ástandi i Frakklandi lýst sem allsherjar- biðstofu undir þingkosningarnar 1978. Þessar kosningar staðfestu nýlegar skoðanakannanir sem benda til, að hægriflokkameiri- hluti Giscards sé þegar búinn aö tapa orustunni, sautján mánuð- um áður en hún verður háð. Þess- ar kannanir skýra frá þvi, aö vinstrifylkingin mundi núna fá 52-53% atkvæða. Það yröu mikil tiðindi i landi „hinna tvö hundruö fjölskyldna” sem hafa stærstu og veigamestu einingar fransks efnahagslifs i hendi sér. 1 aukakosningum i Yvelin (þar sem Versalir eru helst borga) töpuöu vinir forsetans átta pró- sent atkvæða. Kommúnistinn Jean Cuguen vann þingsætið i annarri umferð (fái frambjóð- andi ekki hreinan meirihluta verður að kjósa aftur). Og menn veita þvi sérstaka eftirtekt, að hann fékk rúmum 2% fleiri atkvæði i seinni umferð en kommúnistar og sósialistar höfðu fengið samanlagt i hinni fyrri. Þetta þykir visbendin um traust- leika vinstra samstarfsins, en það hefur oft komið fyrir áður, að stuðningsmenn sósialista hafa ekki skilað sér nærri allir ef aö þeir þurftu að kjósa kommúnista i seinni umferð og sósialistafram- bjóðandinn hafði dregið sig til baka. Þróun sósialista laukakosningum þessum fengu vinstri flokkarnir 7% fleiri atkvæði en i siðustu þingkosning- um. Sósialistar njóta sem fyrr meira góðs af samstarfinu, þeir bættu við sig 9% en kommunistar töpuðu 2% miöað við fyrra fylgi i þessum kjördæmum. Aður hefur verið mikið um það talað, að kommúnistaflokkurinn hafi brugðist við meiri velgegni sósialista með nokkurri kröfu- hörku i þeirra garð. En hið vinstrisinnaða vikurit Le Nouvel Observateur telur að foringi flokksins, Marchais, hafi nú kom- ist að þeirri niðurstöðu, að „hörð lina” leggi þvi allt kapp á að treysta hið pólitiska samband. Sósialistar munu nú njóta fylgis um 30% kjósenda en kommún- istar 20%. Þótt að vinstriblökkinni vegni vel nú, er að sjálfsögðu margt á huldu um það, hvernig henni mundi ganga að framfylgja þeirri „sameiginlegu stefnuskrá” sem samstarfið byggir á. Margir vinstrisinnar eru ekki vel ánægöir með það, hve mjög Mitterand leggur á það áherslu, að vinstri- stjórn mundi fara mjög varlega i þjóðnýtingum og á það, að flokk- ur sinn sé arftaki hins franska só- sialdemókratis. Að minnsta kosti virðast skoðanakannanir benda til þess, að atvinnurekendur séu ekki eins smeykir við „rauðu hættuna” og þeir voru 1974. 70% þeirra eru sagðir búast við kosn- ingasigri vinstrifylkingarinnar, en aðeins 4% búast við þvi aö verkamenn taki völdin i fyrir- tækjunum og aðeins 3% óttast þjóönýtingu. Sundrung til hægri Aðferð Mitterands miðast að sjálfsögðu einkum við það, að hvekkja ekki ýmsa miðjuhópa i samfélaginu, en reyna heldur að nota sér sem best þá sundrungu sem upp er komin i hægra liöinu. Giscard á i mjög erfiðri sambúö við stærsta flokk hægrisamsteyp- unnar, gaullistana i UDR, sem ráða 174 af 295 þingsætum meiri- hlutans. Eftir að forsetinn losaði sig við gaullistaforingjann Jacq- ues Chirac úr embætti forsætis- ráðherra hefur Chirac verið að fylkja liöi sinu og byggja sér upp orðstir leiötoga sem gæti skákað forsetanum. Margir höfðu spáð þvi, að UDR mundi smám saman leysast upp eftir að bæöi de Gaulle og Pompidou hefðu safn- ast til feðra sinna, enda mun sá flokkur hafa búið við mjög laus- lega skipulagningu og þurft á „sterkum manni” að halda sér til samloðunar. UDR ætlar einmitt nú i desemberbyrjun að halda aukalandsfund i Paris og bjóst við 40.000 þátttakendum — en á sið- asta landsfundi i Nizza mættu að- eins 5000 manns, svo upplausnin i hægra liðinu gerist annarsstaðar en einmitt þar. 1 aukakosningum þeim sem áöan voru nefndar stóðu gaullist- ar sig best stuðningsflokka hægri meirihlutans. Andkommúnisminn Giscard d’Estaing sýnist eiga fátt úrræöa til að mæta þeirri þró- un sem stefnir völdum hans i mikla tvisýnu. Stundum virðist sem hann hafi þegar sætt sig við væntanlegan kosningasigur vinstri flokkanna. Hvað eftir ann- að hefur hann boöið Mitterand til pólitiskra viðræðna i Elyséehöll, en Mitterand hefur hingaö til bitiö þær freistingar af sér. önnur úrræði Giscards eru ekki ýkja frumleg. Hann hefur trúað pólitiskum gestum sinum fyrir þvi, að árið 1978 muni yfir Frakk- land ganga andkommúnist- iskasta kosningabarátta sem hingað til hefur sést i heiminum. AB byggði á DN og Spieg

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.