Þjóðviljinn - 09.12.1976, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 09.12.1976, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 9. desember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Velheppnað fræðslustarf ungtemplara Rætt um eiturlyf og aöra vímugjafa viö gagnfræöanema íslenskir ungtemplarar hafa i vetur fengið með sér valda nem- endur úr gagnfræðaskólum höfuðborgarsvæðisins á þriggja daga námskeið um vimugjafa. Voru námskeiöin haldin i ölfus- borgum og i Kópaseli i Lækjar- botnum og voru 20 til 30 nemend- ur á hverju námskeiði. Leiðbein- endur voru allirfengnir úr röðum ungtemplarahreyfingarinnar. A þessum námskeiðum var einkum lögð áhersla á aö gefa hlutlausar upplýsingar um inni- hald ýmisskonar vimugjafa og fikniefna. Minna var lagt upp úr umræðum um afleiðingar neyslu þeirra og var nemendunum gef- inn kostur á að ráða námsleiðun- um að verulegu leyti. Fengu þeir . sjálfir að taka þátt i undirbúningi námskeiðisins og skipulagningu þess og var reynt að hafa dvölina i ölfusborgum og Kópaseli sem frjálslegasta. Þjv. ræddi fyrir skömmu við þrjá þátttakendur á námskeiði i Kópaseli. Voru það þau Bjarni Eiriksson, Kristin Þorsteinsdóttir og Ingibjörg Gunnlaugsdóttir. Þau sögðust öll hafa farið þangað fyrst og fremst fyrir forvitnis sakir og voru sammála um að þau hefðu komiö miklum mun fróðari heim. — Þetta var alveg stór- skemmtilegt og fróðlegt, sögöu krakkarnir. — Við fengum ao ráða ferðinni sjálf að miklu leyti og þegar námið var búið á hverj- um degi voru haldnar kvöldvök- ur, sem við sáum sjálf um. Við getum örugglega sagt félögum okkar i skólunum sitt af hverju um eiginleika þessara algengustu vimugjafa eftir að hafa fariö á námskeiðið. Ályktanir Nemendur i ölfusborgum dagana 12.-15. nóvember voru af- ar áhugasamir og sendu m.a. frá sér eftirfarandi ályktanir Ályktun um fikniefna- mál 1. Fjölga ber verulega mannafla i Finiefnadeild lögregl- unnar. 2. Bæta skal tækjakost Fikni- efnadeildarinnar eftir þörfum. Ljóst er að deildin er mjög van- búin tækjakosti. 3. Allir þeir peningar sem tekn- ireru við sölu eða kaup á fikniefn- um eiga að renna til rannsókna á fikniefnamálum. 4. Herða ber eftirlit með útgáfu lyfseðla á róandi lyfjum. 5. Þyngja skal refsingar fyrir smygl og sölu fikniefna. 6. Gefa skal lögreglunni frjáls- ari hendur við rannsóknir á f&ni- efnamálum. Morgunveröur i ðlfusborgum. Þessu til stuðnings bendum við á eftirfarandi: a) Ofneysla eiturlyfja hér á landi er staðreynd I stað bindindis- fræðslu ætti að koma fræðsla um eðli og verkanir vfmugjafa almennt. Kristin, Bjarni og Ingibjörg voru ánægö með ferð sina upp i Lækjarbotna. 7. Auka ber fræðslu um eðli og verkanir vimugjafa. 8. F jölmiðlar mættu f jalla meir um fíkniefni. Um bindindisfræðslu Reglugerð um bindindisfræðslu sem gefin var út árið 1956 er löngu úrelt. b) Okkar reynsla er sú, að þvi sem næst engin fræðsla eigi sér stað i skólakerfinu um vimu- gjafa. c) Til þess að slik fræðsla nái sem bestum árangri, er nauðsyn- legt að draga fram raunveru- leikann t.d. i formi kvik- mynda. Fræðsla um vimu- gjafa skal fyrst og fremst vera hlutlæg. Leggja skal rika áherslu á hópvinnustörf svo virkja megi sem flesta nem- endur. Að ofangreindu er ljóst að reglugerð þessi þarf þegar i stað gagngerðar endurskoðunnar. Silja Aðalsteinsdóttir skrifar um barnabækun Er eitthvað að breytast? Kout Odcgárd Fugl og draumur Alveg er ég orðin yfir mig hlessa hvað bækurnar sem mér berast þessa dagana eru firna vandaðar. Er mér ef til vill farið að förlast i ellinni eða er ástandið að breytast til batnaðar? Hver bókin af annarri er prentvillulaus — hér áður fyrr var alltaf viss prentviliuskammtur á bók. Myndskreytingar hafa stórskán- að. Og efnið: Allar bækurnar sem ég hef fengið i hendur þessa vertið eru um eitthvað sem máli skiptir. Þessar bækur eru lika lausar við stimpilinn drengjabók, stúlknabók. Þær eru allar skrifaðar fyrir bæði kynin jafnt, enda búa drengir og stúlkur við lik kjör i nútimasamfélagi og eðlilegt að gefa út bækur sem ná til allra. Nú veit ég að þau Frank, Jói og Nansi eru ennþá virk i baráttunni við lögbrjóta ásamt félögum sin- um f sögum Enidar Blyton og fylgismanna hennar, þótt mér séu ekki sendar þær bækur. En von- andi stefnir þróunin i átt frá þeim og öðrum f jöldaframleiddum for- múlubókum, og þvi ber að fagna. Efni pistilsins i dag eru tvær sögur sem sæta nokkrum tiðind- um, hvor á sinn hátt. Helgi skoðar heiminn myndir: Halldór Pétursson saga: Njörður P. Njarðvik Iðunn, 1976, verð kr. 1380 Ætli hérsé ekki komin jólagjöf- in handa vinum yöar erlendis, ef þeireruyngri en 10 ára? Sigild is- lensk sveitalifssaga um litinn dreng, sem býr i torfbæ og fer i ferðalag með hesti og hundi, myndskreytt af þekktasta og af- kastamesta teiknara landsins. Þetta hljómar ef til vill ekki sér- staklega uppörvandi, en þegar nánar er að gætt er margt óvenju- legt við þessa bók. Myndirnar eru mun betur unnar en annað sem ég hef séð af myndskreytingum i barnabókum eftir Halldór Pétursson. Margar myndirnar eru skemmtilegar og lifandi t.d. þar sem hryssan Fluga fælist (ekkert blaðsiðutal i bókinni). Yfirlitsmyndin af ferðalagi Helga á fyrstu opnunni er bráðsniðug og gagnleg, einkum þegar sagan er lesin fyrir mjög litil börn, þau átta sig vel á gangi mála þegar búið er að útskýra þá mynd fyrir þeim.Loks ersvo myndinaf tröll- unum i hrauninu undir lok bókar bæði frumleg og frábærlega vel gerð. Að visu hafa myndirnar lika nokkur af leiðinlegri einkennum mynda Halldórs. Strákurinn Helgi er ófriðari á sumum mynd- unum en dæmi eru til meö islensk börn. Svo er eitthvertósamræmi i myndunum sem mér gengur illa að sætta mig við. Ég get ekki bet- ur séð §n strákurinn sé á galla- buxum og gúmmiskóm, en hins vegar er mamma hans (þar sem hún stendur i dyrum torfbæjar- ins) i vaðmálspilsi með svuntu og sjal. En þetta eru smáatriði miðað við hvað börn geta unað sér við að lesa úr myndunum. Þvi ber aö leggja höfuðáherslu á það sem gott er um þær að segja. Myndirnar urðu til áður en sag- an var skrifuð og hlýtur Niröi P. Njarövik að hafa verið vandi á höndum að skrifa sjálfstæöa sögu kringum þær. Það hefur honum hins vegar tekist afbragðsvel. Sagan getur alveg staðið án myndanna og bætir miklu við þær, auk þess sem hún er hýr og hlýleg, verulega lipur i upplestri og kemur efni sinu vel til skila. Njörður leggur út af þvi megin- þema að maðurinn búi ekki einn að náttúrunni. Hvar sem Helgi kemur á skoðunarferð sinni um heiminn er lif fyrir: mófugl i mó, sjófugl við sjó, álft á heiði, örn i kletti. Og Helga skilst að þetta lif þarf að virða ef lifa á I friði i heiminum hans. Þessi saga flytur þvi mjög svo raunhæfan boðskap börnum nútimans þótt myndbún- ingur hennar sé gamaldags. Fugl og draumur Knut ödegard Frits Solvang myndskreytti Einar Bragi islenskaði Letur, 1976, verð kr. 840 Tvö ljóðskáld leggja saman hugvit og málsnilld í þessari barnabók, enda ér hún engri ann- arri bók lik sem ég hef lesiö. 1 rauninni er hún eins og ljóð i ó- bundnu máli, undurfallegt ljóð handa börnum: „Fyrst er nótt í herbergi Möggu og Helgu. Inn um rifu á gluggatjaldinu gægist máninn, stór og búldúleit- ur og likist gulu auga á himnin- um. Þær sofa undir tungli og stjörnum, þangað til sólin vaknar og bústin býfluga flýgur drynj- andiinn um hálfopinn gluggann.” (bls. 8) En þetta ljóö er ekki bara um býflugur, sól og mána, það er um veruleika i verkamannaflokk þar sem starfsmenn Álverksmiðju búa ásamtfjölskyldum slnum. Og Frii* &ilvanj myntliíkreitt: sá veruleiki er ekki alltaf falleg- ur, hvað sem sagt er frá honum á ljóðrænan hátt. Magga er vitundarmiðja sög- unnar, sagan er upprifjun hennar á örlagariku sumri i lifi hennar og fólksins hennar. Frásögnin verð- ur nokkuð flókin fyrir börn vegna þess hvað timinn er ruglingsleg- ur, einkum framan af, en ekki held ég það komi að sök. Snemma þetta sumar fundu Magga og Sifa vinkona hennar dauðan fugl á götunni, sem þær jarða, syngja og gráta yfir. Fugl- inn verður eins konar tákn um fallvaltleika lifsins og forspá þess sem koma skal. Að kvöldi sama dags heyrir Magga i fyrsta sinn foreldra sina tala um veikindi föðurins gegnum þilið þegar hún er að sofna. Það er mikil mannvonska í þessari sögu. Þar er sagt frá strákum sem pissa á hjól meðan stoltur og sár eigandi horfir á. Þar er sagt frá húsverði og öðru fólki i blokk, sem er sifellt með reglur á vörum, reglur sem fyrst og fremst koma börnum illa: bannað að leika sér á grasflötinni, bannaö aö hafa barnavagna i ganginum, bannað að hafa dýr i ibúöunum...... Og svo er hún barmafull af sorg, sagan hennar Möggu, og skilureftir sárindiihuga lesanda, samviskubit. Þó held ég að hún geri börnum gott og skilji miklu meira eftir en sannleikann. Það er mikil sorg og mikil mann- vonska I heiminum. Það eru ekki öllbörnsólskinsbörn.þóttþau séu algengust i islenskum barnabók- um. Myndirnar eru margar afskap- lega fallegar, en þó er það fyrst og fremst málið á sögunni sem er fengur að fá i barnabók. Stundum koma sérkennilegar myndhverf- ingar á barnamáli: „Pabbi var hvit bréf sem pósturinn kom með frá Osló.” (bls. 48) Lýsingin á haustinu er mjög myndræn: „Sumarblöðin grænu uröu að gulu og rauðu laufi sem féll söln- að til jarðar, svo að hægt væri að ösla i þvi i uppháum gúmmistig- vélum. Rotnaði. Og frostið kom, lagði þunnt isskæni yfir pollana. Veikt klingjandi brothljóö þegar einhver tritlaöi yfir þá á leður- stigvélum með ullarleistum og litlum telpufótum i.” (bls. 52). Fugl og draum þarf aö lesa með börnum, hún er það tormelt. En hún getur gefið mikiö í aðra hönd.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.