Þjóðviljinn - 09.12.1976, Page 12
12 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Fimmtudagur 9. desember 1976
Símon Jóhann Ágústsson
prófessor, dr. phil
Fáein kveðjuorð
Simon Jóhannes Ágústsson
fæddist i Kjós i Árneshreppi,
Strandasýslu, 28. september 1904.
Foreldrar hans voru Ágúst bóndi
þar (f. 29. ágúst 1865, d. 16. mai
1915) Guömundsson bónda s.st.
Pálssonar, og kona hans Petrina
Sigrún (f. 1. október 1879, d. 15.
janúar 1967) Guðmundsdóttir
bónda i Bæ og Krossnesi i Árnes-
hreppi Ólafsonar. Simon var
næstelstur 5 alsystkina. Elst var
Sveinsina, búsett i Reykjavik,
ekkja Alexanders Árnasonar
fyrrum bónda í Kjós. Hin eru Sig-
riður búsett á Akureyri ekkja Jó-
hannesar Arnar Jónssonar bónda
og fræðimanns á Steðja á Þela-
mörk, Sörli smiður á Flateyri og
Guðmundur fiskmatsmaður i
Hafnarfirði. Ein systir hans dó i
frumbernsku.
Simon var 10 ára, þegar faðir
hans lést og tók þá móðurfaðir
hans Guðmundur Ólason við bús-
forráðum. Haustið 1917 giftist
Petrina Jóni, þá verslunarmanni
á Isafirði, Danielssyni, bónda á
Skáldstöðum i Eyjafirði Daniels-
sonar. Jón fluttist að Kjós til
Petrinu, þegar þau giftust, og
gerðist bóndi þar. Þau eignuðust 3
dætur, Ingibjörgu, Agústu og
Guðrúnu, allar búsettar i Reykja-
vik. Ingibjijrg vinnur við land-
simann og Agústa á skrifstofu
bæjarsimans. Jón var fæddur 3.
september 181^ og lést 7. septem-
ber 1929. Eftir lát Jóns bjó
Petrina 2 ár I Kjós, en dvaldist
siðan hjá börnum sinum, fyrst hjá
Sveinsirvu, siðan um skeið hjá
Simoni, en lengst hjá Guðmundi á
Djúpavik og siðar i Hafnarfirði.
Mér er Petrina mjög minnisstæð
fyrir fróðleik hennar og
skemmtunarhæfileika, en hún
kom oft i heimsókn til móðyr
minnar. Petrina lést eins og áður
segir 15. janúar 1967 og átti þát89
afkomendur á lifi. Hennar var
minnst ,i Morgunblaöinu 22-.:
janúar 1967.
Frá ættum Agústsog Petrinu er
sagt i bókinni Strandamenn eftir
séra Jón Guðnason, Rvik 1955.
Si'mot). hóf skólanám i Kvöld-
skóla K.F.U.M. i Reykjavík 1922-
23. Gagnfræðapróf tók hann utan-
skóla 1924, settist siðan i Mennta-
skólann i Reykjavik og lauk
þaðan stúdentsprófi árið 1927. Að
loknu stúdentsprófi lá leið hans til
Sorbonne-háskóla i Paris
(Svartaskóla), þar sem hann
lagði stund á uppeldis- og sálar-
fræðinæstuárinog lauk prófi 1932
(Licencie fes Lettres). Siðan
stundaði hann framhaldsnám i
Paris og Þýskalandi árin 1933-36
með styrk' úr sjóði Hannesar
Amasonar og varð doktor i heim-
speki i-Paris árið 1936. Doktorsrit
hans nefnist La Döctrine d’Edu-
cation de Georg Kerschensteiner,
gefin út i Paris 1936 hjá forlaginu
L. Rodstein, 320 blaðslður i
Skirnisbroti, hið vandaðasta rit,
sem mun vera i fárra eigu hér á
landi. Georg Kerschensteiner var
einn þekktasti og áhrifamesti
uppeldisfræðingur þjóðverja,
fæddur i Miinchen 29. júli 1854,
dáinn 15. janúar 1932.
Simon kom heim til Islands að
námi loknu og varð þá forstöðu-
maður Alþýðuskólans I Reykja-
vik og gegndi þvi starfi til ársins
1940. Hann var starfsmaður og
ráðunautur barnaverndarnefnd-
ar Reykjavikur 1937-1945 og ráðu-
nautnr barnaverndarráðs Islands
1937 til 1966 og sat siðan i ráðinu
til dauðadags. Jafnframt var
hann stundakennari við Kennara-
skóla tslands 1937-38, Námsflokka
Reykjavikur 1947-48 og
Handiðaskólann 1949-50. Arin
1938-1944 flutti hann fyrirlestra
fyrir kennara og hélt námskeiö
fyrir kennara i háskólanum. Frá
1957 var hann um skeið stunda-
kennari við Leiklistarskóla Þjóð-
leikhússins. Félagi i Vlsinda-
félagi Islendinga varð hann 1941.
Auk þess starfaði hann i fjölda
nefnda.
Þegar prófessor Ágúst H.
Bjarnason lét af störfum fyrir
aldurssakir árið 1945, var Simon
skipaöur prófessor i forspjallsvis-
indum við Háskóla íslands, og
gegndi hann þvi starfi til ársins
1974, en á þvi ári varð hann sjö-
tugur.
Þekktastur var Simon fyrir hin
miklu ritstörf sin, og munu verk
hans halda nafni hans á lofti um
langan aldur. Auk frumsaminna
rita þýddi hann fjölda bóka og sá
um ýmsar útgáfur. Á siðasta ári
kom út ljóðabók eftir hann,
Gleymd stef en geymd, ort á
árunum 1926-36, falleg bók og
hugþekk, eins og vænta mátti.
Hér er ekki rúm til að telja upp
öll rit Simonar. Þau eru talin upp
i skrá yfir rit háskólakennara,
Kennaratali á Islandi og Islensk-
um samtiðarmönnum. Prófessor
Sigurjón Björnsson mun minnast
starfa Simonar að sérgrein sinni
og geta helstu rita hans hér á
eftir.
Sjálfur hefur Simon lýst rit-
störfum sinum á þessa leið:
„Flestþað sem eftir mig liggur á
islensku er ritað að loknum
vinnudegi, oft litilsverðu þreyt-
andi vafstri, um siðkvöld, nætur,
árla morguns, áður en haninn
gól.”
Ég vissi að það gladdi Simon
mjög að Visnabókin góða, sem
hann tók saman og flest börn
eiga, er óviða til nema óhrein eða
i tætlum', þótt hún hafi verið gefin
út hvað eftir annað.
1 timaritinu Strandapóstinum,
sem væntanlegt er nú fyrir jólin,
10. árg., munu birtast fjórar
stuttar greinar eftir Simon.
Fjalla þær um ýmis atvik úr
bernsku hans og sagnir, sem hann
heyrði i æsku. Þar segir m.a. frá
þvi, þegar hann sá skrimslið i
Lómatjörn og seinna draug, sem
gamla fólkið hefur eflaust talið
vera Seljanes-Móra. Af öðrum
ritum, sem koma ekki sérgrein
Simonar við, má nefna þætti um
einkennilega menn, sem birtust i
Rauðskinnu, endur fyrir löngu.
Auk þess kvað hann nokkur
rimnalög inn á segulband og plötu
og bjargaði þeim þar með frá
glötun.
Simon kynntist foreldrum min-
um á skólaárum sinum i Reykja-
vik og var tiður gestur á heimili
þeirra. Hann er þvi meðal fyrstu
manna, sem ég man eftir i
bernsku. Hann var einn trygg-
lyndasti og besti vinur fjölskyldu
minnar. Svo einlæg var vinátta
Simonar og fööur mins Baldurs
Sveinssonar, sem lést árið 1932,
að Simon tileinkaði honum
doktorsrit sitt, sem fyrr er nefnt,
og lét yngri son sinn heita eftir
honum.
Simon var meðalmaður á hæð
og fremur grannvaxinn, hæglátur
og yfirlætislaus, fluggáfaður, við-
sýnn , vel menntaður og skáld-
mæltur, talaði og ritaði stilhreina
og fallega islensku, svo sem verk
hans bera með sér. Ahugamál
hans náðu langt út fyrir sérgrein
hans.
í dagblaðinu Timanum sunnu-
daginn 25. apríl s.l. birtist
'9kemmtilegt og fróðlegt viðtal við
Simon. Þar lýsir hann uppvexti
sinum, námsárum og lifsviðhorfi.
1 þessari grein hef ég að nokkru
stuðst við efni þessa viðtals.
Símon vandist snemma á öll ál-
geng sveitastörf, eins og þau voru
þá, stundaði auk þess sjó, veiddi
hákarl og skaut fugla og sel. Var
aö þessu mikil búbót, þvi að bú-
stofn varlitillí Kjós, 67-75 kindur,
tvær kýr og tveir til þrir hestar.
Farkostir auk hesta voru bátur og
skiði.
A veturna voru sagöar.sögur i
rökkrinu, og minnist Simon best
ömmu sinnar Sigriðar Péturs-
dóttur, en hún hafði-þekkt fólk,
sem mundi móðuharðindin og
sagði honum ýmislegt, sem það
hafði sagt henni. Simoni fannst
hann þvi standa býsna nærri þeim
atburðum og fólkinu sem lifði þá.
Um ömmu sina segir Simon, að
hún afi verið „sjór af sögum, sem
við krakkarnir drukkum i okkur.
Hún kenndi okkur sæg af bænum
og versum, þulum og langlok-
um.” Bók Simonar, List og
fegurð, sem kom út 1953, er til-
einkuð móðurforeldrum hans.
Skömmu eftir að kveikt var,J
hófst kvöldvakan. Rimur ýmiss
efnis voru kveðnar, söguljóð lesin
upphátt svo sem örvarodds-
drápa, Grettisljóð o.fl. svo og
Skugga-Sveinn. Lesnar voru Is-
lendingasögur og aðrar forn-
sögur, riddarasögur og bækur
eftir 19. aldar höfunda, Maður og
kona, Piltur og stúlka o.fl. og
skáldsögur eftir samtima höf-
unda. Oft var gert hlé á lestrinum
og efni sagna og ljóða rætt með
þátttöku alls fólksins.
Bókakostur var meiri I Kjós
en almennt gerðist þá, bæði
gamlar torgætar bækur og nýjar.
Auk þess var allgott lestrarfélag I
hreppnum. Simon las allar bæk-
ur, sem til voru heima hjá honum
oghann gat komist yfir. A heimil-
inu voru auk prentaðra bóka til
haugar af skrifuðum bókum,
flestar eftir Gisla Gislason,
bróður séra Skúla Gislasonar
þjóðsagnaritara, en GIsli var
mörg ár i Kjós.
1 áður nefndu viðtali i Timanum
bregður Simon upp skemmtileg-
um myndum af atvikum úr
mannlifinu á Ströndum. Skulu hér
tilfærð tvö dæmi.
Guðmundur Jónsson hét lang-
afabróðir Simonar og bjó lengst
af á Kjörvogi og i Ingólfsf irði.-Um-
hann segir Simon svo:
„Guðmundur var greindur
maður og vel að sér og tók þvi oft
að sér unglinga til kennslu, eða i
læri, eins og það var kallað. Eink-
um munu það hafa verið óþekkir
og þrjóskir strákar, sem komið
var til hans.
Ég segi hér aðeins eina sögu af
þessum frænda mínum, þvi að
hún hefur nokkur uppeldislegt
gildi, og gætu menn sitthvað af
henni lært.
Guðmundur gekk mjög strang-
lega eftir þvi, að fyrirmæli hans
væru réttskilin, og að þeim væri
hlýtt. Eitt sinn fannst dauð mús i
bænum i Ingólfsfirði. Guðmundur
bað þá strák nokkurn, sem var til
náms hjá honum, að taka músina
ogleggja hanaá hauginn. Strákur
hlýddi þegar, tók músina og kast-
aði henni út á haug.Gúðmundur
horfði á aðfarir hans og lét þegar
vanþóknun sina í ljós, þar sem
strákur hafði ekki unnið verkið
eins og hann bað hann um að gera
það. Hann hafði beðið hann um að
leggja músina á hauginn, en
strákur hafði kastað henni á
hauginn. Varð nú strákur að taka
músina af haugnum, bera hana
inn i bæ og láta hana á sama stað
og hún var áður, taka hana upp á
ný og leggja hana kirfilega á
hauginn.
Þessi ögunarháttum sfnum lét
Guðmundur stundum fylgja ein-
faldar almennar skýringar, svo
sem þær, hvilika nauðsyn bæri til
þess, að hásetar skildu rétt skip-
anir formanns og hlýddu þeim.
Allur misskilningur og röng
framkvæmd gæti kostað skips-
höfnina lifið”
Blaðamaðurinn spyr Simon,
hvort hann muni eftir flökkurum,
þegarhann var að alast upp. Sim-
on svarar þannig:
„Flakkara sá ég aldrei, en
nokkrum sértrúarmönnum og
helvitisprédikurum man ég eftir.
Þóttu þeir sumir hvimleiðari,
frekari og óskemmtilegri en
gömlu flakkararnir. Einn þeirra
kom heim og fékk leyfi til að
predika.Faðirminn vará lifi, svo
ég hef verið innan við tiu ára ald-
ur Ég hlýddi fyrst á, en fann
fljótt, að boðskapur hans var i allt
öðrum dúrenhugvekjurhins sæla
biskups, Péturs Péturssonar. Fór
ég þá að tálga, og sagði um leið:
Þetta er ekki guðsorð. Við það
espast karlinn, svo að hann bend-
ir á mig og segir að ég sé á beinni
leið til helvitis. Rýkur þá upp
kerling ein, sem var heima, og
þótti mjög vænt um mig. Fara
þau i hár saman, og var gagns-
laust að bera klæði á vopnin.
Kerlingin var hamslaus af reiði
og þótti mér hún hafa miklu bet-
ur. Man ég það eitt, að hún sagði,
að hann hefði allra manna óhrein-
asta fylgju, og hefði hún þó marg-
ar ljótar séð. Þótt undarlegt sé,
beit þetta nokkuð á karl, enda var
hann sagður kominn af blendnu
fólki. Sagði kerling honum að
steinþegja og haga sér skikkan-
lega meðal vel kristins og al-
mennilegs fólks. Hafði helvitis-
predikarinn hægt um sig úr þvi.
Honum tókst þó að „frelsa” i bili
húsbændur á tveimur bæjum.
Bóndinn á öðrum þessum bæ
kom alloft heim. Hafði hann hætt
að bölva og nota tóbak. Ræddi
hann við afa minn um frelsun sina
og sagði meðal annars þessi orð,
sem ég gleymi aldrei: „Þótt ég
vildi syndga, þá gæti ég það
ekki”. Þetta þótti afa minum
ganga guðlasti næst. Eftir eitt eða
tvö ár rann þó frelsunarmóðurinn
af þessu fólki. Umræddur bóndi
fór nú aftur að bölva og taka
tóbak, og allt komst i sitt örugga
og kristilega far.”
Af framanrituðu má sjá, að
Simon hefur haft gott vegarnesti,
þegar hann hélt til Reykjavikur,
18 ára gamall. Hann langaði að
komast i prentnám, en sú iðn-
grein reyndist lokuð. A Djúpavik
kynntist Simon Jóni Magnússyni
skáldi, en hann hafði verið þar i
sildarvinnu tvö sumur, og bauð
hann Simoni að búa hjá sér i
Reykjavik, og hjá Jóni bjó hann
til 1927.
I kvöldskóla K.F.U.M. var Arni
Friðriksson, siðar fiskifræðingur,
kennari Simonar, en Arni mun þá
hafa verið i 6. bekk menntaskól-
ans. Arni hvatti Simon eindregið
til að lesa utan skóla til gagn-
fræðaprófs og halda siðan áfram
til stúdentsprófs. Simoni tókst að
útvega sér sæmilega vinnu á
sumrin og gat þvi kostað sig að
mestu sjálfur, meðal annars með
þvi að taka að sér timakennslu.
T.d. var hann heimiliskennari hjá
Tryggva Þórhallssyni einn vetur,
að sjálfsögðu jafnframt námi
sinu. Um námsár sin i Reykjavik
segir Simon, að sjónhringur sinn
hafi þá vikkað mikið,.,,bæði af
sjálfu náminu, og ekki siður af
þvi, sem ég las óviðkomandi þvi,
en það voru býsnin öll.”
Að loknu stúdentsprófi var Sim-
on staðráðinn i þvi að lesa sálar-
fræði og heimspeki. Fyrst var
ætlun hans að halda til Edinborg-
ar, en þá bárust fréttir af þvi, að
miklu ódýrara væri að stunda
nám i Paris, og afréð hann þvi að
halda þangað.
Parisarháskóli eða Sorbonne
var þá i röð fremstu háskóla i
heimi. Kennaralið var þar fjöl-
mennt og margbreytt, og þar
störfuðu margir bestu visinda-
menn Frakka. 1 Paris voru þá
margir gáfaðir Islendingar við
nám, svo sem Kristinn Björnsson
læknir, Þórarinn Björnsson, siðar
skólameistari, og Magnús G.
Jónsson, siðar dósent. Auk þeirra
voru þar miklir listamenn svo
sem Asmundur Sveinsson og
Gunniaugur Böndal og siðar Ein-
ar Benediktsson skáld.
Um árin i Paris segir Símon á
þessa leið:
„Námið var erfitt, en þó gafst
mér timi til þess að lesa feiknin
öl 1, einkum fagurbókmenntir,
sem komu ekki náminu við, nema
þá óbeint. Ég hafði alltaf tilhneig-
ingu til þess, kannski of mikla.
Þvi sagði Baldur Sveinsson eitt
sinn við migeitthvaðá þessa leið:
Lestu til prófs. Það er reyndar
ekki mikið að hafa próf, en það
getur verið vont að hafa það ekki.
— Þessu heilræði reyndi ég að
fylgja og tókst það. Min mestu
þroskaár voru i Paris.”
Þegar Simon kom heim frá
námi sumarið 1936, var hann
óvenju vel búinn undir starf í sér-
grein sinni, enda hefur hann
ávaxtað sitt pund vel á anna-
samri starfsævi.
Símon var tvikvæntur. Fyrri
kona hans var Aðalheiður
Sæmundsdóttir, f. 7. nóvember
1906, d. 12. febrúar 1946. Þau gift-
ust 26. júni 1937. Foreldrar Aöal-
heiðar voru Sæmundur Sigurðs-
son hreppsstjóriá Elliða i Staðar-
sveit og kona hans Stefania Jóns-
dóttir frá Kálfárvöllum I Staðar-
sveit. Aðalheiður var systir hins
merka og vinsæla læknis,
Jóhanns Sæmundssonar prófess-
ors, sem lést árið 1955, fimmtugur
að aldri. Aðalheiður var aðeins
fertug, er hún lést.
Þau Simon og Aðalheiður eign-
uðust tvo syni, Hákon, f. 30. mars
1939, d. 24. júni 1959, og Baldur, f.
21. júni 1942. Báðir tóku þeir að
erfðum mannkosti foreldra sinna.
Hákon var hinn mesti efnispiltur
og gæddur óvenjulegum náms-
hæfileikum. Hann átti aila ævi við
vanheilsu að striða og lést aðeins
tvitugur að aldri, þá við nám i 6.
bekk Menntaskólans i Reykjavik.
Baldur er lifefnafræðingur. Að
loknu stúdentsprófi frá MR 1962
stundaði hann nám i lifefnafræði
við háskólann i Edinborg og lauk
B.Sc. Hons-prófi þaðan 1966. Sið-
anstundaði hann framhaldsnám i
sömu grein við lifefnafræðideild
læknaskólans á Guy’s Hospital
við Lundúnaháskóla og var jafn-
framt aðstoðarmaður við rann-
sóknir og kennslu við sama skóla
til ársins 1971, er hann lauk það-
an doktorsprófi. Eftir hann liggja
sérfræðiritgerðir I erlendum fag-
timaritum. Hann starfar nú við
tilraunastöð háskólans að Keld-
um og kennir jafnframt við
læknadeild Háskólans.
Seinni kona Simonar er Stein-
unn Bjarnadóttir, f. 8. janúar
1910. Þau giftust 15. mai 1948. Hún
er dóttir séra Bjarna Pálssonar i
Steinnesi, A-Húnavatnssýslu, og
konu hans Ingibjargar Guð-
mundsdóttur. Steinunn er yngst
11 systkina, sem mörg urðu þjóð-
kunn. Steinunn hefur veriðheilsu-
litil um skeið og liggur nú á
sjúkrahúsi.
Si'mon kenndi fyrir nokkrum
árum sjúkdóms þess, sem varð
honum að bana. Hann náði þó
nokkrum bata um skeið, en á önd-
verðu hausti tók sjúkdómurinn
sig upp á ný, og vissi hann, að
hverju fór, og tók þvi með karl-
mannlegu æðruleysi. Hann lést að
kvöldi 1. þ.m. Útför hans verður
gerð frá Dómkirkjunni i dag kl.
14.
Um leið og ég þakka Slmoni
ógleymanleg kynni og trygga vin-
áttu, sendi ég Steinunni, Baldri og
systkinum Simonar innilegustu
samúðarkveðjur minar og fjöl-
skyldu minnar.
Sigurður Baldursson
Dr. Simon Jóhannes Ágústsson
er allur. Háskóli Islands hefur á
bak að sjá mikilhæfum og list-
fengum fræðimanni. Sálfræðing-
ar sakna kollega, sem var trygg-
ur og hollráður vinur.
Undirritaður átti þvi láni að
fagna að kynnast dr. Simoni sem
ungur stúdent fyrir rúmum
aldarfjórðungi. Oft hef ég leitað
ráða hans og aldrei gengið bón-
leiður til búðar. Ljúfmennska og
einlægni, hjálpfýsi og umhyggja
einkenndu allt hans far. Raunar
hófust kynnin fyrr, þegar ég fyrst
las Mannþekkingu hans, þá
nýútkomna. Ölik öllu, sem ég
hafði áður lesið, bar hún með sér
framandlegan en heillandi and-
blæ langt sunnan úr Evrópu úr
höfuðstöðvum lista og fræða, en
um leið var hún einkennilega
islenzk. Et.v. er hér gripið á
helzta kennimerki dr. Simonar
sem rithöfundar. Hann haföi
drukkið af lindum evrópskrar
hámenningar: B.ergson,
Claparéde, Wallon ... , en var
jafnframt islenzkari en margir
þeir, sem innan landsteina hafa
dvalizt alla tið. Hann var hand-
genginn islenzkri sögu og bók-
menntum. Hann safnaði þjóð-
sögnum, kunni vestfirzkar
rimnastemmur og kvað af list.
Sjálfur orti hann, svo að litið bar
á.einsog góðum landa sæmir. En
um leið var hann þaulkunnugur
verkum Valerys, Beaudelaires,
listfræðingsins Croci, svo að eitt-
hvað sé nefnt.
Reykjarfjörður og París runnin
saman i eitt. Islenzkri menningu
er söknuður að, er slikir synir
hverfa.
Dr. Simon starfaði við Háskóla
Islands sem prófessor i heim-
speki i hartnær þrjá áratugi.
Hann var þar alla tið einyrki i
grein sinni og bjó við erfiðar aö-
stæður til rannsóknastarfa. Sé á
það litið, er undravert hve miklu