Þjóðviljinn - 09.12.1976, Síða 13
Fimmtudagur 9. desember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
hann fékk komið i verk. Frá hendi
hans hefur komiö umjidlfur ann-
ar tugur bóka frumsaminna, fjöl-
margar ritgeröir, nokkrar ágætar
þýöingar og útgáfur rita. A siö-
ustu starfsárum sinum i háskól-
anum tókst hann á hendur mikla
rannsókn á lesefni barna bæöi
skyldulesefni i skólum og frjálsu
tómstundalesefni Hafa niðurstöö-
ur þessarar rannsóknar birtzt i
tveimur allstórum bindum.
Seinna bindið kom út nú fyrir fá-
um vikum, eftir að höfundurinn
var lagstur banaleguna. Þetta
siöasta fræöiverk dr. Simonar er
mikið og gagnlegt verk og næsta
óvenjulegt aö aldraöur maöur,
sem ekki gekk heill til skógar,
ráðist i slikt stórvirki. Til þess
þarf þrek og kjark Honum var og
ljóst að skafnmur timi var til um-
ráöa, og það var honum áhyggju-
efni, ef hann þyrfti að ganga frá
þessu starfi óloknu, eins og raun-
ar voru nokkrar horfur á um
skeið. Ég veit, aö þaö var honum
til léttis á siðustu stundunum að
hafa skilað þvi heilu i höfn.
Dr. Simon Jóhannes Agústsson
fæddist 28. september áriö 1904 og
var þvi rúmlega 72 ára, er hann
andaðist. Hann lauk áriö 1936
doktorsprófi i heimspeki frá
Parisarháskóla, og nefndist
doktorsrit hans La doctrine
d’éducation de Georg
Kerschensteiner. Er þaö mikiö rit
og vandaö og vitna erlendirfræöi-
menn gjarnan til þess sem
mikilsverðrar heimildar. Eftir að
heimkomhófdr.Simon störf sem
ráðunautur barnaverndarnefnd-
ar Reykjavikur og til hinztu
stundar vann hann að barna-
verndarmálum, lengstum sem
ráðunautur Barnaverndarráös
Islands. Ahugi hans á barna-
verndarmálum og málefnum
barna og ungmenna birtist og i
ýmsum ritum hans (Leikir og
leikföng, 1938, Þroskaleiöir, 1938,
Um ættleiðingu 1964, Börn og
bækur I-II.b 1972, 1976 og þýöing-
amar Frá vöggu til skóla (Susan
Isaacs) og Fyrstu árin (J.B.
Watson).
Dr. Simon var skipaður
prófessor í heimspeki áriö 1945 og
tók hann við embætti dr. Agústs
H. Bjarnasonar. Sama ár kom út
bók hans Mannþekking, sem áöur
er getiö. I þvi riti er fjallaö um
helztu viðfangsefni almennrar
sálarfræöi. Höfundur setti sér þaö
mark, að semja rit, er væri hvort
tveggja i senn aðgengilegt fróö-
leiksfúsum almenningi og
kennslubók i forspjallsvisindum.
Þaö er til nokkurs marks um
vandvirkni höfundar og áhuga
hansá að fylgjast með framvindu
fræðigreinar sinnar, aö hann
endursamdi þessa bók tvívegis
(Hagnýt sálarfræði 1956 og Sálar-
fræði 1967). Rit þetta er mikil
náma fróðleiks og er þar aö finna
mikinn fjölda ágætra nýyröa, en
i smiði þeirra var dr. Simon flest-
um öörum hagvirkari.
Arið 1953 birtist bókin List og
fegurö. Litið . rit aö blaösiöutali,
eneinkarvpl samiö og greinilega
ritaö af ást á viðfangsefninu og
djúpstæöri þekkingu. Þar fjallar
höfundurinn um kenningar og
skoðanir fræöimanna á eðli og
uppruna listar. Margir telja, aö
þetta rit sé meðal þess bezta, sem
frá hendi höfundar hefur komið,
enda vafalaust sprottiö af djúpri
rót listræns áhuga og fræöalöng-
unar.
Hér verður ekki frekar fjallaö
um einstök ritverk dr. Simonar.
Hann var vissulega ágætlega rit-
fær maður. Mál hans var jafnan
auöskilið og aögengilegt, látlaust
og sviphreint. Smekkvisi hans og
vandvirkni var viðbrugðið. Hon-
um var sú listin lagin aö færa er-
lend orð og hugsanir i islenskan
búning og hefur hann þar unniö
fræðigrein sinni gott og gagn-
merkt starf.
íslensk sálarfræöi hefur nú
missteinn af frumherjum sinum.
Einn þeirra, sem ruddi brautina
fyrir þá, sem á eftir fara. Ég
þakka honum hið mikla og ósér-
plægna starf hans. Meö söknuöi
er góður vinur kvaddur. Eftirlif-
andi eiginkonu og syni sendi ég
hugheilar samúöarkveðjur.
Sigurjón Björnsson
Síðbúin kveðja til vinar
Þaö vildi svo til aö þann dag,
sem vinur okkar, Helgi Kristjáns-
son, vélstjóri frá Siglufirði, var
jarðsettur, gátum við hjónin ekki
fylgt honum slðasta spölinn. Eru
þó fáir menn sem við hefðum
frekar viljað kveðja aö leiðar-
lokum sökum áratuga langrar
vináttu og tryggöar I garð okkar
fjölskyldu.
Okkar kynni hófust á Siglufirði
þegar við keyptum gamla sildar-
braggann hans Óskars Halldórs-
sonar, fjórar fjölskyldur, breytt-
um honum i ibúöir og bjuggum
þar saman i mörg ár. Þar voru
engir burgeisar á feröinni og
auraráöin ekki upp á marga
fiska. En þarna upphófst sambýli
sem ég ætla að ekki eigi sér
margar hliöstæöur. Ekki minnist
ég þess aö einn mælti styggöar-
yrðiiannarsgarö, öll þauársem
við áttum þar heima, — var þó
fullt hús af börnum, ærið lífs-
glööum og þó nokkuö miklum
fyrir sér. Fannst mér alltaf aö viö
Níræður:
,,Frá barnæsku var ég bókaorm-
ur
og bækurnar þekkja sina...
Þaö reynist mér best, sé regn
og stormur,
að rýna i doðranta mina.
Og þegar ég frétti um fágætan
pésa,
þá fer um mig kitlandi ylur.
Aö eigin bækur sé best að lesa
er boðorð — sem hjartað skilur”.
D.St.
Niræöur varð á fullveldisdag-
inn móðurbróðir minn, Guö-
mundur Pálsson, Jaöri, Skaga-
strönd. Hann fæddist aö Syöri-
Leikskálaá i Köldukinn, sonur
hjónanna Páls Ólafssonar og Sig-
riðar Jóhannesdóttur.
Guömundur fluttist meö for-
eldrum sinum og systkinum til
Skagastrandar áriö 1895. Þar hef-
værum nánast ein stór fjölskylda,
þó hver byggi aö sinu.
Aftur lágu leiðir fjölskyldna
okkar Helga saman. Báöar lentu i
Kópavogiog stutt á milli. Þaö eru
ógleymanlegar stundir sem viö
áttum á heimili þeirra hjóna og
kom þar margt til. Eindrægni
fjölskyldunnar var til fyrirmynd-
ar, gestrisnin upp á gamla, góöa
mátann og hæfileikinn til að
gleðjast og gleöja alveg sérstak-
ur.
Helgi var enginn hversdags-
maður. Hann var mjög vel
greindur og fróöur um marga.
hluti, enda vel lesinn. Hann var
róttækur i skoöunum, hataði
ranglæti og kúgun og talaöi ekk-
ert tæpitungumál þegar honum
fannst ráðamenn þjóöarinnar
ekki ganga uppréttir heldur
hoknir i hnjánum. Ég held ab
Helgi hafi verið gæddur sérlega
rikri réttlætistilfinningu og aldrei
hvikaö frá þvi sem hann taldi
rétt. Hann haföi skemmtilegt
ur hann átt heima siðan. Ásamt
sjósókn og verkamannavinnu
hafði hann lengst af nokkurn bú-
skap, siðast að Karlsminni, og
var kenndur viö þann bæ.
A yngri árum var Guömundur
mjög öruggur feröamaöur, ratvis
og harögerr. Hann var traustur
verkmaöur I hverju starfi á sjó og
landi. Vel aö manni og ósérhlif-
inn.
Hann var einn af stofnendum
Verkalýösfélags Skagastrandar
og lét sér mjög annt um velgengni
þess i hvivetna. Sem þakklætis-
vott heiöraöi félagiö hann meö
skjali og góðri bókagjöf á 30 ára
afmæli sinu.
Guðmundur á gott safn skáld-
verka, hefur lesiö þau af natni og
kann vel aö meta góða bók, hvort
sem um er að ræöa kvæöi eða sög-
ur.
skopskyn enda hrókur alls
fagnabar á góðri stund.
Honum léku öll verk i hendi og
mun hann hafa veriö listfengur i
meira lagi, þótt sá hæfileiki hans
hafi aldrei notiö sin til fulls.
Lifsbarátta þeirra hjóna var
áreiðanlega erfiö, eins og margra
annarra, en þau létu baslið ekki
smækka sig. Helgi stóö heldur
ekki einn. Kristin er frábær
manneskja, eins og allir vita sem
haba þekkja. Mér hefur alltaf
fundist að hjá þeim báöum hafi
farið saman gæfa og gjörvuleiki
meir en algengt er.
Ef Jón gamli Arason hefur nú
hittnaglann á höfuðið þegar hann
þurfti ekki aö láta Sveinka segja
sérað lif væri eftir þetta lif, þykir
mér ósköp vænt um að eiga von
þins hlýja og innilega handtaks
þegar við verðum aftur orðnir ná-
grannar.
Karl Sæmundarson.
Guðmundur Pálsson
Einarður hefur hann veriö i
besta lagi og ekki látiö skammta
sér skoðanir, en haldiö i heiðri,
eins og sæmdarmanni sæmir,
alúðlegri, islenskri gestrisni.
Eftir að hann hætti búskap hef-
ur hann átt athvarf hjá systur-
dóttur sinni, Elisabetu Frimanns-
dóttur og manni hennar, Birni
Sigurössyni frá Mánaskál.
Ég þakka frænda minum allt,
sem hann hefur veriö mér og
minu fólki. Aldrei er fullþökkuö
sú viska sem miðlað er bernsku-
árum og þótt varfærni æskunnar
ætti erfitt með að trúa öllum
undrum tilverunnar þá sannaöist
mér siðar, að uppfræöslan haföi
veriö i besta lagi.
Steindór Árnason.
BLAÐBERAR
Vinsamlega komiö á afgreiösluna og sækið
rukkunarheftin.
ÞJÓÐVILJINN
Guðmundur Pálsson
Jaðri, Skagaströnd
7.00 Morgunútvarp Veöur-
fregnir kl. 7.00 8.15 og 10.10
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.). 9.00 og
10.00 Morgunbæn kl. 7.50
Morgunstund barnanna kl.
8.00: Sigrún Sigurðardóttir
les spánskt ævintýri
„Prinsessan sem fór á
heimsenda” i þýðingu
Magneu J. Matthiasdóttur.
Fyrri hluti. Tilkynningar kl.
9.30. Þingfréttir kl. 9.45.
Létt lög milli atriöa. Viö sjó-
inn kl. 10.25: Ingólfur
Stefánsson sér um þáttinn.
Tónleikar 'Morguntónleikar
kl. 11.00: Georges Barboteu
og Genevieve Joy leika á
horn og pianó Adagio og
Allegro op. 17 eftir Schu-
mann / Edward Power
Biggs og Columbiu sinfómu-
hljómsveitin leika sónötur
fyrir orgel og hljómsveit
eftir Mozart: Zolan Roznuai
stjórnar / Alfred Brendel
leikurá píanó Sónötu nr. 23 I
f-moll op. 57, „Appas-
sionata” eftir Beethoven.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. A frivaktiiuii
Margrét Guömundsdóttir
kynnir óskalög sjómanna.
14.30 Brautin rudd: — þriöji
þáttur Umsjón: Björg
Einarsdóttir.
15.00 Miðdegistónleikar
Michel Béroff og hljómsveit
leika Konsert fyrir pianó og
blásturshljóðfæri eftir
Stravinskí: Seiji Ozawa stj.
Konunglega filharmoniu-
sveitin i London leikur Kon-
sert fyrir hljómsveit eftir
Béla Bartók: Rafael Kube-
lik stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veöurfregnir). Tón-
leikar.
16.40 Lestur úr nýjum barna-
bókum Umsjón: Gunnvör
Braga. Kynnir: Sigrún
Sigurðardóttir.
17.00 Tónleikar.
17.30 Lagiö mitt Anne-Marie
Markan kynnir óskalög
barna innan tólf ára aldurs.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki Til-
kynningar.
19.35 Landsleikur i handknatt-
leik'Þýzka alþýðulýöveldiö
— Island Jón Asgeirsson
lýsir fyrri leiknum frá Aust-
ur-Berlin.
20.00 Daglegt mál Helgi J.
Halldórsson flytur þáttinn.
20.05 Leikrit Leikfélags Akur-
eyrar: „Glcrdýrin" eftir
Tennessee Williams Þýb-
andi: Gisli Asmundsson.
Leikstjóri: Gísli Halldórs-
son. Persónur og leikendur:
Tom...Aðalsteinn Bergdal.
Amada...Sigurveig Jóns-
dóttir Lára...Saga
Jónsdóttir, Jim...Þórir
Steingrimsson
22.00 Fréttir
22.15 Veöurfregnir Kvöld-
sagan: „Minningabók Þor-
valds Thoroddsens” Sveinn
Skorri Höskuldsson les (20).
20.40 Illjómplöturabb
Þorsteinn Hannessonar.
23.30 Fréttir. Dagskrárlok.
Fatamarkaöur
Drengjabuxur á 7-14
ára
Drengjaskyrtur og
slauf ur.
Loðfóðraðir drengja-
jakkar.
Telpnakápur, loð-
VESTURBÚÐ,
Vesturgötu megin s
fóðraðar með hettu.
Mittisúlpur, peysur,
sokkar og margt
f leira.
Enskir leðurjakkar í
mitti á kr. 16.500.
Garðastræti 2
imi 20141.
Blikkiðjan Garðahreppi
önnumst þakrennusmfði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð.
SÍMI 53468