Þjóðviljinn - 14.12.1976, Síða 1

Þjóðviljinn - 14.12.1976, Síða 1
UOWIUINN Þriðjudagur 14. desember 1976—41. árg.—281. tbl. Hefur ekki neitunarvald ELKEM Jóhannes Nordal varðandi rafmagnsverð segir Jóhannes Nordal t frétt I dbl. Vfsi I siðustu viku var sagt, aö norska járnblendi- fyrirtækið Elkem hefði neitunarvald varðandi raf- magnsverðið til verk- smiðjunnar á Grundartanga. „Það er alger misskilningur að svo sé”, sagði Jóhannes Nordal formaður Stóriðju- nefndar, er þetta var borið undir hann i gær. Sagði Jóhannes að i orkusölu- samningum væru ákvæði um breytingar á rafmagnsverði og að norðmennirnir hefðu ekkert neitunarvald varðandi raf- magnsverðið. —S.dór Rœtt hefur verið um • 300-600 þúsund tonna súrálverksmiðju Virkjunarkostir Austurlands rannsakaðir Allar götur greiðar Það er að visu bleyta og blástur i fangið en samt er fært um allar götur á hjóli þótt komið sé fram i miðjan desember og maður tekin að reskjast. — Ljósm. tók EIK i gær. Gunnar hefur átt í makki við álhringinn á annað ár Uppljóstrun Magnúsar Kjartanssonar á leyni- makki Gunnars Thor- oddsens við fulltrúa Swiss- aluminium hefur vakið mikla athygli sem vonlegt er. Mun Gunnar Thor- oddsen halda viðræðum við þennan aðila áfram á næsta ári, eins og fram kom í Þjóðviljanum í gær. Það er hins vegar ekki ný bóla að þetta stórfyrirtæki sæki á isienskar auðlindir eftir að hægri- stjórnin tók við. t riti orkunefndar Alþýðubandalagsins „tslensk orkustefna” er ásókn auðhrings- ins rakin nokkuð. Þar kemur meðal annars fram cftirfarandi: Súrálsvinnsla á Reykjanesi f maibyrjun i fyrra birtust i blöðum (Timanum ma.) fréttir um að viðræður stæðu yfir um 300-600 þúsund tonna súrálsverk- smiðju á Reykjanesi. Væri ætlunin að nýta jarðvarma frá Trölladyngjusvæðinu og hafnar- aðstöðu og land i Straumsvik. Tveir menn, Jón Jónsson, jarð- fræðingur, og Snæbjörn Jónasson, verkfræðingur, fóru utan til að hlýða á umsögn Alusu- isse um umhverfisáhrif slikrar verksmiðju. Þá mun náttúru- verndarráð hafa fengið málið til umsagnar, og mun ráðið hafa lagst eindregið gegn slikum iðnaði hérlendis. Súrál er hráefni álbræðslna eins og verksmiðjunnar i Straumsvik, en 120 þús. tonna álbræðsla þarf um 300 þúsund tn. af súráli, þannig að 600 þús. tonn súrdls nægja i tvær stórar ál- bræðslur. Súrálerunnið úr báxit- leir og rekur auðhringurinn eina slika verksmiðju við námur, sem auðhringurinn á i Gove i Norður- Astraliu og framleiöir hún um 1. milj. tonn á ári. Friðarverðlaunahafi til r Islands Iiingað til lands kemur i dag irinn Seán MeBride, fyrrum utan- rikisráðherra i erindagjöröum fyrir Sameinuðu þjóðirnar öðru fremur, en hann hefur um ára- tuga skeið starfað i fjölmörgum alþjóðlegum hreyfingum sem berjast fyrir friði og réttlæti I heiminum. McBride hlaut friöar- verðlaun Nóbels árið 1974. McBride kemur hingaö að McBride þessu sinni sem aðstoöaraðal- ritari Sameinuðu þjóðanna en hann er auk þess umboðsmaður S.Þ. fyrirNamibiu og mun kynna þárlensk viðhorf hér á íslandi. Islenska utanrikisráðuneytiö og fslandsdeild Amnesty Internati- onal hreyfingarinnar munu taka á móti McBride og þykir Amnesty mönnum mikill fengur að komu hans... ekki sist þar sem ákveðið hefur verið að helga „samvisku- fanganum” næsta starfsár. Er nú að hefjast undirskriftasöfnun meðal islendinga þar sem skorað • er á allar þjóðir, að halda mönnum föngnum vegna skoðana sinna, að láta þá lausa. McBride mun hitta islenska ráðamenn að máli áður en hann heldur ferö sinni áfram á föstu- dagsmorgunn. Auk þess mun hann flytja fyrirlestur i húsa- kynnum lagadeildar Háskólans, ræða við blaðamenn, sitja fyrir svörum á almennum fundi íslandsdeildar Amnesty internati- onal og koma viða annars staðar við i þessari stuttu heimsókn. —gsp Allt að 8% hækkun á kjöti og kartöflum Ekki var liðin nema vika frá þvitilkynnt var um verðhækkun á mjólk og mjólkurvörum, þar til ný hækkunartilkynning kom og þá um kjöt og kartöflur. Tilky nningin um þær hækkanir kom um siðustu helgi og hækkar kjöt frá 5,7 og uppi 8%. Kindakjöt hækkar frá 5,7 uppi 6.1% og má nefna sem dæmi, aö 1 kg af súpukjöti hækkar úr 679 kr. uppi 720 kr. Hækkunin er misjöfn eftir flokkum og bitum. Nautakjöt hækkar um 8% og sem dæmimá nefna, að kilóið af ungnautakjöti og alikálfakjöti 1 fl. í heilum og hálfum skrokkum hækkar úr 523 kr. kg. uppi 567 kr. kg. Kartöflur hækka um 7%. 5 kg poki hækkar úr 99,80 kr. I 109,80 kr. —S.dór ÁVARP FRÁ STJÓRN ÚTGÁFUFÉLAGS ÞJÓÐVILJANS_ Sóknínni haldið áfram A siðastliðnum tveimur árum liafa velunnarar Þjóöviljans lagt fram 35 miljónir króna i gjöfum og hlutafé til þess að byggja veglegt hús fyrir starf- semiblaðsins. Það átak, sem nú er á lokastigi, er þaö myndar- legasta I langri baráttusögu blaðsins. Með bættri starfsaðstöðu verður hægt að koma við ýmsum endurbótum á rekstri blaðsins og treysta grundvöllinn undir útgáfunni til frambúðar. Þrátt fyrir það er enn og verður fyrst um sinn verulegur halli á rekstri blaðsins, enda hafa helgarblöðin verið stækkuð og nýir starfskraftar ráðnir til þess að vinna að útbreiðslu blaðsins og bættri dreifingu tii áskrifenda. A undanförnum árum hefur rekstrarhallinn verið borinn uppi með Happdrætti Þjóðvilj- ans og öðrum fjársöfnunum á hans vegum. Stjórn útgáfufélagsins vill með þessum orðum leggja áherslu á nauðsyn þess að happdrættinu verði vel tekið, nú eins og jafnan áður, og þeirri stórfelldu sókn, sem Þjóðviljinn nú er i á öllum sviðum, haldið áfram af fullum krafti. F.h. stjórnar (Jtgáfufélags Þjóðviljans Ólafur Jónsson Framhald á bls. 18

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.