Þjóðviljinn - 14.12.1976, Page 2
Skrifið
eða
hringið.
Skíðalyfta á
Sauðárkróki
Lionsfélagið á Sauðárkróki
hefur verið býsna athafnasam-
ur félagsskapur undanfarin ár
og staðið að ýmsum þörfum
framkvæmdum. Sfðasta verk-.
efnið, sem félagið hefur haft
með höndum og nú má heita
komið i höfn, er kaup á skiða-
lyftu. Er það hreint ekki svo
smálegt fyrirtæki þvi lyftan
mun kosta, fullbúin og uppsett
um 3,5 millj. kr..
Þessar upplýsingar, og þær,
sem hér fara á eftir, fengum við
hjá Stefáni Pedersen, ljós-
myndara á Sauðárkróki og nú-
verandi formanni Lionsklúbbs
Sauðárkróks.
Máluðu togara.
Fjármuna til kaupa á lyft-
unni, sem er frönsk, var aflað
með þvi móti, að Lionsmenn
tóku að sér að mála togara Út-
gerðarfélags Skagfirðinga nú
undanfarin tvö ár, þegar þess
þótti við þurfa. Létu þeir laun
þau, sem þeim voru greidd fyrir
þá vinnu, renna til kaupa á lyft-
unni.
Suðvestan í Tindastóli.
Lyftan verður staðsett suð-
vestan i Tindastóli, skammt
norðan við bæinn Heiði i Göngu-
skörðum. Hún er nú komin i
áfangastað og biður þess aðeins
að vera sett i gang. Hún er raf-
drifin og er búið að leiða að
henni'rafmagnið en aðeins eftir
að tengja það lyftunni. Er
áformað að gera það nú um
helgina, sagði Stefán Pedersen,
(þetta viðtal er tekið s.l.
fimmtudag), — ef veður leyfir.
Þarna i Tindastóli, þar sem
lyftunni hefur verið komið fyrir
er m jög gott skiðaland. Brekkur
eru nægar og af þeim gerðum,
sem bæði henta byrjendum i
skiðaiþróttinni og hinum, sem
lengra eru komnir. Neðar tekur
svo við sléttur botn Heiðardals-
ins fyrir þá, sem kjósa að iðka
skiðagöngu. Maður, sem kunnur
er skiðaaðstöðu viða um land,
segir þetta eitt hið albesta
skiðaland, sem hann hafi séð,
Er trúlegt, að margir veröi á þvi
máli, eftir að hafa komið þarna,
sagði Stefán.
Ánœgð með breytingu
á útvarpsdagskránni
Reykvísk húsmóðir
hringdi í blaðið og bað
það að koma á framfæri
eftirfarandi orðsend-
ingu:
Löngum hefur það ver-
ið svo/ að fólk greinir á
um þær breytingar, sem
stundum eru gerðar á
dagskrá útvarpsins. Ein-
um þykir þær horfa til
bóta, öðrum að þær séu til
hins verra. Fer sú af-
staða eftir ýmsu en þó
sjálfsagt einkum því, að
menn vilja helst láta út-
varpa því efni, sem þeim
er hugleiknast, á þeim
tíma, sem aðstaða þeirra
til að hlusta er best.
Nú er sú aðstaða mjög breyti-
leg og áhugaefnin mismunandi.
Þess er þvi ekki að vænta, að út-
varpið geti orðið við ölium ósk-
um og gert svo öllum liki. Mun
það sennilega seint takast og á
fárra eða engra færi, samanber
orðtakið: Enginn gerir svo öll-
um lfki og ekki guð i himnariki.
Nú hafa ýmsir orðið til þess að
finna að þeim breytingum, sem
siðast voru gerðar á útvarps-
dagskránni. Hinsvegar man ég
**“ekki eftir að hafa séð það eða
heyrt að þær þyki til bóta. Þvi
vil ég gjarnan að það komi
fram, að ég er ánægð með þær
og finnst, að þær feli i sér fram-
för frá fyrri háttum. Mér finnst
bæði laugardags- og sunnudags-
dagskráin betri en áður. Og ég
er ekki ein um þá skoðun á
minu heimili. 011 fjölskyldan er
þar á sama máli.
Með bestu kveðju til útvarpsins,
Reykvlsk húsmóðir.
Að gefnu tilefni
t blaði yðar þann 3.11. 1976 er I
fréttabréfi frá Höfn i Hornafirði
vikið nokkuð að úrhristivélum
fyrir reknet. Þar eð það snertir
mig nokkuð og fyrirtæki, sem ég
starfa við, vil ég fara um þaö
nokkrum orðum.
Brautryðjandi
Fyrirtækið Véltak h.f. smið-
aði fyrstur aðila úrhristivélar
fyrir reknét hér á landi. Haustið
1975 voru tvær vélar teknar i
notkun og til reynslu.
Vélskipið Akurey S.F. og
Sigurvon S.H. notuðu þessar
vélar með miklum ágætum,
bæði þá og nú. Vélin i Akurey
S.F. hefur nú verið i notkun i
tvær vertiðir og hefur á engan
hátt brugðist.
A þessu ári hefur Véltak s.f.
selt 16 úrhristivélar og eru þvi
18 úrhristivélar frá þvi i gangi
núna. — 1 fréttabréfinu er þess
getið, að aðrar vélar en nefndar
vélar i greininni, hafi verið bil-
anagjarnar.
Ekki rétt.
Ég undirritaður hef ekki vilj-
að svara áðurnefndri grein fyrr
en núverandi vertið væri lokið
að fullu. En nú, þegar upp er
staðið, sést það best, að frétta-
maður yðar á Hornafirði hefur
ekki farið með rétt mál, þar sem
þær fullkomnu vélar, sem hann
getur um i greininni, hafa gefið
sig og bátar misst af veiði fyrir
vikið, þótt með það hefi verið
farið sem leyndardóm. Er þar
um að ræða öxulbrot o.fl.
Reimdrifin tæki vafasöm
á sjó.
Ég vil benda fréttaritara yðar
á Hornafirði á þær staðreyndir,
að reimdrifin tæki, hvort sem
þau heita úrhristivélar eða ann-
að, hafa ekki gefist vel til sjós,
sérstaklega þegar búast má við
frosti og miklum raka. Við hjá
Véltak völdum að hafa innilok-
aðan tannhjólagir vegna okkar
fyrri reynslu af reimdrifnum
vélum til sjós.
Þess skal getið, að vegna
ófáanlegs efnis, urðum við að
breyta einum hlut í framleiðslu
okkar frá fyrri tveimur vélum,
sem gáfust mjög vel, en þessi
breyting hefur skapað nokkur
óþægindi i sambandi við einar
sjö vélar af þeim 17, sem voru i
fullri notkun. En við munum að
sjálfsögðu nota þennan hlut
framvegis, sem var i okkar
fyrri vélum og hefur gefist
framúrskarandi vel.
Við notkun þessara úrhristi-
véla hefur margt komið fram,
sem mun koma okkur hjá Vél-
tak til góða og einnig sjómönn-
um sjálfum. Þar á ég við hvern-
ig ber að ganga frá vélunum um
borð i skipunum, niðursetningu,
hirðingu og keyrslu vélanna.
Gjörbylting
Þess skal að lokum getið, að
þetta frumkvæði Véltaks h.f., að
hefja smiði á úrhristivélum,
hefur haft þá gjörbyltingu i för
með sér, að sjómenn likja þvi
við tilkomu kraftblakkarinnar.
Þær vélar, sem Véltak h.f.
hefur smiðað, afköstuðu 5500
tonnum af sild, að verðmæti kr.
302.500.000,-og ef við áætlum, að
60% af þvi sé úrhristivélinni að
þakka er umframverðmæti ca.
kr. 363.000.000,-.
Við hjá Véltak h.f. erum
ánægðir með að hafa átt þátt i
að skapa sjómönnum, útgerð-
inni og þjóðinni i heild meiri
verðmæti með minni fyrirhöfn.
F.h. Véltaks h.f.
Guðbjartur Einarsson.
-• -
, '
Steinunn S.H. ólafsvik. Aflahæsti báturinn á reknetaveiðum. Er meö sildarhristara frá Véltak h.f.
— Skipstjóri: Leifur Halldórsson.
Þarf að bæta veginn.
Lyftan er staðsett um 7 km.
frá Sauðárkróki. Þó að góður
skiðamaður sé nú ekki ýkjalengi
að ganga þá vegalengd þá er
samt nauðsynlegt að bæta vega-
sambandið þarna uppeftir þvi
það er hvergi nærri nógu gott,
enda Gönguskörðin snjóþung
sveit. Og góður vetrarvegur upp
að heiði og svo áfram norður
yfir Laxárdalsheiði er lika ákaf-
lega þýðingarmikill fyrir
byggðina á Skaganum og raun-
ar skilyrði þess, að Skaginn
haldist áfram i byggð.
Þótt við gerum ráð fyrir að
geta tengt lyftuna rafmagninu
nú um helgina og þar itieð tekið
hana i notkun þá hefur ekki ver-
ið ákveðið hvort Lionsmenn af-
henda hana þá tilvonandi eig-
endum, eða siðar. En þér er
óhætt að segja frá þvi hverjir
þeir verða, það er ekkert laun-
ungarmál. Við munum afhenda
hana ungmennafélaginu Tinda-
stóli til eignar og umráða þegar
, , *
Umsjón: Magnús H. Gíslason
SUíJjJLIjJjJ
Sauðárkrókur.
þar að kemur.
Það má gjarnan koma fram,
að rikisvaldiö veitti okkur þá
fyrirgreiðslu við kaup á lyft-
unni, að gefnir voru eftir tollar.
Hinsvegar greiddum við af
henni söluskatt.
Vaxandi áhugi.
Skiðaáhugi hefur nú ekki ver-
ið verulegur hér á Sauðárkróki
undanfarin ár, og reyndar ekki i
Skagafirði yfirleitt nema i
Fljótum. En fljótamenn hafa
lika haldið myndarlega á lofti
merki skagfirðinga á þessu
sviði. Áhugaleysið hér hygg ég
að stafi einkum af þvi, að góðar
skiðabrekkur eru hér ekki nærri
og svo er hér snjólétt að öllum
jafnaði. Hinsvegar hefur áhugi
á skiðaiþróttinni aukist hér
mjög undanfarin tvö ár eða svo
og við erum þess fullvissir, að
hin nýja skiðalyfta og sú bætta
aðstaða, sem hún hefur i för
með sér, muni enn auka þann
áhuga að miklum mun, sagði
Stefán Pedersen.
Og þó að snjólétt sé að jafnaði
á Króknum þá gegnir öðru máli
þegar komið er upp i Göngu-
skörð. Þarna suð-vestan i
Tindastólnum eru flest ár nægar
fannir til skiðaiðkunar fram á
vor. sp/mhg.