Þjóðviljinn - 14.12.1976, Side 7

Þjóðviljinn - 14.12.1976, Side 7
Þriöjudagur 14. desember 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 X ÐAGgRRÁ. Lítil eru geö íslendingarhafa löngum tekið vel eftir þvi hvernig menn standa að gjöfum enda reynir þá oft á eiginleika eins og reisn, orðheldni og sjálfsvirðingu. Stundum ber t.d. svo við að gef- andinn hefur þess konar tök á þiggjandanum að hann á hægt með að ná andvirði gjafarinnar frá honum aftur, leynt eða ljóst. Slikaraðfarirhafa aldrei þótt til fyrirmyndar enda er gefandinn i raun og veru að ómerkja gjöf sina með þvi að taka með ann- arri hendinni það sem hann gaf með hinni. Rausnarlegri gjöf lofað Á árinu 1970 ákvað háttvirt Alþingi islendinga að gefa Félagsstofnun stúdenta and- virði 10 ibúða i hjónagörðum til minningar um forsætisráð- herrahjónin dr. Bjarna Bene- diktsson og Sigriði Björnsdóttur og ungan dótturson þeirra. Þau höfðu þá skömmu áður látið lifið með voveiflegum hætti eins og flestum er enn i fersku minni. Bygging hjónagarðanna við Suðurgötu var þá i þann mund að hefjast og verður að ætla að Alþingi hafi hugsað sér að efna gjafaloforð sitt á byggingartim- anum. Siðbúnar efndir Fyrsta framlag Alþingis til gjafarinnar var veitt á árinu 1971 og nam þremur miljónum króna sem var þá ekki óeðlileg upphæð. Ef fjárveitingar næstu ára hefðu haldið sama raungildi hefði Alþingi efnt gjafaloforð sitt á nokkrum árum. En þvi var hins vegar ekki að heilsa þvi að Alþingi lét fjárveitinguna til gjafarinnar haldast óbreytta I krónutölu næstu fimm ár. En, eins og hvert mannsbarn i landinu veit þá grasserar hér margumtöluð óðaverðbólga sem hefur ýmsar afleiðingar sem ættu að vera kunnar alþingismönnum og embættis- mönnum ekki siður en öðrum. M.a. gerir hún það að verkum að þrjár miljónir króna eftir eitt ár jafngilda kannski aðeins tveimur miljónum króna i dag, 3 miljónir eftir 2 ár jafngilda etv. aðeins einni og hálfri i dag osfrv. osfrv. Þegar Alþingi hafði sýnt rausn sina i 6 ár og gefið samtals 18 miljónir króna var farið mjög að hilla undir lok byggingaframkværrida við hjónagarða þrátt fyrir mikla erfiðleika við fjármögnun þeirra. Þá var gjöf þingsins hins vegar aðeins orðin andvirði fjögurra ibúða þvi að hver ibúð kostar fullgerð um 4.4 miljónir. Þá loksins sagði sómatilfinning- in til sin einhvers staðar i kerf- inu og fjármálaráðuneytið gekkst i það s.l. sumar að tryggja Félagsstofnun fjár- magn fyrir eftirstöðvum gjafar- innar, að visu að láni en þó þannig að rikissjóður ber allan kostnað af láninu og greiðir það væntanlega að fullu með fjár- veitingu Alþingis á næstu tveimur árum. Þessi saga um siðbúnar efndir á gjafaloforði er ekki rifjuð upp hér sjálfrar sin vegna. Auðvitað tjóar ekki að sakast um orðinn hlut og siðustu viðbrögð fjár- veitingavaldsins, eftir að það rankaði loksins við sér, verða ekki gagnrýnd hér. A hinn bóg- inn er sérlega fróðlegt að skoða þessa sögu i samhengi við aðra sem f jallar um önnur samskipti. Félagsstofnunar stúdenta og rikisvaldsins á sama tima. Verður hún nú rakin. Glæsileg stefna mörk- uð Félagsstofnun stúdenta er sjálfseignarstofnun með sjálf- stæðri f járhagsábyrgð, sett á fót með lögum frá 1968. Hlutverk hennar er að annast ýmiss kon- ar þjónustu við stúdenta og starfsfólk Háskólans, svo sem stúdentagarða, mötuneyti, bók- sölu o.fl. 1 lögunum er m.a. gert ráð fyrir að stofnunin njóti fjár- framlagaúr rikissjóði til rekstr- ar og framkvæmda. I greinar- gerð, sem fylgdi frumvarpinu þegar það var lagt fyrir Alþingi, segir svo orðrétt: ,,Gert er ráð fyrir þvi að rikis- sjóður leggi fram fé til stofnun- arinnar. i fjárlögum undanfarin ár hefur verið veitt fé til stú- dentaskipta, almennra félags- starfa og Félagsheimilis stú- guma denta. Auk þess hefur rikissjóð- ur lagt fram fé til Mötuneytis stúdenta og endurbóta á görð- unum. Gera verðurráð fyrir, að framlög rikissjóðs til félags- málefna stúdenta fari hækkandi á næstu árum. i Noregi tiðkast t.d. að rikið leggi fram fé I hlut- falli við framlag stúdenta. Greiði hver stúdent 500 kr. þá greiðir rikissjóður 1500 kr. á móti honum.” (Leturbr. min). Vanefndir enn Það er skemmst frá að segja að rikisvaldið hefur engan veg- inn staðið við þau fögru loforö sem gefin voru þegar Félags- stofnun var sett á lagginar. Undirstrikuðu orðin hér að framan reyndust gjálfur einbert þvi að framlögin fóru alls ekki hækkandi heldur mátti að visu heita að fjárveitingar háttvirts Alþingis stæðu nokkurn veginn i stað á árunum 1969-74 ef miðað er við raungildi. A þessum árum fór stúdentum hins vegar ört fjölgandi þannig að raungildi rikisframlagsins pr. stúdent lækkaði um helming. Þær álög- ur, sem stúdentar urðu aö leggja á sjálfa sig i mynd innrit- unargjalda sem renna til Félagsstofnunar, fóru ört hækk- andi, ekki aðeins i krónutölu heldur einnig i raungildi sem tvöfaldaðist á þessu timabili. Þótt þessi saga byrji ekki fall- ega kastar þó fyrst tólfunum þegar ný rikisstjórn kemur til sögúnnar. A tveimur árum, 1975-6, lækkar raungildi fjár- veitingarinnar til Félagsstofn- unar um næstum helming. Upphæðin hefur sem sé staöiö næstum óbreytt að krónutölu (7.6 miljónir) siðastliðin 3 ár þannig að raungildi hennar stefnir nú óðum á núll i verð- bólgubálinu. Þróun þessara mála allt tíma- bilið 1969-76 hefur gert það aö verkum að fjárveitingin pr. stúdent, sem var 2059 kr. árið 1969, hefur Iækkað um þrjá fjórðu i raungildi þannig að árið 1976 samsvarar hún aðeins 521 krónu á verðlagi ársins 1969. Þessi niðurskurður rikis- valdsins hefur ýmsar afleið- ingar sem fara sumar varla eftir Þorstein Vilhjálmsson lektor fram hjá neinum sem venja komur sinar á háskólalóðina. — Til að mynda verður að selja stúdentum mat á Matstofu stúd- enta svo dýrt að fáir geta keypt. Engir peningar eru til til þess að greiða matinn niður og ég hygg að fáir launamenn i land- inu þurfi að una slikum kjörum ef þeir hafa aögang að mötu- neyti á annað borð. — Stúdenta- garðarnir (Gamli og Nýi garð- ur) eru að grotna niður vegna þess að fjármagn hefur skort i mörg ár til þess að halda húsun- um við sem skyldi og er þó leig- an fyrir herbergi á görðunum allhá miðað við aðstæður. — Félagsstofnun á i sifelldum greiðsluerfiðleikum svo að hvað eftir annað liggur við þroti — og þannig mætti lengi telja. Þrátt fyrir þessa leiðindasögu var rikisstjórnin enn við sama heygarðshornið i ár þvi að i fjárlagafrumvarpi hennar fyrir 1977 var enn gert ráð fyrir sömu krónutölu og áður til reksturs Félagsstofnunar — með öðrum oðum áframhaldandi niður- skurði á raungildi. Stúdentar hafa brugðist hart við þessu og hefur m.a. verið ýtt við fjárveit- inganefnd Alþingis með þeim árangri að hún hefur hugsað sér að hækka fjárveitinguna litil- lega en sú hækkun er alls ófull- nægjandi miðað við þá forsögu málsins sem hér hefur verið rakin. Er verið að refsa rauð- liðum? Það er alkunna að margirfor- ystumenn stúdenta og annarra námsmanna hafa stjórnmála- skoðanir sem eru miður þókn- anlegar þeirri rikisstjórn sem fer nú með völd i landinu. Égvil þó biðja lesandann að trúa þvi ekki fyrr en i fulla hnefana að þetta atriði hafi haft einhver umtalsverð áhrif á gang mála. Við skulum hafa i huga að bágur fjárhagur Félagsstofnunar kemur jafnt niður á réttlátum og ranglátum i Háskólanum en þar er m.a. stór minnihluti' nægrimanna (á að giska 45%) sem þurfa á fæði og húsaskjóli að halda ekki siður en hinn rauði óþægi meirihluti. Hinu verður ekki i móti mælt að núverandi rikisstjórn hefur sýnt af sér fá- dæma áhugaleysi um öll menntamál, ekki sist hags- munamál námsmanna. Að gefa með annarri.... Lesandanum til glöggvunar vil ég að lokum draga saman i fáum orðum lýsingu á þeirri sérkennilegu gjafmildi Alþingis sem hér er til umræðu: Alþingi samþykkir með annarri hend- inni loforð um rausnarlega gjöf til minningar um virtan stjórn- máialeiðtoga, efnir loforðið seint og treglega og tekur svo með hinni hendinni úr öðrum vasa þiggjandans fjármuni sem fara sennilega bráðum að slaga hátt upp i andvirði gjafarinnar. Hvaða orð ert þú, lesandi góður, vanur að nota um svona fram- komu, t.d. þegar þú verður hennar var i samskiptum manna? Fastir i eigin neti? Það vill oft við brenna i orra- hrið stjórnmálanna að menn sitja f astir i eigin áróðursneti og geta sig hvergi hreyft hversu fegnir sem þeir vildu. Það verð- ur þó að teljast með nöturlegri dæmum um þetta fyrirbrigði ef Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn svo samgróinn áróðrinum gegn samneyslu að það hamlar hon- um að standa með fullri sæmd að minningargjöf um virtan flokksleiðtoga. Hvar er sjálfsvirðingin? Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri S.A.L. Gagnger endurskoðun á lífeyrissjóðakerfi Pétur Blöndal, tryggingafræð- ingur, hefur komist að þeirri niö- urstöðu að ef svo fer fram sem horfir þá muni Lifeyrissjóður verslunarmanna verða orðinn gjaldþrota árið 2025, eða eftir 50 ár. Blaðið ræddi þetta mál við Hrafn Magnússon framkvæmda- stjóra Sambands almennra lif- eyrissjóða og spurði hvað hann vildi segja um þessa niðurstööu Péturs Blöndals. Hrafn Magnússon sagði, að miðað við þær forsendur sem Pét- ur gæfi sér þá mundi niðurstaða hans sjálfsagt vera rétt. Hann gengi út frá ákveðinni þróun i kaupgjalds- og verðlagsmálum og að lifeyririnn verði verð- tryggður, reiknar með liklegri dánartölu og aldursskiptingu og niðurstaðan verður þessi. Ef lán- in yrðu hins vegar að einhverju leyti verðtryggð þá yrði útkoman auðvitað önnur. Þessi niðurstaða Péturs kemur mér ekkert á óvart, að óbreyttri þróun sagði Hrafn Magnússon. En það er nú ekki ástæða til þess Hrafn Magnússon að gera endilega ráð fyrir þvi versta. 1 samkomulaginu um kjarasamningana i fyrra vetur var komið inn á endurskipulagn- ingu á lifeyrissjóðakerfinu. Starf- andi eru tvær nefndir, sem rikis- stjórnin skipaði til þess að fjalla um þessi mál. t annarri nefndinni eru 17 menn og er Jóhannes Nor - dal formaður hennar en l hinni eiga sæti fuiltrúar hinna ýmsu hagsmunasamtaka, sem þarna eiga hlut að máli. Innan 17 manna nefndarinnar er starfandi sérstök 7 manna nefnd, sem Jón Sigurðs- son hagrannsóknarstjóri er for- maður fyrir. I þeirri nefnd eru 3 menn frá Alþýðusambandinu, 2 frá Vinnuveitendasambandinu og 1 frá Vinnumálasambandi sam- vinnumanna. Er þessari nefnd ætlað að fjalla um vandamál þeirra lifeyrisþega sem eru i lif- eyrissjóðum á samningssvæðum Alþýðusambandsins. Vil ég vona, að árangur af störfum þessarar nefndar fari að koma i ljós. Það er raunar bara beðið eftir þvi hvað hún leggur til. Þegar hún hefur lokið störfum má búast við að 17 manna nefndin taki við. Ég skal engu spá um niöurstöðu nefndanna en von okkar er sú, að nefndirnar taki vandamál lifeyr- issjóðanna föstum tökum og nái samstöðu um þær tillögur, sem hún gerir. — mhg Lífeyrisupp- hæöir almanna- trygginga 1 framsöguræöu sinni um lif- eyrismál á Alþýðusambands- þingi kom Eðvarö Sigurösson fram meö margar athyglisverö- ar upplýsingar um ástand og horfur I þeim málum. Eftir all- miklar umræöur og skoöun á lif- eyris- og lifeyrissjóöarmálun- um i nefnd, náöist sæmileg sam- staöa um ályktun sem sam- þykkt var meö öllum greiddum atkvæöum gegn fjórum. Hefur hún verið birt ér I blaöinu. Hér fer á eftir samantekt um lifeyri frá almannatryggingum eins og þær upphæðir voru fyrir nóvembermánuð þessa árs, samkvæmt þvi sem Eðvarð Sigurðsson sagði i ræðu sinni, en frá henni hefur verið greint áður að öðru leyti. Grunnlifeyrir: Hjón kr. 39.865 á mán. Einhl. kr 22.147 á mán. Meö fullri tekjutryggingu: kr. 72.723 á mán. kr 41.584 á mán. Hjón mega hafa i friar tekjur kr. 14.000 á mánuði eða kr. 168.000 á ári án þess tekjutrygg- ing skerðist. Það sem umfram þetta er skerðist um 55%. Hjón með kr. 20.000 á mán hafa þá kr. 14.000 friar en kr. 6.000 skerðast um 55% eða um kr. 3.300. Nettó af kr 20.000 hafa þau þá kr. 16.700. Mánaðarlifeyrir verður þá kr. 89.423. Einhleypingur má hafa kr. 10.000 á mán. eða kr. 120.000 á ari, án þess að tekjutrygging skerðist. Einhleypingur má hafa kr. 10.000á mán. hefur þá kr. 10.000 friar en kr. 10.000 skerðast um 55% eða kr. 5.500. Nettó af kr. 20.000 hefur hann þá kr. 14.500. Mánaðarlifeyrir hans verður þá kr. 56.084. 6. taxti Dagsbrúnar eftir 1 ár er kr. 70.148 á mánuði i nóvem- ber 1976. Hjón með kr. 800.000 i árstekj- ur og einhleypingur með kr. 540.000 árstekjur fá enga tekju- tryggingu, heldur aðeins grunn- lifeyri.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.