Þjóðviljinn - 14.12.1976, Page 16
16 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 14. desember 1976
Nýtt frá Álafoss
Væröarvoö veiöimannsins
Heilsulindin
Hverfisgötu 50 auglýsir
Dömur athugið
Hvað um útlitið og linurnar?
Hressið ykkur i jólaönnum með sauna-
böðum, likamsnuddi, andlitsböðum hand-
og fótsnyrtingu.
Heilsulindin,
Hverfisgötu 50,
simi 18866.
Flóabáturinn Baldur
auglýsir
Áætlunarferðir yfir Breiðafjörð verða sem
hér segir yfir jól og áramót:
Laugardaginn 18. desember, fimmtudag-
inn 23. desember, fimmtudaginn 30.
desember, þriðjudaginn4. janúar, laugar-
daginn 8. janúar.
Alla daga er brottför kl. 9 árdegis frá
Stykkishólmi og kl. 13 siðdegis frá Brjáns-
læk. Eftir 8. janúar verða áðurnefndár
ferðir eingöngu á laugardögum á sama
tima.
Allar nánari upplýsingar hjá'afgreiðslum
Baldurs, i Stykkishólmi simi 93-8120 og
Brjánslæk simstöð um Haga.
Jólapappír—Jólakort—
Frímerki—Servíettur—Kerti
Áskjör,
Ásgaröi 22, sími 36960.
Sendill óskast
Þjóðviljinn óskar eftir að ráða ungling til
sendiisstarfa árdegis.
Þarf að hafa vélhjól.
Upplýsingar gefur útbreiðslustjóri.
Stjórn Launasjóðs rithöfunda:
Tekjur skipta
meginmáli
Indriði G. Þorsteinsson, rithöf-
undur, vakti máls á þvi í blöðum
fyrir nokkru að á umsóknareyðu-
blöðum frá Launasjóði rithöfunda
væri verið að hnýsast i afkomu
rithöfunda með kröfu um að þeir
gæfu upp skattskyldar tekjur sin-
ar. Taldi Indriði að þettaværi með
öllu óþarft og ósmekkl., þar sem
eina skilyrðið fyrir þvi að menn
nytu starfslauna væri að þeir
stunduðu ekki aðra vinnu með-
fram, en úthlutun á engan hátt
bundin afkomu manna.
Stjórn Launasjóðs rithöfunda
hefur af þessu tilefni sent frá sér
eftirfarandi athugasemd:
Vegna umræðna, sem orðið
hafa um spurningar á umsóknar-
eyðublaði frá Launasjóði rithöf-
unda, vill stjórn sjóðsins taka
þetta fram:
Með skipunarbréfi fékk stjórnin
i hendur lög og reglugerð um
Launásjóð rithöfunda, en ekki
önnur gögn. I 2. grein reglugerð-
arinnar er þetta sagt um umsókn-
ir: ,,í umsókn skal getið verka
sem höfundur hefur látið frá sér
fara eða vinnur að. Að öðru leyti
ákveður sjóðstjórn og tiltekur i
auglýsingu hvaða upplýsingar
fylgja skuli umsókn um starfs-
laun.” Engum stjórnarmanni var
um það kunnugt að ágreiningur
hefði orðið um það við samningu
reglugerðar hvort þar skyldi sér-
staklega gerð krafa um upplýs-
ingar um tekjur.
i samræmi við þá heimild, sem
reglugerð veitir stjórninni, er á
umsóknareyðublaði spurt um rit-
verk og starfsáætlun umsækjenda
en einnig um ýmis almenn atriði,
sem stjórnin taldi eðlilegt að
spyrja um, enda algengt i hlið-
stæðum umsóknum. Við úthlutun
leggur stjórnin að sjálfsögðu til
grundvallar ákvörðunum sinum
mat á ritverkum og starfsáætlun-
um höfunda, en i ýmsum tilfell-
um, er erfitt kann að verða að úr-
skurða, telur hún að gagnlegt geti
verið að hafa sem fyllstar upplýs-
ingar um hagi umsækjenda,
þ.á.m. um tekjur þeirra. Þessi
spurning — hvort sem henni er
svarað eða ekki — hefur vitanlega
aidrei verið hugsuð sem meginat-
riði við úthlutunina.
Að sjálfsögðu mun stjórnin fara
með allar upplýsingar um einka-
mál af fyllstu háttvisi og væntir
þess að rithöfundar sýni henni
fullt traust i umsóknum sinum og
létti henni störfin með þvi að
veita allar upplýsingar sem beðið
er um.
Stjórn Launasjóðs rithöfunda
tók þetta starf að sér fyrir tilmæli
Rithöfundasambands Islands og
litur svo á að það sé unnið i þágu
islenskra rithöfunda og islenskra
bókmennta. Væntum við þess að
rithöfundar liti sömu augum á
starf okkar og séu fúsir til góðr-
ar samvinnu. Seint munu allir
verða á eitt sáttir um það hvernig
fé til rithöfunda skuli úthlutað og
biðjumst við ekki undan gagnrýni
á ákvarðanir okkar um það efni,
en okkur þætti vel við hæfi að þeir
rithöfundar sem telja okkur
brjóta lög eða reglugerðir ræddu
málið við eitthvert okkar per-
sónulega áður en þeir snúa sér til
KEA opnaði 1. des. sl. nýja
stórverslun að Hrisalundi 5 á
Akureyri og er henni ætlað að
þjóna Lunda og Garðahverfi á
Akureyri, sem eru vestast i
bænum.
Verslunarhúsnæðið er á
tveimur hæðum hvor um sig 800
ferm. að gólffleti. Á efri hæð-
inni verða seldar dagvörur, svo
sem matvörur og aðrar þær
vörur sem útibú KEA i bænum
selja. Þá verður rekin kaffiter-
ia, sem rúmar 30 til 40 manns i
sæti og er það nýjung á
ekki
Indriði G. Þorsteinsson.
fjölmiðla, ef um misskilning
kynni að vera að ræða.
Stjórn Launasjóðs rithöfunda.
Akureyri. A neðri hæð
verslunarhússins verða seldar
vörur frá Vöruhúsi KEA, svo
sem leikföng, búsáhöld, heim-
ilistæki og gjafavörur.
Báðar verslanirnar verða
opnar mánudaga til fimmtu-
daga frá kl. 9 til 18 og föstudaga
9 til 19 og laugardaga 9 til 12.
Bygging húsnæðisins hófst
1974 og er áætlaður kostnaður
115 til 120 milj. króna og er þá
allt talið með, svo sem áhöld og
tæki.
Úr hinni nýju stórverslun KEA
Ný stórverslun KEA
Leiktæki
Undanfarin tvö ár hefur
FORM innflutningsdeild,
Bankastræti 11 sérhæft sig I inn-
flutningi ýmissa leikáhalda og
leiktækja fyrir börn á ýmsum
aldri. FORM er einkaumboðs-
aðili fyrir leiktækja-
framleiðanda i Englandi og
hefur einnig viðskiptasambönd
við önnur fyrirtæki með hlið-
stæðar vörur. Þau áhöld sem
hér um ræðir eru hönnuð bæöi til
notkunar utanhúss og innan.
Þetta eruaðallega klifurgrindur
i ýmsum stærðum, vagnar
á hjólum, hólkar til að skriða i
gegnum svo eitthvað sé nefnt,
einnig stólar og borð fyrir leik-
velli og dagheimili.
Áskriftasími
Þjóðviljans er
81333