Þjóðviljinn - 21.12.1976, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.12.1976, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 21. desember 1976 [ 44, SKÁKÞING SOVÉTRÍKJANNA Karpov að ná sér á strik Að loknum 10 umferðum á Skákþingi Sovetrikjanna var staða efstu manna þessi: 1-2 T. Petrosian og Y. Balachov 6.5 v. 3. A. Karpov 6 v. 4-7. E. Geller, M. Tal, N. Rashkovsky og I. Dorfman 5,5 v. hver. Keppnin á skákþinginu hefur veriö geysi- hörð t.d. hefur aöeins 47% skák- anna lokið meö jafntefli sem er óvenjulágt hlutfall þegar tillit er tekið tilstyrkleika mótsins (2565 meðalstigatala). Einhver áhrif kann að hafa sú athyglisverða regla að meina mönnum að semja jafntefli innan 30 leikja nema með samþykki dómar- anna. Eftir slæma byrjun hefur Karpov greinilega náð sér á istrik og taflmennska hans nú er ólíkt betri en i upphafi mótsins, sem sést berlega af tveimur skáka hans úr 6 og 8 umferð. Æsispennandi skák gegn I. Dorfman sem komið hefur mjög á övart i þessu móti, og afburða vel tefld skák gegn V. Kupreich- ik: Hvitt: A. Karpov Svart: I. Dorfman Sikileyjarvörn. 1. e4 C5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5.Rc3 e6 6. g4 (Skarpasta framhaldið sem Karpov beitir að jafnaði. Fræg er t.d. skák hans gegn Hort Moskvu ’71). 6,— Be7 Tilraunir til að notfæra sér framrás g- peðsins leiða til ó- farnaðar: 6. — e57Rf5 h5 8. g5 Rxe4 9. Rxg7+ Bxg7 10. Rxe4 d5 11. Rg3 h4 12. Rh5 o. s. frv.) 7. g5 Rfd7 8. h4 Rc6 9. Be3 a6 10. De2 Dc7 11.0-0-0 b5 12. Rxc6 Dxc6 13. Bd4 b4 14. Rd5 (Fyllilega rökrétt fórn. Eftir 14. Rbl hefði svartur gott tafl) 14,— exd5 15. Bxg7 Hg8 16. exd5 Dc7 17. Bf6 Re5 18. Bxe5 dxe5 19. f4 20. Bh3 Bf5 (M jög praktiskur leikur ef svo má að orði komast. Svartur hafði búist við 20. fxe5 sem e.t.v. er sterkara. Textaleikurinn fær- ir svörtum hins vegar ný vandamál við að glima.) 20,— Bxh3 21. Hxh3 Hc8 22. fxe5 Dc4 23. Hld3 Df4 + 24. Kbl IIc4 25. d6 He4 26. Hhe3 Hxe3 (Hérna vildu ýmsir leika 26. —Hxg5, en það gengur ekki t.d. 27. hxg5 Bxg5 28. d7+ Kd8 29. Hdl! ásamt 30. Dxa6 og hvitur vinnur.) 27. Hxe3 Dxh4 28. Df3! (Eftir 28. dxe7 Dhl+ nær svartur upp hagstæðu hróks- endatafli.) 28. — Dxg5 29. Hel (Hvitur fer sér að engu óðs- lega. Búast hefði mátt við 29. Dc6+ sem endurheimtir hið tapaða hð samstundis. Sjá skýr- ingar við 20. leik hvits.! 29,— Dg2? (Hér var mun sterkara að leika 29. — Dg4.) 30. Df5 Hg6 31. Hfl Dd5 32. dxe7 Kxe7 33. Df4 a5 34. Dh4+ Ke8 35. Dxh7 Df3 36. Dh8+ Ke7 (36. — Kd7!) 37. Dh4+ Ke8 38. Dc4 Db7 39. b3 He6 40. Hg 1 (Það vakti furðu margra hversu fljótur Karpov var að taka ákvörðun um að gefa um- frampeðið til baka.) 40.— Hxe5 41. Hg8 + Ke7 42. Dh4+ Kd7 43. Df6 He7? (Afleikur, og eftir hann verð- ur svarta taflinu ekki bjargað 43. — Dc7 gaf jafnteflismögu- leika.) 44.DÍ5+ Kd6 45. Dxa5 He5 46. Dd8+ Ke6 47. Kb2 f6 48. Hf8 Dg7 49. Dc8+ Kd5 Svartur gafst upp. Geysiviöa- mikil skák og að sama skapi skemmtileg. Svartur átti ágæta möguleika lengi vel en smá gloppur hér og þar orsökuöu öðru fremur ósigurinn. Hvitt: A. Karpov Svart: V. Kupreichik Spánskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rd4 (Ævagamalt afbrigði, vel til þess fallið að koma andstæð- ingnum á óvart.) 4. Rxd4 exd4 5.0-0 Bc5 (Gamla leiðin: 5. — c6 6. Bc4 Rf6 7.Hel d6 8. c3Rg 4 9. h3 Re5 10. d3 Rxc4 11. dxc4 dxc3 12. Rxc3 gefur hvitum þægilegt taf 1.) 6. d3 c6 7. Ba4 Re7 8. Rd2 d5 9. exd5 Rxd5 10. Hel + Be6 11 .Re4 Be7 12. Bb3 13. Bb2 0-0 (Hvitur stendur ivið betur að vigi. Það er mjög athyghsvert að sjá hvernig Karpov gerir sér mat úr þessum litlu stööuyfir- burðum.) 13,— Dd7 14. Dh5! fC 15. h3 Hae8 16. He2 b6 17. Hael Bf7 18. Df3 Bd8 19. c3 f5 Umsjón: Helgi Ólafsson 20. Rg3 dxc3 21. bxc3 (Fyrsta áfanga er náð. Sam- hverfa peðanna er ekki lengur fyrir hendi sem óneitanlega gæddi stöðuna nokkrum jafn- tefliskeim). 21. - g6 22. C4 Rc7 23. Bc3 c5 24. Db7! (Agætur leikur sem hindrar 24. — Re6) 24. — Hxe2 25. Rxe2 Dxd3 26. Be5! De4 27. Dxe4 fxe4 28. Rc3 He8 29. Hxe4 g5 30. g4 He6 31. 31. He3 HKf8 32. Rd5 Rxd5 33. cxd5 Hh6 34. Bb8 a6 35. d6! Bxb3 36. axb3 Kf7 (Svartur hyggst svara 37d7 með Hg6 38. He8 Hg8 o.s.frv.! o.s.frv.) 37. Bc7! Bxc7 38. He7+ Kf8 39. dxc7 Hc6 40. Hxh7 Ke8 41. h4! Svarturgafst upp. Skákin tap- ast á einu „tempói”. F lí í&JgBœm- m / jjl1 V fl i 1 Töfl — Töfl Skákklukkur Taflmenn i miklu úrvali. Friðrik, Fischer, Spasski og aðrir stórmeistarar nota GADE skákklukkur. Eru fyrirliggjandi — kosta kr. 7.830.- - Bókabúð Máls og menningar Laugavegi 18 — Sími 24242 I Ólafur Þ. Þórðarson og Steýan Jónsson leggja til að Seðlabankinn hækki afurðalán um 30% ólafur Þ. Þórðarson og Stefán Jónsson fytja tillögu til þinsálykt- unarum afurðalán, svohljóðandi: Alþingi ályktar að skora á rikisstjórnina að beita sér fyrir þvi að Seðlabankinn hækki af- urðalán sin úr 55% i 85%. Þeirri kvöð verði jafnframt létt af við- skiptabönkunum að lana 28% of- an á afurðalánin. Sama regla verði iátin giida um rekstrarlánin og afurðalánin, að Seðlabankinn endurkaupi þau. í greinargerð segir: Meö þeirri skipan, sem hér er lagt til, er rikisbönkum og úbibú- um þeirra gert jafnt undir höföi. Þeim er og veitt eðlileg sam- keppnisaöstaða við aðra banka eða sparisjóði. Svæðalegt misrétti, sem stafar af núverandi kerfi, er með öllu óþolandi. Þeir hlutar landsins, er hafa hagstæðasta hlutfallið i þjónustugreinum, búa við besta möguleika bankakerfisins til frjálsrar lanastarfsemi. A mestu framleiðslusvæðunum verður á- standið verst. Mismunun innan þeirra svæða er jafnframt ósanngjörn og getur heft byggðaleg áhrif. Tökum dæmi: A ísafirði eru tvö útibú rikisbanka er annast afurðalán fyrir flesta staði á Vestfjörðum. Ofan á afurðalánin, sem fást úr Seðlabankanum, verða útibúin að lána 28%. Þar sem á Vestfjörðum er mikil framieiðsla, skerðir þessi kvöð lánsgetu útibúanna til uppbyggingar á Isafirði og á sinn þátt i erfiðleikum staðarins varð- andi uppbyggingu á þjónustu- starfsemi og almenna uppbygg- ingu. Þeir staðir, sem hafa spari- sjóði eða útibú sem ekki þarf að sinna afurðalánum, eru miklu betur settir. Seðlabankinn hefur fjármagn- að afurðalánin með bindiskyldu. Ljóst er að sú prósenta yrði að hækka. Það kemur ólikt betur út en það kerfi sem nú er i gildi og hlýtur að leiða af sér harkalega mótleiki veröi því ekki breytt. Rikisbankarnir virðast veita útibúum sinum ákaflega misjafn- ar heimildir til að skulda aðal- bönkum. Hér er sýnishorn eftir kjör- dæmum af stöðunni hjá útibúum Útvegsbankansog Landsbankans um áramótin 1965 og 1972: Skuld útibúanna við aðalbank- ana. Aramót Vestfirðir Austfirðir 1965 ..181 millj. kr. 295 millj. kr. 1972 ..179 millj. kr. 547 millj. kr. Þess má geta, að árið 1972 nam skuld Landsbankaútibúsins á Akureyri 511 millj. kr. Vegna hinnar miklu gjaldeyris- öflunar þessara svæða og 28% reglunnar er ekki óeðlilegt að úti- búin skuldi aðalbönkunum. Hér er aftur á móti ekkert sam- ræmi á milli svæða. Það má bæta þvi við að á Vestfjörðum fækkar fólki, en fjölgar á Austfjörðum. — Á bankapólitikin þátt i þvf? —mhg. SfMI ÞJÓÐVILJANS ER 81333

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.