Þjóðviljinn - 21.12.1976, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 21.12.1976, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 21. desember 1976 Sagt eftir leikinn Sæmilega ánægöur með sumt Januz Cerwinski, landsliðsþjáifari: „Ég er sæmilega ánægður með sumt það sem kom fram hjá liðinu f þessum ieik. Hrað- upphiaupin heppnuðust vel nokkrum sinnum og ég er sæmiiega ánægður með sóknarleik liðsins. En vörnin var afar slök. Þá er ég ekki ánægður með hve illa var farið með ein 5 eða 6 dauðafæri i leiknum. Kannski er þar um að kenna þreytu hjá leikmönn- um, en álagið á þá siðustu daga hefur verið mikið og þeir eru eðlilega orðnir þreyttir. Januz var spurður að þvi hvort hann byggist við að ná varnarleiknum upp áður en B- heimsmeistarakeppnin byrjar? „Við verðum að ná varnar- leiknum upp hvað sem það kostar. — Nokkrar breytingar á lið- inu framundan? ,,Þeir Ólafur, Axel og Arni Indriðason koma inni liðiö ef þeir gefa kost á sér, aðrar breytingar verða ekki gerðar. Þaö vantar meiri snerpu Jón Karlsson, fyrirliði „Okkur vantar mei’ri’ snerpu, það er alveg greini- legt. Við töpum alltaf einvigi maður gegn manni, aðeins vegna þess að danirnir hafa meiri snerpu en við. Þá verðum við að ná varnar- leiknum upp, hann er alveg i molum hjá okkur i þessum leik. Mér finnst allt i lagi að skipta einum manni milii varnar og sóknar, en tveir virð'ist vera of mikið. Ég á von á þvi að vörnin lagist mikið þegar. ólafur H. Jónsson kemur inn, við verðum að fá hann i liðið. Og með þá hlið við hlið, Óiaf, Arna Indriðason og Þorbjörn, verður vörnin sterk. • Vörnin bilaði í þessum leik Geir Hallsteinsson: ,,Það var vörnin sem bilaði hjá okkur. Það á að vera nóg að skora 20 mörk i leik tii að sigra. Ef það reynist ekki vera, er eitthvað meira en litið að i vörninni. Þá er ég óánægður með hvað við fórum oft ilia með opin marktækifæri og það sárasta við það var að alltaf var það á viðkvæmustu augnablikum leiksins. Við erum vissulega orðnir þreyttir, mjög þreyttir eftir 8 leiki sem sumir okkar hafa leikið á 10 dögum. En þetta kemur, liðið á eftir að springa út og ég er sannfærður um að við komumst áfram úr B- keppninni. —S.dór Geir Hallsteinsson kominn I gegn meðtvo varnarmenn hangandi á sér. Mark eða vítakast var útkoman. (Ljós EIK) Svona getur þetta ekki haldið áfram! i 3ja sinn á átta dögum tapaði islenska landsliðið i handknattleik fyrir dönum sl. sunnudagskvöld með 22 mörkum gegn 23. Naumur danskur sigur að vísu en tölurnar segja ekki allt, danir höfðu 2ja til 4ra marka forskot lengst af i siðari hálfleik þótt landan- um tækist að jafna 19:19 og 20:20. Það, að tapa tvi- vegis fyrir þessu danska liði á heimavelli er nokkuð, sem alls ekki er hægt að sætta sig við. Danska liðið er langt frá þvi að vera sterkt. Það er að visu létt- leikandi i sókn, en ekkert umfram það. Það lið sem leikið hefur gegn dönum þessa 3 leiki hér á landi er stór gallað. Vörnin er eins og gatasigti eins og ieik- menn segja sjálfir, sóknarleikurinn er einhæfur, nánast alitaf eins, utan hvað Geir Hallsteinsson tekur einstaka sinnum til sinna ráða og sýnir hina miklu hugmyndaauðgi sina, en þar er aðeins um einstaklingsframtak að ræða. En það sem var einna alvarlegast i siðasta leiknum voru innáskiptingar úr vörn i sókn, Þær voru i molum og á stundum til skammar. Höfuð áhersla hefur verið lögð á að æfa hraðupphlaup hjá is- lenska liðinu. En á sama tima og veriðeraðæfa þetta upp er leikin sú aðferð, að skipta tveimur mönnum útaf milli varnar og sóknar. Þetta þýðir að tveir menn stefna beint á skiptimannabekk- inn þegar liðið snýr vörn í sókn. Eftir standa 4 menn til að fram- kvæma hraðaupphlaupið. Hvernig er hægt að koma þessu heim og saman? „Vörnin er eins og gatasigti” var samdóma álit þeirra leik- manna, sem við ræddum við eftir leikinn. „Aðeins tveir menn kunna að leika varnarleik” segir landsliðsþjálfarinn. Hvað er þá til ráða. Auðvitað aðeins eitt. Að, taka inni liðið menn, sem kunna að leika varnarleik. Þeir eru til hér á landi. Hverjum er það I hag að þvermóðskast gegn þvi? Hver ræður vali liðsins? Sóknarleikurinn er einhæfur, < það er staðreynd. En þess ber að geta, a ð þjálfarinn hefur haft liðið stuttan tlma til að æfa upp leik- fléttur og ástæðulaust að ör- vænta, hann á eflaust eftir aö ná þeim þætti leiksins upp. Niðurstaðan verður sú að liðið er ekki rétt skipaö. 1 því eru til að mynda tveir menn, sem litiö sem ekkert hafa fengið að koma inná. Annar, Þorbergur Aðalsteinsson Iltið sem ekkert í slðustu 5 leikj- um fyrr en sl. sunnudagskvöld að hann kom inná I s.h. Viggó Sigurðsson hefur litið sem ekkert verið með, komið inná tvisvar til þrisvar íleik og þá fáeinar mínút- ur I senn. Hversvegna? Vegna þess að þeim er ekki treyst. Til hvers eru menn, sem ekki er treyst, valdir I landlið? Það er hvorki þeim né liðinu greiði gerð- ur með sllku. Þetta landslið verður hvorki fugl né fiskur fyrr en Olafur H. Jónsson, Axel Axelsson, Árni Indriðason og Bjarni Jónsson eru komnir I liðið, en þá væri llka varnarleikurinn kominn I lag og þá ekki siður sóknin. Það er frá leiknum við dani sl. sunnudag að segja að I fyrri hálf- leik náði Isl. liðið forystu 2:1, 3:2, 4:3, 5:4, 6:5, 8:6, 10:9, en danir komust yfir 12:11 og höfðu yfir i leikhléi 15:13. 1 slðari hálfleik höfðu þeir yfir 16:13, 17:13 18:14 og 19:16 en Islendingar jöfnuðu 19:19 og 20:20, en danir náðu aftur yfirhöndinni 22:20 og 23:21 en lokatölurnar urðu 23:22 sigur fyrir dani. Geir Hallsteinsson, Jón Karls- son, ólafur Benediktsson og Björgvin Björgvinsson voru menn dagsins hjá Islenska liðinu, ■ íslenska liöiö tapaði í 3ja sinn fyrir dönum — ■ vörnin í molum ■ einhæfur sóknarleikur ■ innáskipt- ingar eins og hjá börnum en Michael Berg, Andres Dahl Nilsen og Heine Sörensen hjá dönum. Mörk Islands: Jón Karlsson 8 (4) Geir 4, Björgvin 4, Viðar 3, Agúst Svavarsson 2, og Ólafur Einarsson 1. Markahæstur dan- anna var Michael Berg með 7 mörk. — S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.