Þjóðviljinn - 30.12.1976, Page 5
Fimmtudagur 30. desember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA — 5
Það er tæpast nokk-
ur, sem kemur til með
að taka við af Richard
Daley borgarstjóra
Chicago i þvi hlutverki
sem hann gegndi áður
sem stjórnmálaforingi.
Einræðisstill hans
heyrði sögunni til, þeg-
ar fyrir dauða hans.
1 útliti lika liktist Richard
Daley jafnvel hinum látna Edg-
ar J. Hoover og George Meany
sem enn hefur ekki verið sviptur
jarðvist sinni. Borgarstjóri,
yfirmaður alrikislögreglunnar
og formaður Verkalýðssam-
bandsins-, Þrir sem allir stóðu
og standa fyrir það sama i sögu
bandariska valdakerfisins:
Hinn ómótmælanlega foringja.
Manninn (hvað annað?) sem
gefur fyrirskipanir, tekur
ákvarðanir og setur fram tilboð,
sem ekki er hægt að hafna.
Skyldleikinn við mafiuna er
augljós.
Richard Joseph Daley,
borgarstjóri Chicago, var ó-
neitanlega pólitiskur guðfaðir.
A sama hátt og Huey Long rikis-
stjóri rikti einráður i Louisiana,
þannig réði Daley yfir Chicago,
en ekki bara það, heldur einnig
yfir Illinois-fylki. Og staða hans
sem stjórnmálaleiðtoga i höfuð-
borg iðnaðarins i miðvestur-
rikjunum gerði hann að áhrifa-
mesta stjórnmálaforingja
Bandarikjanna.
Hver tekur við?
Þegar velta menn vöngum ýf-
ir þvi, hver muni taka við af
honum i borgarstjóraembætt-
inu. Það leysir hann þó enginn
af hólmi sem foringja. A sama
hátt og einræðisstill Edgar J.
Hoover var kominn úr tisku
þegar fyrir dauða hans. heyrir
stillDaley lika til liðinni tið—og
áhrifasvæði hans var hin siðari
ár afmarkað innan þrengri
ramma flokksdeilda. Það er á
sinn hátt einkennandi, að i út-
nefningu demókrata til forseta-
kjörs á þessu ári var Daley ekki
á nokkurn hátt áhrifavaldur.
Þvert á móti var litið á það sem
merki um sjálfsprottið öryggi
Carters, þegar Daley sagði
undir það siðasta skilið við
gamlan vin sinn, Hubert
Humphrey, og veitti Carter
stuðning sinn. Carter stóð ekki i
neinni þakkarskuld við Daley.
Það var Daley, sem á siðustu
stundu sá sig tilneyddan til að
leggjast á klafann hjá Carter.
En þannig hafði það ekki
alltaf verið. Þegar Kennedy var
kosinn árið 1960, komu siðustu
atkvæðin og þau sem réðu úr-
slitum úr herbúðum Daleys i
Chicago. Og enn i dag er þvi
haldið fram, að það hafi verið
Daley, sem rændi Nixon
kosningasigrinum. Og ef ein-
hver kynni að vilja spyrja, hvort
borgarstjórinn i Chicago gæti
tekið þátt i kosningasvindli,
væri svarið: Já, það gat Daley.
...og yfirmanni FBI, J. Edgar
Hoover i útliti sem að innræti.
ingi einræðisins. Þegar hinn
frjálslyndi McGovern vann sig-
ur i forsetaútnefningu flokksins
árið 1972, var ekkert sem Daley
vildi sagt hafa. Og þetta árið
var það Daley sem varð að
styðja Carter, þrátt fyrir það að
Carter hefði auðvitað löngu fyrr
reynt að heimsækja þennan for-
ingja um leið og aðra. Þegar
Daley tók til máls á flokksþing-
inu i New York snemma i sum-
ar, til að tala um vandamál
stórborga, var honum ekki leng-
ur fagnað jafn ákaft og heima i
Chicago. Þar heyrðist púað á
hann af stórum hluta þing-
heims.
Það fór lika að kreppa að i
Chicago og nágrenni. Enda þótt
Daley skipaði svo fyrir, að Cart-
er skyldi fá stuðning, fylgdi
Illinois samt Ford. Og fylkið
hlaut að auki nýjan rikisstjóra,
sem ekki var bundinn i járn-
greipar Daleys. Jim Thomson
var þvert á móti repúblikani,
sem beindioftar skeytum sinum
i kosningaslagnum að Daley
sjálfum, en frambjóðanda
Demókrata, sem Daley hafði
tilnefnt.
Jafn ameriskt og
eplapæ
En þótt still Daleys heyri nú
sögunni til, njóta útlistanir hans
á bandariskum frelsisréttindum
mikillar hylli einmitt i ár, og eru
sagðarjafn ameriskar og apple
pie. I dag er stíllinn annar, en
guðfaðir Chicago var þó góður
nokk fyrir sinn hatt. Það segir
jafnvelsjálfur Ford forseti, sem
fyrir nokkrum dögum hrósaði
honum sem „tröllaukinni stærð
i bandriskri sögu”.
Og Jimmy Carter sleit sig frá
bibliunni og ráðherraútnefning-
unni og ræðunum um hugsjónir
og siðferðilegan mikilleik, til að
lýsa þvi yfir, að hann væri
„djúpt snortinn” vegna missis
„mikils og góðs vinar og mikil-
hæfs leiðtoga Demókrata”.
Að þvi er AP fréttastofan
hermir grétu iifverðir Daleys,
þegar þeir heyrðu að foringinn
hefði dáið úr hjartaslagi i
læknisvitjun...
Bvggt á Information- rá.
...verkalýðsforingjanum
George Meaney...
Pólitískur guðfaðir
Chicagoborgar frá
Daley gerir alltaf það
rétta
Richard Daley fæddistf yrir 74
árum og var sonur irsks inn-
flytjanda. Faðir hans var
málmiðnaðarmaður, og eins og
aðrir af irsku bergi brotnir var
Daley lika kaþólikki og þar með
vegna uppruna sins, innlimaður
i hefðbundið flokksbrot Demó-
krataflokksins i iðnaðarborgum
norðurhéraða Bandarikjanna.
Það komst skriður á pólitiskan
feril hans árið 1953, þegar hann
varð formaður Demókrata-
flokksins i Cook Country og
tveimur árum seinna borgar-
stjóri i sjálfri Chicago. Þar með
komst hann yfir það sem i
bandariskum stjórnmálum er
kallað pólitisk vél, þ.e.a.s. póli-
tiskt tröppugangskerfi. Frá
þeirri stundu sem hann náði
völdum var viðkvæðið: Það sem
Daley gerir er alltaf það rétta.
Allt frá i byrjun var honum
ljóst hver með völdin fór. Ef
einhver gerðist svo djarfur að
mótmæla þvi sem hann sagði á
borgarstjórnarfundum, var
straumurinn þegar rofinn að
hljóðnema viðkomandi aðila, en
það var tækni sem Daly notaði
lika þegar flokkurinn sjálfur
hélt þing sitt i borginni 1968. Þá
stóð Vietnamstriðið sem hæst,
og þeir þingfulltrúar sem hugð-
ust segja meiningu sina á
styrjaldarrekstrinum t.d. urðu
þess allt i einu varir að þeir töl-
uðu fyrir daufum hlustum.
Lög og regla
Þannig var farið með þá sem
meira áttu undir sér. Venjulegir
mótmælendur fengu aftur að
kenna á „venjulegu” banda-
risku lögreglu-ofbeldi. Daley til-
einkaði sér þannig „lög og
reglu”. I byrjun sjöunda tugar-
ins, þegar uppþot og rán upp-
hófust I fátækrahverfum
svertingja í Chicago sendi hann
lögreglustjóra borgarinnar til-
kynningu um að „gefa fyrir-
skipun um að lögreglan skyldi
skjóta til að limlesta eða gera
þá sem ætla að ræna verslanir i
borg vorri að krypplingum”.
Strax árið 1967 lét hann lög-
regluafla sinn berja á friðsam-
legum mótmælaflokkum
hernaðarandstæðinga með kylf-
um- sem fyrirboða um þá með-
ferð, sem sama lögregla myndi
veita þátttakendum i Vietnam-
mótmælunum i tengslum við
flokksþing Demókrata árið eft-
ir.
Þannig var haldið uppi lögum
og reglu svo langt sem það náði
— gagnvart þeim sem ekki voru
sama sinnis og borgarstjórinn.
Væri maður i kunningjahópi
borgarstjórans naut maður
verndar, og armur laganna náði
þá illa til manns. Ein „uppgötv-
un” Daleys, fyrrverandi rikis-
stjóri og héraðsdómari, Otto
Kerner að nafni, var þó dæmdur
i mútumáli á sama hátt og
blaðafulltrúi Daleys hlaut einn-
ig dóm.
Þeir aðilar sem færðu borg
Daleys aukna vegsemd voru
lika heiðraðir. Þegar Chicago
White Sox urðu Bandarikja-
meistarar i slábolta árið 1959,
gaf Daley út fyrirskipun um að
loftvarnarflautur borgarinnar
skyldu þeyttar.
Skórinn tekur að
kreppa að
Timinn tekur þó að hlaupa frá
þessum yfirlýsta persónugerf-
Richard Daley liktist bæði...
Aðgát vegna
sprenginga
Við læknarnir, og heyrnardeild
Heilsuverndarstöðvar Reykja-
vikur, fáum til meðferðar marga,
einkum börn og unglinga sem
orðið hafa fyrir meira eða minna
heilsutjóni af völdum ýmisskonar
skrautelda og sprenginga um
þetta leyti árs. Það er þvi full
ástæða til að vara alla við hætt-
unni. Það er stórhættulegt og
beinlinis glæpsamlegt að kasta
„kinverjum” og álika sprengjum
að fólki.
Verði sprenging nærri eyra má
búast við varanlegri heyrnar-
skemmd, jafnvel einnig gati á
hljóðhimnu.
Flugeldar geta sprungið þegar I
þeim er kveikt. Gætið þess að
andlit eða hendur lendi ekki i
stróknum frá eldflaug.
Blinda, brunasár og varaníeg
örorka hefur þráfaldlega hlotist
af óaðgætni við tendrun eld-
flauga, og annars þess háttar.
Aldrei er of varlega farið með
þessa hluti og best að hafa þá ekki
um hönd. Einkum þurfa foreldr-
ar og forráðamenn barna og ungl-
inga að vera vel á verði og reyna
að sjá til þess að þetta unga fólk
hafi ekki sprengjur um hönd, en
þær valda einkum alvarlegu og
varanlegu heilsutjóni.
Margir hafa komið til okkar á heyrn og sködduð eyru á undan-
heyrnardeild Heilsuverndar- förnum árum. Látum það ekki ErlingurÞorsteinsson
stöðvar Reykjavikur með skerta koma fyrir i þetta sinn. yfirlæknirheyrnardeildar