Þjóðviljinn - 30.12.1976, Side 6

Þjóðviljinn - 30.12.1976, Side 6
6 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 30. desember 1976 Frumsýning á gamanleiknum „Hvar er Charlie?” Leikhús fyrir heyrnarlausa Hvernig á að koma fólki sem svipt er heyrn i kynni við listina? 1 Sovétrikjunum er unnið ötullega að lausn þessa vandamáls. Kvik- myndir fyrir heyrnarleysingja eru framleiddar og sérstök sjón- varpsdagskrá er helguð þeim á hverjum fimmtudegi. I félags- heimilunum eru starfandi sér- stakir áhugamannahópar fyrir heyrnarlausa. Með reglulegu millibili fara fram mót heyrnar- lausra áhugalistamanna. En meðal heyrnleysingja eru einnig atvinnulistamenn. Fyrsta atvinnuleikhús i heimi fyrir heyrnarlausa leikara var sett á laggirnar i Moskvu áriö 1964. Aður hafði verið stofnað til samkeppni heyrnarlausra áhugaleikara um allt land. Yfir 30 sigurvegarar úr þeirri keppni fengu aðgang að leiklistarskóla sem stofnaður var á vegum Sjúk- in-leiklistarskólans i Moskvu. í nýja skólanum var notast við sömu námsskrá og i venjulegum leiklistarskólum og yfirkennari var þjóðlistamaöurinn Boris Zakhava. Fingramálastúlkur að- stoðuðu við kennsluna. Þeirfyrstu sem útskrifuðust úr þessum skóla urðu fyrstu leikarar leikhúss sem á ekki sinn lika i heiminum og oft er nefnt „þögla leikhúsið”. Nú starfar skólinn i beinum tengslum við leikhúsið og hafa þrir árgangar nemenda tek- ið til starfa þar. Allt frá upphafi var tekin sú stefna að takmarka ekki við- fangsefni leikhússins við það sem virtist liggja beinast við: lát- bragðsleik. Þar er sett á svið „Þrettándanótt” Shakespeares, harmleikir Schillers og sýning sem byggð er á smásögum eftir Gorki og nefnist „Einu sinni var fólk..” En „þögla leikhúsið” er ekki réttnefni. Þar má einnig heyra tal og tóna. Astæðan er sú að reynt er að gera sýningarnar aðgengi- legar venjulegum áhorfendum, en ekki eingöngu heyrnarlausum. Leikararnir gera sig skiljanlega á fingramáli en jafnframt er texti leikritsins lesinn i hátalara af öðrum leikurum. Þetta er einsog þegar tal er sett inn á kvikmynd, nema hvaði leikhúsinu eru aðeins tveir leikarar sem tala — karl og kona. Ahorfendur hrifast alltaf mjög af leikni þeirra. T.d. er at- riði i leikritinu „Það gerðist i Sevilla” þar sem tiu konur eru á sviðinu i einu. Þær tala hver i kapp við aðra og gripa frammi fyrir hver annarri. Hver um sig hefur sina eigin rödd, sem að- greinir hana frá hinum. Það er ótrúlegt en satt, að ein leikkona „hljóðsetti” þetta atriði. Grundvöllur þeirrar velgengni sem einkennt hefur þögla leikhús- ið frá upphafi er samt sem áður látbragðshæfileikar leikaranna. Heyrnarlausu leikararnir kunna að túlka þjáningar persónanna án orða og á hinn blæbrigöarikasta hátt. Þeir ráða við verkefni sem krefjast mikils tilfinningakrafts. Leikrit einsog „Prómeþeus i fjötr um” eftir Eskylos, „Slagæð hlið- stæðu minnar” eftir Maxim Gorki, „Hans er ekki getið i skýrslum” eftir Boris Vasiljef, ofl. Sennilega eru söngleikirnir það sem mesta athygli vekur i þessu einstæða leikhúsi. Ein fyrsta uppsetningin af þvi tagi var „Ljev Gúrits Sinitskin”, sigildur vaudeville-leikur eftir D. Ljenski, með kátum visum, dönsum og söngvum. Margir áhorfendur sem komu i leikhúsið i fyrsta sinn, spurðu hvernig leikararnir færu að þvi að dansa og „syngja” alveg í takt við leik hljómsveitarinnar. Til þess að skiija þetta er nauð- synlegt að vera viðstaddur æf- ingu. Leikarinn leggur hönd á lok flygilsins og reynir að finna takt- inn i laginu. Pianóleikarinn spil- ar lagið aftur og aftur. Siðan fer leikarinn út á gólfið og reynir aö dansa i takt við lagið. Ballett- meistarinn hjálpar honum meö þviað slá taktinn með höndunum. Þegar leikarinn hefur náð valdi á taktinum tapar hann honum ekki aftur. En rytmisk uppbygging lagsins erekki það eina sem máli skiptir. Leikararnir þurfa lika að skynja eðli tónlistarinnar og innihald. Þar kemur til kasta leikstjórans sem útskýrir tónlistina gjarnan með samlikingum og hugmynda- tengslum, sem leikarinn reynir siðan að túlka i dansi sinum. Hér koma að góðu gagni hæfi- leikar heyrnarlausu leikaranna til að tjá sig með likamshreyfing- um. Einn þeirra, Vladimir Sjub- in, kemur fram einn i atriði sem nefnist „Klukknahringing i Buchenwald” og nýtur mikilla vinsælda. í bakgrunni hljómar ógnþrungið lag og i forgrunni „dásamlegur, óviðjafnanlegur söngur handanna” einsog einn áhorfenda komst að orði. Meöal þeirra sýninga sem ný- lega hafa verið settar upp er gleðisöngleikurinn „Tjöld drottningarinnar” eftir sovéska tónskáldiö Vasili Solovjef-Sedoj. Söguefnið er fengið úr „Skyttunum þremur” eftir Dumas og notað sem uppistaða i litrikan gleðileik. Af þessari sýningu má ráða að leikhúsið hef- ur tekiö gifurlegum framförum siöanþaðsýndi „Ljef Gúrits” þar sem allt var miklu einfaldara og auðveldara. Tónlist Solovjef - Sedoj er margslungin og býr yfir ýmisskonar rytma. Leikurunum hefur tekist til fullnustu að ná fram töfrum hennar. Einkum Atriði úr sýningunni „Kristailshjartað” hefur ungu leikurunum Ivan Lesnikof og Tamöru Petukhovu tekist vel upp i hlutverkum d’Artagnan og Constanze. Ahorf- endur hrifast mjög af heillandi dansi þeirra. Þeir eru ekki margir i hópi áhorfenda sem vita að sérhver hreyfing i þessum áreynsiulitla dansi hefur kostaö erfiði klukku- timum og dögum saman, ákafa löngun til að sigrast á öllum hindrunum og'ná til listarinnar. Þaö er einmitt þessi löngun sem hefur leitt þessa ungu leikara inn- á þessa braut. Olga Garfeld er af leikhúsfólki komin og hefur hrifist af leikhúsi síöan hún man fyrst eftir sér. Hún missti heyrnina i striðinu, en þá dvaldist hún i litlum bæ i Hvítarússlandi, sem hersetinn var af þjóöverjum. Nasistarnir voru að leita aö gyðingum og Olga litla og móðir hennar földu sig i rökum kjallara. Telpan veiktist af heilahimnubólgu og missti heyrnina fyrir fullt og allt. Eftir striðið fór hún i heyrnaleysingja- skóla og lærði þar að lesa vara- mál. Hún gat farið i leikhús og skiliö það sem fram fór á sviðinu. Brátt rættist draumur hennar: húnfórsjálf aðleika. Það gerðist þegar stofnaður var áhuga- mannahópur i skólanum. Sýning- arnar fóru fram á fingramáli. Þegar Olga lauk námi við heyrnaleysingjaskólann fór hún i leiklistarskólann. Olga Garfeld er leikkona sem býr yfir miklum sköpunarhæfileikum. Meðal hlut- verka hennar eru Olivia i Þrett- ándanótt, Milady i Tjöldum drottningarinnar, Ntalja i Vassa Sjelesnova, góða álfamærin i Oskubusku og mörg fleiri. Sumir leikaranna hafa komið i leikhúsið úr öðrum starfsgrein- um. Vasili Bondof var t.d. áður leturgrafari, en er nú einn af aðalleikurum hússins. „Þögla leikhúsið” hefur farið i leikferðir til nær 200 borga i Sovétrikjunum, og einnig til Pól- lands, Búlgariu, og Júgóslaviu. Auk þess tók leikhúsið þátt i alþjóðlegu móti látbragðsleikara I Tékkóslóvakiu árið 1973. Leikararnir koma oft fram i klúbbum fyrirtækja þar sem heyrnarlausir starfa, ennfremur i heyrnarleysingjaskólum. „Þögla leikhúsið” hefur gegnt með prýði þvi hlutverki sinu aö koma list- inni á framfæri við þá sem sviptir eru heyrn. Eduard Aljesin APN Vassa Sjeleznova eftir Gorki inni og T. Petukhova — Ihlutverkum eru Marta Grakhova, Olga Garfeld, sem segir frá fgrein-

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.