Þjóðviljinn - 30.12.1976, Síða 7

Þjóðviljinn - 30.12.1976, Síða 7
Fimmtudagur 30. desember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 \\ áróður ÁDAGSm, Um vondan og góða n 1 fyrravetur varð talsvert fjaðrafok i skólanefnd Kópa- vogs, og meðal nokkurra for- eldra vegna kennsluefnis, sem kennari einn við annan gagn- fræðaskólann þar i bæ notaði við kennslu i samfélagsfræðum. Kennarinn hafði hug á að upp- fræða nemendur litillega um baráttu islensks verkafólks fyrir bættum kjörum, en eins og þeir vita, sem við kennslu fást, er ekki um auðugan garð að gresja varðandi það efni i kennslubókum þeim, sem rikisútgáfa námsbóka hefur á boðstólum. Kennarinn greip þvi til þess ráðs að brúka við kennsluna bækling Fylking- arinnar um þróun verkalýðs- baráttu á Islandi. Meira þurfti ekki til. Ihaldsmennirnir i skólanefndinni sáu undireins, hverslags voði var á ferð. Bann- settir kommúnistarnir voru auðvitað hér að verki en þeim skyldi ekki verða kápan úr þvi klæðinu að lauma lævisum áróðri sinum inn i skólana og spilla saklausum unglingunum. Nei, hér skyldi stemma á að ósi og málið var snarlega sent niður i menntamálaráðuneyti með óskum um að ósóminn yröi stöðvaður og kennaranum veitt- ar kárinur. Af einhverjum dularfullum ástæðum týndist mál þetta i ráðuneytinu og hefur ekkert til þess spurst, þrátt fyrir mikla leit i skrifborðsskúffum og ruslakörfum embættis- manna. Og mun málið þar með úr sögunni að þvi er næst verður komist. Það er svo sem ekkert nýtt að góðborgarar rjúki upp til handa og fóta fái þeir minnsta pata af eða gruni að örlitill andblær frá vinstri hafi komist inn fyrir dyr skólans, þeirrar ihaldssömu stofnunar. Þá er ekki sparað að tala um pólitiskan áróður og hættuna sem af honum stafi. Skólinn á að vera hlutlaus, þar má ekki minnastá neitt ljótt eins og póli- tik, segja menn og veröa andaktugir i framan. Þessir frómu menn virðast hins vegar vera gjörsamlega daufdumbir fyrir þeim hápólitiska áróðri, sem raunverulega er rekinn i skólunum alla daga alveg frá fyrsta skóladegi barnsins. Sá áróður kemur frá hægri, þaö er ihaldsáróður sem er i samræmi við rikjandi þjóðfélagsgerð og styrkir hana. Og þá er ekkert sagt. Þess konar áróður er auk þess alls ekki áróður i hugum alltof margra eða kannski er það öllu heldur góður áróður sem má nota I skólunum, en allt sem getur hróflað við gamal- grónum fhaldsjónarmiðum er af hinu vonda og skal banna. Skólakerfið er að sjálfsögðu grundvallað á sömu lögmálum og þjóðfélagið, sérhyggja og samkeppni eru þar i fyrirrúmi en samvinna og samhjálp ekki i hávegum höfð. Gallar þessa þjóðskipulags birtast jafnvel enn átakanlegar og skýrar inn- anveggja skólans en viðast hvar annars staðar i þjóðfélaginu. Strax i fyrsta bekk verða litil börn fórnardýr grimmrar stéttaskiptingar. Þau eru flokk- uð i góða og vonda nemendur og raðað i bekk eftir þvi. Og auð- vitað fara vondu nemendurnir i tossabekkina. Það er refsingin fyrir að ganga ekki vel að læra sem oft er aftur afleiðing af likamlegum eða sálrænum ágöllum eða þá af þvi að ekki er unnt að sinna þeim nógu vel heima. Sem betur fer eru sumir grunnskólar að leggja niður þannig röðun i bekki eftir náms- getu. En hvernig sem raðað er i bekki i skólunum og hvort sem nemendurnir eru gáfaðir eða heimskir er allt kapp lagt á að þeir tileinki sér hugmyndafræöi og verðmætamat nýrikrar borgarastéttar. Kennslu- bækurnar eru gegnsýrðar þess- um borgaralega áróðri og þarf ekki lengi að leita til að finna dæmi. Litum til dæmis á Is- landssögu Þorsteins M. Jóns- sonar sem rikisútgáfa náms- bóka gaf fyrst út 1957 og svo aft- ur nokkrum árum siðar aukna og endurbætta. Það er endur- bætta útgáfan sem ég er með. Þessi bók er kennd i 7. bekk grunnskóla (áður 1. bekk gagn- fræðaskóla) og fjallar um tima- bilið 1874-1944. Þetta er timi mikilla stjórnmálalegra svipt- inga við dani, og leiða þau átök að lokum til sjálfstæðis lands- ins. Heimsstyrjöld geisar, út- gerð eflist og breytingar verða á atvinnuháttum og nýjar at- vinnugreinar koma til sögu. Frá þessu öllu er sagt og er það gott svo langt sem það nær. En á þessu timabili hrindir islensk alþýða einnig af sér mesta þræl- dómsokinu og beitir til þess samtakamættinum. Oflug stéttarfélög eru mynduð og verkalýðurinn fær i hendur beittasta og besta vopn sitt, hiö eina sem oft hefur dugað, verk- fallsréttinn. Vökulög eru sett alveg i lok þessa timabils og eftir það er lif togarasjómanna ögn bærilegra. Um allt þetta og þá grimmi- lega baráttu sem verkalýöurinn varð að heyja við auðvaldsöfl- in til að ná fram sjálfsögðum mannréttindum er höfundur bókarinnar þögull sem gröfin. Aðeins i örfáum linum i siðasta kafla bókarinnar, sem ber yfir- skriftina Nokkrir menningar- þættir, er minnst á tilkomu stéttarfélaga og bará'ttu Ólafs Friðrikssonar fyrir jafnaðar- stefnunni. Þessum kafla mun oftast vera sleppt (amk. fyrir Eftir Helgu Sigurjónsdóttur kennara próf segja krakkarnir mér). Það er i þessari þögn um grund- vallaratriði og eðli þjóðskipu- lagsins, sem áróðurinn er fólg- inn. Sagan er fölsuð, lesandinn er blekktur og honum er sýnd röng mynd af þeirri þjóð og þvi samfélagi sem hann á að fræð- ast um af lestri bókarinnar. Þessi sögukennslubók er þannig með sama marki brennd og allar aðrar sem ég þekki. Hún er skrifuð frá sjónarhóli yfirstéttarinnar og er sneisafull af viðhorfum hennar. Alþýðan i landinu er algert aukaatriði og lesandinn sér allt meö augum embættismanna og atvinnurek- enda. Þeir birtast okkur bæði i máli og myndum á siöum bókarinnar alvarlegir og ábúða- miklir velflestir og höfundur hrósar athafnamönnunum fyrir dugnað og útsjónarsemi bæði i útgerð, verslun og stórbúskap. En hvað uppsker alþýðan? Um það er höfundur sagnafár. Hann er ekkert að tina til smá- muni eins og þá að það er þessi þrautpinda alþýða sem skapar öll verðmætin og malar at- hafnamönnunum gull með þvi að selja vinnuafl sitt ótrúlega ódýrt. Hvað varðar ungdóminn heldur um óheyrilega vinnu- hörku, atvinnuleysi, langan vinnudag og ólýsanlega eymd alþýðu manna sem stafar af arðráni atvinnurekenda á henni. Eða þá að nokkuð sé minnst á tvöfalt óréttlæti gagn- vart konum sem þræluöu við salt- og kolaburð allan daginn og fleiri störf alveg eins og karl- menn en fengu samt allt að helmingi lægra kaup. Nemendur fá hins vegar allt að vita um skipaeign og önnur umsvif stórkarla eins og Geirs Zoega, Péturs Thorsteinssonar, Ottós Wathne og Thors Jensens og ekki er heldur látið undir höfuð leggjast að segja frá glæsi legum hibýlum þessara manna. Bildudalssaltfiskurinn hans Péturs fær t.d. mikið hrós, en hvað varðar lesandann um það að margar konur sem unnu við fiskverkun bæði á Bildudal og annars staðar yrðu að gjalda fyrir þann dýra fisk meö heilsu sinni og jafnvel lifi. Hún kvað ekki hafa verið neitt sældarbrauð fiskverkunin, sem þessar konur urðu að ganga að i öllum veðrum og við hörmuleg vinnuskilyrði, oft með litil börn sér við hlið allan liðlangan dag- inn. Það er nefnilega ekkert nýtt að konur vinni úti og það er heldur ekki nýtt að þörf sé fyrir barnaheimili. Um þetta mega kennarar ekki tala við nemendur i islenskum skólum, hvað þá heldur að leiða huga þeirra að nútimanum og kjörum alþýðu i dag. Málefni liðandi stundar eru áreiðaniega alltof „viðkvæm” til að tala megi um þau. Hvað skyldu annars litlu ihaldssálirnar i skólanefndunum segja ef ein- hver kennari i efri bekkjum grunnskóla tæki sig nú til og læsi með nemendum ritgerð Þórs Whitehead i nýútkomnum Skirni, þar sem hann rekur að- draganda þess að bandariskur her kemur til landsins að siðari heimsstyrjöld lokinni og hreiðrar hér um sig með hjálp islenskra leppa? Gæti verið að viðkomandi kennari yrði sakaður um að reka pólitiskan áróður i skólanum? Helga Sigurjónsdóttir Ríkið tekur nú ekki lengur þátt í rekstrarkostnaði dagvistunarheimila Þegar lagabálkurinn var saminn árið 1973 var stefnan sú að dagvistunarheimili ættu ekki að vera neyðarúrræði heldur ætti hver sem er kost á að koma börnum sinum þar fyrir. Það sýndi sig strax að það var alls ekki útibláinnað setja lögin þvi að sveitarfélög um allt land hefðu rokið upp til handa og fóta aö reisa dagvistunarheimili. Viða er ástandið þannig að kon- ur eru beinlínis beðnar að koma á vinnumarkaðinn og þörfin þvi ákaflega brýn. Skortur á dag- vistunarheimilum ætti meðal annars sinn þátt i aö fenginn væri vinnukrafhur frá Astraliu og N-Sjálandi i sjávarplássum viða. Meö lagasetningu hægri stjórnarinnar nú fyrir jól er ver- iö að hverfa til gamalla tima, sagði Svava og það væri til dæmis um stefnu hennar að i fjárlögum i fyrra var ekkert fé veitt til nýbygginga dagheimila og nú i ár hefði verið mikil tog- streita aö fá samþykkt fjár- magn á fjárlögum til nokkurra nýrra heimila. Það að auki stæði rikið ekki við þær greiðsl- ur sem það er lögbundið til að greiða og væri skuldahali dag- vistunarheimila nú um 120 miljónir. GFr Mikil afturför, segir Svava Jakobsdóttir alþingismaður Ariö 1973 voru sett af vinstri stjórninni ný Iög um þátttöku rikisins i byggingu og rekstri dagvistunarheimila. Skv. þeim átti rikið að greiða 50% af stofn- kostnaöi og allt að 30% af rekstrarostnaði. Það sýndi aö þarna var verið að mæta brýnni þörf þvi að um allt land var haf- in bygging þessara heimila. Nú hefur hægri stjórnin sett lög sem kveða á um að rlkið taki ekki lengur þátt i rekstrarkostn- aði og er það mikil afturför og hætta á að ástandið I dag- vistunarmálum fari hriðversn- andi á næstunni. Svava Jakobs- dóttir flutti breytingartiilögu við afgreiðslu þessa frumvarps um að færa þátttöku rikisins i sama horf og var gert með lögunum frá 1973 en hún var felld. Þjóðviljinn hafði samband við Svövu út af þessu máli. Svava sagðist hafa viljað láta Svava Jakobsdóttir reyna á það hvort þingmenn vildu færa þessi mál á ný I sitt gamla far, þvi að sveitarfélög fengju ekki nýja tekjustofna til að greiða það sem rikið greiddi áður og horfði þvi i algert óefni með rekstur og byggingu dag- vistunarheimila.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.