Þjóðviljinn - 30.12.1976, Síða 9

Þjóðviljinn - 30.12.1976, Síða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 30. desember 1976 Fimmtudagur 30. descmber 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Já, þaö er mörg gagnrýnin sem komift hefur fram á skipuiags- hugmyndir Heykjavlkurborgar. A skipuiagssýningunni aft Kjarvais- stöftum er auglýst eftir gagnrýni og tillögum og hér eru viftmælendur blaftsins, þeir Sigurftur Harftarson t.v.’og Magnús Skúlason t.h. önnum kafnir vift aft fylla út breytingartillögur...og veitir svo sannarlega ekki af. .... ' BÍABaa'TjÚLraR WÆRT : 500 I 400 300 200 , 100 • f ■ • . . ■ 1960 B2 B4 56 58 70 72 74 76 78 80 '82 84 '86 '88 '90’S2J94jsr_ Vift höfum hér I Þjóftviljanum birt þetta uggvænlega Ifnurít áftur. Þaft sýnir spá um fjölda einkabfla IXramtlftinni og sömuleiftis fjölda einka- bfla á hverja eitt þúsund Ibúa frá árinu 1960. Gert er ráft fyrir þvi, aft árift 1990 verftialltaö þvieinn bfllá hverja tvo fbúa ÍReykjavIk!! í - r——“ 1 ÞARFIR #1111 ÁKVARQANIR MARKMID v J TSLLOGUR r~~ a SKIPULAGNING Y- KKRFí issæi*^ ■ #1111 ■ KOSTNAÐAR- ÁÆTLUN A þennan hátt er umferftartalvan mötuft á upplýsingum og sfftan unnift úr nifturstöftum. Strax f upphafi er aft áliti margra tekinn rangur póll f hæftina, tölvunni eru gefnar rangar þarfirog röng markmift. Þaö er liöin tift aft strætisvagnarnir ösli allar torfærur I vetrar- veftrunum og skili farþegum sfnum af öryggi á áfangastaft. Þcssir gömlu vagnar gerftu sitt gagn og brugftust sjaldan efta aldrei, en núna cru strætisvagnarnir á ónegldum snjóhjólbörftum, sem ekki er einu sinni hægt aft setja keftjur á þegar snjóar, og fyrir vikift er þjónustan I lágmarki. Ekkert er gert til aft hvetja borgarbúa til aft nota strætis- vagna, ekkert er gert til aö auka þjónustu þeirra og þægindi til handa farþegunum, enda þótt i þvf felist e.t.v. lausn allra umferftarvanda- mála. '■ . L>v £ ■ ■'■ . A þessari mynd sjást umferftaræftar ikringum Lamdsspftalann og BSt strikaftar meö feitu. Til hægri þar sem nú er Miklatorg, eiga aft koma umferftarbrýr meft tilheyrandi slaufum. llringbrautin er sveigft niftur fyrir BSt vegna viftbygginga Lands- spítalans sem eiga aft koma fyrir neftan núverandi Hringbraut og neöst á myndinni sést hvar áframhald Fossvogsbrautar kemur frá öskjuhlið i átt aft miftbænum gamla. Tjörnin er lengst til vinstri, efst uppi. %eykjaví• p .. Umferftarnetift i Reykjavik verftur æ þéttara og göturnar æ breiöari. Ilér er sýnt hvernig endurskoftaft aftalskipulag gerir ráft fyrir gatna- skipaninni. Fossvogsbraut er inni i myndinni og sömuleiftis áframhald hennar meftfram öskjuhliftinni og niftur I gamla miftbæinn. UMFERÐARALAG a miklubraut tSffi 2000 24w Þetta linurit sýnir umferftarálagift á Miklubraut I einn sólarhring. Takift eftir því aft á milli klukkan 17.00 og 18.00 er álagift langmest. Þá eru menn á leiö heim til sin úr vinnu og allt framtfftarkerfi umferftar- mála er miftaft vift þaft aft sinna þörfum þessa bilafjölda. Þaft er þvr eftlilegt aft umferöaræöarnar þrútni út, en rétt er aft hafa þaft hugfast, aftef menn geymdu einkabilinn sinn og notuftu strætisvagna á leift f og úr vinnu, væri vandamálift nánast úr sögunni. Svo einföld er lausnin, en ckkert er þó gert til þess aft efla almenningsvagnanotkunina meft aukinni þjónustu vift farþegana. í kjölfar skipulags- sýningar Reykjavíkur- borgar, sem staðið hefur yf ir síðan í lok nóvember- mánaðar að Kjarvals- stöðum, hefur nokkur umræða um skipulags- mál Reykjavikurborgar átt sér stað í f jölmiðlum ...en þó í rauninni sáralítil ef tekið er mið af því hve efni sýningarinnar er viðamikið og hve marga athyglisverða þætti er þar að finna. Skipulagsmál í brennidepli Þjóðviljinn hefur gripið á nokkrum þeirra með stuttum fréttum, en í þessari opnu verður leit- ast við að gefa örlitið skýrari mynd en áður af því helsta sem rætt hefur verið í sambandi við umferðarkerf i Reykja- víkurborgar. Leitað var til tveggja arkitekta, sem báðir eiga sæti í nefndum Reykja- vikurborgar og koma mikið við sögu í þessum málum. Rætt var við þá Sigurð Harðarson, sem situr í skipulagsnefnd borgarinnar, og Magnús Skúlason, sem er í bygginganefnd. í spjalli okkar var komið víða við og er rétt að taka það fram, að mikið vantar upp á að þess sé alls getið hér. Heila bók og jafnvel bókaflokka mætti skrifa um skipulagsmál ef reynt væri að tíunda allt sem mönnum liggur á hjarta, en hér verður látið nægja að stikla á stóru og beina augum að áðurnefndum málaflokki, umferðar- kerf inu. AAargt fleira er þó að finna býsna fróðlegt í skipulagshugmyndunum sem sýndar eru á Kjar- valsstöðum. AAá t.d. nefna þær viðamiklu athuganir sem gerðar hafa verið á gamla mið- bænum og gamla austur- bænum. I framhaldi þeirra athugana hafa verið gerðar víðtækar til- lögur um enduruppbygg- ingu þessara svæða, þar sem mörgum finnast verndunarsjónarmiðin —- sitja illilega á hakanum. Um þetta atriði og raun- ar mörg fleiri var einnig rætt við þá AAagnús Skúlason og Sigurð Harðarson, og gefst von- andi tóm til að taka þau fyrir síðar. _gSp Yfirsást borgaryfir völdum lausn umferðar vandans? Mörgum brá i brún þegar aðal- skipulag Reykjavikurborgar leit dagsins ljós árið 1965, en það átti að gilda tilnæstu tuttugu ára. Þar voru óneitanlega ævintýralegar hugmyndir uppi á teningnum i sambandi við umferðarmál. Hraðbrautir „tengibrautir”, og „safnbrautir lágu á við og dreif um borgina, og skáru hver aðra á óliklegustu stöðum. Mönnum hraus hugur við þeirri staðreynd að einkabillinn öðlaðist æ meiri völd og sölsaði undir sig æ stærri landsvæði. NU hefur þetta aðalskipulag verið endurskoðað af Þróunar- stofnun Reykjavikurborgar með hjálp reiknilikans sem gert var fyrir tölvunotkun. Að' sögn þeirra Sigurðar Harðarsonar og Magnúsar Skúlasonar hafa ein- staka mál verið lagfærð i þessari endurskoðun en engu að siður stendur heildarmyndin i um- ferðarskipulaginu óhögguð. — Það er i rauninni ákaflega erfitt að andmæla niðurstöðum tölvunnar i þessum efnum, sögðu þeir Sigurður og Magnús — á meðan forsendur hennar eru viðurkenndar sem réttar og eðli- legar. En þar liggur einmitt meinsemdin. Að okkar áliti og Ekkert gert til aö auka notkun strætisvagnanna fjölmargra annarra eru tölvunni gefnar einhæfar upplýsingar, þar sem alls staðar er gengið út frá ómældri notkun einkabilsins og allt miðað við að umferðarkerfið getiannað fullkomnlega umferð á mestu annatimum sólarhrings- ins. Gert er ráð fyrir þvi að menn fari hver á sinum einkabil i og úr vinnu og inn i myndina er lika tekin áætluð fjölgun einkabila á hvert mannsbarn, en i þeirri áætlun er reiknað með hvorki meira né minna en einum bil á hverja tvo íbúa landsins! Það er þvi ekki nema von að umferðar- æðarnar bólgni út og leggi jafnvel undir sig fögur og friðsæl „græn svæði” eins og t.d. Fossvogsdal- inn. Rangt farið að hlutun- um. — 1 öllum meginatriðum er þarna farið rangt að hlutunum, sögðu Magnús og Sigurður. — T.d er ekkert gert til þess að efla notkun almenningsvagnanna þegar fólk er á leiðinni i vinnu eða heim aftur. Það er hvergi gert ráð fyrirsér stökum leiðum til handa strætisvögnum,þarsem þeir geta ekið óhindrað um og flutt farþega á meðan um- ferðaræðar fyrir einkabíl- anna eru stöð- ugt stækkaðar á kostnað eldri húsa og ,grænna svæða’ sina fljótt og örugglega. Það er hins vegar ljóst, að um leið og menn teldu sér hag i þvi að ferð- ast kvölds og morgna með strætisvögnunum á vinnustað og heim aftur myndi draga verulega úr umferðarþunganum og þá ekki sist á mestu annatimunum. Ef vel á að vera þarf strætis- vagnakerfið hins vegar sinn ákveðna hluta af umferðarkerf- inu. Strætisvagnar þurfa sérstak- ar akgreinar, sérstakar götur og góða biðaðstöðu og farþegarnir þyrftu að fá afnot af góðum bið- skýlum og upphituðum i stað þess aö þurfa ævinlega að norpa úti i kuldanum i vondum vetrar- veðrum. Og það er rétt að benda á það i leiðinni, að einmitt i verstu veðrunum, þegar biðin er hvað erfiðust, bregðast vagnarnir iðu- lega. 1 eina tið dröslaðist strætó af miklu harðfylgi yfir stóra snjó- skafla og svellhála götukafla og veitti farþegum sinum þannig ómetanlega þjónustu.Núna er öldin hins vegar önnur. Bannað er að negla snjóhjólbarða strætis- vagnanna óg um helmingur þeirra eru svo lágir að það er ekki hægt að koma keðjum undir þá. Fyrir vikið eru strætisvagnar fyrstu ökutækin sem stöðvast i vetrarveðrunum og getur það varla talist góður hvati að aukinni notkun almenningsvagnanna. A meðan svona er i pottinn búið er ekki nema von að fólk taki einkabilinn fram yfir. A meðan peningar eru fyrir hendi mælir e.t.v. ekki svo margt á móti þvi að hver fjölskylda hafi einn eða jafn- vel tvo bila til umráða, en það kallar hins vegar á mikil og óþörf vandamál. ef allir nota bilana samtimis til og frá vinnu. Einföld lausn. en þó ekk- ert athuguð Lausnin er því að okkar mati einfóld. Um leið og strætis- vagnarnir bjóða upp á þá þjón- ustu, sem hvetur menn til þess að ferðast með þeim i vinnu sina og úr, dreifist önnur umferð jafnt yfir daginn og ákveðinn há- marksannatimi verður að mestu úr sögunni. Umferðarþunginn minnkar og þörfin fyrir stórar umferðaræðar um leið. Þennan einfalda möguleika hefur Þróunarstofnunin ekki fengist til að kanna ennþá. Þegar gamla aðalskipulagið var gert var gerð könnun á notkun strætis- vagnanna, en við hana var hins vegar ekkert stuðst. — SigurðurHarðarson lagði til i skipulagsnefnd fyrir rúmu ári siðan að við endurskoðun á aðal- skipulaginu yrði reynt að taka strætisvagnana inn i myndina en sútillagavar felldá þeim forsend- um einum, að timi væri ekki fyrir hendi. Ekkiallsfyrir löngu var þó gerð einhver könnun á notkun strætisvagnanna en hún var nægilega seint á ferðinni til þess að koma hvergi við sögu i endur- skoðuninni. Strætisvagnanotkun er þvi hvergi með i dæminu þegar smiðað er umferðarlikan höfuð- borgarinnar! — Við erum óhressir yfic þeirri málsmeðferð. Með þessari marg- nefndu tölvu er nefnilega hægur vandi að setja nýja þætti inn i um- ferðarlikanið og fá þannig út mis- munandi möguleika til lausnar vandamálsins. Það hefði verið auðvelt að sjá hvaða áhrif aukin notkun almenningsvagna hefði haft á heildarumferðina en ein- hverra hluta vegna var áhugi ekki fyrir hendi. Það er meira að segja gert eins litið úr núverandi áhrifum SVR og frekast er unnt. T.d. er i for- sendum tölvunnar aðeins talað um hve margir einkabilar séu á ferðinni á hverri klukkustund en hvergi hve margir strætisvagnar séu i gangi á sama tima. Hvergi er heldur minnst á fjölda farþega með hverjum einkabil og fjölda farþega með hverjum strætis- vagni, enda þótt einstaklinga- fjöldinn séu auðvitað mun óeðli- legri mælikvarði heldur en farar- tækjafjöldinn. ..Óhreini iðnaðurinn” Og það má draga i efa fleiri at- Framhald á 14. siðu Skipulagsmál höfuöborgarsvæðisins víða í athugun Samvinna félaga er milli sveitar engin en loks mun þó vera framundan stofnun sameiginiegrar þróunarstofnunar Það er sorgleg staðreynd, að ennþá skuli samvinna á milli sveitarfélaga höfuðborgar- svæðisins ekki vera meiri i skipulagsmálum en raun ber vitni. Enda þótt byggð Reykja- vikur, Kópavogs og Hafnar- fjaröar og Garðabæjar skuli nánast vera orðin órofa heild vinnur hver aöili út af fyrir sig að framtiðarskipulagningu ibúðabyggðar, atvinnuhús- næðis, gatnagerðar og ööru þess háttar. A meðan reykvikingar keyra t.d. í gegnum tölvur sinar flókiö umferöarlikan og gera ýmiss konar gáfulegar og miður gáfu- legar athuganir er litiö mið tek- iö af umferð um Kópavog sem ekki er þó ýkja langt undan og hlýtur ævinlega að hafa veruleg áhrif á umferð um Reykjavik. Þess vegna er ánægjulegt aö vita til þess, að framundan mun vera stofnun sameiginlegrar þróunarstofnunar fyrir þessi sveitarfélög og munu þau þá væntanlega skuldbinda sig til að hlýðnast ákvörftunum hennar i einu og öllu. Vonandi er, aft um leiö verði hlutirnir teknir til attiugunar i viöara samhengi en til þessa, enda ótal mörg mál sem sveitarfélögin gætu leyst i sameiningu. Eitt litið dæmi um slikt er hafnargerö reykvikinga. Strandlina þeirra er samkvæmt skipulagshugmyndunum nánast öll lögð undir hafnarmannvirki og úti á Granda stendur til að stækka Island um mörg þúsund fermetra til þess að koma þar fyrir mannvirkjum sem gera löndun fiskiskipa og kaupskipa mögulega. A meöan ráðast á i slikar stór- framkvæmdir vestast i vestur- bænum, sem um leið kalla á stóraukna umferð og lagningu stórra umferðaræða i gegnum ibúðabyggðina þar, standa önn- ur sveitarfélög höfuöborgar- svæðisins með ónýtta strand- lengju, sem hægur vandi væri aö breyta I ákjósanleg hafnar- mannvirki með fullnægjandi samgönguæftum úr öllum átt- um. En þannig er hreppapólitikin i hámarki. Það er fleira en stofn- Framhald á 14. siðu m BWNltóVSM ®i SWMÚTVEOUI ® HHiNNK VÖfJJHVTNOA* ® TsÓNUstt oo skhwmxum M OÚJOEVMSÍUt I WTSTU STHM-TtNSp HArNA«S»>lTSE« IIW. Island verftur stækkaft um mörg þúsund fermetra eins og hér sést, til þess aö koma fyrir enn frekari hafnarmannvirkjum í landi Reykjavfkur. Hér sést fyrirhuguft uppfylling dti á Granda.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.