Þjóðviljinn - 07.01.1977, Side 1

Þjóðviljinn - 07.01.1977, Side 1
UOÐVIUINN Föstudagur 7. janúar 1977 — 42. árg. — 4. tbl. Soðningin hœkkar Soðningin hækkar nú i verði i framhaldi fiskverðshækkunar- innar sem ákveðin var á dögun- um. Hækka ýsuflök úr 308 i 372 kr. kilóið eða um 21% og slægð ysa með haus hækkar um rúm- lega 21%. Þorskflök og slægður þorskur með haus hækka um 7%. „Herraþjóðin” sýnir húsbóndavaldið Hermanm sleppt úr haldi þótt rannsókn sé ólokið Með þessu plakati reyna krabbameinssamtök i Banda- rikjunum að fá fóik að hætta að reykja. 1 textanum er skopast að sæluriki sigarettuauglýsing- anna og sagt: Það er verulega flott að reykja. Niðurstaða 20 ára rannsókna á 34 þúsund breskum lœknum SMOKING IS VERY GLAMOROUS SlGARETTAN DREPUR ANNAN HVERN MANN Reykingar eru lifshættulegar. Næstum annar hver sigarettu- neytandi deyr af afleiðingum reykinga. Þetta er staðfest I ein- stæðri enskri rannsókn sem er ein hin umfangsmesta, sem gerð hefur verið. Helstu orsakir dauðsfalla meðal reykingafólks eru hjartasjúkdómar, lungna- krabbi, króniskir öndunarfæra- kviliar, krabbamein i vélinda, lungnaberklar og slagæðahnút- ar. Rannsóknina gerðu tóbaks- visindamennirnir Richard Peto og Richard Doll. Niðurstöðurn- ar eru dregnar af athugun á reykingavenjum, sjúkdómum og orsökum dauðsfalla meðal 34 þúsund breskra lækna á tima- bilinu 1951 til 1971. Nýlega birti timarit Breska læknasam- bandsins, British Medical SJÁ OPNU Journal árangurinn af 20 ára starfi Dolls og Petos. Venja er að leggja áherslu á sambandið milli reykinga og lungnakrabba: — Rannsókn okkar sýnir að hættan á öðrum alvarlegum lungnasjúkdómum meðal reykingamanna er meiri en hættan á lungnakrabba, segja bresku visindamennirnir. Margir ensku læknanna hættu að reykja á rannsóknartimabil- inu og minnkaði þá tiðni lungnakrabba i takt við það. Aðrar tegundir krabbameins minnkuðu ekki. Þetta sannar enn frekar sambandið milli lungnakrabba og reykinga, að mati visindamannanna. Skýrsla þeirra gefur þó reyk- ingafólki einnig von. Sé hætt i tima getur dregið verulega úr þeim skaðvænlegu áhrifum sem reykingarnar hafa haft á iiffær- • Var tengdur langstœrsta fikniefnasmygli á íslandi • Ákvœði herstöðvasamn- ingsins um íslenska lögsögu litisvirt Frá því hefur verið greint, að samkvæmt sérstakrii beiðni bandarískra heryfirvalda á Islandi, þá hafi nú verið sleppt úr gæsluvarðhaldi bandarískum hermanni, sem hér hefur setið inni um nokkurra mánaða skeið í tengslum við rannsókn á fíkniefnasmygli. Þetta fikniefnamál er það lang- umfangsmesta, sem upp hefur komið hér á landi, en bandariski hermaðurinn, sem nú hefur verið sleppt, er taiinn hafa verið tengi- iiður I þessu máli milli banda- riskra hermanna og Islenskra dreifingaraðiia, samkvæmt þvi, sem haft er eftir Asgeiri Frið jónssyni, fikniefnadómara, i Morgunblaðinu i gær. Hermanninum hefur nú verið sleppt úr haldi, þótt rannsókn þessa umfangsmikla og alvarlega eiturlyfjamáls sé engan veginn lokið, og er nú látið svo heita, að bandarisk yfirvöld muni sjá um rannsókn á þætti hans. Það er rikissaksóknari, sem tekið hefur þá furðulegu á- kvörðun að fallast á þessa beiðni bandariskra hernaðaryfirvalda og sleppa manninum! Her er um að ræða mjög alvar- lega yfirtroðslu á þeim rétt- indum sem islendingar haf þó i eigin landi, samkvæmt hinum svokallaða „varnarsamningi” frá 1951, en i fylgiskjali með honum segir á þessa leið orðrétt: „Hafa islensk stjórnvöld lög- sögu yfir mönnum I liði Banda- rikjanna, að þvi er varðar brot, sem framin eru á Islandi og refsi- verð eru að isienskum lögum.” Þar segir einnig:wA. Hervöld Bandarikjanna skulu hafa forrétt til lögsögu yfir mönnum i liði Bandarikjanna að þvi er varðar: 1. brot er einungis beinast gegn eignum Bandarikjanna eða gegn manni i liði Bandarikjanna, skylduliði hans eða eignum þeirra; 2. brot, sem drýgð eru i sambandi við framkvæmd starfs- skyldu. B. tslensk stjórnvöld hafa for- rétt til lögsögu i öllum málum vegna annarra brota.” Svona eru sem sagt ákvæðin i herstöðvasamningnum frá 1951. En þégar um er að ræða stærsta eiturlyfjamál, sem upp hefur komið hér á landi, og það mál Framhald á 14. siðu Tr4tti von á öðru svari” sagði Hrafn Bragason umboðsdómari i ávisanamálinu Sem kunnugt er af fréttum, sendi Hrafn Bragason umboðs- dómari i ávisanamáiinu rikissak- sóknara bréf skömmu fyrir ára- Framhald á 14. siðu Sjá svar rikissaksóknara á baksiðu Leyndarmál? Hverjir sóttu um hina eftirsóttu stöðu forstjóra Söluhefndar setuliðseigna Elstu menn innan ríkis- kerfisins muna ekki annan eins fjölda umsókna um stöðu hjá ríkinu og nú á dögum, þegar staða forstjóra Sölunefndar setuliðseigna var auglýst laust til umsóknar. Skrif- lega sóttu 34 um stöðuna og Landsvirkjun - Hrauneyjafoss: Undirbúningsframkvæmdir hefjast á þessu ári Þjóðviljanum barst f gær fréttatilkynning frá Landsvirkjun vegna virkjunar Tungnaár við Hrauneyjafoss. Þar kemur ma. fram að talið er að það taki 9-10 mánuði að bjóöa verkið út, þe. frá útboði og þar til verksamningar yröu gerðir. „A þessu ári er þvi fyrst og fremst ætlunin að undir- búa verksamninga i þágu virkjunarframkvæmdanna og ljúka ýmsum tæknilegum og fjár- hagslegum undirbúningi. Engar framkvæmdir eru ráðgeröar við virkjunina á þessu ári. Hinsvegar verður stefnt að þvi að búa nokkuð I haginn á virkjunarstað, ef unnt verður að nýta að veru- legu leyti þá margvislegu aðstöðu sem þegar er fyrir hendi við Sig- öldu. Otgjöld vegna þessa undir- búnings eru innifalin i fram- kvæmdaáætlun Landsvirkjunar fyrir 1977, sem byggt hefur verið á við undirbúning iánsfjár- áætlunar rikisstjórnarinnar.”. Þá segir i fréttatilkynningunni að tilhögun framkvæmda við virkjunina verði þannig að þeim verði jafnað á lengri tima en áður hefur tiðkast til að forðast meiri- háttar sveiflur i vinnuaflsþörf og kostnaði framkvæmda. 1 fréttinni er bent á að orkuöflunarkerfi Landsvirkjunar verði fullnýtt 1981 og þvi þurfi að fullnægja aukinni afl- og orkuþörf með sér- stökum ráðstöfunum. einn munnlega gegn því að nafn sins yrði hvergi getið. En sumir hinna, sem sóttu skriflega, virtust einnig viðkvæmir, þvi þeir hafa óskað þess að ekki verði skýrt frá því að þeir hafi sótt um stöðuna. „Og þvi munum við ekki að svo komnu máli skýra frá nöfnum umsækjenda, hvað sem siðar verður, en vani hefur verið að skýra frá þvi hverjir sækja um embætti hjá rikinu”, sagði Páll Asgeir Tryggvason i gær, er við báðum um nöfn þeirra sem sótt hafa um þessa eftirsóttu stöðu. Páll gat þess að þarna væri um ágæta stöðu að ræða, árslaunin um 2 miljónir kr. og auk þess bilastyrkur og kannski fleiri hlunnindi. — S.dór. Verðlagsráð svarar formanni Sjó- mannasambands Islands — Sjá 3. síðu

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.