Þjóðviljinn - 07.01.1977, Page 3

Þjóðviljinn - 07.01.1977, Page 3
Föstudagur 7. janúar 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA — 3 Teng á uppleið Krafist dauðadóms yfir Sjang Sjún-sjíaó PEKING 6/1 Reuter — A vegg- spjaldi, sem limt var upp i Peking miöri i dag, er krafist dauöadóms yfir Sjang Sjún-sjiaó, einum Sjanghai-fjórmenninganna. Raunar er Sjang ekki nefndur meö nafni á spjaldinu, en út úr hljóöan oröanna: „Drepiö hunds- haus bófafereykisins”, þykjast vestrænir fréttaskýrendur geta iesiö aö átt sé viö hann. Nálægt þessu veggblaði var limt upp annað, þar sem stendur að Teng Hsiaó-ping, áður talinn liklegur eftirmaöur Sjú En-lais sem forsætisráðherra Kina, hafi orðið fórnarlamb fjór- menninganna. Eru þau Sjiang Sjing, Sjang Sjún-sjiaó, Vang Húng-ven og Jaó Ven-júan sökuð um að hafa espaö til óeirðanna, sem urðu á Torgi hins himneska friðar I aprll s.l., en til þessa hefur Teng verið sakaöur um að hafa valdiö þeim óeirðum og leiddi það ásamt með öðru til þess að honum var vikið úr öllum em- bættum. Teng var þá einnig sakaður um stefnu i anda kapital- ista. Siðan fjórmenningarnir voru handteknir hafa opinberir fjöl- miðlar hætt að gagnrýna Teng, sem fyrir ári var meðal fremstu áhrifamanna. Er nú búist við að hann hefjist til áhrifa á ný, óvist þó hvenær og hvernig. Teng Hsiaó-ping — kemst hann til áhrifa á ný? Argentína: Verkalýðsleiðtog hóta stéttabaráttu BUENOS AIRES — 6/1 — Yfir hundraö argentiskir verkalýös- leiötogar hvöttu i dag rikis- stjórnina til aö breyta stefnu sinni I efnahagsmálum, og mætti stjórnin eiga von á stéttabaráttu ella. 1 yfirlýsingu sinni, sem er sú haröoröasta er þeir hafa sent nú- verandi herforingjastjórn, segja verkalýösleiötogarnir aö stjórnin hafi dregiö taum atvinnurekenda á þann hátt, sem alltaf hafi haft i för meö sér sultarlaun og fjölda- atvinnuleysi. I yfirlýsingunni, sem einnig er beint til þjóðarinnar, segir að nú sé svó komið að algengt sé að hjón með tvö börn á skólaaldri geti ekki lifað af launum sinum, 1976 varð verðbólgan I Argentinu 347.5% eða meiri en nokkru sinni fyrr I sögu landsins, en laun iön- verkamanna hækkuðu aðeins um 153.9% ,~Nokkuð hefur verið um verkföll og aðrar mótmæla- aðgerðir af hálfu argentiskra verkamanna siðan herfor- ingjarnir rændu þar völdum, enda þótt stjórnin banni harðlega allt slikt. Stöðugt eiga sér stað blóðugir bardagar milli argentinskrar lög- reglu og vinstrisinnaðra borgar- skæruliða. Lögreglan tilkynnir stöðugt mikið mannfall i liði Vesturlönd eru sökuð um ábyrgð á apartheid DARESSALAAM 6/1 Reyter — Sambandsráð suður-afriskra verkalýössamtaka (SACTU), sem allir kynþættir landsins eiga aðild aö, hefur sakaö Bretland, Frakkland, Bandarikin, Vestur- Þýskaland, ttallu og Japan um aö bera I meginatriðum ábyrgö á kynþáttakúgun Suöur-Afrlku- stjórnar. Þessi stuöningur um- ræddra rikja við apartheid-kerfiö væri fyrst og fremst fólginn i verslunarviöskiptum viö Suöur- Afriku. Ráðstefna sambandsráðsins, sem haldin var i höfuðborg Tansaniu, fagnaði jafnframt þeirri ákvörðun Alþjóða- sambands frjálsra verkalýðs- félaga að hvetja til mótmæla- aðgerða i viku, sem fælust i þvi að suðurafriskar neysluvörur yrðu ekki keyptar. Ennfremur sam- þykkti ráðið aö gera allt, sem á þess valdi stæði, til þess aö skipu- leggja verkamenn Suður-Afriku til varnar réttindum þeirra og að styðja vopnaða baráttu Afriska þjóöþingsflokksins (ANC) og allra annarra þjóðfrelsissamtaka i sunnanverðri Afriku. Suðurafrisku verkalýössam- böndin samþykktu einnig að hvetja til einangrunar Suður- Afriku á alþjóðavettvangi og vinna að þvi að bannað yrði að selja Suður-Afriku vopn. Sam- böndin hvetja auk þess til efna- hagslegra refsiaögerða gegn suðurafriskum stjórnarvöldum. Meðalhœkkun fiskverðs er 9,7% Þjóðviljanum barst i gær eftir- farandi greinargerö frá verölags- ráöi sjávarútvegsins vegna um- mæla sem höfö voru eftir for- manni Sjómannasambandsins i blaðinu i gærdag: „Hr. ritstjóri, A forsiöu blaðs yðar i dag er birt viðtal við Óskar Vigfússon, forseta Sjómannasambands ís- lands, þar sem fjallaö er um siöustu fiskverðsákvörðun og ákvörðun loðnuverðs. 1 viðtalinu er þvi m.a. haldið fram i fyrsta lagi, að ,,sú 9% meðalfiskverðs- hækkun... sem samið var um á dögunum” sé blekking,og þau rök tilfærð að: „Aðalhækkunini nýja verðinu er á þeim fiski, sem ekki veiðist, eins og stórþorski og meö slikri verðlagningu er hægt að fá út 9% meðalhækkun, sem segir ekkert I sjálfu sér”. I öðru lagi segir i viðtalinu ,,Og alveg eins er meö loðnuverðiö... I loðnuverðinu virðist alls ekkert tillit tekið til þeirrar gifurlegu hækkunar, sem oröið hefur á loðnumjöli siðan i fyrra.” Af þessu tilefni vill Verölags- ráöið koma eftirfarandi á fram- færi: 1. Meöalfiskverðshækkun við siðustu verðákvörðun er áætluð 9,7% hvort sem miðað er við aflasamsetninguna 1975 eða 1976, og er þá ekki tekið tillit til sérstakrar hækkunar á veröi 2. fl. stórufsa, sem var verulega umfram þetta mark. Verð helztu fisktegunda breyttist sem hér segir: 1. Þorskur 9% 2. Ýsa 24% 3. Ufsi 5% (að aukisérstök hækk- un á 2. fl. stórufsa) 4. Karfi 5% 5. Steinbitur 9% Aðrar tegundir hækka yfirleitt um 9,7% nema langa 35% og keila 45, en 61% ef veitt er á linu. Að öðru leyti en fram kemur um ufsaverð var ekki um að ræða breytingar á verðhlutföllum eftir stærðar- eða gæðaflokkum. Þannig hækkar allur þorskur um 9% i verði, sem eins og að framan greinir er minna en áætluð meðalhækkun fiskverös. 2.Viö verðákvörðun á loðnu til bræðslu á vetrarvertið 1976 var miðað við verðlag afurða, sem þá var um 4,55 dollarar fyrir hverja eggjahvitueiningu mjöls og um 325 dollarar fyrir hvert tonn af lýsi. Við verðlagningu nú var miðað við 6,95 dollara fyrir hverja eggjahvitueiningu mjöls og 420 dollara lýsisverð. Meðalverð á komandi vertið má áætla um 6 krónur hvert kiló og aö auki verða greiddir 18 aurar i flutningasjóð. Sam- bærilegt verð á vetrarvertið 1976 hefði verið um 3,75 krónur og að auki 7 aurar i flutningasjóð fyrir hvert kiló.Ennfremur má benda á, að áiðustu vertið voru greiddir um 36 aurar fyrir hvert hráefniskiló úr Verðjöfn- unarsjóði fiskiðnaöarins. en nú er gert ráð fyrir að um 80 aurar verði greiddir i sjóðinn á þess- ari vertiö.” Jorge Videla, forsprakki argentinsku herforingjastjórnar- innar — óstjórnin og óöldin hafa aukist fremur en hitt siðan hann steypti frú Peron af stóli. skæruliða en litið sem ekkert i eigin, en þær fregnir þykja tor- tryggilegar sökum þess, að ekkert viröist draga úr baráttu skæruliðanna. Einnig eru i landinu tiö hryðjuverk hægri- sinnaðra öfgamanna, sem grunur leikur á aö sumpart séu framin með þegjandi samþykki eða stuðningi núverandi valdhafa. Polisario ákœrir marokkómenn: F angelsa karlmenn ogdrekkja koniim ALSIRSBORG 5/1 Reuter — I til- kynningu frá Polisario, sjálf- stæðissamtökum Vestur-Sahara, segir frá miklum hryðjuverkum marokkómanna og máritana þar, en Marokkó og Máritania skiptu landinu sem kunnugt er á milli sin, eftir að spánverjar létu þar af nýlenduvöldum. Segir i tilkynn- ingunni að marokkanskir her- menn safni karlmönnum I ein- angrunarfangabúðir, sem komið sé upp I skyndi, og aö konur hafi verið fjötraðar og þeim siðan varpað i sjóinn. Ennfremur segir að hernámsliðið hafi haft á brott með sér fjölda drengja á þeim forsendum að þeir ættu að fara i skóla, en siðan hefði ekkert til þeirra spurst. Polisario sakar marokkómenn ennfremur um að halda uppi út- rýmingarherferö gegn hirð- ingjum i Vestur-Sahara. Filippiskir múhaðmeðingar fá sjálfstjórn MANILA 6/1 Reuter — Stjórn Filippseyja hefur samþykkt að koma á fót sjálfstjórnarsvæði syðst á eyjunum, þar sem múhameðstrúarmenn eru fjölmennastir. Er þetta gert samkvæmt samkomulagi viö bar- áttuhreyfingu múhameðstrúar- manna, sem i mörg ár hefur háð skæruhernað gegn stjórninni. Nýársgleði fjölskyldunnar í Kópavogi Alþýðubandalagið I Kópavogi heldur skemmtisamkomu fyrir unga og gamla i Þinghóli frá kl. 15-18 á laugardaginn kemur. Til skemmtunar verður: 1. Kvikmyndasýning. 2. Upplestur. Sigurður Grétar Guömundsson. 3. Almennur söngur undir stjórn Fanneyjar M. Karlsdóttur. 4. Tlmavilltir jólasveinar. 5. Dans. Allir velkomnir á skemmtunina, en þó sérstaklega blaðberar blaðsins „Kópavogs”. Stjórn Alþýðubandalagsins Kópavogi. BLAÐBERAR sækið rukkunarheftin. — Munið að biósýn- ingin verður á laugardaginn. þjóðvhjinn m HEF OPNAÐ HARGREIÐSLUSTOFU aö Laugateig 28, Hef opið Mánud.-Fimmtud. 9-5 Föstud. 9-7 Laugard. 8-2 1 VI111 \ Hárgreiöslustofa Laugateig 28, simi 37640 m

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.