Þjóðviljinn - 15.02.1977, Síða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 15. febrúar 1977
Skrifiö — eða hringið í síma 81333
Umsjón: Guðjón Friðriksson
Helsinkisáttmálinn
r
virtur hér á Islandi?
Telur þú, IndriBi, að Helsinki
sáttmálinn sé haldinn og i heiðri
haföur:
1. Af núverandi stjórnvöldum
á Islandi, samanber aö á
Alþingi fyrir jól var fjárlaga-
frumvarp fyrir áriö 1977 afgreitt
sem lög, þar sem allar tillögur
minnihlutans á Alþingi við
frumvarpiö voru felldar. Er
þetta aö halda mannréttinda-
skrá Helsinki-sáttmálans?
2. Er þaö rétt skilið hjá mér,
að stjórn félags ungra sjálf-
stæöismanna, Heimdallar, fái
að gera samþykktir á félags-
fundum, sbr. kröfuna um brott-
viking ráöherra úr rikisstjórn,
Ólafs Jóhannessonar, dóms-
málaráðherra og Einars
Agústssonar, utanrikis-
ráðherra, en ráðherrar Sjálf-
stæðisflokksins láta sem þeir
heyri ekki og litilsvirða þar með
gerðir þessara ungu, — og
maður skyldi halda, — efnilegu
manna, i flokknum? Telur þú
þetta samkvæmt þessum sátt-
mála?
Spurt í tilefni af
sjónvarpsþætti
meö Indriöa G.
Þorsteinssyni
3. Hvernig má það vera, að
félag ungra framsóknarmanna
á i flestum tilfellum i sama
striði og félag ungra sjálfstæðis-
manna, ef þeir gera ályktanir I
sinum félögum og gagnrýna
athafnir rikisstjórarinnar. Þær
viröast ekki virtar né á þær
hlustað. Er þetta samkvæmt
þessum sáttmála?
4. Hvernig stendur á þvi að
eftirtalda landsfræga
spyrjendur úr sjónvarpi og út-
varpi er. búið að útiloka frá
þessum fjölmiðlum þó að þeir
séu bæði vinsælir og efnilegir:
Ólaf Ragnar Grimsson, Baldur
Óskarsson og Vilmund Gylfa-
son? Samræmist þetta Helsinki
sáttmálanum?
Nokkur hvitkálshöfuta. bern verið liafa
í óskilum á afgreiðslustoi'u póstgufuslcip-
anna í lieykjavík, verða seld eptir næstu
helgi hjá póstireistara
O. Finsen.
ísafold 14. desember, 1895.
5. Hvernig má þaö vera,
Indriði G. Þorsteinsson að
Markús B. Þorgeirsson berst
fyrir hinu stærsta réttlætismáli
sjófarenda i sambandi við að
stjórn Eimskipafélags Islands
virði alþjóðaiög um borð i
skipum sinum, er þaö gerir út?
6. Ég hefi fariö með málefni
min til ritstjóra hins óháða
Dagblaðs, Jónasar Kristjáns-
sonar, Þorsteins Pálssonar á
Visi, Þórarins Þórarinssonar á
Timanum. Þeir hafa allir
stungið bréfunum minum, —
þeim sömu og birtst hafa i Þjóð-
viljanum og Alþýðubl. — undir
stól. Er þetta samkvæmt
viðkomandi sáttmála?
7. Er ég kom með siðasta bréf
mitt til Dagblaðsins sagði einn
af blaðamönnunum I votta
viðurvist, að ég gæti ekki fengið
þar inni vegna þess að grein min
átti að birtast i fleiri blöðum en
ef þú ert með upplýsingar um
dauðaslýs eða önnur slys þá
heitir þaö frétt og þá birtum við
það. M.ö.o. af þvi að ég gat ekki
fært þeim Dagblaðsmönnum
dauðafréttir frá Mánafossi 8.
jan. 1975 eða aörar slysafréttir
frá skipinu, þá heitir það ekki
frétt og þá fæ ég þar ekki inni.
Telurðu slíkan hugsunarhátt
samrýmast viökomandi sátt-
mála? Það er engu likara en
Dagblaðsmenn séu undir sterk-
um áhrifum frá Eimskip.
Að lokum, IGÞ, óska ég þér
allra heilla i starfi I anda
mannúðar og réttlætis, en littu
þér nær, því land og þjóð er að
brenna á báli, þar sem viröing
fyrir lögum er ekki lengur i
hávegum höfð.
Markús B. Þorgeirsson
VERÐLAUNAGETRAUN Hvað heitir skipið?
Nú hefst ný lota I verðlauna-
getrauninni. Hvað heitir skipið?
og fyrir að vita hvað skipin heita
sem mynd birtist af I þessari
viku (nr. 6-10) verða veitt bóka-
verðlaun. Skipin eru öll Islensk
eöa hafa komiö við sögu á Is-
landi.
Verðlaunin að þessu sinni er
bókin Þrautgóöir á raunastund
8. bindi eftir Steinar J. Lúöviks-
sonsem örn og örlygur gáfu út
núna fyrir jólin. Sendiö nöfn
skipa nr. 6-10 til Póstsins, Þjóð-
viljanum Siöumúla 6. Dregið
veröur úr réttum lausnum.
Hér er eitt af fvrstu skinum EimskÍDafélaes tslands en áður en bað var keypt hingað hafði það verið I
strandsigiingum í Kina.Orö lék á þvl að reimt værí um borð.en skipið þótti samt happaskip og sigldi öll
heimsstyrjaldarárin slðari áfallalaust. Það var selt til nlðurrifs árið 1948.
Póstinum hefurborist bréf frá
ungum manni i Tékkóslóvakiu
þar sem hann óskar eftir penna-
vini. Bréfið er svohljóðandi
30.janúar 1977
Kæru vinir,
Etv. verðið þiö undrandi að fá
mitt stutta bréf sem ég ákvað að
skrifa til að fá það birt i hinu
fræðandi dagblaði ykkar.
Þið búið i einu af fáum lönd-
um Evrópu sem ég hef aldrei
komið til, iandi með aðra menn-
ingu og aðrar forsendur heldur
en mitt en það gerir bréfasam-
band áhugavert við þjóð ykkar.
Ég vonast til að við getum fund-
ið marga hluti til að ræða um.
Aður en lengra er haldið ætla
ég að kynna mig. Já, ég er 28
ára gamall, 180 cm á hæð og i
kringum 68 kg að þyngd. Ég læt
Tékki óskar
eftir
pennavini
mynd af mér fylgja bréfinu svo
að þið getið séð þann sem þið
skrifið til. Ég er á siðasta ári i
Tækniháskólanum i vélaverk-
frasði. Ahugamál min eru tón-
list, ljósmyndun, bilaakstur og
ferðalög. Ég vildi gjarnan skipt-
ast á póstkortum, timaritum,
plötum, skyggnum (slides) og 8
mm kvikmyndum. Ég mun
svara hverju þvi bréfi sem mér
berst á ensku, þýsku, rúss-
nesku, póslku og að sjálfsögðu á
tékknesku og slóvakisku.
Þá ætla ég ekki að eyða meira
af tima ykkar núna en bið i
spenningi eftir bréfum.
Dagblaði ykkar óska ég gæfu i
framtiðinni.
Ykkar tékkneski vinur
Zdenek Brlica
Nerudova 1032
697 01 Kyjov
Czechoslovakia.
Innkaupastjórí
í Naustinu
Einu sinni var mér reikað upp
á barinn á Naustinu en þar eru
jafnan gagnmerkir sauð-
drukknir menn. Er óþarft að
telja upp allt það lið enda flest-
um kunnugt. Þarna sat það allt i
hrókasamræðum, ræðandi
landsins gagn og nauðsynjar en
auðvitað af misjafnlega spak-
legu viti eins og gengur og ger-
ist. Ég settist hljóður einn við
borð enda óverðugur og ekki
samboöinn kompaniinu enda
eru þarna jafnvel menn af val-
inkunnu vesturbæjarkyni en
þeir eru háaðall Reykjavikur-
borgar eins og allir vita. Þarna
voru ennfremur nokkrir menn
af þingeysku kyni.
Fljótt dró aö sér athygli mina
riðvaxinn maður á besta aldri
sem sló nokkuö um sig og ég
þóttist ekki hafa séð áður. Eins
og óvart' tók ég að nema mál af
vörum hans enda mæltist hon-
um svo vel aö menn sátu gap-
andi allt i kringum hann.
Aöur en varði hafði ég tekið
fram ritfæri og gat skrásett
kafla úr ræðu hans. Hann var
svona:
„Ég hlusta á fuglasöng og
slappa af.
Ég er elskaöur á vinnustað af
öllum.
Ég er persóna.
Ég hef 1265 krónur á timann.
Ég hef meira kaup en þið.
Ég bý i gamla bænum. þar
sem trén eru gróin upp fyrir
hús, þarsem afar minirog lang-
afar voru, formæður og for-
feður.
Ég elska að vera sjálfsæöur
maður.
Ofboðsleg formfesta. Ég hef
ofsalega fastar skoðanir. Ég er
ekki kommúnisti.
Ég slæ ekki vixla eöa neitt
svoleiðis. Ég bara vinn.
Þetta er lifiö. Ekki satt?
Mér var boðið aö taka þátt i
fyrirtæki upp á það að stela 100
þúsund krónum á undan skatti á
mánuði. Ég vel frekar vinna.”
Þegar hér var komið sögu
vogaði einn fastagestanna sér
a ð s pyrja :
„Ertu kannski
laumukommi?”
Svar:
„Ég hata þá. Ég er frjáls.”
Nú var maðurinn orðinn svo
hrifinn af sjálfum sér að hann
langaði til að fara á Hótel Sögu
og ná sér i konu. Hann hóaði svo
að allir heyrðu I gengilbeinu og
bauð henni 500 krónur ef hún
vildi hringja fyrir sig og athuga
hvort ball væri á hótel Sögu.
Hún vildi þaö og hann horfði
með sigurbros á vör i kringum
sig og smellti fingrum.
NU kom I ljós að maðurinn var
innkaupastjóri stórs fyrirtækis i
borginni og þetta var fyrsti
dagurinn i vetrarfriinu. Einhver
minntist á konuna hans og þá
fussaöi hann og sveiaði og hló
hátt að manni sem sat þarna
meö konunni sinni.
En svo dó hann brennivins-
dauöa og var borinn út.
Svona hefnist mönnum fyrir
bráöræöið.
Fastagestirnir héldu áfram
að rorra eitthvaö fullir þangað
til lokað var. Svo fóru þeir heim
til sin nema einn reyndi aö
komast I parti austur I bæ og
annan langaði til þess.
—GFr