Þjóðviljinn - 15.02.1977, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.02.1977, Blaðsíða 6
6 — SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 15. febrúar 1977 Svava Jakobsdóttir: Skattafrumvarpið ber með sér fyrirlitningu á störfum n \z 17Atl M n Falli konan frá fimmfaldast gll li <\ IV V Vllllil skattur heimilisins Enginn fundur var haldinn f efri deild Alþingis i gær. 1 neðri deild var aðeins eitt mál til umræðu, frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingu á skattalögum, og var það framhald 1. umræðu. Auk fjármálaráöherra höfðu áður rætt um frumvarpið þingmennirnir Lúðvik Jósepsson og Tómas Arnason. Við umræðuna i gær tóku fjórir þingmenn til máls en það voru Gylfi Þ. Gislason, Magnús Torfi Ólafsson, Svava Jakobsdóttir og Ólafur G. Einarsson. — Gylfi Þ. Gislasonræddi aöal- Tega frumvarp Alþýðuflokksins um að afnema algerlega tekju- skatt af launatekjum, nema hátekjum. Hann kvaöst geta hugsað sér að i þessu sambandi yrðu hátekjur skilgreindar sem tekjur er væru helmingi hærri en framtaldar meðaltekjur kvæntra karla næsta ár á undan. Gylfi sagði, að ef tekjuskattur af launa- tekjum heföi verið felldur alger- lega niður á siðasta ári þá heföi það þýtt 7,8 miljaröa tekjutaþ fyrir rikissjóð. Hann sagði þá Alþýðuflokksmenn gera ráð fyrir i tillöguflutningi sinum að rikið héldi þar af 800 miljónum i tekju- skatt af hátekjum. Rfkisútgjöldin sem ættu aö vera 90 miijaröar á þessu ári mætti lækka um 3 miljarða. Það sem siðan vantaði á til að jafna metin vegna afnáms tekjuskatts af almennum launa- tekjum mætti taka með aukinni skattlagningu á atvinnurekstur- inn i formi stighækkandi tekju- skatts og veltuskatts. Gylfi sagði að tekjuskatturinn væri ekki lengur það tæki til tekjujöfnunar, sem hor.um var upphaflega ætlað, og útsvariö væri nú þvi siður slikt tæki. Tekjuskattinn ætti að afnema en varðandi leiðir til tekjujöfnunar mætti nefna almannatryggingar, ókeypis skólagöngu, niöurgreiðsl- ur o.fl. Það væri flókið og dýrt að innheimta tekjuskatt samkvæmt þeim reglum sem nú giltu. Rétt væri að hætta við þessa skatt- heimtu, enda væri hún orðin mjög litill hluti af heildartekjum rikis- ins. Gylfi boðaði breytingartillögur við frumvarp rikisstjórnarinnar. Magnús Torfi ólafsson ræddi nokkuð um kosti og galla frum- varpsins. Hann taldi að núverandi kerfi hafi fremur vald- ið misrétti en tekjujöfnun. 50% frádráttarregluna i sambandi við tekjur giftra kvenna taldi Magnús vanhugsaöa frá upphafi og að hún hafi valdið sivaxandi misrétti. Hann taldi ekki unnt að komast hjá þvi að hjúskaparstétt hefði nokkur áhrif i sambandi við skattlagninu, hvort sem farin væri helmingaskiptaleiöin, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, eða tekin væri upp sérsköttun með til- færslu á ónýttum persónuaf- slætti, eins og tillögur væru einnig uppi um. Magnús Torfi taldi til bóta ákvæði frumvarpsins varðandi breytingar á skattlagningu sölu- hagnaðar af fyrnanlegum eign- um, en taldi hins vegar óeðlilegt það ákvæði frumvarpsins, sem gerir ráð fyrir að hægt verði að afskrifa lausafé (þar á meöal skip og vélar) um allt að 30% kaupverös á einu ári. Þingmaðurinn taldi einföldun skattalaga æskilega og best væri að sömu reglur giltu um tekju- skatt og útsvar. Frumvarpið fæli i sér spor i þessa átt. Hann kvaðst andvigur hugmyndum Alþýðu- flokksins um nær aleert afnám tekjuskatts af launatekjum, og benti á, að slikt tiðkaðist hvergi i Vestur-Evrópu, en hins vegar væri litið um tekjuskatta i Sovét- rikjunum. Kvaðst Magnús furða sig á þvi aö Gylfi og félagar leit- uðu i þessum efnum sovéskra fyrirmynda. — Magnús Torfi tók fram að hann væri samþykkur ákvæðum frumvarps rikis- stjórnarinnar um aö sjálfstæðum atvinnurekendum væri jafnan áætlaöar vissar lágmarkstekjur. Svava Jakobsdóttir kvaðst ein- göngu munu ræða um skattlagn- ingu hjóna, þar sem Lúðvik Jósepsson hefði áður við sömu umræðu gert grein fyrir viðhorf- um Alþýðubandalagsins til frum- varpsins almennt. Svava kvaðst vera mjög andvig þeirri helm- ingaskiptareglu, hvað varöar skattlagningu hjóna, sem frum- varpið gerir ráð fyrir, og það væri ekki sist vegna þeirrar grund- vallarhugsunar, sem þarna lægi að baki. Ráðherra hafi boðað sérskött- un, en i ljós hafi komið þegar frumvarpið birtist, að alls ekki var um sérsköttun að ræða, heldur samsköttun og helminga- skipti. Nú væri ráðherrann hættur að tala um sérsköttun. Gylfi Þ. Gislason héldi þvi fram að Alþýðuflokkurinn hafi barist fyrir sérsköttun, en þetta væri rangt, sagði Svava, — tillögur Alþýöu- flokksins hafi allt til þessa verið um álika helmingaskipti og rikis- stjórnin legði nú til. Máli sinu til sönnunar vitnaöi Svava orörétt i tillögu þingmanna Alþýðuflokks- ins um þessi efni fyrir stuttu. Alþýðubandalagið eitt hefur bar- ist fyrir sérsköttun sagði Svava, og minnti i þvi sambandi m.a. á tillögu, sem hún flutti á Alþingi 1972. Svava Jakobsdóttir sagði, aö i þessu frumvarpi rikisstjórnar- innar kæmi reyndar fram meiri fyrirlitning á störfum giftra kvenna en hún heföi séð annars- staðar i seinni tið, bæði heima- vinnandi giftra kvenna og þeirra, sem vinna utan heimilis. Samkvæmt frumvarpinu skuli starf heimavinnandi giftra konu metið eftir þvi hvað eiginmaður hennar hafi miklar tekjur. — Þetta gengur þvert gegn öllum jafnréttishugmyndum, sagöi Svava, að störf húsmóður, sem er gift hátekjumanni, skuli metin miklu hærra en störf annarrar húsmóður, sem er gift lágtekju- manni. Samkvæmt frumvarpinu skal heimili hjóna með eitt barn, þar sem karlmaðurinn hefur tvær miljónir i tekjur en konan ekkert, greiða kr. 52.400,- i tekjuskatt af þessum tekjum. Falli nú konan á þessu heimili frá, þá hækkar hins vegar tekjuskatturinn, sem heimiliö verður að greiða um yfir 200 þús. krónur, úr kr. 52.400,- og i kr. 263.700,-. Svo virðist, sem rikisstjórnin, er að frumvarpinu stendur, telji það svona ákaflega dýrt fyrir manninn að eiga eigin- konu, að sjálfsagt sé að fimmfalda skattgreiðslu heimilisins, þegar konan fellur frá. Það er sem sagt ekki viöur- kennt að heimilisstörfin færi neinn verðmætisauka, heldur litið á konuna, sem heima vinnur eins og hvern annan bagga. — Þetta er fráleitt. Svava gagnrýndi harðlega aö samkvæmt frumvarpinu eiga skattar að þyngjast á einstæðum foreldrum frá þvi sem verið hef- ur, og einnig á öllum heimilum þingsjé w Magnús Torfi. Óiafur G. þar sem konan hefur haft rétt um miölungstekjur eða meira. Svava Jakobsdóttir kvaðst ekki sjá neitt þvi til fyrirstöðu að taka upp sérsköttun. Málið væri einfalt. Kona, sem engar tekjur hefði, vegna þess að hún ynni eingöngu á heimilinu gæti alveg eins talið fram sitt núll i tekjur, sem sjálfstæður skattþegn, eins og að eiginmaðurinn teldi fram núllið fyrir hana. Sjálfsagt væri hins vegar að heimila að ónýttur persónuafsláttur færðist á milli hjóna. Sérhver einstaklingur, karl eöa kona, sem orðinn er 16 ára á að vera sjálfstæður skattþegn, og hvort hjóna um sig telji fram eigin aflafé og séreign, og sé skattlagt samkvæmt þvi. Sér- ' sköttun á sameign er hins vegar 'vart framkvæmanleg, og hægt að hugsa sér að hún sé talin fram af þvi hjóna, sem hærri hefur tekur. Barnabótaauka þarf aö stórhækka frá tillögum frum- varpsins, þannig að samsvari a.m.k. kostnaði við dvöl barns á opinberum dagvistunarstofnun- um. Ólafur G. Einarsson talaði einnig og studdi hann ákvæöi frumvarpsins i flestum greinum. Minning Ríkaröur Jónsson Það var eins og að koma I litið himnariki, I helviti striðsáranna, aðkoma á Grundarstig 15. Þegar mannheimur skalf af ágirnd, heift og grimmd, flestar fréttir válegar og sorti verri tiöinda grúfði yfir þungur og ógnvekj- andi, þá var það eins og i öðrum heimi að sitja I stofunni á Grundarstig 15 þar sem hver hlutur var gerður af list og smekkvisi og hlusta á Rikarð Jónsson lesa eitthvað hnyttið, meö sinni þróttmiklu og blæ- brigðarlku rödd. Frá þvi ég var barn, eða fór að taka eitthvað eftir mönnum og málefnum, hafði ég ótrúlega mik- ið dálæti á öllu, sem ég sá eftir Rikarð, þannig var það vist meö mestalla þjóðina. Ekki aðeins myndum heldur einnig visum og greinum.sumtnærrilærði ég eins og þetta: „Dans er sist last- verður, og marga ánægjustund- ina hefi ég haft af dansi, hann liökar likamann fegrar framkom- una og er sigursæll til ásta, en þegar farið er að dansa nótt eftir nótt, oft við reyk og vin, þá getur farið af honum mesti glansinn.” Þetta er held ég það eina, sem ég hefi séð af viti um dans um dagana. Hafi maður dáð eitthvað, sem barn eöa unglingur.og kynnst þvi siðar, þá er hætt viö að það svari ekki til hugmyndanna og valdi vonbrigðum. Rikaröi var ekki þann veg fariö, og verður best lýst með orðum séra Arna Þórarinssonar á Stóra-Hrauni sem hann sagði viö Rikarö, þeir voru aö tala um einhvern meöal- mann: „Það er munur með hann blessaðan, og svo þessi ósköp, sem þér voru gefin.” Rikarður var ekki einn á Grundarstignum, þar var heil fjölskylda með sama svipmóti. Oft komu mér I hug þegar ég gekk heim, þennan stutta spöi upp á Bergstaðastræti, þessar hendingar Guðmundar Inga á Kirkjubóli: „Þaö var yndislegt fóik sem ég fanp, það var fólk sem ég þekkti ekkiáöur” Af gömlum vana veröur mér oft á að lfta I glugga bókaverslana og renna augum yfir bókatitlana, þá rak ég eitt sinn augun i nafn sem mér kom kunnuglega fyrir sjónir, og kom þó ekki fyrir mig: Ragnar Lundborg, og þá rann upp fyrir mér ljós. Fyrir nærri þrjátiu ár- um, höfðum viö Ásdls Rikarös- dóttir heimsótt þennan heiðurs- mann vin hans úti i Stokkhólmi og fært honum bréf frá Rikarði, þeir voru vinir, og setið þar I góðu yfirlæti fram á nótt. Undrandi var ég hvaö Ragnar vissi mikil deili á öllu Islensku og hvaö hann spuröi af mikilli þekk- ingu og áhuga. Ekkivissiég þá, og ekki fyrr en ég hafði lesið bók hans um þjóðréttarstööu tslands, hversu mikið hann hefur unnið fyrir hamingju lands vors. Hitt veit enginn hve stóran þátt Ríkaröur hefir átt i þvi, að glæöa svo áhuga þessa ágæta sænska vinar sins á málstaö tslands, að hann gengur fram fyrir skjöldu, deilir við lærðustu menn danaveldis og stjórnmálaskörunga, skorar stór-danann á hólm, strengir vé- bönd þjóðarréttarins um hólm- göngustaðinn á lofti þung rök og stór og sigrar andstæðinginn meö þvi aö varpa honum til jaröar, likt og Eysteinn úr Mörk, í einviginu á Þingvöllum forðum. Andstæðing- urinn átti þess kost að standa upp ósár. Ragnar Lundborg er einn þeirra ágætismanna, sem 1 hrið- unum tróð hina torfæru slóð / upp aö tindrandi frelsi vors lands”. Hver sem hefir heyrt Rikarö lýsa þeim hita, deilum og átök- um, sem áttu sé stað þegar hann var ungur námsmaður úti i dana- veldi, og Islenskt fullveldi var aöeins hugsjón og von, ekki sögu- leg staöreynd, veit hve brennandi hann var i þeim málum, sem og öllu er til heilla horfði. Eitt af snilldarverkum Rikarðs Jóns- sonar er Skjaldarmerki Islands-, þar talar hann til þjóðarinnar, til framtiðarinnar, máli hins djúpvitra spekings. Greipir land- vættina I merkiö sem eilifa aðvörun til íslendinga að varast erlenda ásælni. Gleyma aldrei sögunni af Una danska og land- vættunum T þökk og viröingu mun þjóðin skipa sér undir þaö merki, sem hann hefir skapaö. Grlmur S.Norödahl. Sídustu for- vöö aðbjarga fróöleik Þingsályktunartiilaga um söfnun og úrvinnslu islenskra þjóöfræöa, sem flutt er af þing- mönnum úr öllum flokkum, var til einnar umræöu i sameinuöu þingi á föstudag. Asgeir Bjarnason, fyrsti flutningsmað- ur tiliögunnar, fylgdi henni úr hlaöi meö nokkrum oröum og auk hans tók Stefán Jónsson til máis. Umræöu var siöan frestað og máiiö tekið af dagskrá. Asgeir Bjarnason rakti stutt- lega efni tillögunnar en hún hef- ur áöur birst hér i blaöinu. Benti hann á, aö hvert ár sem liöi, færði i kaf með sér ýmsan fróö- leik, sem þar meö kynni að vera endanlega glataður. Gott starf hefði verið unnið viö þessa söfn- un á s.l. sumri af ungu fólki, sem fór til þess um landið, en betur mætti ef duga skyldi og þvi væri nauösyn á að verja meira fé til þessarar starfsemi eftirleiðis. Stefán Jónsson lýsti stuöningi við tillöguna. Bar hann lof á starf Þjóðháttadeildar á þess- um vettvangi á sl. sumri. Þá heföi m.a. verið safnað miklum upplýsingum um fráfærur og vindmyllur, en þær, (þ.e. vind- myllurnar), væru e.t.v. höfuð- andstæöingar alþingismanna. Þeir menn væru nú óöum að hvera, sagöi Stefán, sem I raun og veru hefðu lifað öll þróunar- stig Islenskra atvinnuvega, allt frá landsmámstiö og fram á þennan dag. Þeim fróðleik, sem þetta fólk byggi yfir, mætti þjóöin ekki glata, en þá yröi lika að bregða hvatlega viö. —mhg Söluskattsdeild Skattstofu Reykjavíkur óskar eftir 2 mönnum til rannsóknastarfa

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.