Þjóðviljinn - 15.02.1977, Síða 7

Þjóðviljinn - 15.02.1977, Síða 7
Þriöjudagur 15. febrúar 1977 ÞJóDVlLJlNN — SiÐA — 7 Ég hef ekki heyrt um neina konu í verkalýðsstétt, sem er yfirborguð Bjarnfríður Leósdóttír, Akranesi: Endurskoða þarf við- miðanir og vinnuaðferðir A Islandi getur ekki ein ein- asta fjölskylda lifað af dag- vinnutekjum verkamanns, ef honum er greitt samkvæmt gildandi taxta, þó að 40 stunda vinnuvika sé lögboðin. Þetta vita allir og þola möglunarlitið, bæði verkafólk og verkalýðsforusta. En á hverju lifir fólk? 1 siðustu fréfum frá Kjara- rannsóknarnefnd kemur í ljós að meðal vinnutfmi verka- manna i fiskvinnu I Reykjavik er 60 stundir á viku og verka- kvenna 53 stundir.Eftir þessúm útreikningum eru á annaö hundrað vinnustundir á bak við heimilishald verkamannafjöl- skyldu, þar sem bæði hjónin vinna úti á töxtum verkalýðsf- elaga, þar fyrirutan er öll vinna .við heimilisstörfin. Og þessi langa vinnuvika sigar aðeins fyrir nauðþurftum. Er þetta^ nýtt þrælahald eða hvað? A það ekki lengur við á Islandi að verður sé verkamaður launa sinna. Trúir fólk þvi sjálft, að það hljóti réttlátan arð af af- rekstri vinnu sinnar, þótt það sé ekki nema hálfdrættingar á borð við verkafólk, 1 nágranna- löndum okkar? Trúir fólk þessu þótt Island sé oröið eitt mesta láglaunaland i Evrópu og þó viðar væri leitað? Er verkalýðsforustan sofnuð á verðinum? Hefur hún ekki lengur nægan metnað fyrir hönd verkafólks hvað varðar virð- ingu þess og menningu? Hefur húpekki lengurkjark tilþess að berjast við óvinveitta rikis- stjórn? Hvar hafa dagarnir lit sinum glatað? 1 áraraðir hefur kaupmáttur launa verkafólks. ekkert hækk- að, utan þá sveiflu, sem varð uppávið á hinni stuttu valdatið vinstri stjórnar, en sem fljót- lega varð að engu. Samningarnir sem gerðir voru 1975, eftir margra mánaða samningasþóf án verkfalla, voru beinir kauplækkunar- samningar. Kaupmáttur launa hafði á samningstimanum lækkaðum 11%. Samningarnir i fyrra hafa einnig reynst kaupl ækkunarsam ningar. Kaupmáttur launa mun verða mun lægri þegar samnings- timabilinu likur l. mai, heldur en hann var við undirskrift samninganna i fyrra vetur. Þeir voru gerðir nákvæmlega eftir spá þjóðhagsstofnunar- innar, en sú spá hefur engan veginn staðist, og rauðu strikin, voru aldrei ætluð til að vega nema að hluta til á móti hækkun framfærslukostnaðar. Blekið var varla þornað á undirskrift- unum,þegar allt aðrar og miklu meiri hækkanir komu fram i dagsljósið. Verkalýðshreyfingin var svikin strax á fyrsta degi. Hækkanir hafa dunið yfir eins og alþjóð veit. Hversu oft hafa tilkynningarnar ekki borist okkur, að frá og með morgun- deginum hækki eittog annað um svo og svo mikið. Að á morgun skulum við vera þetta mikið lengur að vinna fyrir mjólk handa börnum okk- ar, þetta mikið lengur að vinna fyrir einu og öðru. Þessu er náttúrlega mótmælt, en það vantar allan kraft i þessi mótmæli, þess vegna eru þau gagnslaus. Valdhafarnir blása aðeins á þau, eins og sápukúlu, sem hjaðnar um leið, þeir svif- ast þess vegna einskis og fara sinu fram án nokkurs tillits til ver ka lýðshreyfingarinnar. En hvers vegna vantar þann kraft, sem þarf til að lyfta verkalýðshreyfingunni upp úr þeirriniðurlægingu að vera með lengstan vinnudag og lægstu launin sem þekkist i nálægum löndum? Það er ósköp eðlilegt að fólk sé þreytt á þessu samningaþófi og verkföllum, án nokkurs sýni- legs árangurs og hugsi sem svo : Það þýðir ekkert að vera að þessu, það erallt saman tekið af okkur jafnóðum , og við verðum bara að svara þessu með auknu vinnuálagi og með þvl að þrengja að okkur. Þeir sem eru sterkari geta sett atvinnurekendum stólinn fyrir dyrnar og krafist yfirborg- ana, sagt að annars séu þeir farnir. Það er tildæmis opinbert leyndarmál, að það eru að stærstum hlutakonursem vinna á Iðjutaxta, karlmennirnir eru flestir yfirborgaðir. Og flest þekkjum við plús ofan á plús sinnum plús, sem sumir eru á. Aðrir semja um eitthvað undir borðið. I stuttu máli. Atvinnurekend- um lýðst að skammta þvi fólki, sem vinnur hjá þeim. Einum þetta, öðrum hitt, flestum þó einungis eftir taxta, og þá náttúrlega öllum konum. Ég hefi ekki heyrt um neina konu i verkalýðsstétt, sem er yfirborg- uð.Það voru settlög á sjómenn, sumstaðar hafa þeir brotið þau á bak aftur, i einhverri mynd, annarsstaðar verða þeir að hlita þeim. Svona er ástandið i kjaramál- um innan verkalýðshreyfingar- innar. Við vorum á fundi i kvenna- deild Verkalýðsfélags Akraness kvöldið sem hækkanir, á þjón- ustugreinum, eins og rafmagni og sima voru tilkynntar. Þá sagði ein konan „Hvenær skyldum við tilkynna i sjónvarpi og útvarpi, að frá og með deg- inum á morgun hækkuðum við selda vinnu okkar um ákveðna upphæð.”? Og konurnar tóku allar undir þetta. Já, hvers vegna ekki að auglýsa taxta og fylgja honum eftir með afli samtakanna? A siðasta Alþýðusambands- þingi var samþykkt kjaraálykt- un. Þar segir að þingið telji að lágmarkslaun fyrir dagvinnu megi ekkivera lægri en 100 þús- und krónur á mánuði og önnur laun skulihækka i samræmi við það, þannig að launabilið hald- ist i krónutölu. Fullar visitölu- bætur komi á lágmarkslaunin, en sama krónutala á þau laun sem hærri eru. Er þetta bara papirsgagn,eða hverá að fylgja þessu eftir? Ég held að verka- fólk hafi almennt vænst þess að Alþýðusamband Islands myndi stuðla að einhverjum raunhæf- um aðgerðum i kaupgjaldsmál- um, strax i byrjun þessa árs, en ekki biða þangað til i vor eða sumar. Verkamannafélagiö Hlif i Hafnarfirði kvað upp úr með það að verkafólk gæti ekki beðið lengur eftirkjarabótum, Verka- lýðsfélag Akraness tók i sama streng og skoraði á Alþýðusam- bandið og Verkamannasam- bandið að hefjast handa. Ég held að öllum sé það ljóst að rikisstjórn Geirs Hallgrimsson- ar muni ekki vernda kaupmátt launa verkafólks. Þess vegna held ég að verkalýðshreyfingin geti ekki firrt sig þeirri ábyrgð aö henni beri að gera það. En til þess að svo verði þarf hún að lita i eigin barm og taka til endurskoðunnar viðmiðanir sinar og vinnuaðferðir. Bjarnfriður Leósdóttir Bakarar kvarta undan verðlækkun í tilefni af lækkun brauðverðs 27. janúar sl. hefur Landssam- band bakarameistara sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að mikillar óánægju gæti meöal bakara með þá ráðstöfun að lækka verð á nokkrum brauðteg- undurn. Rökstuðningur verðlagsyfir- valda var á sinum tfma sá að verð á hráefni I brauð — einkum hveiti — i innflutningi hefði lækkað verulega að undanförnu. Um þetta segja bakarameistarar m.a. að „misstór fyrirtæki hafa að þessu leyti mismunandi að- stöðu og telja bakarar þvi mjög ámælisvert aö miða verðákvörðun við hagstæðasta hráefnaverð, sem finnanlegt er hjá einstökum fyrirtækjum eða eins og nú er gert að miða við væntanlegt verð”. Á öðrum stað segir að við verð- ákvörðun á brauðvörufn hafi sá Sparðatínsla og mis- skilningur, segja verðlags- yfirvöld kostnaðarliður sem eigi að standa straum af föstum kostnaði, vöxt- um, afskriftum og launum eig- enda veriðmjög naumt áætlaður. Nefna þeirsem dæmi um þetta að þættir eins og hiti, rafmagn, póstur, simi og rekstur bifreiöa að atvinnuvandamál byggðar- laga með einhæft atvinnulif verða , aldrei leyst á þann hátt, heldur munu umsvif sliks fyrirtækis valda stórskaða á þeirri atvinnu- starfsemi sem fyrir er i byggðar- lögunum. Fundurinn beinir þeirri ein- dregnu áskorun til þeirra sveitar- stjórnarmanna, sem þegar hafa lýst áhuga sinum á aö fá álver i byggðarlög sin að endurskoða af- stöðu sina til málsins og beina kröftum sinum i staöinn að upp- byggingu islensks iðnaðar og renna þannig nýjum islenskum stoðum undir atvinnulif þjóöar- innar.” hafi hækkað á 2 árum um u.þ.b. 100% en aö verð á brauðvör- um hafi hins vegar ekki hækkað nema um 23-43% á sama tima. Loks segjast bakarar sjá i hendi sér ástæðuna fyrir þvi að verði á svokölluðum „visitölutegundum’’ séhaldið niðri og það lækkað rétt fyrir útreikning nýrrar visitölu. Kristján Andrésson hjá skrif- stofu verðlagsstjóra svaraði þessum ásökunum þvi til aðhvað snerti hráefnin þá hefðu stóru bakariin — sem eru u.þ.b. 60% af öllum bakariunum — samstarf með sér um innkaup og væri mið- að viö þau innkaup i verlagsút- reikningum. Einnig hefði SIS náð mjög hagstæðum innkaupum i Kanada nýverið. Hins vegar gæti verið að einstck lftil bakari sem stæðu utan við þetta samstarf fengju þessa verðlækkun seinna en þau stóru. Kristján sagði að margt f þess- ari fréttatilkynningu væri byggt á misskilningi. Einnig sagði hann það vera sparðatinslu þegar bakarameistarar kvörtuðu undan hækkunum á fastakostnaöi, hann væri svo sáralitill hluti af kostnaðinum. Meginhiuti hans lægi i hráefnunum. Um „visitölu- tegundirnar” sagði Kristján að ummæli bakara væru einnig á misskilningi byggðar. Auk þess hefðu þeir frjálsari álagningu á allar kökur svo þeir þyrftu ekki að kvarta. — Þaö sem lá að baki verðlækk- uninni var sú skoðun verðlags- yfirvalda að ekki væri rétt að bakarameistarar fengju að halda öllum þeim hagnaði sem skapast viö hagstæðari hráefnainnkaup. Þau heföu talið rétt aö neytendur fengju hlutdeild i honum meö þvi að brauðveröið yröi lækkað, sagöi Kristján að lokum. —ÞH Alþýðubandalagið á Akureyri Vara við umsvifum erlendra auðhringa Félagsfundur I Alþýðubanda- laginu á Akureyri, sem haldinn var 18. janúar, gerði ályktun þar sem varað er eindregið við þeirri stefnu sem iðnaðarráðherra hef- ur boðað að stórauka umsvif er- lendra auðhringa i atvinnu- og efnahagslifi isiendinga. Þá segir i áiyktuninni. „Fundurinn fagnar þeirri al- mennu andstöðu sem risið hefur i Eyjafirði viö dform um byggingu álvers i firðinum og telur það benda til þess að eyfirðingar geri sérgrein fyrirþeim vandamálum sem skapast viö byggingu og starfrækslu slikrar verksmiðju. Sérstök ástæða er til að benda á

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.