Þjóðviljinn - 16.02.1977, Side 7

Þjóðviljinn - 16.02.1977, Side 7
Miðvikudagur 16. febrúar 1977 ÞJÓDVILJINN — SIÐA — 7 Vid skulum ekki fara í grafgötur meö það, að einmitt um þessar mundir eru önnur ungmenni en þau, sem Schiitz talaði um í Morgunblaðsviðtalinu að lifa s»n „óhamingjusömu ár” mitt á meðal okkar. Þorsteinn Sigurðsson, sérkennslufulltrúi: Óhamingjusöm í viðtali um Geirfinnsmálið sem birtist i Mbl. þann 5. febrú- ar sl. vikur Karl Schutz rann- sóknarlögreglumaður nokkrum orðum að liklegum orsökum þess að hinir ungu sakborningar geröust sibrotamenn með þeim hörmulegu afieiðingum sem öll- um eru kunnar. Kaflinn sem frá þessu greinir ber yfirskriftina „Öhamingju- söm æska” og segir þar frá for- eldrum sem ekki voru þess um- komin að ala upp börn — og samfélagsstofnunum með svo veika innviöi að þær fengu ekki valdið þvi hlutverki sinu aö koma til liðs við heimilin. Þessi ummæli gefa tilefni til að drepa á þann þátt opinberra afskipta sem gæti, ef rétt væri á haldið, haft heillavænlegri áhrif til umbóta á sviði sakamála en hin nauðsynlega endurskipan réttargæslunnar sem hingað til hefur þó dregið aö sér alla at- hyglina. Hér á ég viö varnaðar- starf rikis og sveitarfélaga i æska formi félagsmálaaöstoðar og uppeldisstarfa. Ýmsar ástæður geta valdið þvi að foreldri ræður illa eða alls ekki við uppeldishlutverk sitt. Vangeta foreldranna kann að vera timabundin eða varan- leg, tengd sjúkdómum eða óheppilegum félagslegum aö- stæðum. En hverjar sem orsak- irnar kunna að vera — og þær eru oft flóknari og vandraktari en svo að auögert sé aö fella dóma um ábyrgð, hvað þá sekt — þá breytir sllkt engu fyrir barnið sem i hlut á. bvi verður að sjá fyrir hæfum uppalendum ef það á ekki að biða tjón á sálu sinni. bað er lögboðiö verkefni fé- lagsmálastofnana sveitarfélaga (barnaverndarnefnda) að búa börnum og ungmennum uppeld- isaðstæður við hæfi ef foreldr- amir eru þess vanmegnugir af einhverjum ástæðum. En hvernig eru þessir aöilar i stakk búnir til að rækja þetta veiga- mikla hlutverk sitt? bað mun mála sannastað þeir hafa engan veginn nauðsynlega aðstöðu og berjast raunar viö stöðnun og hættulega einangrun i starfi. Hvort tveggja er aö mannafla skortir til aö sinna fé- lagslegri ráðgjöf með nútlma sniði og tiltæk meöferöarUrræði eru næsta fábreyttog ófullkom- in. Vafalaust mætti bæta úr ýmsum ágöllum með breyttri starfsskipan félagsmála þjón- ustunnar og uppbyggingu vand- aðra meðferðarstofnana á veg- um rikisins ef nauðsynlegar heimildir fengjust til sliks. En þar er við ramman reip að draga þar sem er ihaldssemi stjómvalda. Engan veginn er þó vist aö breytingar af þessu tagi myndu kosta aukin útgjöld þegar til lengdar léti svo ótti við fjárútlát ættiekki að standa i vegi. Hitt er kannski ógnvænlegra fyrirsmá- kónga kerfisins að óhjákvæmi- legt er aö beina hluta fjár- magnsins i aðrar áttir en nú er gertog halsa starfseminni völl á nýjum sviðum. bað sem ég tel einna brýnast fyrir félagsmálaþjónustuna er aö nýta sér þá miklu möguleika sem skyldunámsskólinn býöur upp á til varnaðarstarfa. Hvert einasta mannsbarn sækir grunnskólann frá 7-15 ára ald- urs. Af þvi má ráöa aö hvergi i samfélaginu er meiri vitneskja tiltæk um liðan barna og ástand heimila en einmitt i skölanum. Jafnframter hvergi auðveldara aö veita nauöstöddum börnum hjálp og láta heimilum þeirra i té uppeldislegan stuðning I hinu margvislegasta formi en ein- mitt I skólanum. Og einmitt með tilstyrk skólanna er liklegast að takast mætti að ná til þeirra heimila sem styðja þarf með fé- lagsráðgjöf sem stæði undir nafni. Skólinn hefur hins vegar aldreihaftf jármagn tilaö sinna þessu nærtæka verkefni, enda ekki hlutverk hans lögum sam- kvæmt. Engu að siður hafa margir skólamenn verið reiöu- búnir til aðstoðar við starf af þessu tagi. Ef viö ætlum að ná viðunandi árangri i varnaöarstarfi á fé- lagsmálasviöinu þarf að nást góð samvinna milli félagsmála- stofnana sveitarfélaganna og grunnskóla sveitarfélaganna, sömuleiðis rikisins og sveitarfé- laganna, og þaö veröur ekki hjá þvikomistað flytja til fjármagn ogmannafla frá einni stofnun til annarrar. Samskipan og sam- virkni veröur aö koma i stað þeirrar einangrunar og tog- streitu sem nú rikir. Dæmin sem vitnað er til I upp- hafi þessa pistils eru þvi miöur ekki einstæð, heldur einkar vel þekkt fyrirbæri sprottin úr þeim þjóðfélagslega jarðvegi sem myndast hefur á Islandi eftir- striðsáranna. Við skulum ekki fara 1 grafgötur með það aö ein- mittum þessar mundireru önn- ur ungmenni en þau sem Schutz talaði um i Morgunblaðsviötal- inu aðlifa sin „óhamingjusömu æskuár” mitt á meðal okkar, og það skiptirmiklu máli að draga réttar ályktanir af því, sem gerst hefur svo okkur auðnist aö koma I veg fyrir að þeirra biði sömu örlögin. 1 f 1111 1 Á fulltrúafundi Búnað- arsambands Eyjafjarðar, sem haldinn var að Hótel K.E.A. 1. febr. sl., var samhljóða samþykkt á- lyktun og greinargerð gegn álveri við Eyjafjörð. Ályktunin og rökstuðning- ur eyfirskra bænda fyrir henni fylgir hér á eftir. „Fulltrúafundur Búnaöarsam- bands Eyjafjarðar haldinn að Hótel K.E.A. 1. febr. 1977, vill taka fram eftirfarandi vegna framkominna umræðna um álver við Eyjafjörö. Sem kunnugt er, er Eyjafjörður eitt besta landbúnaðarhérað landsins. Kemur þar til mikil veð- ursæld sem gefur öryggi I búskap og þá sérstaklega fóöuröflun. Með byggingu og rekstri álvers hér við fjöröinn yrði mjög mikil röskun á öllum búskaparháttum heilla sveita og héraðsins alls, sem hafa mun I för meö sér ýmis félagsleg vandamál og er frá liði tjón af völdum mengunar. baö tjón sem mengun veldur á nátt- úru landsins veröur ekki bætt. bvi viil fundurinn mótmæla hugmyndum um byggingu álvers við Eyjafjörð. Hins vegar er ljóst að vinna ber ' að uppbyggingu atvinnufyrir- tækja hér viö fjörðinn, séu þau þannig aö eigi stafi hætta af þeirri uppbyggingu fyrir náttúru hér- aðsins, né valdi verulegri byggðaröskun.” Með tilkomu álvers við Eyja- fjörð verða margir atvinnuþættir fyrir miklum áhrifum bæði góð- um og slæmum. Sá atvinnuvegur sem einna harðast verður úti i þessu sam- bandi, er landbúnaður. Kem- ur þar til sú mikla hætta sem hér- aðinu stafar af völdum mengunar' frá sliku álveri. Afkomu sina hafa bændur byggt að lang mestu leyti á fram- leiðslu mjólkurafurða. Með til- komu álvers skapast mikil hætta fyrir tilvist þessarar búgreinar. Nautgripir og sauðfé er mjög við- kvæmt fyrir eitrun af völdum Fluors og bendir reynsla norö- Spor sem ekki má stíga r Alyktun og greinargerd Búnaðar- sambands Eyjafjarðar gegn álveri manna til þess að ekki verði rekin búfjárræktinágrenni slikra vera. Eiturverkanir frá slikum verk- smiöjum koma ekki fram fyrr en að liönum nokkrum tima frá þvi að starfsemi þeirra hefst og fer þar aö sjálfsögðu mjög eftir þvi hve mikil hreinsun fer fram á Fluor úr reyk þeirra. Varöandi það álver sem ætlað er hér, eru allar áætlanir Norsk Hydro miðaðar við að framleidd veröi 400.000 tonn af áli á ári. bó svo að i dag sé talað um álver að stærð 100.000 tonn ál/ári verður hér eftir miðaö við 400.000 tonn, svo sem áður segir. Samkvæmt tölum frá norðmönnum er sá Fluor sem fer úti andrúmsloftið frá 1. kg-5 kg. Fluor /tonn ál. Telja þeir aö vart veröi neðar komist en um sem svarar 1 kg. Miöað við þessa stærð og þá reynslu sem norðmenn hafa, er samt sem áður mjög stórt land- svæði sem i hættu er af völdum mengunar. Sé miöaö við lág- marksmengun eða 1. kg/Fluor /tonn /ál verður það svæöi sem i hættu yrði um 80 ferkm eða hring- ur með um 10 km þvermál Nú segir landstærðin ekki alla hluti. Veðurfarsleg skilyrði hafa hér mikiöaö segja. betta hérað er þekkt fyrir mikla veðursæld og staðviðri. Samkvæmt heimild Veðurstofu tslands er hér logn skráð 13% af árinu eða i sem svarar 47 dögum. bær vindáttir sem mestu ráða eru norðan og sunnan átt, með litlum frávikum (sjá meðf. kort). Út frá þvi má ljóst vera að mengunar mun gæta á mun stærra svæði en þeim 80 ferkm. sem áður er getið og má ætla að tjóns muni gæta nokkuð langt fram i Eyjafjörö og einnig út fjörðinn beggja vegna. bá hefur komið i ljós að jaröar- gróður veröur fyrir enn meiri mengun og eiturverkunum þar sem þurrviörasamara er. Einnig hefur komið i ljós að eiturverkana hefur gætt i rótarávöxtum, og þaö svo mikiö aö hætta er talin á neyslu þeirra. Hér aö framan hefur aöalá- herslan verið lögö á þá mengun- arhættu sem verður á landi. Hvað mengun sjávar viðvikur má ljóst vera að sú hætta er mikil þar sem fjörðurinn er þröngur, langur og sjávarföll litil. Frá slikum verum fer mjög mikill úrgangur 1 sjó. Sú röskun á félagslegri aðstöðu sem veröur við tilkomu sliks stór- iðjuvers, er mikil. Fyrirsjáanlegt er aö mjög mikil eftirspurn eftir vinnuafli veröur og mun valda þvi að erfitt mun verða að fá fólk til starfa i landbúnaði. bá eru mjög sterk rök sem benda til þess að mikill samdráttur yrði i búskap, a.m.k. I þeim sveitum sem næstar liggja og má ætla að verulegur hluti jarðar mundi falla úr búskap. bá má einnig benda á aö ein- kennilegt virðist ef hægt er að selja rafmagn á svo lágu veröi til slikra orkuneytenda, á meöan að ekki fæst raforka til nauðsynlegra hluta i búrekstri og verölag á raf- orku svo hátt aö það stendur ýmsum iðngreinum hér fyrir þrif- um. Séu þessar staðreyndir hafð- ar i huga, sem hér hefur verið drepið á, er augljóst að staðsetn- ing álvers við Eyjafjörö er spor sem ekki má stiga.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.