Þjóðviljinn - 16.02.1977, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 16.02.1977, Blaðsíða 12
12 — StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 16. febrúar 1977 Skjaldfönn Beinir samningar yið ríkid um búvöruverð er það sem koma skal Það var vist i ágúst sem fréttamolar úr Inn- djúpinu komu siðast i Þjóðviljanum. Þá voru óþurrkarnir að hrella okkur. En á höfuðdaginn 29. ágúst, skipti svo al- gerlega um veðurfar að varla kom deigur dropi úr lofti fram til lO.okt. og sólfar og hlýindi voru með eindæmum. Nú þornaði allt og skræln- aði, lækir og tjarnir hurfu, ár vætluðu i grjóti og í haustleitir var heppilegast að fara i strigaskóm. Mér er minnisstætt við gul- rófnaupptöku 7. okt. að skraufþur moldin rauk úr rótunum þegar rófun- um var barið saman. Heyskaparlok urðu þó eins og hver annar barnaleikur og hey- fengur mikill að vöxtum, en mis- jafn að gæðum. Þegar horft er um öxl til liðins árs hygg ég aö veður- blíðan verði ofarlega i huga. Óþurrkarnir voru að visu þreyt- andi, en Urfelli voru ekki mjög stórfelld hér og alltaf hlýindi. Snjóföl sást ekki i háfjöllum fyrr en um miðjan okt. og tók strax upp aftur og gamlar hjarnfannir til háfjalla voru raunar á undan- haldi til veturnótta. Snæfjalla- strönd var löngu hætt að bera það nafn með réttu, aöeins nokkrar blásvartar hjarnfannir, áratuga ef ekki aldagamlar, hjörðu af þar til nýsnævið huldi þær seint i nóvember. Skriöjökulstungan i Kaldalónsbotni styttist um 50 metra og þynntist að sama skapi. Hausthret og snjóar urðu þvi ekki til að fé leitaði til byggða og gekk þvi seint og erfiölega að ná þvi af vfl’áUumiklum afréttum, en fá- menni til smölunar. Fé mun lika hafa farið óvenjulangt og viða. T.d. kom dilkær frá Hamri á Langadalsströnd fram i Norður- firði á Ströndum skömmu fyrir jól, en nánast einsdæmi er, að þar heimtíst fé héðan frá DjUpi. í haust voru dilkar með rýrara móti og er taliö að það eigi rætur að rekja til þess hvað grös féllu snemma, ásamt því að sifellt stærri hluti sláturlamba eru tvi- lembingar. Það sem af er vetrar, hefur tið verið einmunagóð, svo til snjó- laust til áramóta, og allir vegir i byggð færir, jafnvel var fyrir- stöðulaust um Kaldalón út á Snæ- fjallaströnd milli jóla og nýjárs, sem er fátitt á þeim árstima. Sími og rafmagn Eins og fram kom if jölmiölum i sumar var búiö aö loka velflest- um slmum hér I sveitinni, þar eð notendur neituðu aö borga sima- gjöld, sökum afarlélegs sam- bands, ónógs simatima (6 kl.st. á sólarhrings) og tiðra linubilana. Loforð umdæisstjóra Pósts og sima á tsaf. um úrbætur I haust, varð þó til að samkomulag náðist. Talstöð til notkunar i neyðartil- 'vikum og þegar sfmasambands- laust verður kom slðsumars og er á Melgraseyri. I desemberbyrjun fengu svo Nauteyrar- og Reykjafjarðar- hreppur sérlinur til Isafjarðar og þar með hefur Inndjúpið fengið allt annað og betra simasamband innbyrðisog útáviö, en áður. Bæði eru heyrnarskilyröi gjörbreytt til hins betra, hvert á land sem er, og nú er beint samband frá öllum bæjum og tilallra bæjaá svæðinu um ísafjörð. Er þetta mikiö og gott framfaraskref fyrir Ibúa byggðarlagsins. Eins og ég hef raunar áður lýst hér I blaðinu er rafvæöing Inn- Djúpshreppanna þannig háttaö að sveitarfélögin hafa stofnsett héraðsrafveitur samkvæmt orku- lögum. Þær eru Rafveita Snæfjalla hér noröan Djúpsins sem rekur Mýrarár- og Blæva- dalsárvirkjanir, samtals 260 kw. og Rav. Reykjafjarðar og Ogur- hreppa, R.R.Ö. sem er vestan Djúpsins og er langt komin að byggja linukerfium sittsvæði, en fær ennþá alla sina orku um sæ- streng frá Rafv. Snæfjalla, þar eð aöalvirkjun Inndjúpssvæðisins, Sængurfossvirkjun I Húsadalsá i Mjóafjarðabotni, sem vonast er til að gefi 450 kw., er ennþá ekki komin I gagnið. Einstaklingur, Jón Fannberg, byggirhana og af- hendir R.R.Ö. i rekstrarhæfu ástandi og hefur hún raunar verið Igangi frá i haust en aðeins gagn- ast fyrir Botn, þar eð um 14 kw linuspotta út með noröanverðum Mjóafirði aö Skálavik, vantar til aö koma orkunni til notenda. Undanfarinn mánuð hefur þessa viðbótarorku sárlega vantað, þvi sökum rennslistruflana til fjalla vegna frosta og litilla snjóalaga hefur Blævadalsá ekki annað þörfinni enda aldrei ætluö fyrir allt svæöiö. öðru hvoru siðan um nýjár, hefur þvi orðið að rjúfa strauminn að nóttunni, til að safna vatni i virkjunarlóniö og einnig að takmarka notkun svo sem til húsahitunar uns vatns- rennsli kemst i samt lag. Auk þess hefur Reykjanesskóli orðið að notast viö diselafl. Garnaveikin Hér i Inndjúpinu er mest búið með sauðfé og viða eingöngu. Sauölönd eru hér afbragðsgóð, rúmt i högum og dilkar vænir. Fjárstofninn hraustur og smit- andi pestir óþekktar. Þaö sló þvi miklu felmtri á fólk er sú fregn barst út i haust aö garnaveiki væri komin upp I Þúfum i Reykjarfjarðarhrepp. Varnar- giröing er úr ísafjaröarbotni suður I Kollafjörö. Vestan hennar er Vestfjarða- hólf þar sem garnaveikin kom upp. Noröan viö hana er Miö- Vestfjaröahólf sem nær yfir N-ís, noröan Djúps, Gufudalssveit i A- Barö, og Strandasýslu noröan Steingrimsfj. Þó garnaveikin væri fyrst staöfest i kindum frá Þúfum, þá hafa blóðprófanir nú sýnt aö veikin er komin á flesta Skriðjökuls- tungan í Kaldalóns- botni styttist um 50 metra bæi i Reykjarfjaröarhreppi og búin aö gera verulega um sig á nokkrum þeirra og allar likur á aö hún hafi borist á fleiri bæi en Þúfur um svipað leyti. Hvorki dýralæknar né heimamenn virðast geta áttaö sig á þvi hvaöan eöa hvernig smit hefur borist inn I mitt heilbrigt svæöi, þvinæst er garnaveikin svo vitaö sésuöur á Snæfellsnesi og noröur i Hrútafiröi, og margar varnar- linur á milli. Eru helstu mögu- leikar taldir meö heyi, óhreinum ullarpokum skófatnaöi eöa fötum manna sem komiö hafa af garna- veikisvæöinu eöa jafnvel fuglum, svo sem grágæs. Verulegu máli viröist skipta aö komist sé aö ein- hverri viöhlitandi niöurstööu um hvernig veikin hafi borist hingað aö Djúpi svo hægt sé aö fyrir- byggja aö slikt endurtaki sig annarsstaöar, sé þarna um hand- vömm eöa andvaraleysi aö ræöa. Og m ér og f leirum hér er spurn. Hafa sauðfjársjúkdómanefnd, trúnaðardýralæknir hennar og yfirdýralæknir hreinan skjöld i þessum efnum? Þeir sögöust ekkert vera hissa i haust.þeir hefðu alltaf búist við að eitthvað þessu likt gæti skeö. Þar meö er ég ekki aö segja aö bændur hér um slóðir og forustu- menn hafi veriö nægjanlega var- kárir gegn vágestum af þessu tagi. En þeir aðilar syöra sem aö ofan eru nefndir hafa veriö ótrú- lega hljóölátir og fúsir þess á und- anfórnum árum aö heimila héy- flutninga úr garnaveikihéruöum inná heilbrigð svæði svo sem Vestfiröi, og ég veit ekki til þess að þeir hafi brýnt fyrir hugsan- legum varðmönnum, svo sem dýralæknum sveitarst jórnar- mönnum og forðagæslumönnum hvað slikt gæti haft I för meö sér. Þaö sést best á þvi hvaö veikin gat hreiðraö um sig I Reykjar- fjarðahrepp og valdiö þar um- talsveröum vanhöldum, án þess að menn rönkuðu við sér. I fyrravor beit svo sauðfjár- sjúkdómanefnd höfuöiö af skömminni meö þvi aö lýsa yfir sigri gegn mæöiveikinni og aö hætt yrði aö halda viö fjölmörg- um varnarlinum rétt eins og eng- ar aörar búfjárpestir væru til. I lengstu lög verðum viö bændur i Mið-Vestfjarðahólfi aö vona aö búféhér sé ósýkt, en sé svo þá er það meira vegna slembilukku einberrar, en „forsjár” að sunn- an eöa aögæslu okkar sjálfra. Má I þvi sambandi minna á aövorið 1975 var hey fráBjörgum iEyjafirði sem kaupa áttihingað að norðanverðu Djúpi, stöðvað á tsafirði aðforgöngu hreppsnefnd- ar hér með fulltingi umdæmis- dýralæknis og sýslumanns. Bær- inn sem heyið kom frá var að visu talinn óskýktur en garnaveiki allt umkring. Sauðf jársjúkdómanefnd og yfirdýralæknir smþykktu að hey- ið færi á ákvörðunarstað. I haust lögðu sömu aðilar blessun sina yfir kúa og mjalta- vélakaup af Snæfellsnesi hingað i hrepp. Kýrnar voru að visu blóðprófaðar en engu að siöur virðist mikill munur á þeirri yfir- drifnu varkárni sem sýnd hefur verið I sambandi við innflutning holdanautasæðis af hálfu yfir- dýralæknis annars vegar, og hinsvegar þvi kæruleysi sem virðist hafa rikt gagnvart út- breiöslu garnaveikinnar. Rjúpan og Finnur Þá er nú rjúpuvertiðin um garö gengin i þetta sinn og var jafnvel ennþá lélegri en 1975. Ekki leiöist rjúpunni aö gera grin aö fuglafræðingunum eink- um þó Finni blessuðum, sem löngu þykist vera kominn til botns i hennar leyndarmálum, einkum þó orsökum sveiflnanna I stofnin- um en samkvæmt kenningum hans átti rjúpan að vera i há- marki 1975 og 1976. Ég hef gengið til rjúpna frá unglingsárum og fylgst með henni eftirföngum svo og þvi sem lærðir og leikir hafa látið frá ser fara um þessa ráö- gátu. Ég hef alltaf betur og betur sannfærst um hvaö raunar er litiö vitað um atferli rjúpunnar, eink- um um hegöun hennar og feröir aö vetrinum. Min skoðun er sú og hún kemur heim viö álit margra skotmanna annarra, aö rjúpan sé miklu viðförulli innanlands en fuglafræðingar hafa haldið fram og hún geti verið i hámarki á Austfjörðum þegr hún er i lág- marki á Vestfjörðum og allt þar á milli. Fjöldi hreiöra I Hrisey þetta og þetta áriö, þarf ekki aö vera i neinum tengslum við varp og stofnstærö yfir landiö I heild. En þar sem ég hef hug á aö koma skoöunum minum um þetta og rökstuöningi viö þær á framfæri i lengra máli en hér er rúm fyrir, læt ég staöar numiö á sinni. Þó vil ég nota tækifærið og senda Jónasi Arnasyni alþm. kveðju mina og það með að mér þykir leitt aö ég var aö heiman þegar vest- iendingar I hópferö um Djúpiö komu hér I hlaöið I sumar. Frum- varp hans um breytingar á rjúpnaveiðitimanum er góöra gjalda vert, þvi bæði eru rjúpu- ungar ekki fullvaxnir i okt. og rjúpnafjölskyldur halda enn hóp- inn og eru jafnvel heima viö bæi, sé snjólaust til fjalla. Ég gæti þvi vel fallist á aö rjúpnatiminn hæfist ekki fyrr en 1. nóv. og stytta hann þá sem þessum hálfa mánuöi nemur, rjúpunum veitir sennilega ekki af þvi núna i ,,hámarkinu.”Hitt yröi henni miklu skeinuhættara, væri jafnvel stórhættulegt, að heimila veiöi i janúar eöa febrúar þegar rjúpan er öll komin i byggö og hópast saman i kjarrskógunum á tökmörkuðum svæöum. Finnist sportskyttunum þeir missa ein- hvers i, er sjálfsagt aö lengja veiöitlma grágæsavargsins og jafnvel aö hún yröi réttdræp allan timann sem hún er hér, uns eitt- hvaö færi aö slá á þenn ófögnuö. Bændur og kjaramál þeirra Undanfarið hefur veriö mikiö um fundarhöld bænda sunnan og noröanlands. Orsakimar eru log- andi gremja stéttarinnar meö kjaramál sin og á þessum fundum voru aö sögn blaöa ekki sparöar skammirnar i garö forustusauða okkar, jafnt i kjara sem afuröa- sölumálum. Bændur hafa um áratugi veriö tekjulægsta stétt E NDRIÐI AÐALSTEIN ALDFÖNN VIÐ DJÚP SKRIFA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.