Þjóðviljinn - 19.02.1977, Síða 2

Þjóðviljinn - 19.02.1977, Síða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN L*«g*rdag«ir It. febníar 1*77 þeirra eftir að sorphaugarnir undir Stapan- um, skammt frá Keflavík, fóru að gefa dag- vissa uppskeru. AF SKOLPROTTUM Þegar ég var krakki að alast upp vestur í bæ var Selsvörin og umhverfi hennar Paradís okkar strákanna. Þá voru sorp- eða öskuhaug- ar bæjarinssunnan við Selsvörina, þar sem nú heitir Sólarlags- eða Ástarbrautin og ber naf n af sólarlaginu og ástinni. Þetta voru miklir dýrðardagar bæði fyrir börn og f ullorðna. Síðari heimsstyrjöldin var í fullum blóma í allri sinni dýrð, og íslendingar nutu í ríkum mæli ávaxtanna af blóðvökvuð- um vigvöllum ríkjandi skálmaldar. Vort elskaða ættarland var þá, eins og nú, blessunarlega hersetið, og hermenn, sérfróðir í því að drepa fólk,um tíma fleiri en lands- menn allir. Það var því ekki að undra, þótt mikið sorp og annar úrgangur kæmi frá þessú f jölmenna setuliði. Heilum fjöllum af rotnandi óþverra var ekið á „haugana" á degi hverjum, og í þessari iðandi ýldukös undu sér að- og innf lutt meindýr, allskyns pöddur og kvikindi, að ógleymdum sárasjúkum skólprottum, sem juku kyn sitt svo, að um tima óttuðust menn að þær legðu höfuðborg (slands, Reykjavíkurbæ, undirsig. Eldur geisaði jafnan undir rotnandi úrgangshaugunum, kviknaði þar sjálfur, eins og meindýrin og skólprotturnar og lagði stundum í vestanátt megnan þef af „haugun- um" yfir bæinn. En fljótlega fundu framtakssamir íslend- ingar það út af hyggjuviti sínu, að í rotnandi óþvérranum gátu leynst verðmæti, sem ef til vill gætu verið brúkleg fyrir „landann", þótt hermenn hefðu fleygt þeim á haug, og fljót- lega fór að venja komur sínar á „haugana" hópur vaskra manna, sem rótuðu í rotnandi kösinni við hliðina á skólprottunum. Skólprott- an „gramsaði" til að afla sér lífsviðurværis, og raunar mennirnir lika í æðislegri leit að verðmætum, sem hægt væri að breyta i pen- inga. Þetta var fyrsti vísirinn að Sölunefnd setu- liðseigna og raunar vagga þess fyrirbrigðis, svo að segja má með sanni að mjór er mikils vísir. Við strákarnir stunduðum þarna hins vegar sportveiðar að hætti evrópskra aðalsmanna og konunga, skutum rottur með teygjubyssum, slöngvum (eins og Davíð notaði á Golíat) og jafnvel alvöru skotvopnum. Alltaf vorum við strákarnir, hinn ungi aðall vesturbæjarins, heldur illa séðir af skólprott- unum (og það var skiljanlegt), en líka höfðu „gramsararnir" horn í síðu okkar, en þó veit sá sem allt veit að það vantaði mikið á að við hefðum nægilega sterkan maga til að koma nálægt draumalandi þeirra sárasjúkri og ið- andi rotnunarkösinni, en stundum sáum við þá veiða eitthvað uppúr óþverranum og skola af því mesta viðbjóðinn, og síðan var það sett uppá bíl og selt einhvers staðar, við vissum ekki hvar. Svona gekk þetta um hríð, en svo kom að lokum að yfirvöldin skárust í leikinn, ráku okkur strákana af haugunum, en veittu „viss- um mönnum" þau forréttindi að fá að gramsa i sorpinu frá hernum á „haugunum". Sumir hinna dugmestu og framtakssömustu hafa af þessari iðju orðið auðugir menn og komist til mannvirðinga, einkum vænkaðist hagur Já, uppúr þessum frjósama jarðvegi er sem sagt Sölunefnd varnarliðseigna sprottin, en hún mun hafa verið sett á laggirnar, þegar ekki þótti lengur hæfa að Pétur og Páll gætu setið að „sorpgramsinu" án þess að opinberir aðilar fengju að hafa þar hönd í bagga. Með framangreinda tilurð Sölunefndar varnarliðseigna í huga, má öllum vera Ijóst, að hæfur maður verður að skipa sess fram- kvæmdastjóra þessarar merku stof nunar. Frá því ég man fyrst eftir mér hefur alltaf verið mikill úlfaþytur útaf opínberum stöðuveiting- um, en nú bregður svo við að allir eru á eitt sáttir um það að nú haf i ráðherra skipað rétt- an mann á réttan stað og haf i hér sem endra- nær borið þjóðarhag fyrir brjósti fremur en persónuleg eða pólitísk tengsl við hinn nýbak- aða framkvæmdastjóra, hvað þá Framsókn- arflokkinn. Um þessa skipun eru allir sam- mála og það þótt þeir hafi ekki hugmynd um hverjir hinir 34 voru sem sóttust eftir þeirri miklu virðingarstöðu, sem byggir á þeim grunni sem að framan er lýst. Svo rétt er að óska ráðherranum til ham- ingju með það, hve farsællega hann hefur bjargað þessu óþrifamáli heilu í höfn. En hvað um það. Nú heyri ég í útvarpinu að verið er að lesa auglýsingu frá Sölunefnd varnarliðseigna, og verið er að auglýsa notuð járnrúm og notaðar dýnur. Ég leyfi mér hér með að hvetja íslendinga til að festa þegar kaup á notuðum dýnum og járnrúmum, sem hermennirnir á vellinum eru hættir að geta notað, og er í því sambandi vert að minnast vísunnar, sem starfsstúlkan hjá Sölunefnd varnarliðseigna orti, þegar hún var komin heim og lagðist á hinn Ijúfa beð, notuðu dýn- una sína frá hernum, sem hún hafði „grams- að" og sett í járnrúmið sitt. Dýnan mín er þarfaþing, þreyttri hvfld mér gefur. Efni í margan útlending i hana fallið hefur. Leggst ég nú á Ijúfan beð, lausnarans gömlu dýnu. Herinn gjarnan henni með hossar lífi mínu. Flosi VERÐLAUNAGETRAUN Hvað heitir skipið? Nil er komið að siðasta skip- þessari viku er bókin Þraut- inu f þessari viku. Ef þú veist nöfn þeirra 5 skipa sem birst hefur mynd af, þ.e.a.s. nr. 6-10, sendu þau og þú átt möguleika á bökarverðlaunum. Verðlaunin fyrir rétt nöfn I góðir á raunastund, 8. bindi eftir Steinar J. Lúðvlksson sem örn og öriygur gáfu út núna fyrir jólin. Sendið nöfn skipanna nr. 6-10 til Póstsins, Þjóðviljanum Siðumúla 6. Veittur verður hæfi- legur frestur meðan pósturinn er aö berast en síðan dregið úr réttum lausnum. Þetta skip var keypt til tslands árið 1930 en var þá gamalt. Gekk undir nafninu Járnbraut smáhafnanna af þviað það sigldi inn á allar smahafnir. Afburðagott sjóskip en sleði til gangs. Varð fyrir árás f strfð- inu. Fyrsta fsienska skipið sem sigldif gegnum Súesskurðmeðfalenskan fána. 'Vferðlaun fyrir skip nr. 1-5 Undirtektir lesenda Þjóövilj- ans viö verölaunagetrauninni Hvað heitir skipið? hafa verið mjög góðar og eru enn aö ber- ast lausnir. Þess vegna hefur verið gripið til þess ráðs að fresta að draga út nafn þess sem verðlauh hlytur fyrir aö vita rétt nöfn skipa nr. 1-5. Verður þaö ekki gert fyrr en aö viku liöinni. Mun sá háttur verða á framveg- is að draga úr réttum lausnum eftir hálfan mánuö. Er þetta bæði gert að tillitssemi við þá sem búa úti á landi og fá etv, ekki Þjóöviljann fyrr en eftir nokkra daga og hafa Póstþjón- ustu I lakara lagi og eins til þess aö fólk hafi nokkurn umhugs- unarfrest og geti kannski flett upp i bókum til að grafa upp nöfn skipanna. Varði doktors- ritgerð um Hómilíubók 18. febrúar 1977 varði Andrea van Arkel doktorsritgerö við Rikisháskólan I Utrecht og bar hún heitið „The manuscript sthm. Perg. 154 gr. A diplomatic edition and introduction”. Þessi ritgerð fjallar um Stokk- hólms- eða islensku hómiliubók- ina, islenskt handrit frá hérumbil 1200, og geymir guöfræðilega texta, aðallega predikanir. Texti handritsins er gefinn út staf- og Hnurétt, fylgir útgáfunni rækilegur inngangur um málstig textans. Ritgeröin, aukin með ljósmynduöum texta, veröur gef- in út á vegum stofnunar Arna Magnússonar á Islandi. Höfundurinn var árin 1971-1974 við nám I Háskóla Islaiids, tók Is- lenskt próf fyrir erlenda stúdenta I mai 1973 og starfaði árin 1973- 1974 við Stofnun Arna Magnús- sonar. Arið 1974 veitti hugvis- indadeild Visindasjóðs henni styrk til að vinna aö þessari út- gáfu. (Fréttatilkynning)

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.